Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - aug. 2020, Síða 12

Ljósmæðrablaðið - aug. 2020, Síða 12
12 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2020 R I T R Ý N D F R Æ Ð I G R E I N FYRIRSPURNIR: Emma Marie Swift ÚTDRÁTTUR Bakgrunnur: Vísbendingar eru um að bæta megi fræðslu í meðgöngu- vernd. Hópmeðgönguvernd hefur verið innleidd um heim allan til að koma til móts við fræðsluþarfir verðandi foreldra og stuðla að virkni þeirra í meðgönguverndinni. Veturinn 2017-2018 var boðið upp á hópmeðgönguvernd fyrir barnshafandi konur og maka þeirra á þremur heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu. Aðferð: Rannsóknin er eigindleg viðtalsrannsókn þar sem hálfstöðluð viðtöl voru tekin við 18 þátttakendur í sex rýnihópum. Allir þátttakendur höfðu eignast sitt fyrsta barn og tóku þátt í hópmeðgönguvernd. Notuð var innihaldsgreining við úrvinnslu og viðtölin þemagreind. Niðurstöður: Reynsla þátttakenda af því að taka þátt í hópmeðgöngu- vernd var mjög jákvæð. Þrjú meginþemu voru greind: 1) saman í þessu, 2) tilfinning um öryggi og 3) jákvæð breyting – gott jafnvægi. Þátttakendum þótti mikilvægt að tilheyra hópnum og sameiginleg upplifun veitti þeim hughreystingu og stuðning. Þátttakendur upplifðu einnig að umræða og fræðsla í hópmeðgönguvernd væri með áherslu á hið eðlilega barneignarferli og hefði það veitt þeim tilfinningu um öryggi. Þriðja þemað varpar ljósi á þá sameiginlegu reynslu þeirra að hópmeðgönguverndin kom þeim skemmtilega á óvart, hefði gagnast þeim vel og jafnvægi hefði verið gott milli hefðbundinnar meðgönguverndar og hópmeðgönguverndar. Ályktun: Þátttakendur voru ánægðir með upplifun sína af hópmeðgöngu- vernd og virtist fyrirkomulagið uppfylla vel þarfir þeirra hvað varðar fræðslu og samtal um meðgöngu, fæðingu og foreldrahlutverkið. Hópmeðgöngu- vernd gæti verið ákjósanlegur valkostur í meðgönguvernd hér á landi. Lykilhugtök: Meðgönguvernd, hópmeðgönguvernd, foreldrahópar, eðlilegt barneignarferli, stuðningur. ABSTRACT Background: Studies suggest that education within antenatal care could be improved. Group antenatal care has been implemented around the world to address the educational needs of expecting parents and promote active participation within antenatal care. In 2017-2018, a model of group antenatal care was designed and implemented at three healthcare clinics in the Reykjavik capital area. Method: The study is a qualitative study using six focus group interviews with 18 participants. All participants had recently had their first baby and had participated in group antenatal care. Content analysis was used to analyse the data and detect themes. Results: Participants’ experience of group antenatal care was positive overall. Three main themes were identified: 1) Doing this together, 2) a sense of safety, 3) a positive change - good balance. Participants thought it was important to belong to the group and the common experience provided reassurance and support. Participants furthermore experienced that disucssion and education with an emphasis on normal birth had provided them with a sense of safety. The third theme highlights their experience of being pleasantly surprised by group antenatal care, finding the model useful, and a that there was a good balance between one-on-one and group antenatal care visits. Conclusion: The study suggests that this model of group antenatal care was well received by expecting parents and beneficial in terms of providing education and support. The model may be a suitable option for antenatal care in Iceland. Keywords: Antenatal care, group antenatal care, normal birth, support. „ÞETTA VAR FYRIR SÁLINA OG HJARTAÐ, ÞETTA VAR MITT ÖRYGGI“ Reynsla íslenskra foreldra af hópmeðgönguvernd Inga María Hlíðar Thorsteinson, ljósmóðir á Landspítala Helga Gottfreðsdóttir, prófessor í ljósmóðurfræði H.Í. og forstöðumaður fræðasviðs á Landspítala Emma Marie Swift, lektor í ljósmóðurfræði við Háskóla Íslands og ljósmóðir á Landspítala. Una Kristín Guðmundsdóttir, ljósmóðir á Landspítala „IT WAS FOR MY HEART AND SOUL, WHERE I FELT SAFE“ ICELANDIC PARENTS‘ EXPERIENCE OF GROUP ANTENATAL CARE

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.