Morgunblaðið - 11.01.2020, Qupperneq 16
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Sú þekking á sviði orkumála,
sjávarútvegs, landgræðslu og jafn-
réttismála sem fulltrúar erlendra
þjóða hafa fengið hér á Íslandi er
mikilvæg og hefur aukið lífsgæði
fólks í þróunarríkjum. Þetta hafa út-
tektir staðfest og í starfi mínu hef ég
svo oft upplifað þetta og séð sjálfur,“
segir Guðlaugur Þór Þórðarson
utanríkisráðherra.
Fellur að íslenskum áherslum
Á dögunum var undirritaður
samningur milli íslenskra stjórn-
valda og UNESCO, Menningar-
málastofnunar Sameinuðu þjóðanna,
um breytt fyrirkomulag á rekstri
fjögurra skóla sem starfræktir eru
hér á landi. Þeir verða héðan í frá
reknir á vegum Gró – þekkingar-
miðstöðvar þróunarsamvinnu – sem
hafa mun eigin stjórn en verður sér-
stök eining innan utanríkisráðu-
neytisins. Allt fellur þetta, að sögn
ráðherra, vel að áherslum í íslenskri
þróunarsamvinnu og er jafnframt í
samræmi við formkröfur UNESCO.
Skólarnir eru Jafnréttisskólinn,
Jarðhitaskólinn, Landgræðsluskól-
inn og Sjávarútvegsskólinn. Á
hverju ári taka þeir á móti hópum
sérfræðinga frá þróunarríkjum til
námsdvalar á Íslandi, en sérfræð-
ingar hjá íslenskum stofunum sinna
skólastarfinu sjálfu og halda nám-
skeið ytra. Er Jafnréttisskólinn
hýstur hjá Háskóla Íslands, Orku-
stofnun sér um Jarðhitaskólann,
Landgræðslan og Landbúnaðar-
háskólinn fóstra Landgræðsluskól-
ann og Sjávarútvegsskólinn er í um-
sjón Hafrannsóknarstofnunar. Í
áranna rás hafa rúmlega 1.300 sér-
fræðingar frá fjölda ríkja sótt sína
menntun hingað og reynslan er góð.
„Breytingunum sem gerðar voru á
dögunum er ætlað að styðja enn
frekar við hlutverk skólanna en
raska ekki grunnstarfsemi þeirra
eða hlutverki. Þá vænti ég þess að
með þessu móti megi auka samlegð,
samþætta betur starf skólanna
annarri þróunarsamvinnu Íslands,
leita nýrra samstarfstækifæra á al-
þjóðlegum vettvangi og nýta betur fé
sem Íslendingar verja til þessa mála-
flokks,“ segir Guðlaugur Þór.
Úttektir staðfesta
góðan árangur
Á yfirstandandi ári verja Íslend-
ingar um 750 milljónum króna til
starfsemi skólanna fjögurra. Þetta
segir utanríkisráðherra mikilvægan
þátt í þróunarsamvinnu Íslands sem
gert sé ráð fyrir að efla, skv. stjórn-
arsáttmála núverandi ríkisstjórnar.
Mikilvægt sé enn fremur að árangur
af starfi þess sé mældur og það er
gert á grundvelli fyrirmæla þróunar-
samvinnunefndar Efnahags- og
framfarastofnunarinnar (OECD
DAC) sem Íslendingar gerðust að-
ilar að árið 2013.
„Óháð úttekt stofnunarinnar frá
2017 leiddi í ljós að Ísland stendur
framarlega á mörgum sviðum þróun-
arsamvinnu. Þar er horft til þess að
skýr sýn er á stuðning við þá allra fá-
tækustu í heiminum með því að setja
mannréttindi, kynjajafnrétti og frið-
ar- og öryggismál í öndvegi. Árangur
af starfi háskólanna fjögurra er
góður, það hefur verið staðfest með
ýmsu móti,“ segir Guðlaugur Þór.
Í alþjóðlegu samstarfi hefur verið
kallað eftir því að UNESCO horfi í
ríkum mæli til þeirra verkefna sem
skólarnir sinna. Þetta segir utan-
ríkisráðherra mikils virði og haldist í
hendur við áherslur í utanríkisstefnu
Íslendinga, svo sem jafnrétti kynj-
anna. Annað dæmi sé stórt verkefni
UNESCO er varðar endurheimt og
sjálfbæra nýtingu lands.
Mikilvægt samstarf
„Með þeim samningi sem Ísland
hefur nú gert má segja að UNESCO
sé orðin ein mikilvægasta samstarfs-
stofnun okkar á sviði þróunarsam-
vinnu ásamt öðrum alþjóðastofn-
unum sem við höfum lengur starfað
með, svo sem Alþjóðabankanum,
Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna,
UN Women og Mannfjöldasjóði
Sameinuðu þjóðanna,“ segir Guð-
laugur Þór. Bætir við að eftir sem
áður muni Íslendingar sinna þróun-
arsamvinnu með því að fulltrúar að
heiman standi vaktina og sinni
ákveðnum verkefnum. Samstarfs-
lönd Íslendinga eru nú Malaví og
Úganda – auk þess sem sérstökum
verkefnum er sinnt í Mósambík,
Síerra Leóne, Líberíu, Afganistan og
Palestínu.
„Tvíhliða samvinna við skilgreind
samstarfslönd verður áfram kjarni í
íslenskri þróunarsamvinnu, enda
hefur Ísland fundið leiðir til að ná
góðum og sýnilegum árangri. Að
sama skapi byggjum við á reynslu af
starfi skólanna og af svæðaverk-
efnum í jarðhita og fiskveiðum þar
sem útflutningur íslenskrar þekk-
ingar hefur verið í aðalhlutverki. Frá
því ég tók við embætti utanríkis-
ráðherra hefur það verið áherslumál
mitt að nýta íslenska sérþekkingu í
þróunarsamvinnu og á þeirri braut
verður haldið áfram.“
Háskólar heimsins fá nýja umgjörð Gró – þekkingarmiðstöð þróunarsamvinnu hefur verið
sett á laggirnar UNESCO á Íslandi Sjávarútvegur, jarðhiti, landgræðsla og jafnréttismálin
Eykur lífsgæði í þróunarríkjum
Ljósmynd/UNESCO-Christelle ALIX
Undirritun Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Audrey Azoulay, aðalframkvæmdastjóri
UNESCO, sem er menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna í París, leiddu mál til lykta.
Ljósmynd/Málfríður Ómarsdóttir
Veröld Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna er á
Íslandi. Myndin sýnir nemanda á góðri stund.
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020
Tíu af sautján heimsmarkmiðum
Sameinuðu þjóðanna tengjast þró-
unarsamvinnu Íslendinga beint.
Hvert stefnt er með starfinu er því
alveg skýrt. Samstarfssjóði við at-
vinnulíf um heimsmarkmið Samein-
uðu þjóðanna, sem utanríkisráð-
herra hafði forgöngu um að setja á
fót í samræmi við stefnu um aukna
aðkomu atvinnulífs að þróunarsam-
vinnu, er þarna ætlað að virkja
þekkingu, fjárveitingar og frum-
kvæði íslenskra fyrirtækja.
„Með starfi Sjávarútvegsskólans
leggjum við okkar af mörkum til að
ná markmiðum okkar um verndun
og sjálfbæra nýtingu hafs og vatna.
Jarðhitaskólinn og vinnan þar er
mikilvæg leið til sjálfbærrar orku-
nýtingar og Jafnréttisskólinn styð-
ur eflingu kynjajafnréttis, valdefl-
ingu kvenna og frið. Þá leggjum við
okkar af mörkum til að vinna að
endurheimt vistkerfa, sjálfbærri
landnýtingu og takmörkun land-
hnignunar með starfi Landgræðslu-
skólans. Skýr sýn og forgangs-
röðun er algjör forsenda árangurs-
ríks starfs og við erum komin vel á
veg með að samþætta það allt
heimsmarkmiðunum – enda skapar
slíkt mörg tækifæri sem Íslend-
ingar eiga að nýta sér,“ segir Guð-
laugur Þór Þórðarson.
Skapar Íslendingum tækifæri
HEIMSMARKMIÐIN ERU LEIÐARLJÓS Í STARFINU
Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur stórmarkaða Nánar á artasan.is
Getur dregið úr
skallamyndun
• Stuðlar að eðlilegum hárvexti
• Eplakjarni, elfting og hirsi
• Tocotrienol, amínósýrur, bíótín og sink
• Procyanidin B2 úr eplum
Hair Gro inniheldur m.a Procyanidin B2 úr
eplum en rannsóknir hafa sýnt fram á að
þetta náttúrulega form af Promocyandin
B2 gæti aukið hárvöxt.
TAUBLEIUBÚÐIN ÞÍN
Kíktu á netverslun okkar
bambus.is
Nýbýlavegi 8 – Portið, sími 847 1660, www.bambus.is, bambus@bambus.is
bambus.is bambus.is • Opið mánudaga og fimmtudaga frá kl. 10-14