Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - aug. 2020, Síða 26

Ljósmæðrablaðið - aug. 2020, Síða 26
26 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2020 Ú R Þ J Ó Ð F É L A G S U M R Æ Ð U N N I ÓLÖF ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR TÓK SAMAN Það fer ekki á milli mála að síðasta hálfa árið hefur covid-19 heimsfar- aldurinn geisað um heimsbyggðina. Í samræmi við samþykktir Alþjóða- heilbrigðismálastofnunarinnar og lög og reglur um sóttvarnir á Íslandi hefur verið gripið til margs konar aðgerða til að stemma stigu við að covid-19 veiran berist milli fólks og landa, enda er um heilbrigðisógn að ræða. Sóttvarnaraðgerðir hafa að sönnu víðtæk áhrif og afleiðingar fyrir allt samfélagið, útgöngu- og samkomubanni, takmörkunum á ferðafrelsi, sóttkví og einangrun er samt sem áður ætlað að draga úr heilsutjóni og viðhalda lýðheilsu. Til að hindra útbreiðslu á covid-19 veirunni var um miðjan mars tekin sú ákvörðun að konur fengu aðeins að hafa einn stuðningsaðila með sér í fæðingu og að hann, oftast faðirinn, kæmi seinna inn í fæðinguna þegar hún væri farin vel af stað. Makar og aðrir aðstandendur gátu heldur ekki fylgt konum í bókaða tíma á meðgöngunni eða bráðakomur. Heimsóknir á heilbrigðisstofnanir landsins voru bannaðar. Einn aðstandandi mátti koma með barni í ung- og smábarnavernd og kvaðir voru um að setja á sig maska og hanska ef einkenni voru til staðar. Nær öll fræðslunámskeið féllu niður eða voru kennd á netinu með fjarfundum. UMRÆÐA Í FJÖLMIÐLUM Frásagnir á Vísi.is (þann 29. mars og 24. maí) gefa innsýn í hvernig þessar takmarkanir höfðu áhrif á líðan kvenna á meðgöngu og hver áhrifin gátu verið á fæðingarreynsluna. Ásthildur sagði aðstæðurnar á meðgöngunni vera óraunverulegar. „Þetta er eiginlega búið að fara úr því að vera mikið tilhlökkunarefni yfir í að vera mjög kvíðvænlegt.“ Karen Eva var sammála og sagði:„Maður er kvíðinn fyrir því hvernig ástandið verður, hvernig ástandið verður á spítalanum þannig þetta eru vægast sagt stressandi tímar.“ Ein fæðing átti sér stað á bílaplani Landspítalans þegar covid-19 faraldurinn stóð sem hæst. Foreldrarnir tóku sjálfir á móti lítilli stúlku, þau Helga Lilja Óskarsdóttir og Sandro Fonseca. Fæðingin gekk vel þrátt fyrir að aðstæðurnar hafi vissulega verið óvenjulegar og krefjandi. Þau þökkuðu Neyðarlínunni fyrir frábær viðbrögð „konan sem við töluðum við lét æsing í okkur ekkert trufla sig og var frábær stuðningur. Hún var gríðarleg hjálp og það er ólíklegt að við hefðum ekki misst okkur í áhyggjum og stressi ef hún hefði ekki haldið fókus og ró allan tímann og gefið okkur frábærar leiðbeiningar.“ „Starfsfólk fæðingarvaktarinnar líka, þegar þær komu hlaupandi í miðju covid ástandi að aðstoða og sumar höfðu ekki einu sinni tíma til að fara í hanska eða verja sjálfar sig og hlupu strax að aðstoða okkur, án þess að hugsa sig tvisvar um. Þær héldu allar ró sinni og náðu okkur niður á jörðina með góðu viðmóti. Við erum gríðarlega þakklát fyrir fólkið sem kom að þessu ævintýri og gerði upplifunina að skemmtilegri sögu í staðinn fyrir slæma minningu.“ Fæðingin hafði farið af stað á ósköp venjulegu föstudagskvöldi í miðju Kófinu og til að byrja með ákvað Helga Lilja að vera heima í róleg- heitum „Kannski yrði mér boðið að vera en kannski yrði ég send heim. Pabbinn þurfti náttúrulega að bíða úti í bíl á meðan. Kannski þyrfti ég að vera þarna alla nóttina, alein inni í einhverju herbergi og kannski ekki að fara af stað. Eftir að þau komu á fæðingarvaktina, hafði ljósmóðirin eiginlega mælt með því að þau færu heim aftur, hún væri ekki að fara að eiga þetta barn á næstunni, svo þau gerðu það. Um klukkan fjögur vaknaði Helga Lilja með kröftugar hríðar og áttaði sig strax á að þau þyrftu að drífa sig aftur niður á fæðingardeild. Ef ekki hefði verið fyrir óvenjulegar aðstæður, vegna covid faraldursins, hefði Helga Lilja barist gegn því að fara heim aftur: „Ég hafði það á tilfinningunni að þetta myndi fara einhvern veginn furðulega. En út af þessu covid-dæmi þá ákvað ég að fara heim, það væri alveg eins gott að hanga þar og hafa einhvern hjá sér í stað þess að vera aleinn í einhverju lokuðu herbergi.“ FRÁSAGNIR FRÁ LJÓSMÆÐRUM Í lok maí sendi ritstjóri Ljósmæðrablaðsins bréf á Ljósmæðraspjallið á facebook og bað um efni frá ljósmæðrum um líf og starf á tímum covid-19 faraldursins. Þetta var ákveðin viðleitni til að halda til haga heimildum frá þessum tíma um skipulag ljósmóðurþjónustu og líðan skjólstæðinga okkar. Ljóst er að áhrif covid-19 veirunnar eru margvísleg í samfélaginu sem skapa kvíða og aukið álag á barnshafandi konur og fjölskyldur þeirra, hvort sem um eiginleg veirusmit er að ræða eða ekki. Nokkrar ljósmæður sendu inn frásagnir með leyfi foreldra sem lýsa aðstæðunum vel. HEIMSÓKNIR TIL SÆNGURKONU Í SÓTTKVÍ Hildur Helgadóttir sinnti konu í sængurlegu heima sem þurfti að fara í sóttkví þar sem fjölskyldumeðlimur hafði greinst jákvæður fyrir covid. Þau fengu að vita af þessu daginn sem þau komu heim af spít- alanum. Í skilaboðum á „messenger“ skrifaði hún: Eftir að hafa fengið ráðleggingar/upplýsingar í gegnum göngu- deild mæðraverndar og búnað á LSH þá dembdi ég mér í þetta verk- efni. Það var vetur og mér fannst skondið að vera úti á götu að klæða mig í allan gallann. Ég hugsaði til nágrannanna sem sáu mig og fannst líka leiðinlegt að ég gat í raun ekki haldið leyndri þeirra stöðu því fólk sá að ég fór inn í húsið í fullum skrúða og gat lagt tvo og tvo saman hvað væri í gangi á þessu heimili. Þegar ég sat inni hjá nýbökuðum foreldrum í fyrsta sinn þá fannst mér búnaðurinn vera óþægilegur til að ná almennilega til þeirra en þau sáu illa í augun mín og svo var náttúrulega maski yfir vitum. Auðvitað veitti ég mikla fræðslu og allt sem við gerum venjulega en einhvernveginn varð þetta öðruvísi nálgun í þessari heimaþjón- ÓVISSAN VEGNA COVID-19 – áhrif á barneignarferlið Hér er Hildur Helgadóttir ljósmóðir í hlífðarbúningi tilbúin í að sinna konu í sængurlegu heima.

x

Ljósmæðrablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.