Morgunblaðið - 11.01.2020, Page 22
BAKSVIÐ
Gunnlaugur Snær Ólafsson
gso@mbl.is
Á miðvikudag tilkynnti kínverska
flugfélagið Juneyao Air formlega að
það myndi í marsmánuði hefja sölu til
áfangastaða í Evrópu. Félagið sjálft
mun hins vegar aðeins fljúga til Hels-
inki á meðan samstarfsaðilar munu
fljúga með farþega félagsins þaðan,
segir í umfjöllun Reuters. Þá hafa
fulltrúar Icelandair og Juneyao Air
átt í viðræðum um mögulegt sam-
starf sem myndi fela í sér flutning á
farþegum, sem flogið hafa með Ju-
neyao frá Sjanghæ til Helsinki,
áfram til Keflavíkur. Engar ákvarð-
anir hafa þó verið teknar að svo
stöddu, samkvæmt svari Icelandair
við fyrirspurn Morgunblaðsins.
Sagt var frá því í Fréttablaðinu í
október að Juneyao Air hygðist hefja
beint flug til Íslands með viðkomu í
Helsinki. Juneyao telur hins vegar
ekki fært að sjá um þann hluta flugs-
ins sjálft og leitar nú til flugfélaga
innan Evrópu um samstarf, sérstak-
lega innan þeirra landa sem félagið
hyggst selja flug til. „Við vitum að við
þurfum á samstarfi að halda. Við
þurfum alþjóðlega samstarfsaðila,“
hefur Reuters eftir Zhao Hongliang,
forstjóra Juneyao.
Fjölgun farþega
Icelandair hefur í áraraðir flogið í
áætlunarflugi milli Helsinki og Kefla-
víkur auk þess sem Finnair hefur
þjónustað þessa leið. Í heild flugu 227
þúsund farþegar frá Helsinki til
Keflavíkur í fyrra sem er 10,4% fjölg-
un borið saman við árið 2018, sam-
kvæmt tölum Finavia, sem rekur
flugvöllinn í Helsinki. Frá árinu 2013
hefur farþegum frá höfuðborg Finn-
lands fjölgað um tæplega 168 þúsund
eða 281%. Ekki er ljóst hver hlut-
deild Icelandair er og kveðst flug-
félagið ekki gefa upp hver markaðs-
hlutdeild þess sé á einstökum
mörkuðum.
Farþegar frá Helsinki til Kína
voru um 659 þúsund á síðasta ári sem
er 18,1% fjölgun frá 2018, en finnski
flugvöllurinn hefur orðið miðstöð fyr-
ir flug frá Evrópu til Asíu vegna hag-
stæðra samninga Finnlands og Rúss-
lands um flug um rússneska lofthelgi.
Meðal annars flugu tæplega 837 þús-
und farþegar frá Helsinki til Japans
árið 2019 og 419 þúsund til Taílands.
Aukin umsvif þrátt fyrir tap
Juneyao hefur aukið umsvif sín frá
árinu 2018 þegar félagið fékk fyrstu
Boeing 787-þotuna afhenta. Félagið
hóf í júní í fyrra flug milli Helsinki og
Sjanghæ. Eru nýju fyrirætlanir fé-
lagsins hluti af miklum stækkunará-
formum í Asíu og Evrópu og er fyrsti
áfanginn að selja flug frá Sjanghæ til
Manchester, Dublin og Keflavíkur
með millilendingu í Helsinki.
Fyrirætlanir kínverska flugfélags-
ins koma í skugga tapreksturs kín-
verskra flugfélaga á lengri leggjum
og nam tap þeirra 3,2 milljörðum
bandaríkjadala, jafnvirði 395 millj-
arða íslenskra króna, árið 2018. „Við
myndum ekki hefja nýtt alþjóðlegt
flug í blindni, frekar byggja á yfir-
vegun og mati, og taka ákvarðanir á
grundvelli getu okkar og markaðs-
aðstæðna,“ segir Hongliang.
Juneyao ræðir við Icelandair
Ljósmynd/Tang Xiaozhang
Samstarfsaðili Juneyao Air leitar nú samstarfsaðila svo félagið geti selt til evrópskra áfangastaða frá Helsinki.
Boðuðu flug til Íslands með viðkomu í Helsinki Leita samstarfsaðila vegna
flugs innan Evrópu Farþegum frá Helsinki til Íslands heldur áfram að fjölga
Fjöldi flugfarþega frá
Helsinki til Keflavíkur
2013-2019
Heimild: Finavia
2013 2014 2015 2016 2017 2018 2019
Þúsundir farþega og
breyting milli ára
60
77
109
146
195
206
227
29% 42% 34% 33% 6% 10%
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020
Góð þjónusta í tæpa öld 10%afslátturfyrir 67 áraog eldri
Flugvallarþjónusta
BSR sér um að skutla þér út á flugvöll og aftur heim þegar þú ferð til útlanda.
5-8 manneskjur
19.500 kr.
1-4 manneskjur
15.500 kr.
Verð aðra leið:
11. janúar 2020
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 123.65 124.25 123.95
Sterlingspund 161.24 162.02 161.63
Kanadadalur 94.68 95.24 94.96
Dönsk króna 18.373 18.481 18.427
Norsk króna 13.908 13.99 13.949
Sænsk króna 13.047 13.123 13.085
Svissn. franki 126.91 127.61 127.26
Japanskt jen 1.1293 1.1359 1.1326
SDR 170.5 171.52 171.01
Evra 137.32 138.08 137.7
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 167.618
Hrávöruverð
Gull 1547.85 ($/únsa)
Ál 1771.0 ($/tonn) LME
Hráolía 66.0 ($/fatið) Brent
● Hagfræðideild Landsbanka Íslands
spáir því í fréttabréfi sínu, Hagsjá, að
vísitala neysluverðs lækki í janúar um
0,4% milli mánaða. Gangi spáin eftir
helst verðbólgan óbreytt í tveimur pró-
sentum. Hagstofan birtir janúar-
mælingu neysluverðs 30. janúar nk.
Í Hagsjánni segir um helstu undirliði
vísitölunnar að búist sé við því að jan-
úarútsölur á fötum og skóm verði svip-
aðar og síðustu ár. Þá á hagfræðideild
bankans von á að janúarútsölur á hús-
gögnum og heimilisbúnaði verði einnig
svipaðar og síðustu ár. Þá segir að
verðkönnun deildarinnar hafi sýnt að
bensín og dísilolía hafi hækkað um tvö
prósent milli mánaða.
Landsbankinn spáir því að lokum að
ársverðbólga í febrúar verði 2,2%.
Spá lækkun vísitölu
neysluverðs
STUTT
Brottförum erlendra ferðamanna frá
Keflavíkurflugvelli fækkaði um tæp-
lega 330 þúsund á síðasta ári frá því
sem var árið á undan. Fór fjöldinn úr
2,32 milljónum í 1,99 milljónir, en
það er um 14,2% samdráttur. Í
desember fækkaði ferðamönnum um
8,6% eða úr 137 þúsund í 125 þúsund.
Þetta sýna nýjar tölur Ferðamála-
stofu og Isavia, en þetta er í fyrsta
skiptið í níu ár sem fækkunar gætir í
komum erlendra ferðamanna til
landsins.
Fækkun átti sér stað alla mánuði
ársins, en hlutfallslega var fækkunin
mest í maí og september þegar hún
var meiri en 20%.
Bandaríkjamenn voru eins og áð-
ur fjölmennasti hópur farþega, eða
um 464 þúsund talsins. Hins vegar
var mest fækkun þaðan á árinu, eða
um 230 þúsund, en það nemur um
þriðjungsfækkun á árinu. Næstfjöl-
mennasti hópurinn var Bretar, en
samtals komu 262 þúsund þeirra til
landsins á síðasta ári. Fækkaði þeim
um 36 þúsund, eða um 12,1%.
Ferðamönnum fækkaði frá öllum
löndum, ef frá eru talin Austurríki,
Eystrasaltslöndin, Frakkland, Ind-
land, Ítalía, Kína, Pólland, Rússland,
Singapúr og „annað“.
Heildarfjölgun farþega frá þess-
um löndum var hins vegar aðeins 20
þúsund farþegar, eða um 3,2% milli
ára. Heildarfækkun farþega frá
Kanada var til að mynda umtalsvert
meiri en sem nam þessari fjölgun, en
farþegum frá Kanada fækkaði um
tæplega 30 þúsund. Þá fækkaði far-
þegum frá Norðurlöndunum samtals
um 16 þúsund, eða 9,8%.
Morgunblaðið/Eggert
14,2% Fækkun varð í hópi ferða-
manna sem komu til landsins.
Fjöldinn aftur
undir 2 milljónum
Ferðamönnum
fækkar í fyrsta
sinn í níu ár
● ÍSAGA, sem framleiðir og markaðs-
setur iðnaðargas og sérhæfðar gasteg-
undir, mun skipta um nafn í mánuð-
inum. Verður fyrirtækið hér eftir undir
nafninu Linde, eða því sama og móður-
félag þess ber. Það félag er gas- og
tæknifyrirtæki með um 80 þúsund
starfsmenn og starfsemi í u.þ.b. 100
löndum. Erik Larsson er forstjóri Linde
hér á landi. Samkvæmt nýjasta árs-
reikningi voru 28 ársverk hjá félaginu
2018.
ÍSAGA verður Linde