Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - aug. 2020, Qupperneq 18

Ljósmæðrablaðið - aug. 2020, Qupperneq 18
18 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2020 F R É T T I R Breyting varð á starfsemi á kvennadeildum Landspítala nú í haust. Bráðaþjónusta sem veitt hefur verið utan dagvinnu á meðgöngu- og sængurlegudeild, fæðingarvakt og kvenlækningadeild hefur verið flutt á álagstímum á nýja starfseiningu. Forsögu breytinganna má rekja til kortlagningar á álagi í fæðingar- þjónustu og kvenlækningum fyrir nokkrum árum. Háværar raddir voru um álag á legudeildum sem var ekki síst tilkomið vegna símaálags frá skjólstæðingum og bráðakomum. Í kjölfarið fór af stað verkefni þar sem áhersla var á að leita leiða til að létta álagi af legudeildum. Verkefnið var stutt af framkvæmdastjórum og nú forstöðumanni kvenna- og barnaþjónustu Landspítala og var Stefanía Guðmundsdóttir ljósmóðir ráðin verkefnastjóri haustið 2017. Fyrsti áfangi verkefnisins var forprófun á samræmdri símsvörun kvennadeilda í upphafi árs 2018 til einnar viku. Forprófunin fór fram milli kl. 08-23:30. Það er skemmst frá því að segja að samræmd símsvörun sannaði ágæti sitt á þessari einu viku og sýndi innan- hússkönnun að starfsfólk upplifði verulega minna áreiti í starfi á þeim tíma sem forprófun fór fram. Samræmd símsvörun fór af stað 1. október 2018 og var ákveðið út frá mati á álagi að hafa þá þjón- ustu frá kl. 15:30-23.30 virka daga og kl. 10-18 um helgar og helgi- daga. Reynd ljósmóðir sem hefur fengið þjálfun í símsvörun sinnir samræmdri símsvörun hverju sinni. Hlutverk ljósmóður á símavakt er mats- og ráðgjafahlutverk og felst jafnframt í að stýra komum og vísa í réttan farveg. Næsta skref í þessu ferli var flutningur á móttöku bráðakoma á einn stað á ofangreindum tíma. Bráðaþjónusta kvennadeilda hóf starfsemi 1. október 2019 í húsnæði meðgönguverndar Landspítala. Vaktina standa tvær ljósmæður og einn sjúkraliði auk fæðingar- og kvensjúkdómalæknis og deildarlæknis sem er á vakt hverju sinni. Við undirbúning opnunar deildarinnar og flutning verkefna frá legudeildum var horft til samræmingar á vinnubrögðum og ferlar straumlínulagaðir. Unnið var að skýru forgangsflokkunarkerfi til að meta bráðleika hjá sjúklingum sem hefur verið staðfært fyrir barn- eignaferlið og kvensjúkdóma. Verkferlar og önnur gæðavinna hefur verið unnin og er enn í vinnslu til að styðja við faglega þróun starf- semi á bráðaþjónustunni. Aðbúnaður á deildinni hefur verið endur- bættur með styrk frá LÍF styrktarfélagi til að mæta breyttri þjónustu og hefur umhverfi verið staðlað til að tryggja öryggi í hvívetna. Ekki er um nýja starfsemi að ræða heldur flutning á þjónustu sem veitt hefur verið á legudeildum og tengist öryggis- og gæðamálum innan kvennadeilda og tilfærslu verkefna. Með tilkomu bráðaþjón- ustu kvennadeilda skapast nýr starfsvettvangur fyrir reyndar ljós- mæður með áhuga á bráðaþjónustu. Starfsemin er nú ein þriggja eininga á meðgönguvernd, fósturgreiningu og bráðaþjónustu kvenna- deilda á Landspítala. Algengustu tilefni símtala: • Minnkaðar fósturhreyfingar • Blæðing og verkir í snemmþungun • Byrjandi fæðing • Spurning um farið legvatn • Einkenni meðgöngueitrunar/vanlíðan • Samdrættir • Aukaverkanir í kjölfar aðgerða á kvenlíffærum Algengustu verkefni bráðaþjónustu: • Fóstursíritun og eftirlit með fóstri • Mat á upphafi fæðingar • Mat á legvatnsleka • Mat á einkennum meðgöngueitrunar • Eftirlit og skoðun vegna gruns um utanlegsþungun • Eftirlit og skoðun vegna kviðverkja og blæðingar Vert er að vekja athygli á að bráðaþjónusta kvennadeilda er áfram tilvísanamóttaka. Barnshafandi konur og konur með einkenni frá kvenlíffærum geta þó eftir sem áður haft samráð við ljósmóður sem svarar í síma fyrir allar kvennadeildir sem metur þörf fyrir skoðun á spítalanum og vísar í viðeigandi farveg. Ingibjörg Th. Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir meðgönguvernd, fósturgreining og bráðaþjónusta kvennadeilda Stefanía Guðmundsdóttir, ljósmóðir/verkefnastjóri bráðaþjónustu kvennadeilda BRÁÐAÞJÓNUSTA KVENNADEILDA „Hvernig get ég aðstoðað?“ Allt til staðar, líka súkkulaði! Heilbrigðisfagfólk á bráðamóttökunni. Stefanía verkefnastjóri er önnur frá hægri.

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.