Fréttablaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 8
Fáðu fréttablað dagsins í
tölvupósti kl. 3.00 á morgnana.
Skráðu þig á póstlista blaðsins á
www.frettabladid.is#nyskraning
Það kostar ekkert.
Vertu fyrst/ur
að lesa blaðið
Þá höfum við
væntingar um að
launaþjófarnir hugsi sig um
tvisvar eða þrisvar áður en
þeir stunda svona brot.
Halldór Grönvold
VINNUMARKAÐUR „Að halda því
fram að ASÍ hafi einhvern veginn
allt í einu skipt um skoðun og þar
með lagt stein í götu frumvarpsins
er einfaldlega rangt,“ segir Halldór
Grönvold, deildarstjóri félagsmála-
deildar ASÍ.
Tilefnið eru ummæli Eyjólfs Árna
Rafnssonar, formanns Samtaka
atvinnulífsins (SA) um ástæður þess
að frumvarp félagsmálaráðherra um
úrbætur á vinnumarkaði í tengslum
við Lífskjarasamninginn hafi enn
ekki litið dagsins ljós. Segir Eyjólfur
Árni ástæðurnar vera COVID-19 og
stefnubreytingu ASÍ varðandi viður-
lög við launaþjófnaði.
Þar var Eyjólfur Árni að svara
grein Sólveigar Önnu Jónsdóttur,
formanns Eflingar, sem sakar SA um
að standa í vegi fyrir tillögum til að
taka á launaþjófnaði.
Halldór segir að ASÍ hafi sett fram
tillögur um hlutlæga bótaábyrgð
eða févíti þegar kemur að launa-
þjófnaði í vinnu starfshóps félags-
málaráðherra sem skilaði skýrslu í
janúar 2019.
„Ekki náðist að ræða að neinu
marki tillögur Alþýðusambands
Íslands sem miða að því að þeim
starfsmönnum sem verða fyrir
launaþjófnaði sé bættur skaðinn
með hlutlægri bótareglu,“ segir orð-
rétt í skýrslunni.
Tillögur umrædds starfshóps
urðu hluti aðgerða stjórnvalda í
tengslum við gerð kjarasamninga
varðandi félagsleg undirboð. Að
auki var þar að finna aðgerð um
auknar heimildir til refsinga ef
atvinnurekandi brýtur gegn lág-
markskjörum. Átti slík útfærsla að
vinnast í samráði við aðila vinnu-
markaðar.
„Við litum svo á að með því væri
ríkisstjórnin að taka undir með
okkar sjónarmiðum. Að minnsta
kosti að það ætti að halda áfram
samræðu um þessa hlutlægu bóta-
reglu og févíti. Við höfum hins vegar
aldrei fengið svar frá SA, hvort þau
séu í prinsippinu ósammála því að
fara þessi févítisleið,“ segir Halldór.
SA hafi heldur ekki verið til sam-
tals um mögulegar útfærslur á
slíkum leiðum, séu samtökin þeim
ekki mótfallin.
„Aðalatriðið fyrir okkur er að
við sjáum að ef við náum einhverri
svona reglu í gegn þá höfum við
væntingar um að launaþjófarnir
hugsi sig um tvisvar eða þrisvar
áður en þeir stunda svona brot.
Þannig að þetta sé miklu meira
fyrirbyggjandi heldur en kannski
að það reyni beint á þetta,“ segir
Halldór.
Tillagan gengur út á að þegar
um er að ræða einbeittan brota-
vilja atvinnurekanda þá tvöfaldist
höfuðstóll bótakröfu. „Meginreglan
er auðvitað sú að ef það er verið að
stunda þjófnað þurfa þjófarnir ekki
bara að skila þýfinu heldur eru nú
einhver viðurlög önnur.“
Sólveig Anna Jónsdóttir segir að
aðgerðir gegn launaþjófnaði hafi
verið eitt helsta baráttumál Eflingar
við gerð Lífskjarasamningsins.
„Þetta skiptir okkur ótrúlega
miklu máli því það er fyrst og fremst
verkafólk sem verður fyrir svona
framferði. Þetta þekkist ekki mikið
í lífi millistéttarinnar, hvað þá þar
fyrir ofan,“ segir Sólveig Anna.
Hún undrast ummæli Eyjólfs
Árna sem hún svarar í nýrri grein
sem birtist á vef Fréttablaðsins í dag.
„Afstaða félagsmálaráðherra er að
það verði að nást samkomulag aðila
vinnumarkaðar. SA hafa ekki viljað
finna lausn á þessu máli.“
sighvatur@frettabladid.is
Segir SA ekki hafa viljað ræða
aðgerðir gegn launaþjófnaði
Deildarstjóri félagsmáladeildar ASÍ hafnar ásökunum formanns SA um að stefnubreyting varðandi
viðurlög við launaþjófnaði komi í veg fyrir að frumvarp um úrbætur á vinnumarkaði líti dagsins ljós.
Afstaða ASÍ hafi verið skýr allan tímann. Ekki hafi fengist fram afstaða SA til tillagna um aðgerðir.
ASÍ leggur mikla áherslu á að fá harðari viðurlög við launaþjófnaði lögfest meðal annars með því að heimila álagningu févítis. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
SAMFÉLAG Bergur Þorri Benja-
mínsson, formaður Sjálfsbjargar
landssambands hreyfihamlaðra,
telur aðgengi hreyfihamlaðra að
Geosea-sjóböðunum á Húsavík
ekki fullnægjandi. Ábending barst
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun
um málið í maí þar sem bent er á að
aðgengi að böðunum sé ábótavant.
Þar kom fram að aðgengi væri ófull-
nægjandi bæði að sundlaug og bar-
potti í sjóböðunum.
Í niðurstöðu stofnunarinnar
segir að mælst sé sterklega til þess
að ekki verði gerð lokaúttekt á
Geosea fyrr en öllum atriðum er
varða aðgengi sé lokið. Á síðasta ári
var aðgengi að sjóböðunum einnig
til umfjöllunar í Fréttablaðinu og
var þá lagt í úrbætur á böðunum.
Settur var upp viðarbekkur með
tveimur stuðningshandföngum til
að auðvelda hreyfihömluðum að
komast í og úr laugum og pottum.
Bergur segir þær framkvæmdir
sem ráðist hefur verið í ekki
fullnægjandi, enn komist ekki allir
hjálparlaust í böðin.
„Þetta er ekki nóg til að komast
hjálparlaust upp úr laugunum.
Þú þarft að lyfta þér 40 til 50
sentímetra upp úr lauginni, það
getur það enginn nema kannski
íþróttaálfurinn,“ segir hann og segir
að auðveldara væri fyrir alla ef sett
væri upp lyfta til að koma þeim sem
á þurfa að halda í og úr böðunum.
„Ef það væri lyfta kæmust flestir
ofan í stærstan hluta af því sem
í boði er og það væri ásættanleg
lausn,“ segir Bergur. Sólveig Ása
Arnarsdóttir, forstöðumaður Geo-
sea, segir að ekki standi til að setja
upp lyftu í böðunum.
„Við erum að fara í það núna að
bæta við tveimur bílastæðum fyrir
hreyfihamlaða,“ segir hún. „Okkur
ber ekki skylda samkvæmt reglu-
gerð til að hafa svona lyftu en hins
vegar er starfsfólk okkar alltaf boðið
og búið til að hjálpa.“ – bdj
Telur aðgengi að sjóböðum Geosea á Húsavík ekki fullnægjandi
Sjóböðin standa rétt við Húsavíkurhöfða og hafa notið mikilla vinsælda.
Þetta er ekki nóg til
að komast
hjálparlaust upp úr
laugunum.
Bergur Þorri
Benjamínsson,
formaður Sjálfs-
bjargar
NOREGUR Þrjátíu norsk laxeldis-
fyrirtæki keyptu viðbótarleyfi á
uppboði norska sjávarútvegsráðu-
neytisins. Alls keyptu fyrirtækin
leyfi til að framleiða rúmlega 27
þúsund tonn af laxi fyrir rúmlega
92 milljarða íslenskra króna. Meðal-
verðið á tonnið var 219.758 norskar
krónur, eða rúmar 3,3 milljónir
íslenskra króna. Salmar keypti fyrir
hæsta upphæð, 8 þúsund tonn á 27
milljarða íslenskra króna.
„Okkur tókst að selja ný laxeldis-
leyfi fyrir helmingi hærri upphæð
en í síðasta uppboði,“ sagði Odd-
Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegs-
ráðherra Noregs, við Intrafish. – ab
Hátt verð fyrir
laxeldisleyfin
Odd-Emil Ingebrigtsen.
BANDARÍKIN Steve Bannon, fyrr-
verandi ráðgjafi Trumps Banda-
ríkjaforseta, var í gær handtekinn
og ákærður fyrir fjársvik í tengslum
við fjáröf lunarherferð fyrir upp-
byggingu landamæra múrsins milli
Bandaríkjanna og Mexíkó.
Þrír aðrir voru einnig handteknir
í tengslum við málið. Þeir eru allir
grunaðir um að svíkja fé út úr
sjóðnum. Bannon er ákærður fyrir
að draga sér rúmlega eina milljón
Bandaríkjadala. Alríkisdómstóllinn
á Manhattan birti ákæruna í dag en
þar kemur fram að mennirnir fjórir
gætu átt yfir höfði sér 20 ára fang-
elsisdóm.
Landamæramúrinn var eitt
stærsta kosninga lof orð Trumps í
kosninga her ferð árið 2016.
Bannon stóð fyrir sjálfstæðri
söfnun fyrir verkefnið undir nafn-
inu We build the wall, eða Við
byggjum múrinn, og söfnuðust 25
milljónir Bandaríkjadala. – ilk
Steve Bannon
tekinn höndum
2 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð