Ljósmæðrablaðið

Árgangur

Ljósmæðrablaðið - ágú. 2020, Blaðsíða 32

Ljósmæðrablaðið - ágú. 2020, Blaðsíða 32
32 LJÓSMÆÐRABLAÐIÐ - ÁGÚST 2020 Föstudaginn 5. júní fór fram ánægjulegur atburður þegar Valgerður Lísa Sigurðardóttir varði doktorsritgerð sína í ljósmóðurfræði sem á íslensku nefnist Neikvæð upplifun fæðingar og ljósmóðurmeðferð: Framtíðarsýn barneignarþjónustu. Vörnin fór fram í Hátíðasal Háskóla Íslands og andmælendur voru dr. Mirjam Lukasse, prófessor við Oslo Metropolitan University, Deild hjúkrunar og heilsueflingar, Ósló, og dr. Inga Dóra Sigfús- dóttir, prófessor við Sálfræðideild Háskólans í Reykjavík. Leiðbein- andi Valgerðar Lísu var dr. Helga Gottfreðsdóttir, prófessor í ljós- móðurfræði við Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands. Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að þróa ljósmóðurmeð- ferð fyrir konur sem hafa þörf fyrir að fara yfir upplifun fæðingar. Ritgerðin byggir á þremur rannsóknum. Rannsókn I var langtíma þversniðsrannsókn þar sem gögnum var safnað á landsvísu með þremur spurningalistum á meðgöngu og eftir fæðingu. Rannsókn II var eigindleg innihaldsgreining á svörum kvenna sem höfðu leitað í Ljáðu mér eyra og í rannsókn III var notuð blönduð aðferð til að skoða innleiðingu tvíþættrar ljósmóðurmeðferðar fyrir konur með áhættuþætti á meðgöngu. Konur svöruðu spurningalistum fyrir og eftir meðferðina og ljósmæður tóku þátt í rýnihópaviðtali. Niðurstöður rannsóknanna benda til að upplifun kvenna breyt- ist lítið með tímanum og stuðningur ljósmæðra á meðgöngu og í fæðingu hafi áhrif á upplifun þeirra. Konur vilja að fagfólk hafi frumkvæði að samtali um upplifun fæðingar og bjóði þeim að fara yfir hana á þeirra eigin forsendum. Ef væntingar eru uppfylltar virð- ast konur geta náð stjórn og styrk til að horfa fram á við. Samtal um upplifun fæðingar ætti að vera hluti af barneignarþjónustu. Konur í áhættumeðgöngu eru viðkvæmur hópur sem þarf að huga sérstaklega að. Þeim fannst gagnlegt að fara yfir fæðinguna með ljósmóður sem þær þekkja. Bæði konur og ljósmæður telja slíka meðferð vera ákjós- anlegan kost innan barneignarþjónustunnar. DOKTORSVÖRN VALGERÐAR LÍSU SIGURÐARDÓTTUR Frá vinstri Helga Gottfreðsdóttir, leiðbeinandi, Inga Dóra Sigfúsdóttir, andmælandi, Valgerður Lísa, Ólöf Ásta Ólafsdóttir stjórnandi athafnar, úr doktorsnefnd: Herdís Sveinsdóttir og Berglind Guðmundsdóttir. Ljósmynd: Gunnar Sverrisson. Hátíðasalurinn gerði ráð fyrir 2 metra reglunni á tímum covid-19. Annar andmælandinn Mirjam Lukasse var viðstödd í fjarfundi frá Osló. Ljósmynd: Gunnar Sverrisson. F R É T T I R

x

Ljósmæðrablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.