Fréttablaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 22
Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Ketilbjöllufólk talar gjarnan um fjölþjálfun eða „functional training“. En hvað er nú það? MYND/GETTY Það er eitthvað fyrir alla í ræktinni. Hér má sjá hóp fólks í pallaleikfimi. 6 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RHEILSURÆKT Spinning fyrir vinnualkann, Zumba fyrir stuðboltana, hot yoga fyrir þá sem elska teygjur og svita og skíðatækið fyrir þá sem vilja hlusta á nýjasta pod- kastið og eyða kaloríum í leiðinni. Fyrir marga gegnir ræktin líka hlutverki griðastaðar þar sem þeir fá útrás eftir langan og strembinn vinnudag. Það er pláss fyrir alla í ræktinni. Þegar fyrrverandi stoltar sófakartöflur fara að rífa sig upp og mæta í ræktina er hætt við að þær verði fyrir svolitlu menningar- sjokki fyrst um sinn. Vöðvastæltar verur fetta sig og bretta allsendis ófeimnar fyrir framan spegilinn, aðrir gefa frá sér óhljóð, allt frá lágværum „gruntum“ til háværra stríðsópa, þegar þeir taka síðustu þrjár bekkpressurnar í „reppinu“. Svo má ekki gleyma öllum hug- tökunum sem þessum goðumlíku kroppum virðast svo óskaplega töm og nefna í samræðum sínum í tíma og ótíma. Eitt af þessum hugtökum er hið svokallaða „functional training“, sem útleggst á íslensku sem fjöl- þjálfun. Hugtakið heyrist oftar en Ekki fá menningarsjokk í ræktinni Líkamsræktin er frábær staður til þess að koma sér í betra form. Þar er yfirfullt veisluhlaðborð fyrir mismunandi þarfir alls konar einstaklinga sem langar byggja upp heilbrigðari lífsstíl. ekki í nálægð við svæsið ketil- bjöllufólk, en ketilbjölluæfinga- kerfið miðast að nokkru leyti við þessar svokölluðu fjölþjálfunar- æfingar. Ketilbjöllufólkið er náttúrulega sér kapítuli út af fyrir sig enda má heyra ýmsum undar- legum hugtökum fleygt í kringum þessa hópa eins og „halo“, „Turkish get-up“, „snatch“, „rússnesk vinda“ og margt f leira sem ekki verður útskýrt hér. Hvað er þetta? En hverjar eru fjölþjálfunaræfing- arnar og hver er tilgangur þeirra? Um er að ræða styrktaræfingar með eða án lóða sem miðast að því að styrkja líkamann sérstaklega með tilliti til hversdagslegar hreyfi- getu. Þá er markmiðið að huga aðal- lega að líkamsstöðu og framkvæma hreyfingar með eða án lóða svo að kroppurinn sé betur í stakk búinn að beita sér rétt þegar kemur að hreyfingu og líkamsstöðu í hvers- deginum. Hreyfingarnar sem um ræðir eru eftirfarandi: Hnébeygjur, fram- og afturstig, ýta, toga, snúa og ganga. Þetta eru hinar sjö hreyfing- ar sem við framkvæmum flest dag- lega en einnig þær hreyfingar sem fjölþjálfunin byggir á alla jafna. Uppruni hugtaksins Fjölþjálfunin á uppruna sinn í endurhæfingarbransanum. Sjúkra- þjálfarar, iðjuþjálfar og kíróprakt- orar hafa lengi notað sérstakar æfingar sem meðferðarúrræði fyrir sjúklinga með hreyfihamlanir. Æfingar eru þá sérstaklega hann- aðar fyrir hvern og einn sjúkling með það að leiðarljósi að styrkja þær hreyfingar sem honum voru tamar áður en hömlun átti sér stað. Ef starf sjúklings krafðist þess að lyfta þungum hlutum, þá miðast þjálfunin að því að lyfta þungu. Ef um fyrrum maraþonhlaupara er að ræða þá miðast þjálfunin að því að auka þol og svo framvegis. Þegar kemur að fjölþjálfun í líkamsrækt, þá sérstaklega þegar kemur að lóðalyftingum, er fókusinn aðallega á kjarnavöðva, svo sem magavöðva og vöðva í kringum neðri hryggjarliði. Flestar gerðir lóðatækja sem boðið er upp á í líkamsræktarstöðvum eru hönnuð með það í huga að styrkja afmarkaðan og einangraðan vöðva. Afleiðingarnar eru þær að æfingarnar og hreyfingarnar í tækjunum eru ólíkar og ótengdar því álagi sem fólk verður fyrir í hversdeginum eða við íþrótta- ástundun. Þess vegna er alls ekki svo óvitlaust að tileinka sér fjöl- þjálfun þegar kemur að líkams- ræktinni. Þá er að sjálfsögðu æski- legast að eiga gott samtal við eða finna góðan tíma með þjálfara sem getur leiðbeint með skýrum hætti hvernig best er að beita sér og hvað ber að varast.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.