Fréttablaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 19
Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar, er sannfærð um að líkamsrækt sé liður í lausninni á COVID-19 faraldrinum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Við nýttum tímann vel á COVID-lokunartíma-bilinu í vor, gerðum ýmsar breytingar og endurnýjuðum öll líkamsræktartækin í tækjasal. Við tókum inn nýjustu línuna af Life Fitness-tækjum auk þess sem við tókum inn ýmsar skemmtilegar nýjungar í Escape-lyftingagræjum. Þá gjörbreyttum við gólfskipu- laginu í tækjasalnum með áherslu á meira rými fyrir fjölþjálfun (e. functional training) auk þess sem við stækkuðum salinn og endur- nýjuðum gólfefni á efri hæðinni. Það er einfaldlega allt nýtt í tækja- salnum hjá okkur og hann er í algjöru toppformi. Það er ótrúlega spennandi að fara inn í haustið með allt nýtt og endurbætt,“ segir Ágústa Johnson, framkvæmda- stjóri Hreyfingar. Ekki gleyma að slaka á Hreyfing fékk Rut Kára til þess að hanna nýtt og glæsilegt teygju- og slökunarrými. „Í endurbótunum stækkuðum við aðstöðuna með því að finna illa nýtt rými og betrum- bæta. Einu af þessum rýmum var breytt í einstaklega huggulega og notalega aðstöðu til að slaka á og teygja eftir æfingar. Sérstaklega er þá hugað að lýsingu og stemningu til þess að bæta líðan viðskiptavina okkar. Okkur finnst þetta einstak- lega vel heppnuð breyting og gerir aðstöðuna bara enn betri. Við leggjum gífurlegan metnað í að hafa stöðina ávallt í framúrskar- andi ástandi og því er stöðugt við- hald, endurnýjun og endurbætur hluti af okkar rekstrarverkefnum. Endurbæturnar sem gerðar voru síðastliðið vor voru þær stærstu frá því við fluttum í Glæsibæ og fólk mun sjá mikinn mun á stöðinni frá því fyrir COVID.“ Hluti af lausninni Ágústa er sannfærð um að líkams- rækt sé hluti af lausninni þegar kemur að því að sigrast á COVID- 19. Heilbrigð sál í hraustum líkama er betur í stakk búin til þess að standast veirusýkingar og rannsóknir hafa sýnt fram á að regluleg hreyfing bæti ónæmis- kerfið. „Það er svo ótal margt sem á sér stað þegar við hreyfum okkur. Reglubundin heilsurækt styrkir alhliða heilsu og byggir upp mótstöðu líkamans gegn ýmsum sýkingum og sjúkdómum, þá ekki síst lífsstílssjúkdómum. Það hefur komið margoft fram í umræðunni að þeir sem virðast veikastir fyrir kórónaveirunni eru þeir sem eru með undirliggjandi sjúkdóma og þá helst lífsstílssjúkdóma eins og sykursýki 2 og háþrýsting. Einnig getur offita verið áhættuþáttur í ákveðnum tilfellum. Regluleg hreyfing ætti að vera jafnsjálfsögð og að sofa, bursta tennur og að læra að lesa og skrifa. Okkur líður mun betur andlega og líkamlega eftir hæfilega áreynslu og góða hreyfingu. Líkaminn þarf á þessu að halda til að starfa sem best, og aldrei hefur þörfin verið meiri en núna í heimsfaraldri.“ Hreyfing með þér heim Hreyfing býður upp á fjölbreyttar lausnir fyrir þá sem af einhverjum ástæðum geta ekki mætt á staðinn, en vilja þó halda áfram að hreyfa sig reglulega. Þetta getur verið fólk í áhættuhóp, fólk í sóttkví, einangrun eða annað. „Allir með- limir Hreyfingar fá frían aðgang að fjölda æfingakerfa sem hægt er að stunda heima eða hvar sem er. Einnig bjóðum við upp á öflugt einstaklingsmiðað fjarþjálfunar- æfingakerfi.“ Aldrei eins mikilvægt „Að mínu mati hefur aldrei verið eins mikilvægt að stunda heilbrigt líferni og hlúa að sjálfum sér, hvort heldur er að andlegu hliðinni eða líkamsræktinni. Við þurfum að sinna forvörnum og vera í góðu líkamsástandi til að vera í stakk búin til að takast á við það sem lífið býður okkur upp á. Þetta tengist allt. Ef við æfum reglulega þá líður okkur betur, erum í betra jafnvægi og eigum auðveldara með að tækla hvers kyns erfiðleika og torfærur sem við stöndum frammi fyrir í lífinu.“ Ágústa segist vilja hvetja sem flesta til þess að kíkja í Hreyfingu, líta á aðstöðuna og fá upplýsingar um alla þá þjónustu sem er þar í boði. Hreyfing býður upp á sérlega fjölbreytt úrval af námskeiðum fyrir konur og karla sem hefjast á næstunni. „Námskeiðin eru frábær leið til að koma sér í gang eftir frí. Þá erum við með hjá okkur fjöldann allan af frábæru fagfólki sem getur aðstoðað viðskipta- vini okkar og veitt þeim ráðgjöf. Hreyfing hefur lengi haft orð á sér fyrir gott hreinlæti og nú á tímum COVID leggjum við enn meiri áherslu á þrif og sótthreinsun.“ Málin tekin fastari tökum með Boditrax-mælingum Þá má benda á að Hreyfing býður upp á líkamsástandsmælingu, einu sinnar tegundar á Íslandi sem gefur afar nákvæmar niðurstöður um líkamsástand. „Boditrax líkamsástandsmælingartækið mælir vöðvamassa, fituhlutfall og dreifingu á henni, hlutfall kviðfitu sem er sú fita hefur hvað skæðust áhrif á lífsstílssjúkdóma, æskilega kjörþyngd, grunnbrennslu, aldur þinn miðað við líkamsástand, beinmassa og margt f leira áhuga- vert. Niðurstöðurnar eru afar nákvæmar og hægt er að skoða allt á myndrænan og skýran hátt á lokuðu svæði inni á vefsíðu Boditrax. Þar geturðu borið saman árangur þinn á milli mælinga og rýnt í meðaltöl og fleira til að sjá nákvæmlega hvar þú stendur. Mælingin tekur aðeins þrjátíu sekúndur. Í raun ættu allir Íslendingar að koma reglulega í slíka mælingu og taka stöðumat á eigin líkams- ástandi. Auðvitað skiptir heilsan okkur öllu máli en satt að segja þá erum við gjarnari á að kíkja á stöðuna á bifreiðinni okkar heldur en okkur sjálfum. Það segir sig sjálft að upplýsingar um heilsufar okkar er lykillinn að því að stuðla að góðri heilsu og er ekki síður hvatning til þess. Upp- lýsingar gefa okkur betra vald á stöðunni og tækifæri til að breyta og bæta.“ Líkamsræktarstöð Hreyfingar er staðsett í Glæsibæ, Álfheimum 74, 104 Reykjavík. Upplýsingar á hreyfing.is. Sími: 414-4000 Netfang: hreyfing@hreyfing.is Hreyfing með puttann á púlsinum Töluverðar framkvæmdir hafa staðið yfir í heilsurækt Hreyfingar frá því í vor. Gerðar voru miklar endurbætur á rýmum, glæný líkamsræktartæki keypt og nýtt teygju- og slökunarrými útbúið. Tækjasalurinn hjá Hreyfingu er nú útbúinn glænýjum líkamsræktartækjum. Teygju- og slökunarrýmið var hannað af Rut Kára og heppnaðist frábærlega. KYNNINGARBLAÐ 3 F Ö S T U DAG U R 2 1 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 HEILSURÆKT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.