Fréttablaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 22
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Lemmy Kilmister, sem fæddist á aðfangadag árið 1945 og lést 28. desember 2015, var óum
deilanlega einhver mesti töffari
mannkynssögunnar. Allt frá því
hann var ungur að árum og fram
á síðasta dag var hann tískufyrir
mynd sem hafði víðtæk áhrif. Stíll
Lemmy og hljómsveitar hans,
Motörhead, varð gríðarlega áhrifa
mikill í þungarokksheiminum, en
áhrif þeirra voru svo mikil að þau
sjást mun víðar.
Frummynd þungarokkara
Hljómsveitin Motörhead var
stofnuð á Englandi árið 1975 og
var virk þar til Lemmy lést. Sveitin
varð snemma áhrifamikil í þunga
rokks heiminum og það væri hægt
að skrifa heila bók um hvernig hún
hefur mótað og haft áhrif á menn
ingu og hljóm þungarokks. Árið
1980 gaf sveitin svo út plötuna Ace
of Spades, sem innihélt vinsælasta
lag sveitarinnar fyrr og síðar og
hafði einnig gríðarleg tískuáhrif.
Framan á plötuumslaginu standa
meðlimirnir leðurklæddir með
byssukúlubelti, kúrekahatta og
kúrekastígvél. Þeir urðu fljótlega
Svalasti töffari sögunnar
Lemmy Kilmister, forsprakki Motörhead, var einhver alsvalasti töffari mannkynssögunnar og
stíll hans og sveitarinnar hafði mjög víðtæk tískuáhrif, sem hafa náð langt út fyrir þungarokkið.
Stíll Lemmys Kilmister hefur verið mjög áhrifamikill og áhrifa hans gætir
ekki bara í þungarokksheiminum. Alls konar fólk klæðist eins og hann.
Lemmy á sviði árið 2010 með útskorna Rickenbacker-bassann, kúreka-
hattinn og hljóðnemann upp í loft, eins og var hans stíll. MYNDIR/GETTY
Bresku kúrekarnir
Þessi „einkennisbúningur“ hefur
verið notaður af langflestum
þungarokkssveitum síðan. Metal
lica, Slayer, Pantera, Megadeth,
Guns N’ Roses, Immortal, Fields of
Nephilim og okkar eigin Sólstafir
eru allt dæmi um frægar sveitir
sem hafa nýtt sér tískufyrirmynd
Motörhead að einhverju leyti.
Aðalbjörn Tryggvason, söngvari
Sólstafa, hefur talað um þessi
áhrif. „Ég hef notað Fender Strato
caster eins og fyrsti gítarleikari
Motörhead, ég er með byssu
kúlubelti, ég er með sérútskorinn
gítar eins og Rickenbackerinn
hans Lemmys og auðvitað nota
ég hattinn og var einu sinni með
skegg eins og hann,“ sagði hann
við Loudersound. Í samtali við
Fréttablaðið bætti hann við:
„Þegar ég sá útskorna bassann
hans Lemmys varð ég bara að gera
nákvæmlega það sama við Flying
Vgítarinn minn, en eðlilega hafði
ég munstrið meira norrænt. En ég
stal þessu beint af honum.
Svo að sjálfsögðu hefur hann
haft áhrif á mig og kynslóðina á
undan mér! Hann hefur haft bein
áhrif á mig og áhrif hans hafa
komið í gegnum annað fólk,“ sagði
Aðalbjörn. „Hann hafði áhrif á
[James] Hetfield [söngvara Metal
lica] og Hetfield hafði auðvitað
áhrif á mjög marga líka.“
Það er skondin staðreynd að
margar bandarískar sveitir nýti
þungarokkskúrekaútlit sem á upp
runa sinn í Bretlandi. „Það er það
fyndnasta!“ segir Aðalbjörn. „Það
eru ekki til neinir breskir kúrekar,
en þeir í Motörhead voru það,
þannig að við erum líklega undir
áhrifum frá breskum kúrekum.“
Gërmönsk áhrif
Öið í merki Motörhead hefur líka
haft mikil áhrif og oft er gripið til
tvöföldu kommunnar þegar vísa
á í heim þungarokksins. Grín
hljómsveitin Spınal Tap (já, þetta
er í alvörunni skrifað svona) er eitt
dæmi, en „metalkommurnar“ eru
líka í nafni sveitanna Blue Öyster
Cult, Queensrÿche, The Accüsed
og Mötley Crüe, svo nokkur dæmi
séu nefnd.
Lemmy hefur sagt að hann hafi
stolið þessu af Blue Öyster Cult,
en það er líka til saga frá hönn
uði merkisins sem er á þá leið að
Lemmy hafi beðið hann um að
hafa merkið svolítið „germanskt“.
Fyrir slysni enduðu tveir punktar
yfir seinna Oinu, en það var svo
germanskt í útliti að það var látið
standa. Hönnuðurinn var líka
búinn með Hin sín, þannig að
hann bjó Hið til úr Li og hálfu
Wi á hvolfi.
Þessi tvöfalda komma hefur
líka sést utan þungarokks. Til
dæmis setti rapparinn JayZ hana
yfir Yið í nafni sínu á umslagi
plötunnar Reasonable Doubt
árið 2015 og Shawn Stussy smellti
henni yfir eftirnafnið sitt til að
skapa tískumerkið Stüssy.
Líka á sýningarpöllunum
Tískuáhrif Motörhead hafa teygt
sig langt út fyrir svið þunga
rokksins. Alls konar fólk klæðist
leðurjökkum, stórum beltis
sylgjum og kúrekastígvélum í
anda Motörhead og meira að segja
sjást Motörheadbolir á fólki sem
þekkir ekki endilega sveitina.
Tónlist Motörhead hefur líka
hljómað í ótal kvikmyndum, sjón
varpsþáttum og tölvuleikjum og
jafnvel yfir tískusýningum, bæði
hjá Prada og hönnuðinum Asger
Juel Larsen. Stíll og hugmynda
fræði Lemmys hafði líka mikil
áhrif á tískumerkið SSS World
Corp.
Lemmy söng um að hann vildi
ekki lifa endalaust, en í gegnum
tónlistina og ómælanleg áhrif
hans og Motörhead varð hann
ódauðlegur.
eins og frummynd Platós fyrir
þungarokkstöffara.
Það er líklega bara einn maður
sem hefur haft svipuð áhrif á
þungarokkstísku og Lemmy. Það
er Rob Halford, söngvari Judas
Priest, sem hitti Lemmy fyrst á
klúbbi í London seint á 8. áratugn
um. „Við bárum mikla virðingu
fyrir Lemmy og Motörhead,“ sagði
hann við Loudersound. „Hann var
þarna með Phil Taylor [trommara
Motörhead] að detta í það og við
hugsuðum „okkur líkar strax vel
við þennan gaur!“
Á þessum tíma var hann ímynd
skítuga rokkarans,“ sagði Halford.
„Kúrekastígvél, Levi’s gallabuxur,
stuttermabolur, leðurjakki og
sólgleraugu og það lýsti honum,
Motörhead og tónlist þeirra full
komlega. Og þetta varð einkennis
búningurinn fyrir alla metalhausa
sem á eftir komu!“
Beta Glucans
IMMUNE SUPPORT+
FYRIR ÓNÆMISKERFIÐ
n Sýnt hefur verið fram á að Beta-Glúkan lækki kolesteról og viðhaldi
eðlilegu kolesterólmagni í blóði. Einnig er það talið vera ónæmisvari sem efli svörun ónæmiskerfisins.
n C-vítamín er mest notaða vítamínið gegn flensu og kvefi og stuðlar að eðlilegri starfsemi
ónæmis- og taugakerfis líkamans, getur dregið úr þreytu og lúa.
n D-vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins.
n A-vítamín stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins, auk þess að stuðla að eðlilegri starfsemi hjartans.
n Hvítlaukur er talinn bakteríudrepandi ásamt því að stykja ónæmiskerfið og stuðla að vörnum gegn
umgangspestum.
n Sínk stuðlar að eðlilegri DNA-nýmyndun og eðlilegum sýru- og basaefnaskiptum
sem er mikilvægt jafnvægi fyrir öflugt ónæmiskerfi.
n Selen stuðlar að eðlilegri starfsemi ónæmiskerfisins og verndar frumur fyrir oxunarálagi.
n Elderberry hefur í aldanna raðir verið notuð til að styrkja ónæmiskerfið,
sérstaklega gegn vírusum og er talin góð við hósta og vandamálum í öndunarfærum.
Beta Glucans Immune Support+ inniheldur
öfluga blöndu af vítamínum, jurtum og
steinefnum sem styrkja og styðja við ónæmiskerfi
líkamans eins og sjá má af neðangreindum
Fæst í apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum verslana.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 6 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R