Fréttablaðið - 21.08.2020, Blaðsíða 28
Niðurstaðan var
skýr. Stúdentar
æfðu annaðhvort meira
eða jafn mikið.
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Tilraunir virðast sýna að ef stúdentum er boðið upp á frían aðgang að líkams-
rækt gegn því skilyrði að þeir
mæti ákveðið oft, stundi þeir
meiri líkamsrækt og temji sér um
leið hollari venjur. Sams konar
afsláttarkerfi gætu verið hagkvæm
leið til að fá fólk til að stunda meiri
líkamsrækt og bæta þannig lýð-
heilsu.
Alexander L.P. Willén, aðstoð-
arprófessor við Norska viðskipta-
háskólann (Norges Handels-
høyskole) í Bergen, hefur kannað
áhrif svona afsláttarkerfis í
ríkisháskólanum í Louisiana-fylki
í Bandaríkjunum og fjallað var
um niðurstöður hans á vefnum
Science Norway.
Allir nemendur við háskólann
fengu ókeypis aðgang að líkams-
ræktaraðstöðunni á háskóla-
svæðinu. Eina skilyrðið var að
þau þyrftu að mæta að minnsta
kosti 50 sinnum á önn til að þurfa
ekki að borga. Að því leyti er þessi
tilraun ólík öðrum svipuðum til-
raunum þar sem aðgangurinn var
ókeypis, óháð mætingu.
„Spurningin var hvort þetta
myndi hvetja stúdenta til að vera
duglegri í ræktinni,“ segir Willén.
Æfðu meira eða jafn mikið
„Við bjuggumst við því að heim-
sóknum í ræktina myndi fjölga
hjá þeim stúdentum sem fara í
ræktina aðeins sjaldnar en 50
sinnum á önn, að þeir myndu æfa
oftar til að fá þessa umbun,“ segir
Willén. Hann bætir við að það
áhugaverðasta væri að sjá hvaða
áhrif þetta hefði á þá sem fóru
sjaldan í ræktina.
Afsláttarkerfi hreyfir við stúdentum
Ef stúdentar fá frían aðgang að líkamsrækt gegn því að þeir mæti ákveðið oft á önn æfa þeir
meira og skapa hollari venjur. Sams konar afsláttarkerfi gætu hvatt almenning og eflt lýðheilsu.
Afsláttarkerfið hafði mjög skýr áhrif. Stúdentar æfðu annaðhvort meira eða jafn mikið og margir þeirra héldu áfram að mæta þó kerfið væri ekki lengur til
staðar. Þessi breyting á venjum stúdentanna gefur til kynna að svona kerfi séu vel til þess fallin að efla lýðheilsu, segir rannsakandinn. MYND/GETTY
Alexander L.P. Willén, sá sem rannsakaði áhrif afsláttarkerfisins, er að-
stoðarprófessor við Norska viðskiptaháskólann í Bergen. MYND/GETTY
„Við vorum óviss með hvort
svona hvatning myndi fá stúdenta
sem æfðu fimm til tíu sinnum á
önn til að mæta oftar í ræktina,“
segir Willén. „Það var áhugavert að
sjá að þessi hópur æfði líka oftar í
þessari tilraun.“
Ein áhættan við kerfið var að
stúdentar sem æfðu þegar oftar en
50 sinnum á önn myndu fara að
mæta sjaldnar.
„Þetta afsláttarkerfi hefði getað
sent út þau skilaboð að það sé nóg
að æfa 50 sinnum á önn. Ef stúd-
entar sem áður æfðu 60 sinnum á
önn hefðu farið að mæta sjaldnar
hefði þetta haft neikvæð áhrif á
þá,“ segir Willén.
En niðurstaðan úr þessari til-
raun var alveg skýr. Stúdentar
æfðu annaðhvort meira eða jafn
mikið, líka þeir sem voru duglegir
að mæta í ræktina til að byrja með.
„Þetta kerfi skilaði árangri og
fékk stúdenta til að stunda meiri
líkamsrækt. Það er líka ódýrara
en að gefa öllum frían aðgang að
líkamsræktinni án skilyrða,“ segir
Willén.
Breytti venjum stúdenta
Rannsókn Willén leiddi í ljós að
eftir að afsláttarkerfið var fellt
niður hélt það áfram að hafa áhrif
sem samsvöruðu um helmingi af
áhrifunum sem það hafði þegar
það var í gildi. Margir stúdentanna
héldu áfram að mæta í ræktina.
„Það segir okkar að þetta kerfi
hafi ekki bara haft áhrif á hegðun
stúdenta, heldur hjálpaði það til
við að breyta venjum þeirra eftir
að hvatinn var ekki lengur til
staðar,“ segir Willén.
Willén segir að þetta gefi til
kynna að svona afsláttarkerfi
séu vel til þess fallin að efla lýð-
heilsu. Hann segir að það væri líka
áhugavert að kanna áhrif kerfisins
nánar. Þannig gæti verið áhuga-
vert að kanna hvaða áhrif þetta
hefði á frammistöðu nemendanna
sem fóru að æfa meira. Bætti
þetta námsárangur þeirra? Eða
velgengni þeirra á vinnumark-
aðnum? Hvað með langtímaáhrif
á heilsuna?
„Í samanburði við önnur kerfi
gæti þetta reynst hagkvæm leið til
að hvetja fólk til að stunda meiri
líkamsrækt,“ segir hann að lokum.
Fæst í Fjarðarkaup og öllum apótekum.
Vöðvaslakandi – betri endurheimt
Inniheldur magnesíumklóríð, orkuge-
fandi sítrónuolíu, græðandi arnicu og
papriku.
Magnesíum
Muscle
12 KYNNINGARBLAÐ 2 1 . ÁG Ú S T 2 0 2 0 F Ö S T U DAG U RHEILSURÆKT