Morgunblaðið - 11.01.2020, Síða 10

Morgunblaðið - 11.01.2020, Síða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020 40% GABOR STÍGVÉL 20.997KR. VERÐ ÁÐUR 34.994 ÚTSALA ÖLL LEÐURSTÍGVÉL 40% AFSLÁTTUR Styrkir til náms í hafrétti Hafréttarstofnun Íslands er rannsókna- og fræðslustofnun á sviði hafréttar við Háskóla Íslands og er meginmarkmið stofnunarinnar að treysta þekkingu á réttarreglum á sviði hafréttar. Að stofnuninni standa Háskóli Íslands, utanríkis- ráðuneytið og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið. Hafréttarstofnun auglýsir hér með til umsóknar styrki til þátttöku í sumarnámskeiði Ródos-akademíunnar í hafrétti 28. júní - 17. júlí 2020. Umsóknir sendist Tómasi H. Heiðar, forstöðumanni stofnunarinnar, með tölvupósti, tomas.heidar2016@gmail.com, fyrir 20. janúar 2020. Nánari upplýsingar: www.hafrettarstofnun.hi.is. Alls bárust sex tilboð vegna lóðar númer 4 í Skerjafirði. Hæsta tilboðið átti Akrafell ehf. og hljóðaði það upp á 862.296.000 króna. Næst hæsta til- boðið átti Reirverk ehf. upp á 723.216.000 krónur. Önnur tilboð voru um- talsvert lægri; Fs Glaðheimar ehf. buðu ríflega 370 milljónir króna, Húsvirki hf. bauð 301,5 milljón og Vesturvellir ehf. 251 milljón. Lægsta tilboðið átti Sérverk ehf. upp á 188 milljónir króna. Þessi mikli munur á tilboðum vekur óneitanlega athygli en hafa ber í huga að útboðið gerði ekki ráð fyrir lágmarks- eða viðmiðunarfjárhæð. Sjö tilboð bárust í lóð númer 10 í Skerjafirði. Akrafell ehf. átti einnig hæsta tilboðið þar, 517.824.000 krónur. Næsthæsta tilboð átti Reirverk ehf. upp á 434.304.000 krónur. Gunnar Bjarnason ehf. bauð 250 milljónir, FS Glaðheimar ehf. buðu 222,7 milljónir, Húsvirki hf. bauð 201.5 milljónir, Vesturvellir ehf. 161 milljón og Sérverk ehf. bauð 113 milljónir króna. Afar mikill munur á tilboðum TILBOÐ Í TVÆR LÓÐIR Í SKERJAFIRÐI OPNUÐ Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Það eru margir lausir endar í þessu. Þarna á að fara að úthluta lóðum án þess að umhverfismat hafi farið fram, lóðirnar eru auglýstar áður en vinnu við deiliskipulag er lokið og það er ekkert samráð haft við íbúa,“ segir Marta Guðjóns- dóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins. Marta vísar í máli sínu til út- hlutun tveggja lóða fyrir íbúðarhús í Skerjafirði. Sem kunnugt er hafa verið lögð drög að uppbyggingu 1.200 íbúða á svæðinu og eru um- ræddar lóðir hluti af þeim áform- um. Tilboð í úthlutun lóðanna voru opnuð á fimmtudag eins og rakið er hér á síðunni. Um er að ræða tvær lóðir fyrir fjölbýlishús. Á lóð nr. 4 er gert ráð fyrir 103 íbúðum í 3-5 hæða húsum og á lóð nr. 10 er gert ráð fyrir 62 íbúðum í 2-4 hæða hús- um. „Ekkert samráð haft við íbúa“ Marta segir að íbúar í Skerjafirði hafi í gegnum tíðina komið á fram- færi mótmælum við allri uppbygg- ingu á umræddu svæði. „Enda verður þarna til einn stærsti botn- langi landsins, það er bara ein leið inn og út af svæðinu og bílaumferð mun aukast mikið. Ekkert samráð er haft við þessa íbúa en hins vegar er tekið fram í auglýsingu að lóð- arhafar muni geta haft aðkomu að deiliskipulagsvinnunni. Það er ein- kennilegt að lóðarhafar séu teknir fram yfir íbúana hvað varðar sam- ráð við deiliskipulagsvinnu.“ Hún bendir á að umhverfismat hafi enn ekki farið fram, hvorki vegna landfyllingar við Skerjafjörð, eða vegna olíumengaðs jarðvegs sem talið er að sé að finna á svæð- inu. Marta segir jafnframt einkenni- legt að ráðist sé í þessa uppbygg- ingu á sama tíma og gerður sé samningur við ríkið um rannsókn á Hvassahrauni fyrir mögulegan flug- völl. Ljóst virðist að flugvöllurinn sé ekki að fara úr Vatnsmýri næstu 10-15 ár hið minnsta. „Þessar bygg- ingar eru alveg ofan í flugvellinum. Það er einkennilegt að þrengja að flugvellinum meðan ekki liggur fyr- ir niðurstaða um hvort Hvassa- hraun sé raunhæfur kostur,“ segir borgarfulltrúinn, sem kveðst munu gera athugasemdir við þetta. „Ég mun að sjálfsögðu taka málið upp í borgarstjórn enda er þarna verið að byrja á öfugum enda. Það er ekki heil brú í svona vinnubrögðum.“ Segir uppbyggingu vel kynnta Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgöngu- ráðs Reykjavíkurborgar, segir að gagnrýni Mörtu um umhverfismat eigi ekki við í þessu tilviki. „Umrætt umhverfismat á einung- is við um strandlengjuna en ekki þennan hluta skipulagsins þannig að annaðhvort er verið að slá ryki í augun á fólki eða Marta talar gegn betri vitund,“ segir hún. „Varðandi jarðvegsmengun á þessu efra svæði þá er hún ekki hluti af umhverfismatinu enda hef- ur hún þegar verið rannsökuð og verður hreinsuð burt áður en upp- bygging fer af stað.“ Hún hafnar því jafnframt að ekk- ert samráð hafi verið haft við íbúa í Skerjafirði um uppbyggingu þar. „Rammaskipulagið hefur verið kynnt í þaula, bæði í fjölmiðlum og á opnum fundi fyrir íbúa í Ráðhús- inu. Allt deiliskipulagið er unnið lögum samkvæmt. Gert er ráð fyrir opnum kynningarfundum og mögu- leikum íbúa til að senda inn at- hugasemdir en fjalla þarf um og svara hverri einustu athugasemd sem berst. Ég get því ekki tekið undir þessar áhyggjur.“ Aðspurð segir Sigurborg að hug- myndir um að hæstbjóðendur geti komið að minniháttar deiliskipu- lagsbreytingum á lóðunum tveimur vera viðleitni til að koma til móts við þá réttmætu gagnrýni að form- legur skipulagsferill hjá borginni geti tekið of langan tíma. „Þegar deiliskipulag er loksins samþykkt endanlega geta þar verið bindandi þættir sem uppbygging- araðili getur ekki komið til móts við eða vill leysa með öðrum hætti. Það getur verið allt frá þakhalla yfir í efnisval. Með þessu viljum við koma í veg fyrir slíkar uppákomur og tryggja að húsnæðisuppbygging geti gengið hraðar fyrir sig.“ Gagnrýnir lóðaúthlutun í 102  Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir einkennilegt að lóðarhafar fái að taka þátt í vinnu við deili- skipulag í Skerjafirði en ekkert samráð sé haft við íbúa þar  Formaður skipulagsráðs hafnar gagnrýni Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Skerjafjörður Þarna verður gerð landfylling sem verður hluti af uppbyggingu hins nýja Skerjafjarðar. Alls verða byggðar 1.200 nýjar íbúðir þar. Bráðlega verður úthlutað tveimur fjölbýlishúsalóðum í norðurhluta hverfisins. Marta Guðjónsdóttir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.