Morgunblaðið - 11.01.2020, Side 28

Morgunblaðið - 11.01.2020, Side 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020 Skólavegur 8, 230 Keflavík Nánari upplýsingar á skrifstofu s. 420 6070 eða eignasala@eignasala.is Mikið endurnýjuð glæsileg 3 herbergja efri hæð í tvíbýli í Keflavík. Myndir og lýsing á eignasala.is Jóhannes Ellertsson Löggiltur fasteignasali – s. 864 9677 Júlíus M Steinþórsson Löggiltur fasteignasali – s. 899 0555 Verð kr. 32.500.000.-Stærð 82,8 m2 Áhugafólk um nátt- úruvernd fagnaði þeg- ar ríkisstjórnin setti sér markmið um að stofna þjóðgarð á miðhálendi Íslands. Undirbúningur hefur gengið hratt og vel. Nú eru komin fram drög að frumvarpi um þetta framfaramál. Stjórn Landverndar styður heilshugar stofnun hálend- isþjóðgarðs og telur að það yrði afar jákvætt skref fyrir íslenska þjóð og verndun íslenskrar náttúru. En það þarf að gera nokkrar lagfæringar á þeirri tillögu að frumvarpi sem fram er komin. Rétt er að benda á að reynslan af þjóðgörðum á Íslandi hefur almennt verið góð og rannsóknir benda til að þeir hafi jákvæð áhrif á nærliggjandi sveitarfélög og þjóðarhag. Þau sveitarfélög sem hafa reynslu af samstarfi við þjóðgarð virðast al- mennt jákvæð gagnvart slíkri starf- semi, enda hefur þess verið gætt að hafa samráð og samvinnu þegar teknar eru stefnumarkandi ákvarð- anir. Aldrei er þó hægt að gera öll- um til hæfis í friðlýsingarmálum frekar en öðrum þjóðþrifamálum. Allir þurfa að sýna sveigjanleika til að skapa viðunandi sátt. Að mati stjórnar Landverndar eiga markmið þjóðgarðs fyrst og fremst að vera verndun landslags, víðerna, náttúru- og menning- arminja og endurheimt raskaðra vistkerfa. En einnig nýting þessa verðmæta náttúruarfs með sjálf- bærum hætti. „Sjálfbærni“ ber að hafa að leiðarljósi við hefðbundna nýtingu, eins og veiðar og sauð- fjárbeit, innan þjóðgarðs á miðhá- lendinu. Þá þarf að gæta varfærni við vegabætur og við gerð mann- virkja fyrir ferðamenn innan þjóð- garðs á hálendinu svo þær spilli ekki landslagsheildum og sannri hálendisupplifun. Varhugavert er, svo ekki sé sterk- ar til orða tekið, að heimila stór- framkvæmdir eins og orkuvinnslu innan þjóðgarðs á hálendi Ís- lands, enda yrði það ekki í samræmi við al- þjóðleg viðmið og sam- þykktir Alþjóðanátt- úruverndarsamtak- anna (IUCN), sem jafnan hefur verið litið til við friðlýsingar á Ís- landi. Manngerð stór- karlaleg virkj- unarsvæði við eða á hálendinu ber að skilgreina sem jað- arsvæði sem lúta sérstökum reglum svo starfsemi þar spilli ekki sjálfum þjóðgarðinum. Við skipan í stjórn hálendis- þjóðgarðs er heillavænlegra að hafa fagþekkingu stjórnarmanna að leið- arljósi fremur en hagsmunatengsl þeirra. Þá þarf að gæta jafnræðis meðal landsmanna við skipan í stjórn svo hálendisþjóðgarður standi undir nafni sem sameiginlegur garð- ur þjóðarinnar. Varðandi mörk þjóðgarðsins ætti ekkert að vera því til fyrirstöðu að hann nái til ríkisjarða sem ná inn á hálendið, en ekki einungis þjóð- lendna eins og fram kemur í drögum að frumvarpi. Með þeirri viðbót yrðu Hraunin, einstakt svæði á austan- verðu hálendinu, innan marka þjóð- garðsins. Stjórn Landverndar styður því stofnun hálendisþjóðgarðs en mun beita sér fyrir því að framangreind sjónarmið nái fram að ganga nú þeg- ar málið er komið til umfjöllunar á pólitískum vettvangi. Hálendisþjóð- garður til heilla Eftir Tryggva Felixson » Stjórn Landverndar styður stofnun há- lendisþjóðgarðs sem framfaraskref fyrir þjóðina og náttúruvernd en telur að lagfæra þurfi framlagða tillögu. Tryggvi Felixson Höfundur er formaður Landverndar. Guðjón Ingimundarson fæddist 12. janúar 1915 á Svanshóli í Kaldrananeshreppi, Strand. Foreldrar hans voru hjónin Ingimundur Jónsson, bóndi þar, og Ólöf Ingimundardóttir. Guðjón lauk íþróttakennara- prófi frá Laugarvatni 1937 og smíðakennaraprófi frá Hand- íðaskólanum í Reykjavík 1944. Hann var kennari við Héraðs- skólann á Laugarvatni 1937- 1941 og kennari við skólana á Sauðárkróki 1941-1974. Hann var forstjóri Sundlaugar Sauð- árkróks og sundkennari 1957- 1986. Guðjón var bæjarfulltrúi á Sauðárkróki fyrir Framsókn- arflokkinn 1950-1974 og forseti bæjarstjórnar 1966-1970. Hann var formaður íþróttanefndar Sauðárkróks 1946-1978, var í skólanefnd um árabil og for- maður hennar 1974-1978 og í fræðsluráði Norðurlands vestra 1974-1978. Hann sat í stjórn Ungmennasambands Skagafjarðar 1942-1973 og þar af formaður í 29 ár og var vara- formaður Ungmennafélags Ís- lands 1965-1983. Eiginkona Guðjóns var Ingi- björg Kristjánsdóttir, f. 1922, d. 2010. Þau eignuðust sjö börn. Guðjón lést 15. mars 2004. Merkir Íslendingar Guðjón Ingi- mundarson Atvinna Eigi alls fyrir löngu satgreinarhöfundur aðspjalli með nokkrumþekktum meisturum þar sem rædd var sú ályktun sem einn varpaði fram að tölvuforritið fræga, Alpha Zero, hlyti að hafa hjálpað Magnúsi Carlsen að vinna heims- meistaratitlana í hraðskák og at- skák. Það er athyglisvert að viðtal sem greinarhöfundur rakst á nýlega virðist styðja þessa skoðun. Þar kvaðst Magnús oft velta því fyrir þegar hann sæti að tafli hverju Alpha Zero myndi leika í hinni eða þessari stöðunni. Hann sagði enn- fremur að nútímaskákmenn hlytu að reyna að bæta árangur sinn með svipuðum hætti og hann gerir. Það kann að virðist fráleitt að halda því fram að hraðskákir með tímamörkunum 3-2 innihaldi álíka dýpt og nákvæmni og þegar eigast við öflugir skákmenn í skákum með lengri umhugsunartíma. En þegar lokaskák Norðmannsins í auka- keppni hraðskákmótsins er skoðuð má greina áhrif Alpha Zero. Frum- kvæðið er greinilega mikilvægt að mati Alpha Zero sem leggur einnig mikla áherslu á virkni léttu mann- anna. Magnús kærði sig kollóttan um tvö peð á drottningarvæng held- ur kom riddurum sínum þannig fyrir að hrókar svarts gátu sig hvergi hrært. Fyrstu 17 leikirnir féllu þannig: Heimsmeistaramótið í hraðskák; Moskvu 2019: Magnús Carlsen – Hikaru Naka- mura Drottningarpeðsleikur – London 1. d4 Rf6 2. Rf3 d5 3. Bf4 c5 4. e3 e6 5. Rbd2 Bd6 6. Bxd6 Dxd6 7. dxc5 Dxc5 8. c4 dxc4 9. Bxc4 0-0 10. Hc1 De7 11. 0-0 b6 12. De2 Bb7 13. Hfd1 Rbd7 14. Ba6 Rc5 15. Bxb7 Dxb7 16. Re5 Rcd7 17. Df3 Frekar hverdagsleg taflmennska en það er eins og orðspor Magnúsar í endatöflum hafi orsakað það að Nakamura vék drottningunni und- an. Hann gat jafnað taflið með 17. ... Dxf3 18. Rdxf3 Rxe5 19. Rxe5 Hfd8 20. Hxd8+ Hxd8 21. Kf1 og nú 21. ... Re8! – að hætti Karpovs – og svarta staðan er algerlega skotheld. 17. ... Da6?! 18. Rc6 Kh8 19. Rc4 Dxa2 20. g4 Rc5 21. Rd6 Hann lætur sér í léttu rúmi liggja þó að svartur geti tínt upp peðin á drottningarvæng en leggur áherslu á virkni mannanna. 21. ... Rb3? Þetta er í raun tapleikurinn. Vél- arnar telja að svartur geti haldið jafnvægi með 21. ... Dxb2 en það er langsótt. 22. Hc2 Da4 23. Hc4 Da6 24. g5 Rd7 25. Hh4 Rbc5 26. Rxf7+ Smá galli á úrvinnslunni en dugar samt. Hvítur gat mátað með 26. Hxh7+! Kxh7 27. Dh5+ Kg8 28. Re7 mát. 26. ... Hxf7 27. Dxf7 De2 28. Hxd7 Rxd7 29. Dxd7 Hf8 30. Hf4! - og Nakamura gafst upp. Skákþing Reykjavíkur hafið Alls eru 59 keppendur skráðir til leiks á Skákþingi Reykjavíkur sem hófst á sunnudaginn. Teflt er tvisvar í viku, samtals níu umferðir. Stiga- hæstir eru Guðmundur Kjartans- son, Davíð Kjartansson, Sigurbjörn Björnsson og Vignir Vatnar Stefánsson. Skákhátíð MótX Eins og undanfarin ár fer Skákhátíð MótX, gestamót Hugins og skákdeildar Breiðabliks, fram í Stúkunni á Kópavogsvelli. Eru keppendur 59 talsins og tefla í tveim riðlum, samtals sjö umferðir. Jóni Þorvaldssyni hefur eins og áður tek- ist að fá til leiks marga valinkunna meistara og má nefna Hjörvar Stein Grétarsson, Guðmund Kjartansson, Þröst Þórhallsson, Jón Viktor Gunnarsson, Björn Þorfinnsson, Dag Ragnarsson, Davíð Kjart- ansson, Björgvin Jónsson, Ingvar Þór Jóhannesson og Vigni Vatnar Stefánsson. Alpha Zero aftur í sviðsljósinu Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Ljósmynd/Pálmi R. Péturs Fyrsti leikurinn Jón Eggert Hallsson, nýr formaður Hugins, þokar c-peðinu um tvo reiti fyrir Hjörvar Stein Grétarsson. Mótherji Hjörvars, Halldór Grétar Einarsson er einn af aðalskipuleggjendum mótsins ásamt Jóni Þor- valdssyni sem fylgist með.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.