Morgunblaðið - 11.01.2020, Qupperneq 24
AFP
Konungsfjölskyldan Meghan Markle, Harry prins, Vilhjálmur prins og Katrín, kona hans, á svölum Buckingham-
hallar sumarið 2018. Sagt er að togstreita og allnokkrir samskiptaerfiðleikar séu innan fjölskyldunnar.
FRÉTTASKÝRING
Guðmundur Magnússon
gudmundu@mbl.is
Vart er um annað meira talað í Bret-
landi þessa dagana en hina óvæntu
tilkynningu hertogahjónanna af Sus-
sex, Harry prins og Meghan Markle,
fyrr í þessari viku, að þau hafi ákveðið
að draga sig út úr
opinberum
embættisskyldum
í þágu konungs-
fjölskyldunnar og
ætli sér að verða
fjárhagslega sjálf-
stæð. Jafnframt
muni þau fram-
vegis verja tíma
sínum jafnt í Kan-
ada sem Bret-
landi.
Harry prins er bróðir Vilhjálms
prins, báðir synir Karls Bretaprins
og Díönu heitinnar prinsessu, sonar-
synir Elísabetar núverandi drottn-
ingar Breta. Það er Karl sem tekur
við konungstign þegar Elísabet fellur
frá, nema annað verði ákveðið, og Vil-
hjálmur er síðan fyrstur í röð arftaka
hans. Harry er aftur á móti sjöundi í
röðinni til að taka við konungsemb-
ætti svo heita má óhugsandi að til
þess muni nokkru sinni koma. Aftur á
móti eru þau Harry og Meghan, hin
bandaríska eiginkona hans, sem er
ekki af aðalsættum, skilgreind sem
„heldri meðlimir“ konungsfjölskyld-
unnar. Þau hafa í samræmi við það
gegnt margvíslegum opinberum
skyldum í bresku þjóðlífi eins og
hefðin býður.
BBC segir að svo virðist sem hjón-
in hafi tekið þessa ákvörðun án sam-
ráðs við aðra í fjölskyldunni og til-
kynningin komið jafnt Elísabetu
drottningu, Karli Bretaprins sem Vil-
hjálmi og Katrínu konu hans mjög á
óvart. Örstuttu eftir að hún var birt á
vefsíðu hertogahjónanna sendu emb-
ættismenn drottningar í Bucking-
hamhöll frá sér yfirlýsingu um að
málið væri á byrjunarstigi og margt
ætti eftir að ræða og fara yfir, sumt
flókið, áður en það væri til lykta leitt.
Málið hefur reynst breskum fjöl-
miðlum, ekki síst götublöðunum,
„gott fóður“ enda óhætt að segja að
hér sé talsvert drama á ferð. Tala
fjölmiðlar um ákvörðun hertoga-
hjónanna sem „Megxit“ og líkja
þannig ákvörðun þeirra við útgöngu
Breta úr Evrópusambandinu, Brexit.
Reyndar munu fjölmiðlar og umfjöll-
un þeirra um hjónin allt frá því að þau
gengu í hjónaband vorið 2018, vera
ein meginástæðan fyrir ákvörðuninni.
Munu þau Harry og Meghan telja að
sumir fjölmiðlar hafi hreinlega lagt
þau í einelti og fjallað með svo ágeng-
um hætti um einkalíf þeirra að ekki
sé við það búandi. Sérstaklega hefur
Meghan Markle þótt kastljósið á sig
úr öllu hófi og er hermt að hún telji
sig gjalda fordóma vegna borgara-
legs uppruna síns og litarháttar, en
hún er dökk á hörund.
Guðný Ósk Laxdal, sem er sérfróð
um bresku konungsfjölskylduna og
er með umfjöllun um konungleg mál
á Instagram (@royalicelander), segir
að með ákvörðun sinni séu Harry og
Meghan að gera konunglega hlut-
verkið að hlutastarfi. „Við munum
enn þá sjá töluvert af þeim, en í allt
öðruvísi hlutverki og minna í verk-
efnum sem tengjast konungsfjöl-
skyldunni,“ segir hún. Þau séu bæði
mjög þekkt og muni ávallt vera í
sviðsljósinu að einhverju leyti. Her-
togahjónin séu með ýmis verkefni á
prjónunu, t.d. sé Harry prins að
undirbúa sjónvarpsþætti með Oprah
Winfrey um andlega heilsu.
Guðný telur að hjónin muni halda
konunglegum titlum sínum og bendir
á að fordæmi séu fyrir því að með-
limir konungsfjölskyldunnar vinni
fullt launað starf og haldi konung-
legum titli, t.d. prinsessurnar Beat-
rice og Eugenie. „Þessi breyting á
hlutverki þeirra mun gefa hertoga-
hjónunum meira vald og meira sjálf-
stæði til að taka ákvarðanir og höllin
mun hafa minna svigrúm til þess að
stjórna því hvað þau gera,“ segir
Guðný Ósk.
Hjónin munu ekki
hverfa úr sviðsljósinu
Guðný Ósk
Laxdal
24
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Á Íslandigetur ver-ið allra
veðra von og það
ber að taka bók-
staflega. Undan-
farið hefur verið sér-
staklega umhleypingasamt
og veðrið verið þannig að
rétt er að fara að öllu með
gát.
Þótt sagt sé að veðrið sé
óútreiknanlegt hafa vísindin
dregið nokkuð úr óvissunni
þannig að hægt er að segja
fyrir um óveður með nokk-
urri vissu. Fyrir kemur að
veðrið er verra í spám en
raunveruleikanum, en það
gildir einu þegar taka þarf
mark á næstu spá.
Það er engin tilviljun að
orðið mannskaðaveður er í
málinu. Hér er veðrið
stundum þannig að það get-
ur beinlínis verið hættulegt
að vera á ferli, ekki síst
fjarri byggð, og er jafnvel
ekki hættulaust um hávetur
þótt ekkert sé að veðri.
Á þetta ætti reyndar ekki
að þurfa að minna, svo aug-
ljóst er það. Dæmin sýna
hins vegar að ekki ræður
skynsemin alltaf för og það
er full ástæða til þess að
hamra á því að ekki sé ráð-
legt að bjóða óblíðum nátt-
úruöflunum byrginn þegar
þau eru í ham.
Í vikunni lenti hópur 39
ferðamanna í hrakningum
við rætur Langjökuls og var
hætt kominn. Ferðalang-
arnir voru á vegum ferða-
þjónustufyrirtækisins
Mountaineers of Iceland og
var lagt með þá í ferð að
jöklinum þrátt fyrir að spáð
væri illskuveðri.
Í gær lentu fjórar rútur í
hremmingum vegna óveðurs
og illrar færðar. Alvarleg-
asta slysið var við Blöndu-
ós. Þar hvolfdi rútu með
námsmönnum um borð.
Verður að vona að þar hafi
ekki farið illa.
Ekki hefur verið farið of-
an í saumana á því sem
gerðist í ferðinni að Lang-
jökli en ljóst er að teflt var
á tæpasta vað. Fólkið í
hópnum var skelfingu lostið
og margir óttuðust hrein-
lega um líf sitt. „Við teljum
að fyrirtækið hafi sýnt af
sér vanrækslu og að það
hefði aldrei átt að fara í
þessa ferð,“ sagði einn
ferðamannanna í hópnum í
samtali við mbl.is.
Annar úr hópnum, Rich-
ard Gonsalves, skrifaði
mbl.is bréf þar sem hann
sagði að hann hefði verið sá
síðasti sem var
bjargað og hann
hefði þurft að
bíða í meira en
ellefu klukku-
stundir úti í
óveðrinu. Gonsalves gróf sig
í fönn ásamt samferða-
mönnum. Þegar björgunar-
sveitirnar fundu hópinn
þurfti fólkið að haldast í
hendur og mynda keðju til
að ganga 50 metra að farar-
tækjum björgunarmanna.
„Þetta var það líkamlega
erfiðasta sem ég hef nokkru
sinni upplifað,“ skrifaði
Gonsalves.
Fyrirtæki í ferðaþjónustu
bera mikla ábyrgð. Margir
þeirra erlendu ferðamanna,
sem hingað koma, hafa aldr-
ei verið úti í ósnortinni
náttúru. Alla sína ævi hafa
þeir verið í manngerðu um-
hverfi. Þeir hafa engar for-
sendur til að meta að-
stæður. Þegar þeir kaupa
ferð ætlast þeir til að séð sé
um þá frá upphafi til loka.
Það hvarflar ekki að þeim
að þeir geti verið að leggja
sig í hættu.
Fyrirtæki í ferðaþjónustu
þurfa ekki bara að gá til
veðurs. Dauðsföll ferða-
manna við köfun í Silfru í
Þingvallavatni vöktu óhug
og sýndu nauðsyn eftirlits
og strangra reglna þegar
boðið er upp á áhættuferðir.
Öryggi er mikilvægara en
aurar.
Athyglisvert var að sjá í
Morgunblaðinu á fimmtu-
dag að hvorki Þórdís Kol-
brún Reykfjörð Gylfadóttir
ferðamálaráðherra né Jó-
hannes Þór Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samtakaferða
þjónustunnar, eru þeirrar
hyggju að herða þurfi kröf-
ur til fyrirtækja í ferðaþjón-
ustu um öryggi. Reglur
gagnast hins vegar lítið ef
ekki er farið eftir þeim.
Aukið eftirlit með þeim,
sem veita ferðaþjónustu,
gæti orðið þungt í vöfum og
kostnaðarsamt. Vonandi er
ástandið ekki þannig að
grípa þurfi til úrræða vegna
fárra sem eru íþyngjandi
fyrir alla. Þess vegna þurfa
viðurlög við því að fara ekki
eftir reglum um öryggi að
vera ströng og afdrátt-
arlaus.
Hér er orðspor ferðaþjón-
ustu á Íslandi vitaskuld í
húfi en mikilvægast er að
tefla ekki mannslífum í
hættu; lífi ferðamanna, lífi
leiðsögumanna, lífi öku-
manna og lífi björgunar-
manna.
Orðið mannskaða-
veður er ekki í mál-
inu að ástæðulausu}
Óveður og öryggi
A
lþjóðaheilbrigðismálastofnunin
(WHO) tileinkar árið 2020 hjúkr-
unarfræðingum og ljósmæðrum.
Ákvörðunin er meðal annars tekin
til heiðurs minningu breska hjúkr-
unarfræðingsins Florence Nightingale en þann
12. maí 2020 eru 200 ár liðin frá fæðingu hennar.
Hún er þekkt fyrir að hafa stofnað fyrsta hjúkr-
unarskólann og rutt brautina fyrir nútíma-
hjúkrun. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun
efna til viðburða sem þessu tengjast og hér á
landi hafa Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga
og Ljósmæðrafélag Íslands efnt til samstarfs til
að vekja athygli á framtakinu.
Markmiðið með þessari ákvörðun Alþjóða-
heilbrigðismálastofnunarinnar er að vekja at-
hygli á störfum hjúkrunarfræðinga og ljós-
mæðra og stuðla að því að störf þeirra séu metin
að verðleikum.
Með aukinni áherslu á þverfaglega nálgun en ekki síður
með því að heilbrigðisþjónustan færist meira í áttina að
heilsugæslunni og til umræðu um forvarnir, lýðheilsu og
almenna heilsueflingu eykst gildi hjúkrunar enn frekar.
Þekking á hjúkrun er grundvallaratriði í uppbyggingu
heilbrigðisþjónustunnar á þessari öld.
Ein stærsta áskorun sem heilbrigðiskerfi þjóða standa
frammi fyrir nú er mönnunarvandi, t.d. í hjúkrunarfræði.
Kjör skipta meginmáli við lausn á þessu máli og ljóst er að
nauðsynlegt er að bæta kjör hjúkrunarfræðinga ljós-
mæðra og annarra stétta heilbrigðisstarfsfólks. Þá á ég
við kjör í víðu samhengi, þ.e. laun, vinnutíma og
starfsumhverfi og fulla viðurkenningu á mennt-
un og ábyrgð.
Í fyrra samþykkti ríkisstjórnin að setja á fót
þrjá starfshópa sem hafa það hlutverk að finna
leiðir til að bæta mönnun í heilbrigðisþjónust-
unni. Þar á meðal er starfshópur sem mun
skoða leiðir til að bæta mönnun hjúkrunarfræð-
inga og annarra heilbrigðisstétta og koma með
tillögur sem miða að því að hjúkrunarfræðingar
haldist í starfi. Í heilbrigðisstefnu til ársins 2030
er því lýst að mönnun í heilbrigðiskerfinu sé að-
kallandi verkefni og leita þurfi leiða til að fjölga
starfsfólki í mörgum heilbrigðisstéttum og snúa
við atgervisflótta. Hlutverk ríkisins í því sam-
hengi sé að stuðla að því að fyrir hendi séu hvat-
ar sem stuðli að fullnægjandi mönnun. Stjórn-
völd eru meðvituð um hve brýnt er að takast á
við mönnunarvandann og finna lausnir og að því er unnið.
Árið 2020 er vel til þess fallið að beina sjónum að mikil-
vægi hjúkrunar í heilbrigðisþjónustunni, lyfta faginu í um-
ræðunni og ekki síst að leiða hugann að þeim fjölmörgu
hjúkrunarfræðingum sem hafa með sínu framlagi átt sinn
þátt í því að byggja upp heilbrigðisþjónustu á Íslandi um
margra áratuga skeið.
Til hamingju, hjúkrunarfræðingar og ljósmæður! Ég
hlakka til að vinna með ykkur áfram að hugsjóninni um
enn betri þjónustu.
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Ár hjúkrunar
Höfundur er heilbrigðisráðherra.
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen