Fréttablaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 13
Íslendingar hafa látið alls konar skerðingar á daglegu lífi yfir sig ganga og það hefur náðst að halda smiti í lágmarki. Guðmundur Steingrímsson Í DAG Einhver eftirminnilegasti karakter kvikmynda-sögunnar er hinn yfirlýs- ingaglaði og vægast sagt hvatvísi Walter Sobchak í hinni sígildu kvikmynd, sem ég geri að sjálf- sögðu ráð fyrir að allir Íslendingar hafi séð minnst þrisvar, The Big Lebowsky. Walter, sem leikinn er af snillingnum John Goodman, er stór og stæðilegur maður. Heims- mynd hans litast verulega af því að hafa tekið þátt í Víetnamstríðinu. Hann sér veröldina í stórum dráttum, sterkum andstæðum og sér litla ástæðu til að eltast við smáatriði í skilgreiningum, titt- lingaskít í áætlunum eða núansa í samskiptum. Á meðan vinur hans Jeff, eða Dúddinn, reynir fremur að sigla í gegnum lífið í góðum fíling og án mikilla árekstra, vílar Walter Sob chak ekki fyrir sér að ganga í málin, láta fólk heyra það, gjöreyðileggja bifreiðar með kúbeini og lumbra á uppáþrengj- andi þýskum teknóhljómsveitum. Klunnaleg viðleitni hans til þess að leysa flókin viðfangsefni í sam- ræmi við eigin heimsmynd gerir yfirleitt illt verra. En manninum er spaugileg vorkunn. Svona sér hann heiminn. Það er ekkert grátt svæði. Sátt um sótt Á þeim sex mánuðum sem liðnir eru frá því að kórónavírusinn fór að gera usla um allar jarðir má það heita þrekvirki hversu mjög hefur tekist hér á landi að taka ákvarð- anir sem flestir skilja og flestir hafa verið sáttir við. Þessari ágæt- lega upplýstu þjóð hefur auðnast að vera samstíga og árangurinn hefur verið eftirtektarverður. Íslendingar hafa látið alls konar skerðingar á daglegu lífi yfir sig ganga og það hefur náðst að halda smiti í lágmarki. Við sættum okkur við að um stundarsakir væri ekki hægt að fara til og frá landinu án þess að sæta 14 daga sóttkví. Þetta var skiljanlegt. Allar þjóðir í kringum okkur gripu til svipaðra og yfirleitt harðari aðgerða. Eftir að vírusinn varð okkur þekktari og þjóðir í kringum Walter Sobchak snýr aftur Lesa bara FBL 63% FBL OG MBL 26% Lesa bara MBL 11% Með því að auglýsa í Atvinnublaðinu nær þitt fyrirtæki til 89% lesenda dagblaða* á höfuð- borgarsvæðinu.okkur fóru að ná betri tökum á faraldrinum og fyrsta bylgjan fjaraði út var ákveðið hvernig ferðalögum til og frá þessari eyju yrði háttað. Fyrir mörgum, ekki síst fólki sem starfar við ferða- þjónustu, var sú ákvarðanataka æði mikilvæg. Og viti menn. Enn og aftur virtist manni sem okkur Íslendingum hefði tekist á yfirveg- aðan hátt, í nokkuð breiðri sátt, að hanna aðgerðir sem voru byggðar á vísindum og náðu bæði að mæta sóttvarnasjónarmiðum og öðrum brýnum hagsmunum borgaranna. Snjöll leið Mér finnst það vera misskilningur hjá hagfræðingunum sem þustu fram á ritvöllinn hér á dögunum að þann 15.júní hafi landið verið opnað. Að minnsta kosti er mikil- vægt að reyna að skilgreina — ef þolinmæði er fyrir smáatriðum — hvað átt er við með „opið“. Að mínu viti var landið opið síðast í fyrri hluta mars. Í júní varð ekki hægt að koma til Íslands nema láta pota prjóni upp í nefið á sér og hlaða niður sérstöku sóttvarnafor- riti sem skráir ferðir manns innan- lands. Og jafnvel, í ofanálag, að sæta fimm daga heimkomu smitgát og fara svo aftur í skimun. Svona aðgerðir á landamærum einkenni ekki venjulegt „opið“ land. Hér hafði verið hönnuð snjöll leið til að lifa með veirunni, eins og sagt er, til að hámarka ávinning og lágmarka skaða. Svo hef ég fylgst með umræð- unni. Alltaf hefur verið sagt að engin leið tryggi vírusleysi. Alltaf hefur verið sagt að aðrar bylgjur muni koma. Alltaf hefur verið sagt að erlendir túristar séu ekki líkleg- ustu smitberarnir. Og á mörgum upplýsingafundum heyrði ég sagt að aðgerðir við landamærin gengju glimrandi vel. Að tekist hefði að stoppa tugi vírusa sem annars hefðu flætt inn í landið. Einn stofn slapp inn og gerir enn usla, þótt viðureignin við það smit gangi vel. Hvað? Hví? En nú er ég hættur að skilja. Ég spyr: Telst árangur Íslendinga í samhengi hlutanna og miðað við allt það sem hefur verið sagt, og miðað við alvarleika þessarar veiru, ekki vera mjög góður hingað til? Með nýjum, mjög hörðum aðgerðum á landamærunum blasir við spurningin: Að hverju er stefnt? Einn vírus slapp inn í landið, ef ég skil það rétt. Aðeins núll er minna en einn. Er þá núna stefnt að vírusleysi? Er það orðið raunhæft? Pólitíkin var beðin um að taka afstöðu. Ákveða næsta skref. Mér líður eins og Walter Sobchak hafi þar með stigið inn á sviðið í allri sinni hvatvísi. „Lokum bara landinu,“ segir hann. „Það þýðir ekkert annað. Útlendingurinn er að bera þetta inn. Ferðaþjónustan verður að fjúka. Nú grípum við til almennilegra aðgerða!“ Sjálfum líður mér eins og félaga hans, Jeff Lebowski. Dúddanum. Ég horfi upp á aðfarirnar og ég skil ekki alveg hvaða æsingur gripið hefur vin minn. Var þetta í alvörunni nauðsynlegt? Úlfar Þormóðsson, blaða-maður og rithöfundur, hlaut dóm fyrir guðlast árið 1983 einn núlifandi Íslendinga. Lögfræð- ingur hans Sigurmar K. Albertsson skrifaði þá blaðagrein, sem snerti okkur og fleiri meira en þúsundir orða í stólræðum okkar presta. Sigurmar var á þessum árum með skrifstofu sína á Klapparstígnum þar sem biskupsstofa var einnig til húsa. Þangað leitaði hann til mál- kunnugra og bar upp spurningu, sem okkur væri hollt að spyrja sem oftast. Hver er að ykkar mati kjarni kristinnar trúar? Kennimennirnir svöruðu spurningunni með nokkuð f lóknum orðræðum að mati lög- fræðingsins. Vitnuðu til hálærðra guðfræðinga og samþykkta kirkju- þinga. Lögvitringurinn setti sig þá í spor barnsins og spurði: Gæti það verið kærleikurinn? Allir urðu þá himinlifandi og á einu máli jafnt lærðir sem leikir. Kærleikurinn skyldi það vera. Einhver virtasti og áhrifamesti guðfræðingur tuttugustu aldrar, Þjóðverjinn Karl Barth, ritaði fjölda þykkra doðranta um fræðigrein sína, trúfræðina. Hann var eitt sinn beðinn um að draga saman megin- þráðinn í fræðaskrifum sínum. Hver er kjarninn, var spurt? Barth svar- aði með tilvísun í kunnan þýskan barnasálm: Ástarfaðir himinhæða gat það verið eða Jesú bróðir besti. Gildir einu, söm er merkingin. Okkur er lagið að flækja hlutina og gera okkur erfitt fyrir að iðka það einfalda: að elska Guð og náungann eins og sjálfan sig. Það mikilvægasta sem við getum gert með lífi okkar er að taka á móti því góða og gefa af þeim sama sjóði af örlæti hjartans. Þiggja og gefa, gefa og þiggja. Tilætl- unarlaust og án allra skilyrða. Hvort tveggja jafn sælt og hvort tveggja misauðvelt eða erfitt. Við þjónar kirkjunnar erum ekki alltaf til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Við eigum sem boðberar fagnaðarerindisins að vera skrefinu á undan þegar réttlætismál eru ann- ars vegar. Við eigum að ryðja braut- ina en höfum því miður oft dregið lappirnar og jafnvel reist fyrirstöður. Siðfræðingurinn Tor Aukrust líkti kirkjunni við leikhúsgest í leikhúsi sögunnar sem fagnar leiksigrinum, þegar sýningunni er löngu lokið. Þetta hefur gerst í réttindabaráttu samkynhneigðra og þess vegna er það sérstaklega ánægjulegt og þakk- arvert að biskup Íslands frú Agnes Sigurðardóttir skuli hafa forgöngu fyrir kirkjunnar hönd, í samstarfi við Samtökin 78, um að gera upp og og læra af sögu misréttis gagnvart hinsegin fólki innan kirkjunnar. Það er í fullum samhljómi við boðskap höfundar kirkjunnar og þarf ekki frekari vitnanna við. Gæti það verið kærleikurinn? Sigfinnur Þorleifsson fyrrverandi sjúkrahúsprestur Vigfús Bjarni Albertsson sjúkrahúsprestur Okkur er lagið að flækja hlutina og gera okkur erfitt fyrir að iðka það einfalda: að elska Guð og náungann eins og sjálfan sig. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13F Ö S T U D A G U R 2 1 . Á G Ú S T 2 0 2 0

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.