Fréttablaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 20
Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Það er vel hægt að vera glæsi­lega til fara í regnkápu. Þær eru til í mörgum fallegum litum og sniðum. Regnkápa er eiginlega skyldueign á Íslandi. Væri ekki sniðugt að lyfta upp gráum hversdagsleikanum með litríkri f lík? Saga regnkápunnar er reyndar orðin ansi löng, en í fyrstu var hún í raun rykfrakki, sem við þekkjum enn í dag og er klassísk flík. Það var árið 1821 sem skoskur efnaverkfræðingur, Charles Macintosh, fann upp aðferð sem sameinaði gúmmí og efni þannig að hægt væri að nota það í vatns­ helda flík. Þessi uppfinning er enn í fullu gildi og í Bretlandi eru vatnsheldir rykfrakkar gjarnan kallaðar Macintosh eða Macs. Efnið var notað í tvíhneppta frakka á hermenn á stríðstímum. Flestir þekkja Burberry og Bar­ bour frakkana, sem eiga uppruna sinn til þessarar uppfinningar. Helstu breytingar komu með nýju efni, Gore­Tex, sem er vatnshelt og andar, sem eldri efni höfðu ekki gert. Gore­Tex kom fyrst á markað árið 1969 en hefur þróast síðan og er notað í margvíslegan útivistar­ klæðnað og skó. Gulir regnstakkar hafa lengi þótt vera sjómannaklæðnaður. Þeir áttu að verja fiskimenn fyrir ágangi hafsins. Gulir regnjakkar hafa síðan orðið mjög vinsælir sem tískuflíkur. Í Hollywoodmyndinni Singin’ in the Rain frá árinu 1952 eru aðalleikendur myndarinnar í litríkum regnkápum, það eru þau Gene Kelly og Debbie Reynolds. Þá er frægt rómantískt atriði úr kvikmyndinni Fjögur brúðkaup og jarðarför frá árinu 1994, þegar Andie McDowell og Hugh Grant kysstust í dembandi rigningu og setningin sem kom þar á eftir: „Rignir enn?“ spurði hún og svarið kom: „Ég hafði ekki tekið eftir því.“ Það mætti líklegast segja að það geti verið rómantískur blær yfir rigningunni og alveg óþarfi að kvarta þótt veðurguðirnir væti aðeins í jörðinni. Mér finnst rigningin góð Það er rigning í kortunum. Þá er betra að eiga góða regnkápu. Þær geta verið mjög smart og þægilegar. Hér eru nokkur flott sýnishorn úr tísku- heiminum fyrir sumar og haust 2020. Glæsileg regnkápa frá Oroton sem er eitt elsta og frægasta hönnunarhús í Ástralíu. Glæsileg regnkápa frá Elie Tahari sem er bandarískt fyrirtæki. Gul regnkápa frá Fendi. Ekki ama- legt að eiga eina svona. Louis Vuitton lætur ekki sitt eftir liggja í hönnun á regnkápum. Þessi var sýnd á tísku- viku í París fyrir sumarið 2020. Gitta Banko er frægur áhrifa- valdur á samfélags- miðlum. Hér mætir hún á tískuviku í París í blárri regn- kápu. Ekki fylgdi sög- unni með þessari mynd hvaðan þessi regnkápa væri, en sú sem ber hana er Larsen Thompson, leikkona, dansari og fyrir- sæta. KETÓ PAKKANUM HÁMARKAÐU ÁRANGURINN MEÐ Ketógenískt mataræði (KETÓ) er lágkolvetna- og fituríkt mataræði. Það felur í sér að draga úr kolvetnaneyslu og skipta henni út fyrir fitu. Keto pakkinn inniheldur tvær vörur, KRILL OIL OG KETO ÞVAGSTRIMLA, ásamt fróðleik og uppskrift frá Hönnu Þóru matarbloggara sem geta hjálpað þér að ná góðum árangri. Fæst: í Fjarðarkaup og Nettó KRILL OIL – öflugustu omega-3 fitusýrurnar og nauðsynlegar á ketó. KETÓ þvagstrimlar – greina fljótt og auðveldlega hvort lifrin sé að framleiða ketóna og hvort líkaminn sé kominn í ketósu. Ein frægasta kvikmynd sög- unnar Singin’ in the Rain með þeim Debbie Reynolds og Gene Kelly frá árinu 1952. MYNDIR/GETTY 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.