Ljósmæðrablaðið

Ukioqatigiit

Ljósmæðrablaðið - aug. 2020, Qupperneq 22

Ljósmæðrablaðið - aug. 2020, Qupperneq 22
22 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2020 N E M AV E R K E F N I INNGANGUR Í þessu nemaverkefni verður dæmisaga greind sem átti sér stað í upphafi 2. árs, á verknámstímabili á göngudeild meðgöngu- verndar á Landspítalanum. Farið verður yfir aðstæður, klínískar ákvarðanir, tilfinn- ingar og mat aðila sem að þessari dæmisögu komu. Að lokum verður farið yfir hvaða lærdómur var dreginn af þessari dæmisögu ásamt eigin styrkleika og veikleika. LÝSING Á AÐSTÆÐUM 22 ára gömul erlend frumbyrja, gengin 41+6, kemur í gangsetningu á göngudeild mæðraverndar. Hún hafði verið í mæðra- vernd hjá sömu ljósmóðurinni á heilsugæslu alla meðgönguna. Sjálf var hún fámál og virkaði á mig sem feiminn einstaklingur og því erfitt að meta hver skilningur hennar var á ensku. Eiginmaður hennar hafði þó prýði- lega færni í ensku og því fóru samskipti okkar fram að mestu leyti í gegnum hann. Hún fer í rit sem er viðunandi og því næst ákveðið að kanna hvort leghálsinn sé nógu hagstæður til að framkvæma belgjarof. Svo var ekki og því fékk hún fyrstu töfluna af Angusta. Þar sem sérfræðilæknirinn á vaktinni taldi fyrra ritið ekki vera nógu sannfærandi fór hún aftur í rit sem var nógu viðunandi til að hún færi heim og héldi meðferð þar áfram. Hann vildi þó ekki að hún færi heim vegna tungumálaörðugleika. Þar sem ég var ósam- mála komumst við að þeirri niðurstöðu að hún færi heim og kæmi aftur í rit seinna um daginn. Aftur kemur hún í rit sem er viðun- andi en vill þá sérfræðilæknirinn að hún flytjist eftir lokun göngu- deildarinnar á fæðingarvaktina. Byggir hann rök sín fyrir flutn- ingum á tungumálaörðugleikum, erlendum uppruna konunnar og riti sem honum fannst ekki nógu sannfærandi þrátt fyrir að það reyndist vera grænt eftir flokkun. TILFINNINGAR OG HUGSANIR Þar sem ég hafði annast konuna og eiginmann hennar mat ég skilning þeirra á gangsetningarferlinu nógu góðan til að þau færu heim. Ég hafði útskýrt fyrir þeim með mjög nákvæmum hætti hver næstu skref væru, hvers þau mættu vænta og hvenær þau ættu að hafa samband. Eftir það bað ég eiginmann hennar að endurtaka fyrir mig þá fræðslu sem ég hafði veitt til að tryggja skilning þeirra á ferlinu. Þegar ég ræði við sérfræðilækninn um heimför þeirra var hann ósammála því að konan væri hæf til að fara heim. Þar sem mig skorti reynslu taldi ég rétt að fá álit ljósmæðra. Voru þær sammála mér en hins vegar fékk ég ekki miklar undirtektir varðandi það að ræða frekar við hann um þessi fyrirmæli. Ég reyndi þó að ræða það einu sinni enn, þar sem ég taldi það vera konunni mest í hag að vera heima hjá sér fyrir bestu útkomu fæðingarinnar. Þau höfðu skilið hvernig ferlið gengi fyrir sig, fengið allar upplýsingar, áttu heima á höfuðborgarsvæðinu og því taldi ég áhættuna vera litla ef þau færu heim til sín. Útskýrði sérfræðilæknirinn fyrir mér að þar sem tungumálaörðugleikar væru til staðar eins og hjá erlendum konum sýndu rannsóknir fram á hærri tíðni burðarmáls- og mæðradauða og orðrétt sagði hann að þetta væru konurnar sem myndu ekki hafa samband á réttum tíma. Þau rök taldi ég vera mjög góð í sjálfu sér þrátt fyrir að hafa reynt að koma því á fram- færi að samskipti okkar hefðu verið þokka- lega góð og að ég mat það svo að þau höfðu skilið ferlið vel. Að sama skapi hafði ég annast um þau í heila vakt og taldi ég ekki rétt að yfirfæra þessar rannsóknarniður- stöður á þessa tilteknu konu. Önnur rök voru að ritið hefði ekki verið sannfærandi en samkvæmt verklagsreglum LSH varðandi úrlestur álagslausra fósturhjartsláttarrita var það viðunandi (Brynja Ragnarsdóttir, Guðrún Sigríður Ólafsdóttir, Halla Ósk Halldórsdóttir og Margrét O. Thorlacius, 2018). Helsta ástæðan fyrir því að ég hefði viljað að þau færu heim voru þær að með því að senda þau snemma á fæðingarvakt- ina væru auknar líkur á ósamfellu í þjón- ustu en erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á verri útkomur fyrir konur af erlendum uppruna og afkvæmi þeirra þegar þær fá ósamfellda þjónustu (Hollowell, Oakley, Kurinczuk, Brocklehurst og Gray, 2011; Homer, Leap, Edwards og Sandall, 2017). Í breskri rannsókn Homer og félaga (2017) kom í ljós færri inngrip í fæðingu og betri útkoma nýbura þegar erlend kona fékk samfellda þjónustu. GREINING OG ÍHUGUN Þrátt fyrir að vera ósammála voru fyrirmælin ákveðin og þau ekki rædd frekar. Fyrirmælin voru að hún færi á fæðingarvaktina og í tveggja klukkutíma rit. Ég fylgdi þeim því upp, kvaddi þau og óskaði þeim góðs gengis. Því miður veit ég ekki hver útkoma fæðingar- innar var, hvort hún hafi verið í nokkra klukkutíma eða nokkra daga á fæðingarvaktinni, hvort um frekari inngrip hafi verið að ræða eða hver upplifun þeirra var af öllu ferlinu. Vissulega er það rétt að konur af erlendum uppruna eiga undir högg að sækja hvað varðar þjónustu í barneignarferlinu. Breskar heimildir hafa sýnt fram á sterk tengsl milli þess að vera af erlendum uppruna, vera félagslega einangraður og að sjá slæmar útkomur í barneignarferlinu (Draper o.fl., 2018; Wolfe, MacFarlane, Donkin, Marmot og Viner, 2014). Þegar móðurmál konu er hvorki enska né það tungumál sem talað er í því landi sem hún fær þjónustu er alltaf hætta á að hún tjái sig ekki um málefni sem eru viðkvæm eða nefni þætti sem eru mikilvægir úr eigin fortíð. Auknar líkur eru á að hún fái ekki réttar upplýsingar í gegnum aðilann sem er að túlka fyrir hana, ef sá er náinn fjölskyldumeðlimur. Að sama skapi getur sá aðili verið ofbeldismaður hennar. Í gæðahandbók Landspítalans um framköllun fæðingar er ritað að ef um tungumála- örðugleika hjá konu sé að ræða er ábending fyrir því að hún færist upp á fæðingarvakt (Gróa Margrét Jónsdóttir, Birna G. Jónsdóttir og Sigrún Arnardóttir, 2017). Klínísk ákvörðunartaka byggði því á góðum vísindalegum rannsóknum. Mikilvægt er þó að hafa í huga að á bakvið hverja einustu erlendu konu er einstaklingur sem hefur sértækar þarfir. Veita þarf einstaklingsmiðaða þjónustu til að fá sem bestu útkomu fyrir móður og barn (Homeyard og Gaudion, 2017). Fjölmargar erlendar rannsóknir hafa sýnt að þegar kona mætir of snemma á fæðingardeild er hún líklegri til að fá ósamfellu í þjónustu ERLENDAR KONUR, UPPLÝST VAL OG ÓLÍK SJÓNARHORN FAGAÐILA Stefanía Ósk Margeirsdóttir, 2. árs ljósmóðurnemi

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.