Fréttablaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 30
Í LÍKI ÍHALDSSAMRA EINSTAKLINGA, OG SEM SAMKYNHNEIGT PAR, FJALLA ÞEIR UM VIÐFANGSEFNI SEM ERU SAMFÉLAGSLEGA MIKILVÆG: FEGURÐ, KYNLÍF, PENINGA, TRÚARBRÖGÐ OG LÍFIÐ Á JAÐRI SAMFÉLAGSINS. Sýningin Gilbert & George: The Great Exhibition verður opnuð í Hafnar-húsinu í dag, f immtu-daginn 6. ágúst. Hún er sérstaklega unnin fyrir Listasafn Reykjavíkur í samstarfi við listamennina og Luma-safnið í Arles í Frakklandi og Moderna Museet í Stokkhólmi í Svíþjóð. Hér er á ferðinni ein viðamesta sýning safnsins á árinu og er hún á dagskrá Lista hátíðar, en vegna aðstæðna í vor var opnuninni frestað um tvo mánuði. Vegna aðstæðna nú eru aftur takmörk á gestafjölda og 100 manna hámarksfjöldi í húsinu, en þar er sannarlega nóg pláss. Sýning- in stendur fram í janúar á næsta ári. „Við erum mjög stolt af þessari sýningu og ánægð með að geta kynnt hana fyrir fólki,“ segir Ólöf Kristín Sigurðardóttir safnstjóri. „Það stóð til að Gilbert og George, sem eru jú tveir menn en einn lista- maður og listaverk í sínu daglega lífi, kæmu til að vera við opnun- ina, en í samráði við lækna sína ákváðu þeir að gera það ekki. Þeir eru komnir hátt í áttrætt og þurfa að sitja heima, þessir síungu séntil- menn.“ Eru óaðskiljanlegir Um listamennina segir Ólöf: „Gil- bert er Ítali og George Breti. Þeir kynntust í Saint Martins-listaskól- anum í London, þetta var árið 1967 og síðan hafa þeir verið óaðskiljan- legir í vinnu og einkalífi. Þeir tóku sömuleiðis þá ákvörðun að líf þeirra sem heild væri listaverk og hafa lifað í nafni listarinnar. Þeir völdu sér farveg sem var um margt andstæður straumum lista- heimsins á þessum tíma. Þá var verið að brjóta niður allar hefðir og ungt fólk var síðhært og frjálslega klætt. Á sama tíma voru þeir form- lega klæddir. Í líki íhaldssamra ein- staklinga, og sem samkynhneigt par, fjalla þeir um viðfangsefni sem eru samfélagslega mikilvæg: fegurð, kynlíf, peninga, trúarbrögð og lífið á jaðri samfélagsins. Þeir stíga fram sem gjörninga- listamenn og höfðu áhrif á gjörn- ingaheiminn á margvíslegan hátt. Það má greina áhrif frá þeim í gjörningum Ragnars Kjartans- sonar og f leiri listamanna, en hann og Ilmur Stefánsdóttir, sem líka er þekkt fyrir gjörninga, eru á meðal íslenskra myndlistarmanna sem fjalla munu um verkin á sýningar- tímabilinu. Underneath the Arches er frægur gjörningur, eða söngskúlptúr, Gil- berts og George þar sem fjallað er um heimilisleysi og örbirgð. Þótt þeir komi fram sem óaðfinnanlegir menn úr efri stéttum samfélagsins, þá fjalla þeir um jaðarhópa, sam- kynhneigða, heimilisleysi og blóra- böggla samfélagsins, múslima og alls konar fólk, sem er sett á jaðar- inn og kennt um það sem illa fer. Þeir fjalla um þetta á áhrifaríkan hátt, með oft opinskáu myndefni, sem er í ákveðinni andstöðu við þeirra formlega yfirbragð. Myndheimurinn er þekktur og það er markmið þeirra að ekki þurfi að útskýra hann fyrir áhorfandan- um. Mottó þeirra er „list fyrir alla“.“ Mikil áhrif á listaheiminn Um stöðu tvíeykisins í listaheim- inum segir Ólöf: „Þeir hafa verið á meðal sýnilegustu listamanna heimsins í meira en hálfa öld og hafa haft áhrif á listaheiminn, en líka lagt lið umræðunni um stöðu jaðarsettra hópa, til dæmis sam- kynhneigðra, á seinni hluta 20. aldar. Verk þeirra hafa verið sýnd í öllum helstu listasöfnum heimsins og það hefur verið gefinn út um þá fjöldinn allur af bókum.“ Sýningarstjórar sýningarinnar eru Daniel Birnbaum, fyrrverandi safnstjóri Moderna Muséet, og Hans Ulrich Obrist, listrænn stjórn- andi Serpentine Galleries í London. „Þeir eru sýningarstjórar sem hafa stýrt mjög frægum samtímalista- sýningum og hafa áhuga á Gilbert og George sem áhrifavöldum og því hvernig þeir blanda saman sínu per- sónulega lífi og svo listinni, en þar er ekkert sem greinir á milli lífs og listar.“ Þeir eru tveir menn en einn listamaður Sýningin Gilbert & George: The Great Exhibition opnuð í Hafnarhúsinu. Listamenn- irnir hafa verið á meðal sýnilegustu listamanna heimsins í meira en hálfa öld. Gilbert og George, hinir síungu séntilmenn sem hafa lengi heillað listaheiminn. Verkið Queer frá árinu 1977. Akimbo er frá árinu en þar stilla listamennirnir sér upp við krossfestinguna. Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Hljómsveitin Bölvað braz, kemur fram föstudags-kvöldið 7. ágúst klukkan 20.00 í Flóa á jarðhæð Hörpu. Hópur tónlistar fólks ásamt Íslandsvininum Ife Tolentino flytur ýmiss konar tónlist frá uppruna- landi hans, Brasilíu. Meðlimir hljómsveitarinnar eru: Ife Tolentino söngur og kassagítar, Arnljótur Sigurðsson flauta, Eiríkur Orri Ólafsson trompet, Sigrún Krist- björg Jónsdóttir básúna, fiðla og slagverk, Rögnvaldur Borgþórsson gítar, Magnús Jóhann Ragnarsson hljómborð, Tómas Jónsson hljóm- borð, Andri Ólafsson bassi og Magn- ús Trygvason Eliassen trommur. Sumardagskrá Jazzklúbbsins Múlans lýkur síðan með tónleikum föstudaginn 14. ágúst. Múlinn er á sínu 23. starfsári en hann er sam- starfsverkefni Félags íslenskra hljómlistarmanna (FÍH) og Jazz- vakningar. Klúbburinn heitir í höf- uðið á Jóni Múla Árnasyni, sem jafn- framt var heiðursfélagi og verndari Múlans. Múlinn er styrktur af Reykjavíkurborg, Tónlistarsjóðnum og SUT sjóðnum og er í samstarfi við Heimstónlistarklúbbinn og Hörpu. Jazzklúbburinn Múlinn er handhafi Íslensku tónlistarverðlaunanna. Bölvað braz í Flóa með Ife Íslandsvinurinn Ife Tolentino. Farvegur nefnist vatnslitasýning Ólafar Svövu Guðmundsdóttur, sem verður opnuð í Hannesar- holti, laugardaginn 8. ágúst klukkan 15-17. Myndirnar eru málaðar á síð- ustu tveimur árum. Ólöf er fædd og uppalin í Reykja- vík. Hún er útskrifaður leikskóla- og listgreinakennari. Skapandi starf og þróunarverkefni í leikskólum hafa átt hug hennar síðastliðin 35 ár. Einnig kenndi Ólöf vatnslitamálum í Myndlistarskóla Kópavogs síðast- liðið ár. Ólöf segir vatnsliti hafa heillað sig alla tíð: „Þeir eru uppspretta hugmynda og ævintýra. Gegnsæi og eiginleiki vatnslitanna hvetja til sköpunar. Sköpunin finnur sér allt- af farveg. Farvegurinn er náttúran, birtan og sköpunin. Við erum ekkert án náttúrunnar. Hún er lífið sjálft.“ Ólöf hefur tekið þátt í fjölmörgum námskeiðum í myndlist í gegnum tíðina og haldið tvær einkasýningar, auk samsýninga. Farvegur Verk eftir Ólöfu. 6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R22 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.