Morgunblaðið - 11.01.2020, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 11.01.2020, Qupperneq 18
Mjóddin Atvinnulóðirnar eru við Reykjanesbrautina, nálægt svæði ÍR-inga. Á fundi borgarráðs í vikunni var samþykkt að auglýsa fjórar atvinnu- lóðir í Suður-Mjódd í Breiðholti til sölu á föstu verði. Umræddar lóðir eru Álfabakki 2A, 2B, 2C og 2D. Þær eru skammt frá Reykjanesbrautinni. Lóðirnar eru samtals 17.000 fermetrar. Þær voru auglýstar lausar til umsóknar haustið 2019 en þá barst ekkert til- boð. Til stóð að bílaumboðið Hekla hf. myndi byggja nýjar höfuðstöðvar á lóðunum við Álfabakka en hætt var við þau áform. Bílaumboðið verður áfram við Laugaveginn. Fyrir borgarráð var lagt mat tveggja löggiltra fasteignasala á markaðsverði fyrir byggingarrétt á lóðunum. Kjartan Hallgeirsson hjá Eignamiðlun mat byggingarrétt án gatnagerðargjalds á krónur 495.270.000. Ólafur Jóhannsson hjá Jöfri mat söluverðið 493 milljónir samtals. sisi@mbl.is Atvinnulóðir verða seldar á föstu verði  Verðmat lóðanna hálfur milljarður 18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020 Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Borgarráð hefur samþykkt drög að samningi við Lifandi viðburði (LV) um tónleikahald í Laugardal í júní 2020, sólstöðuhátíðina Secret Solstice. LV skal tryggja að gestafjöldi fari ekki yfir 20 þúsund manns. Þessi hátíð hefur verið haldin í Laugardal nokkur undanfarin ár við mismikla hrifningu íbúa í nágrenninu. Það var almennt viðhorf að hún hefði gengið með besta móti sumarið 2019. Samkvæmt samningnum fær LV aðstöðu í Laugardalnum dagana 26.- 28. júní í sumar að uppfylltum skil- yrðum sem fram koma í samningnum. Um er að ræða Þróttarvöllinn og ná- grenni og svæði við Þvottalaugar fyrir barnastarf og svið. Tónleikar hefjast klukkan 15 á föstudeginum en klukkan 13 laugardag og sunnudag. Þeim skal ljúka klukkan 23:30 öll kvöldin. Hljóð- prufur mega ekki hefjast fyrr en klukkan 10 dag hvern. Samkvæmt samkomulaginu skal reynt að takmarka sem mest umferð um grassvæði í dalnum og lagður verði dúkur þar sem ágangur tónleikagesta verður mikill. Aldurstakmark er 18 ár nema í fylgd með forráðamanni. Vegna áfeng- iskaupa þarf að framvísa skilríkjum og kaupa armband sem veitir gestum heimild til að kaupa áfengi. Reykjavíkurborg mun styrkja há- tíðina um átta milljónir króna. Er það gert á þeim forsendum að hún höfði meira til fjölskyldufólks en verið hefur. Við afgreiðslu málsins í borgarráði á fimmtudaginn lagði Kolbrún Baldurs- dóttir, áheyrnarfulltrúi Flokks fólks- ins, fram bókun þar sem hún vildi bíða með afgreiðslu málsins þar til fyrir lægi niðurstaða viðhorfskönnunar meðal íbúa. „Allir voru sammála um að betur gekk 2019 en 2018 enda mun meiri fyrirbyggjandi vinna viðhöfð. Engu að síður komu upp 40 fíkniefna- mál og umsögn barst frá Þrótti að tón- leikahald á grassvæðinu undanfarin ár hefði skemmt völlinn og var sagt að svæðið væri í raun ekki hæft undir keppni í knattspyrnu í kjölfar hátíðar- innar,“ bókaði Kolbrún m.a. Fulltrúar meirihlutaflokkanna í borgarráði bókuðu að verið væri að vinna úr viðhorfskönnun sem fór fram í nóvember sl. Samningsdrögin gerðu ráð fyrir umfangsmiklu samstarfi tón- leikahaldara og borgarinnar. „Solstice- hátíðin gekk afar vel á síðasta ári og mun ganga enn betur eftir því sem samtal, upplýsingagjöf og samstarf eykst.“ Talið er að um tólf þúsund manns hafi verið á Secret Solstice-hátíðinni í fyrrasumar. Í viðtölum við stjórnar- menn í Íbúasamtökum Laugardals í fjölmiðlum kom fram að fólk var frem- ur ánægt með hátíðina það árið. Var m.a. vísað í facebookhópinn „Lang- holtshverfi – 104“ þar sem rúmlega hundrað athugasemdir voru settar við færslu þar sem spurt var um upplifun íbúa. „Þar voru allir bara rosa kátir og ánægðir nema einn,“ var haft eftir stjórnarmanni í samtökunum. Gestafjöldinn fari ekki yfir 20 þúsund  Borgin semur um tónlistarhátíðina Secret Solstice 2020 Morgunblaði/Arnþór Birkisson Secret Solstice Jafnan er mikil stemning á tónlistarhátíðinni í Laugardal. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Umboðsmaður skuldara fékk færri umsóknir um aðstoð vegna fjárhags- vanda á nýliðnu ári en á árunum á undan. 1.127 umsóknir bárust á árinu, sem er 270 umsóknum færra en á árinu 2018. Kemur þetta fram á minnisblaði sem birt er á vef um- boðsmanns skuldara. Sara Jasonardóttir, verkefnis- stjóri fræðslu- og kynningarmála hjá umboðsmanni skuldara, segir að um- sóknum um greiðsluaðlögum hafi aftur á móti lítið fækkað. Ekki er hægt að sjá þróun einstakra verk- þátta embættisins vegna þess að flokkun umsókna var breytt síðast- liðið haust. Fólk sækir nú um aðstoð vegna fjárhagsvanda og metur síðan í samráði við starfsfólk hvaða úrræði henti best. Sara segir að þetta sé gert til gera kerfið skilvirkara. 36% umsækjenda í yngsta hópi Aldurshópur umsækjenda hefur breyst mjög á undanförnum árum og um leið ástæður fjárhagsörðugleika. Þannig hefur fólki í yngsta hópnum, 18-29 ára, fjölgað mjög og var orðinn 36% allra umsækjenda í nóvember. Á árinu 2018 voru rúmlega 27% um- sókna frá fólki á þessum aldri. „Við sjáum ennþá töluvert mikla fjölgun í þessum aldursflokki. Skyndilánin eru það eina sem við getum skýrt það með,“ segir Sara. Umboðsmaður skilgreinir lán sem tekin eru á vefsíðum eða með notkun forrita í farsímum sem skyndilán. Þar á meðal eru lán smálánafyrir- tækja, Netgíró, Pei og fleiri lána- möguleikar. Umboðsmaður skuldara hefur getað aðstoðað marga úr þessum hópi með ráðgjöf og samningum um greiðslur. Stundum er eina ráðið að fresta greiðslum og athuga hvort ekki rætist úr hjá fólki. Aftur á móti hefur umsóknum um fjárhagsvanda vegna húsnæðis- skulda fækkað mjög. Sara segir að ekki séu mörg slík mál í gangi. 16 þurftu ekkert að borga Um áramót voru 46 umsóknir um greiðsluaðlögun í vinnslu hjá emb- ættinu. Eftir var að taka afstöðu til þess hvort samþykkja eigi umsókn eða synja. Þá var um áramót 41 mál í virkri vinnslu hjá umsjónarmönnum embættisins. Af þeim málum sem lokið var hjá umsjónarmönnum á árinu náðust samningar í 77 málum. Fimm lauk með nauðasamningi. Að meðaltali gáfu kröfuhafar eftir 70% krafna í þessum samningum sem að meðal- tali eru til rúmlega 16 mánaða. Sam- ið var um eftirgjöf allra krafna í 16 málum. Umsóknir til umboðsmanns skuldara 1.302 1.397 1.311 1.125 1.500 1.250 1.000 750 500 250 0 18-29 ára 30-39 ára 40-49 ára 50-59 ára2016 2017 2018 2019 He im ild .u m s. is Fjöldi umsókna 2016-2019 Aldur umsækjenda í nóvember 2019 Allls 53 umsóknir 28% 36% 21% 15% 270 færri sækja til umboðsmanns  Fleiri ungir lenda í vandræðum Sú nýlunda verður á hátíðinni í ár að tónleikagestir fá að- gang að endurgjaldslausu vatni. Er það í samræmi við samþykkt borgarráðs í fyrra- haust. Ekki er búið að útfæra með hvaða hætti þetta verður gert. Gott aðgengi að endur- gjaldslausu vatni á tónlistar- hátíðum er talið mikilvægt vegna skaðaminnkunarsjónar- miða. Það tryggi öryggi gesta, standi vörð um þeirra líkam- legu og andlegu heilsu og stuðli að jákvæðri útkomu við- burða fyrir gesti og umhverfi. Fái ókeypis vatnssopa NÝJUNG Í SUMAR

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.