Morgunblaðið - 11.01.2020, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 11.01.2020, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020    Már hefur átt geysigóða spretti á undan- förnum mánuðum og er viðurkenning ÍRB bara ein af fáum. Í upphafi þessa árs útnefndu Víkurfréttir Má mann ársins á Suðurnesjum.    Már hefur þó ekki eingöngu verið áberandi sem íþróttamaður heldur ekki síður sem tónlistar- maður. Hann ætlar að halda tónleika í Hljómahöll 13. mars þar sem systir hans, Ísold Wilberg Antonsdóttir, og Sigríður Thorlacius munu syngja með við undirleik þekktra pólskra hljóðfæraleik- ara.    Og það er sitthvað fleira fram undan hjá íþróttafólki og stuðningsmönnum. Hin sívinsælu þorrablót íþróttafélaganna Keflavík og UMFN eru fram undan og að venju er uppselt langt fram í tím- ann. Þorrablót Keflavíkur fer fram 18. janúar og UMFN 1. febrúar.    Fram undan er einnig heimsviðburður í Hljóma- höll þegar breska hljómsveitin Tindersticks heldur tónleika þar 7. febrúar. Hljómsveitin hefur áður haldið tónleika á Íslandi, á Nasa árið 2008, við mik- inn fögnuð aðdáenda. Meðlimir sveitarinnar eru því fyrir löngu orðnir Íslandsvinir og spenningur yfir komu þeirra nú síst minni en fyrir rúmum 11 árum.    Allir sem ekið hafa Reykjanesbrautina í átt að flugvellinum á undanförnum mánuðum hafa tek- ið eftir tveimur stórum byggingum sem hafa risið hratt á móti hvor annarri. Annað þeirra er Court- yard by Marriott hótel sem Aðaltorg er að byggja en hitt er ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja. ÚR BÆJARLÍFINU Svanhildur Eiríksdóttir Reykjanesbær Ég vil byrja á því að óska lesendum gleðilegs nýs árs í þessum fyrsta bæjarlífspistli ársins.    Það er engin nýlunda að áramót séu uppskeruhátíð en jafnframt boðun um betri tíma. Í rekstri bæjarins þótti undir árslok ljóst að vel hafði tekist til árið 2019 í að rétta úr kútn- um og fá íbúar m.a. að njóta þess. Tilkynning barst frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitar- félaga sl. mánudag um að aðlögunaráætlun, sem bærinn hefur unnið eftir frá því í apríl 2017, væri fallin úr gildi og að Reykjanesbær væri laus und- an sérstöku eftirliti nefndarinnar. Það er tveim- ur árum fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir.    Fasteignaskattur af heildar fasteignamati íbúðarhúsa lækkaði úr 0,36% í 0,321% um ára- mót. Hvatagreiðslur til niðurgreiðslu á skipu- lögðu íþrótta- og tómstundastarfi voru hækkaðar úr 28.000 krónum í 35.000 í upphafi nýs árs og aukinn stuðningur verður við afreksíþróttafólk og íþróttafélögin á þessu ári, svo eitthvað sé nefnt.    Á gamlársdag var íþróttafólk úr Reykjanes- bæ heiðrað í hófi sem fram fer í íþróttahúsinu í Njarðvík ár hvert. Í ár var það sundfólkið Karen Mist Arngeirsdóttir og Már Gunnarsson sem var kjörið íþróttafólk Reykjanesbæjar árið 2019. Alls fékk 31 íþróttamaður viðurkenningu frá Íþróttabandalagi Reykjanesbæjar (ÍRB) í hóf- inu.    Ris hótelsins hefur vakið töluverða athygli fyrir hraða uppbyggingu. Skýringin er sú að steyptar einingar þess komu til landsins frá Kína með flutningaskipi sem lagðist að bryggju við Helguvíkurhöfn 5. ágúst sl. Að sögn Einars Þórs Guðmundssonar í viðskiptaþróun Aðaltorgs hafa framkvæmdir gengið vel, en áætlað er að opna hótelið á vormánuðum.    Í Courtyard by Marriott-flugvallarhótelinu eru 150 herbergi, ásamt veitinga- og þjónustu- rýmum. Áætlanir Aðaltorgs gera ráð fyrir að önn- ur veitingar- og þjónusturými en þau sem tilheyra hótelinu verði tilbúin í sumar. Einar Þór segir einkar ánægjulegt að stærsti hluti verktaka við framkvæmdina eru af Suðurnesjum og því sé um sannkallað Suðurnesjaverkefni að ræða.    Mikil bylting verður í starfsumhverfi Bruna- varna Suðurnesja (BS) þegar ný slökkvistöð verð- ur tekin í notkun í sumarbyrjun. Að sögn Jóns Gunnlaugssonar slökkviliðsstjóra er áætluð verk- lok í maí en svo getur tekið allt að mánuð að koma sér fyrir. „Með þessari nýju slökkvistöð verður staðsetning eins og best verður á kosið. Að auki verður aðgerðarstjórnstöð Almannavarna Suður- nesja í stöðinni og við munum koma öllum okkar tækjum fyrir í húsinu.“    Gott aðgengi er frá hinni nýju slökkvistöð til allra hinna sveitarfélaganna á Suðurnesjum sem BS þjónar. Bæði verður auðvelt að komast innan- bæjar í Reykjanesbæ og svo beint upp á Reykja- nesbraut og þaðan til Suðurnesjabæjar, Grinda- víkur og Voga. Morgunblaðið/Svanhildur Eiríksdóttir Framkvæmdir Tvær stórar byggingar, ný slökkvistöð Brunavarna Suðurnesja og Marriott hótel, rísa nú við Reykjanesbraut og ganga framkvæmdir vel. Byggingar rísa við Reykjanesbraut Blindrafélagið leggur til að allir rekstrarleyfishafar leigubíla verði skráðir á leigubifreiðastöð sem hef- ur starfsleyfi Samgöngustofu. Í um- sögn til umhverfis- og samgöngu- nefndar Alþingis ítrekar félagið áhyggjur sínar af fyrirhuguðum breytingum og leggur áherslu á að þær megi ekki leiða til lakara þjón- ustustigs. Áhyggjurnar snúa að því að svo margir leigubílar verði á háanna- tímum að það leiði til mikillar fækk- unar þeirra sem eru í fullu starfi sem leigubílstjórar. Það geti bitnað harkalega á framboði leigubíla á virkum dögum. ASÍ segir ekkert liggja á Með frumvarpinu er fyrirhugað að afnema fjöldatakmarkanir leigu- bíla og stöðvarskyldu, vegna athuga- semda Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA). Alþýðusamband Íslands tel- ur í umsögn bæði rétt og skynsam- legt að bíða niðurstöðu í lagabreyt- ingum í Noregi og sjá þróunina annars staðar á Norðurlöndum, enda séu engir sérstakir hagsmunir, kærur eða málshöfðanir sem reki á eftir íslenska ríkinu í málinu. Blindrafélagið hefur verið með samning við Reykjavíkurborg og leigubílastöðina Hreyfil um ferða- þjónustu við lögblinda Reykvíkinga. Þetta er þjónustuúrræði sem nýtir leigubílaþjónustu sem fyrir er í sam- félaginu. Fram kemur að nú eru 600 einstaklingar með þjónustusamning hjá ferðaþjónustu Blindrafélagsins og á nýliðnu ári voru farnar um 50 þúsund ferðir. Blindrafélagið leggur í umsögn sinni áherslu á mikilvægi þess að ný lög um leigubifreiðir leiði ekki til lakara þjónustustigs og bendir á að markmið nýju laganna sé að tryggja gott aðgengi að hagkvæmri, skil- virkri og öruggri leigubílaþjónustu fyrir neytendur á Íslandi. helgi@mbl.is Blindir leggjast gegn breytingum  Nýtt leigubílafrumvarp er umdeilt Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Leigubíll Blindrafélagið óttast að breytingar skerði þjónustu. Vagnhöfði 7, 110 Reykjavík | Sími: 5175000 | stalogstansar.is Gott úrval af reimum í snjósleða, bíla og fjórhjól. reimar í snjósleða, bíla og fjórhjól Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. Um er að ræða tvær stærðir af hreinu Síríus rjómasúkkulaði, annars vegar með 3x100 g plötum, sem merkt er best fyrir dagsetningarnar 3.6. 2021 og 4.6. 2021, og hins vegar 150 g af hreinu Síríus rjómasúkk- ulaði, með dagsetningunni 17.6. 2021. Þá er 300 g stærð af Síríus suðusúkkulaði einnig innkölluð, og eru umbúðir merktar best fyrir 9.6. 2021, 10.6. 2021, 11.6. 2021 og 12.6. 2021. Eru neytendur sem keypt hafa þessar vörur beðnir um að skila þeim inn í verslun eða á skrifstofu Nóa Síríusar að Hest- hálsi 2-4. Í tilkynningu frá Nóa Síríusi kemur fram að plastið sem kann að hafa farið í súkkulaðið sé ýmist blátt eða bleikt að lit og ætti því að vera sjáanlegt neytendum þeg- ar varan er opnuð. Þá er tekið fram að umræddur vélbúnaður hafi verið lagfærður og því sé um einangrað tilvik að ræða. „Nói Síríus fylgir ströngum gæðastöðl- um og gerðar hafa verið ráðstaf- anir til að útiloka að sambærilegt tilvik komi upp aftur,“ segir í til- kynningunni. Þá harmar Nói Síríus þau óþægindi sem þetta kunni að hafa valdið neytendum. Innkalla súkkulaði  Plast fór mögu- lega í plöturnar Innkallað Umbúðir súkkulaðisins sem Nói Siríus hefur kallað inn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.