Fréttablaðið - 06.08.2020, Blaðsíða 34
Það fylla mann afskap-leg a blend na r t i l-finningar núna þegar tæpur mánuður er eftir af sumrinu. Vanalega heldur maður í vonina
svona á lokasprettinum um að fá
nokkra fallega sólardaga til við-
bótar og jafnvel að ná að skreppa
aðeins út á land. Sökum þess að allt
lítur út fyrir að nú sé önnur bylgja
COVID-19 faraldursins að ríða yfir
landið þá hafa landsmenn verið
hvattir til að halda sig helst heima.
Þá er um að gera að reyna einfald-
lega að hafa það notalegt og finna
sér eitthvert hámhorf til að stytta
stundirnar. Hér er samantekt yfir
nokkra góða þætti á myndbands-
veitunni Netf lix sem hafa ef laust
farið fram hjá mörgum.
steingerdur@frettabladid.is
Þættir sem
vert er að
tékka á
Nú er tæpur mánuður eftir af hinu íslenska
sumri. Við erum þó hvött til þess að halda
okkur heima, hvað er þá betra en gott gláp?
Peep show
Bresku þættirnir Peep Show eiga vissulega sinn aðdáendahóp en hafa þó farið fram hjá
mörgum. Fyrir þá sem fíla breskan húmor og aðstæðu-grín á borð við Curb your Enthusiasm.
The Politician
Þættir úr smiðju Ryans Murphy sem gerði Glee og
American Horror Story. Gwyneth Paltrow sýnir
stjörnuleik sem móðir hins unga Paytons, sem gerir
allt til að komast í pólitíkina og verða forseti.
Brot
Þættirnir Brot eru komnir inn á Netflix, en þeir voru framleiddir í samstarfi RÚV og myndbandsveiturisans. Þar með urðu þeir eitt
kostnaðarsamasta og stærsta sjónvarpsverk Íslandssögunnar. Það er alltaf gaman að styðja íslenska framleiðslu.
Toast of London
Leikarinn Matt Berry, sem margir þekkja úr sjónvarps-
þáttunum The IT Crowd, leikur miðaldra og mis-
heppnaðan leikara í þessari bresku gamanseríu.
Rectify
Þættirnir fjalla um Daniel Holden sem situr saklaus í
fangelsi með dauðadóm á bakinu þar til DNA-gögn
afsanna aðild hans að glæpnum. Gífurlega spennandi
atburðir gerast svo í framhaldinu.
Never have I ever
Fyndnir þættir úr smiðju Mindy Kaling, sem gerði The
Mindy Project og skrifaði og lék í The Office.
Dark
Þýskir spennuþættir sem hafa hlotið einróma lof
gagnrýnenda. Spennandi og vel gerðir þættir sem
taka á fjölskyldudrama kynslóða og tímaflakki.
Avatar: The Last Airbender
Teiknimyndaþættir sem eru engu síður fyrir fullorðna en börn. Það má finna allar þrjár
seríurnar á Netflix, sem þykja þó nokkuð betri en samnefnd kvikmynd frá árinu 2003.
6 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R26 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ