Morgunblaðið - 11.01.2020, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 11.01.2020, Qupperneq 1
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Rútuslys Hópbifreið með um 50 háskólanema fór út af skammt sunnan Blönduóss í gær. Þrír voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur en þyrlan lenti við Landspítalann í Fossvogi á níunda tímanum. Ekki var vitað um afdrif þeirra við úrvinnslu fréttarinnar seint í gærkvöldi. Rósa Margrét Tryggvadóttir Þorgerður Anna Gunnarsdóttir Afleiðingar vonskuveðurs í gær voru verulegar víða á landinu, en nokkuð var um slys og vegum víða lokað. Fjórar rútur lentu í slysum eða óhöppum í gær, þar af var eitt alvar- legt. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út vegna rútu sem fór út af þjóðveginum skammt sunnan Blönduóss síðdegis í gær. Voru tvær rútur á samfloti þegar önnur þeirra valt en í þeim voru háskólanemar á leið í skíðaferð til Akureyrar. Voru á 50 nemar um borð í rútunni sem valt. Samkvæmt upplýsingum mbl.is í gærkvöldi leit ekki út fyrir að neinn væri í lífshættu en farþegarnir voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Norður- lands á Blönduósi og í fjölda- hjálparstöð Rauða krossins í kjölfar slyssins, auk þess sem þrír voru fluttir með þyrlunni til Reykjavík- ur.Var samhæfingarstöðin í Skógar- hlíð virkjuð og allir viðbragðsaðilar boðaðir á slysstað. Hilmar Hilmars- son, varðstjóri lögreglunnar á Norðurlandi vestra, sem var einn af þeim fyrstu á vettvang í gærkvöldi, segir í samtali við Morgunblaðið að menn hafi gert ráð fyrir hinu versta þegar komið var að rútunni. Það hafi verið mikil mildi að ekki hafi farið verr. Þau sem sluppu óslösuð eða með minni háttar áverka frá rútu- slysinu fengu næturskjól á Blöndu- ósi. Gámur losnaði af vörubíl Annað rútuslys átti sér stað í mik- illi hálku og roki á þjóðvegi eitt við Blönduhlíð í Skagafirði, nærri Silfra- stöðum, á fjórða tímanum í gær þeg- ar rúta með 21 grunnskólabarni á aldrinum 14 til 16 ára hafnaði utan vegar. Engum varð meint af. Hópur- inn var einnig á leið til Akureyrar þegar slysið átti sér stað. Engin meiðsl urðu á farþegum þegar lítil rúta með 15 farþega fór út af veginum í Þrengslum. Sama var uppi á teningnum þegar önnur smá- rúta lenti í vanda á Lyngdalsheiði. Þetta staðfesti Davíð Már Bjarnason hjá Landsbjörg í samtali við mbl.is í gær en björgunarsveitafólki tókst að koma rútunum til aðstoðar. Þá varð alvarlegt slys á Vestur- landsvegi fyrir hádegi í gær þegar ruslagámur losnaði af flutningabif- reið og lenti á tveimur bílum. Lenti gámurinn á vörubíl og lítilli fólks- flutningabifreið sem komu úr gagn- stæðri átt við vöruflutningabifreið- ina. Voru ökumenn bifreiðanna tveggja fluttir á gjörgæslu og voru þar enn þegar blaðið fór í prentun. Ekki er vitað hvað olli því að gámur- inn losnaði af flutningabifreiðinni, en mjög hvasst var í Kollafirði í gær. Appelsínugul viðvörun var í gildi fyrri part dags á Suðurlandi í gær, en Þrengslum, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði og veginum um Kjós- arskarð var lokað í gær vegna veð- urs. Samkvæmt athugasemd veður- fræðings Veðurstofu Íslands er von á batnandi veðri um helgina en veður á að að skána upp úr hádegi í dag. Á að draga úr vindi og úrkomu í dag og kólna og er von á suðvestan 5-13 undir kvöld og éli en léttskýjað á Norður- og Austurlandi. Tugir lentu í umferðarslysum  Tvö rútuslys á Norðurlandi í gær, þar af annað alvarlegt  Þrír fluttir með þyrlu til Reykjavíkur  Lögreglan bjóst við því versta  Tveir voru á gjörgæslu eftir alvarlegt umferðarslys í Kollafirði Rútuslys á Norðurlandi vestra Grunnkort/Loftmyndir ehf. Tvær rútur lentu einnig í vandræðum í gær í Þrengslum og á Lyngdalsheiði Hóp bif reið með um 50 farþega fór út af veg in- um við Öxl í Vatnsdal Hóp bif reið með 21 farþega fór út af veg in um við Silfrastaði í Skagafi rði MTveir á gjörgæslu »2 Sandra BjörgHelgadóttirkennir dans oglíkamsrækt semhún kallarAbso Train ing. 2 Hernám hugarfarsins Að ræktalíkama og sál Talað var um hernám hugarfarsins meðan tvær grunn- fylkingar tókust harkalega á í orðræðu kalda stríðsins á Íslandi. Fáir muna þessa tíma betur en Árni Bergmann rithöfundur sem átti virka aðild að umræðunni. 10 12. JANÚAR 2020SUNNUDAGUR Áhersla lögð áheildarmyndina lute - 0 Borgarleikhúsið frumsýnir Vanja frænda um helgina. ósmyndari fékk að skyggnast bak við tjöldin og fá forskot á æluna á rennsli í vikunni. 14 Í hönnun hótelsinsSkálakots er nostrað viðhvert smáatriði. 18 Lj s Gleðin baksviðs L A U G ARD A G UR 1 1. J ANÚ AR 2 0 2 0 Stofnað 1913  9. tölublað  108. árgangur  TRÍÓ ZIMSEN- SYSTKINA SLÆR Í GEGN ÍSLAND HEFUR LEIK Á EM Í HANDBOLTA ÍÞRÓTTIR 49BARNABLAÐIÐ „Ég mun að sjálfsögðu taka málið upp í borgarstjórn enda er þarna verið að byrja á öfugum enda. Það er ekki heil brú í svona vinnubrögðum,“ segir Marta Guðjónsdóttir, borgar- fulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Marta er ósátt við úthlutun tveggja lóða fyrir fjölbýlishús í Skerjafirði en tilboð í lóðirnar voru opnuð í vikunni hjá Reykjavíkur- borg. Hún gagnrýnir að ekki hafi farið fram umhverfismat á landfyll- ingu í hverfinu og lóðirnar hafi verið auglýstar áður en vinnu við deili- skipulag sé lokið. Þá telur hún að ekki hafi verið haft samráð við íbúa en á sama tíma fái lóðarhafar að taka þátt í vinnu við deiliskipulag. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, for- maður skipulags- og samgönguráðs, hafnar gagnrýni Mörtu. „Umrætt umhverfismat á einungis við strand- lengjuna en ekki þennan hluta skipu- lagsins þannig að annaðhvort er ver- ið að slá ryki í augun á fólki eða Marta talar gegn betri vitund,“ segir hún. Sigurborg segir jafnframt að rammaskipulag hafi verið kynnt í þaula og deiliskipulag svæðisins verði það líka. »10 „Það er ekki heil brú í svona vinnubrögðum“ Kínverska flugfélagið JuneyaoAir hefur boðað flug frá Sjanghæ til Manchester, Dublin og Kefla- víkur með viðkomu í Helsinki, en hyggst ekki sinna fluginu milli Finnlands og áfangastaða í Evrópu sjálft heldur hefur félagið leitað að samstarfsaðilum, þar á meðal Ice- landair. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um samstarf Juneyao og Icelandair en félögin hafa átt í við- ræðum. Þetta staðfestir Icelandair í skriflegu svari við fyrirspurn Morgunblaðsins. Flugfarþegum frá Helsinki til Ís- lands hefur fjölgað mjög á síðustu árum og hélt áfram að fjölga á síð- asta ári, eða um 10 prósent. »22 Ræða við Icelandair um flug frá Helsinki „Auðvitað viljum við frekar leggja upp seríu og sækja svo ráðstöfunar- féð í stað þess að laga seríu að ráð- stöfunarfénu,“ segir Davíð Óskar Ólafsson hjá Mystery Productions í samtali við Sunnudagsblað Morgun- blaðsins, en hann er einn framleið- enda og leikstjóra sjónvarpsþátt- anna Brots. „Þýskaland og Frakkland eru stærstu markaðirnir en eðli málsins samkvæmt kaupa þau lönd ekki margar íslenskar seríur á ári. Þess vegna þarf að leita annað og það gengur alltaf betur og betur. Netflix fjármagnar til dæmis 40% af Broti og ný sería Baltasars Kormáks, Katla, verður að óbreyttu fyrsta ís- lenska serían sem Netflix fjár- magnar að fullu. Það þýðir samt ekki að einhver gullöld sé runnin upp varðandi fjármögnun á íslensku sjónvarpsefni erlendis. Þetta er enn hark. Og verður. Möguleikarnir eru hins vegar orðnir fleiri en áður. Það hefur breyst. Annars má þetta auð- vitað ekki verða of auðvelt; er það ekki eðli okkar Íslendinga að vilja hafa fyrir hlutunum?“ segir Davíð Óskar. Engin gullöld uppi  Enn hark að selja sjónvarpsefni út

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.