Fréttablaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 18
Útgefandi: Torg ehf. Veffang: frettabladid.isÁbyrgðarmaður: Jóhanna Helga Viðarsdóttir Sölumaður auglýsinga: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Allt að fimm til sjöfaldur munur getur verið á styrk vöðva eftir því hvernig þeim er beitt. OsteoStrong er æfinga- kerfi sem reynir á vöðvann þar sem hann er sterkastur. Meðlimir OsteoStrong mæta aðeins einu sinni í viku og ná á innan við tíu mínútum að styrkja vöðva, sinar, liðbönd og bein svo um munar. Fólk mætir eins og það er klætt og gerir æfingarnar á sokkunum. Bara tíu mínútur í viku Flestir geta nýtt sér það sem OsteoStrong býður upp á: fólk á öllum aldri óháð líkamlegri getu. Meðlimir geta átt von á að: n Auka styrk n Bæta líkamsstöðu n Auka jafnvægi n Minnka verki í baki og liðamótum n Minnka líkur á álagsmeiðslum n Auka beinþéttni 73% sterkari á ári Athuganir á árangri meðlima OsteoStrong sýna að þeir styrkjast um 73 prósent að meðaltali á ári. „Enginn annar möguleiki sem við þekkjum býður upp á svo mikla styrktaraukningu á jafn stuttum æfingatíma. Vöðvarnir þéttast en þyngjast ekki að neinu ráði,“ segir Örn Helgason, annar eigenda OsteoStrong. Minni verkir „Það er svo spennandi hvað æfingarnar geta hjálpað mörgum. Bæði þeim sem eru í toppformi og á stöðugri hreyfingu og líka þeim sem hafa jafnvel árum saman verið rúmliggjandi. Það er einstaklega gefandi að sjá sólina vaxa í augum fólks þegar það kemur viku eftir viku í æfingarnar til okkar,“ segir Svanlaug Jóhannsdóttir, annar eigenda OsteoStrong. Betri golfsveifla Niðurstöður könnunar, sem gerð var á reyndum iðkendum í golfi, leiddu í ljós verulega bætingu með Örn og Svana í æfingasal OsteoStrong þar sem fyllstu varúðar er gætt vegna kórónaveirunnar og starfsfólk notar bæði hanska og grímur eins og gestir stöðvarinnar. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Þeir sem stunda æfingar hjá OsteoStrong njóta hand- leiðslu þjálfara í fjórum tækjum sem reyna á allan líkamann. FRÉTTABLAÐIÐ/ ERNIR Rauð og innrauð ljós bæta kollagenframleiðslu húðarinnar.  Framhald af forsíðu ➛ Hafði ekki of mikla trú „Ég hef í mörg ár verið slæm af verkjum í baki og mjöðmum og er með þekkt slit í hryggjar­ súlunni. Ég hafði ekki of mikla trú á að þetta gæti hjálpað mér í fyrstu; ég hef reynt alls konar til að minnka verki og þar með talin verkjalyf. Eftir tvö til þrjú skipti hjá OsteoStrong fann ég hins vegar mikinn mun á mér. Nú get ég bæði gengið á fjöll og golfhring án verkja og hef ekki þurft að nota verkjalyf síðan ég byrjaði hjá OsteoStrong. Allt starfsfólkið yndislegt og vill allt fyrir mann gera. Takk fyrir að vera til!“ Gunnhildur Magnúsdóttir, hjúkrunarfræðingur ástundun OsteoStrong á einungis fjórum skiptum. Meðaltals bæting á snúningsgetu axla var um 13 gráður, hröðun kylfuhauss um 8,05 km/klst. og hraði golfbolta jókst um 14,5 km/klst. Bætt jafnvægi Jafnvægið er eitt af því fyrsta sem meðlimir OsteoStrong taka eftir að aukist. Meðal bæting er 77 prósent á fimm skiptum. Jafnvægi er lykilatriði fyrir þá sem vilja ná árangri í golfi. Það hjálpar til dæmis við að enda sveifluna með þungann framar á fótum. „Svíinn Sophila Gustafson var þátttakandi hjá US Based LGPA- mótaröðinni og er lífstíðarmeð- limur Evrópumótaraðar kvenna. Hún vann LPGA-mótaröðina fimm sinnum og hlaut 23 alþjóðlega titla á keppnisferli sínum. Sophia var svo ánægð með með árangurinn sem hún uppskar með æfingum hjá OsteoStrong að hún gerðist ein af eigendum OsteoStrong í Svíþjóð og Danmörku,“ upplýsir Örn. OsteoStrong býður upp á ókeypis kynningar á virkni kerfisins á fimmtudögum og föstudögum í Borgartúni 24. Áhugasamir geta skráð sig á osteostrong.is eða í síma 419 9200. 2 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RHEILSURÆKT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.