Morgunblaðið - 11.01.2020, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.01.2020, Qupperneq 35
MINNINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020 keppnum, innanlands og utan, og margir eru þeir eftirminnileg- ir félagarnir frá þessum árum. Vilhjálmur var um margt sér- stakur, hann var sterklega byggður (átti 14,56 í kúluvarpi), æfingar hans voru mjög mark- vissar og segja má að hann hafi innleitt nýjan stíl í þrístökki, þ.e. löng atrenna með nokkuð sitj- andi hlaupalagi. Hann var nægi- lega sterkur til þess að ráða við og útfæra þetta. Þá náði hann að einbeita sér vel þegar mikið lá við, einkum á stórmótum. Ferill Vilhjálms var glæsileg- ur (sjá „Silfurmaðurinn“), silfur- verðlaun á Ólympíuleikunum 1956 í Melbourne með 16,26 m og ólympíumet um tíma. Jöfnun á viðurkenndu heimsmeti á Meist- aramóti Íslands 1960 með 16,70 m stökki sem stendur enn sem Íslandsmet eftir 60 ár. Hann náði 5. sæti á Ólympíuleikunum í Róm 1960 með því að stökkva 16,37 m og bronsverðlaun hlaut hann á Evrópumeistaramótinu 1958 með 16,00 m. Þá setti hann heimsmet í hástökki án atrennu, 1,75 m, árið 1961. Fimm sinnum var hann kjörinn íþróttamaður ársins. Einstakur afreksmaður og ljúfmenni hefur nú kvatt. Hans er saknað. Innilegar samúðarkveðjur sendi ég eftirlifandi eiginkonu hans, sonum þeirra og öðrum ættingjum. Blessuð sé minning Vilhjálms Einarssonar. Jón Þórður Ólafsson. Frjálsíþróttahreyfingin syrg- ir einn af sínum allra fremstu sonum og merkustu fyrirmynd, silfurmanninn Vilhjálm Einars- son. Afrek Vilhjálms eru einstök á íþróttasviðinu, silfur á Ólympíu- leikum, brons á Evrópumóti og Íslandsmet í þrístökki sem brátt hefur staðið í sextíu ár, án þess að nokkur hafi komist með tærn- ar nærri því sem hælar Vil- hjálms mörkuðu í sandgryfjum forðum. Margir þurfa að láta sér nægja afrek innan vallar og hefði það verið ærið í tilfelli Vilhjálms, en það var sannarlega aðeins upphafið af löngum og farsælum ferli. Ferli þar sem Vilhjálmur vann ötullega að því að efla ungt fólk, fræða og hvetja á sviði íþrótta- og menntamála bæði austan lands og vestan. Þó jafnvægið væri farið að daprast lét Vilhjálmur ekki sitt eftir liggja allt fram á síðustu ár við að koma á frjálsíþróttamót, s.s. á sjálfum Vilhjálmsvelli, til að hvetja yngri kynslóðir frjáls- íþróttamanna til dáða. Að leiðarlokum minnist FRÍ Vilhjálms og hans einstöku af- reka og framgöngu af virðingu og þakklæti. Afrek sem lifa og munu halda áfram að hvetja ung- menni til dáða líkt og þau hafa gert með einstökum hætti und- anfarna áratugi. Mikil er gæfa landsins að hafa eignast slíkan son. Fyrir hönd FRÍ vil ég færa Gerði, eftirlifandi eiginkonu Vil- hjálms, sonum þeirra og fjöl- skyldum öllum innilegar sam- úðarkveðjur. Freyr Ólafsson, formaður FRÍ. Á íþróttavellinum hittumst við Vilhjálmur fyrst sumarið 1956. Þar hófst vinátta okkar sem hef- ur varað í 53 ár. Margs er að minnast. Í upphafi var það þátt- taka í íþróttamótum bæði hér- lendis og erlendis í nafni Frjáls- íþróttasambands Íslands og Íþróttafélags Reykjavíkur sem leiddi okkur saman. Þetta sumar vann hann það afrek að verða Norðurlandameistari og methafi í þrístökki. Með þeim sigri ávann hann sér rétt til þátttöku á Ól- ympíuleikum sem fram fóru í nóvember 1956. Með glæsilegum árangri þar ávann hann sér frægð um heim allan og frægðarsól hans skein skært, ekki síst í föðurlandi hans. Með- an á keppninni stóð hugsaði Vil- hjálmur margt og meðal annars segir hann eftirfarandi í bók sinni Silfurmaðurinn: „Eins og oft þegar mannssálin ráfar í myrkum örvæntingarinnar er bænin eina leiðin og þar sem ég sat þarna í íþróttagallanum þá baðst ég innilega fyrir. Ég bað samt ekki um gull eða silfur heldur það að mér mætti heppn- ast að sýna ávöxt erfiðis sem undirbúningurinn hefði haft í för með sér, að mér mætti heppnast vel. Einnig bað ég þess, að ef mér heppnaðist vel, þá mætti mér auðnast að nota áhrif mín, ef einhver yrðu, til góðs fyrir Ís- land og íslenska æsku.“ Heppnin var með honum og honum auðn- aðist að vinna með æskunni í nær 50 ár. Í júlímánuði 1957 var undir- rituðum boðin þátttaka í keppn- isferð ÍR-inga til Svíþjóðar. Þangað barst boð frá Ráð- stjórnarríkjunum til þátttöku í svonefndum Vináttuleikum sem áttu að fara fram í Moskvu. Stjórnendur leikanna óskuðu þó aðeins eftir afreksmanninum Vilhjálmi Einarssyni. Svar- skeyti var sent af Jakobi Haf- stein formanni ÍR og fararstjóra hópsins: Allur hópurinn, 15 manns, eða enginn. Svar barst um hæl: Hópurinn verður allur sóttur. Sjö dagar í Moskvu voru ánægjulegir og við Vilhjálmur ræddum drauma okkar og þrá til samstarfs á komandi árum. Sumarið 1960 héldum við fyrstu íþróttanámskeiðin í Hveragerði í gamla Garðyrkjuskólanum. Þau tókust vel þótt aðstæður væru ekki góðar. Árið 1962 héldum við nokkur námskeið í Reykjadal í Mosfellsdal. Við vorum heldur bjartsýnir er við festum kaup á Mosfellskirkju á góðri jörð með góðri húseign. Með döprum huga urðum við að selja staðinn og draumurinn um Íþróttaskóla Höskuldar og Vilhjálms dó þar með og vinirnir gengu snauðir frá borði en sáttir. Allt til 1970 héldum við þó námskeið sem flest fóru fram í Reykholti í Borgarfirði og í Varmalandi. Þáttaskil verða í lífi Vilhjálms haustið 1959 er hann er ráðinn kennari við Samvinnuskólann á Bifröst. Þar fær hann ró og næði með ört vaxandi fjölskyldu sinni. Keppnisskapið knýr hann áfram er hann kveður Bifröst og flytur í Reykholt og stjórnar þar skóla- starfi með öflugum kennurum og skilar þar árangri svo eftir er tekið. Hann verður síðan sá áhrifavaldur að ég tek við starfi hans á Bifröst. Urðum við þá samstarfsmenn í því að efla íþróttastarfsemi héraðsins í fjögur ár. Elsku Gerður. Ég bið almætt- ið að vernda þig og fjölskyldu þína. Ég veit að synir ykkar munu annast þig með þeim kær- leik er þeir fengu að njóta í æsku sinni. Kær kveðja, Höskuldur Goði Karlsson. Þá er hann stokkinn yfir fljót eilífðarinnar, íþróttakappinn og skólamaðurinn Vilhjálmur Einarsson. Hann tókst á við það metnaðarfulla og krefjandi verk- efni að byggja upp nýjan fram- haldsskóla á Austurlandi þegar hann var skipaður fyrsti skóla- meistari Menntaskólans á Egils- stöðum. Vilhjálmur setti ME í fyrsta sinn fyrir 40 árum, í októ- ber 1979, og stýrði honum sem skólameistari allt til ársins 1994, að undanskildum þremur árum þegar hann stundaði nám í Sví- þjóð. Eftir að hann lét af störf- um sem skólameistari starfaði hann áfram sem stundakennari við skólann í nokkur ár og fylgd- ist síðan grannt með skólastarfi í ME allt til æviloka. Vilhjálmur var vinsæll skóla- meistari og átti auðvelt með að laða að sér jafnt kennara sem nemendur. Haustið 1979 fylgdi honum t.a.m. dágóður nemenda- hópur frá Héraðsskólanum í Reykholti, sem hann stýrði árin áður en hann flutti austur á Fljótsdalshérað, á sínar gömlu æskuslóðir. Sem skólameistari og síðar kennari var hann viðræðugóður, heiðarlegur og réttsýnn og mátti ekkert aumt sjá. Hann var alla tíð talsmaður nýjunga og þróun- ar í skólastarfi og að því býr ME í dag sem skóli í fararbroddi breytinga þrátt fyrir smæð sína. Starfsfólk og skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum senda aðstandendum Vilhjálms samúðarkveðjur og kveðja hinn mæta skólameistara með orðum sem Björn Vigfússon, fyrrver- andi sögukennari við ME, lét falla við síðustu útskriftina sem hann stýrði: „Þarna fer Silfur- maðurinn með gullhjartað.“ Blessuð sé minning hans. F.h. starfsfólks og skóla- nefndar Menntaskólans á Egils- stöðum, Árni Ólason. Í dag fylgjum við Vilhjálmi Einarssyni síðasta spölinn. Vil- hjálmur bar ungmennafélags- andann í hjarta sér alla tíð, alveg frá barnæsku og fram á síðasta dag. Vilhjálmur, eins og reyndar við öll í ungmennafélagshreyf- ingunni, hvatti til heilbrigðs lífs- stíls og þátttöku í samfélaginu. Vilhjálmur var ungmenna- félagi fram í fingurgóma og vann stöðugt að því að bæta bæði sig og samfélagið á sama tíma. Hon- um var jafnframt umhugað um að allir væru með og var dugleg- ur að virkja allt fólk í kringum sig við skipulagningu stórra við- burða. Vilhjálmur var mikill leiðtogi og kom víða við á löngum ferli sínum þó svo að flest hafi það tengst íþróttum og menntun. Mörgum innan UMFÍ er mjög minnisstætt þegar Vilhjálmur var formaður Ungmennasam- bands Borgarfjarðar (UMSB), sambandsaðila UMFÍ, árin 1967-1970 en samtímis því var hann skólastjóri Héraðsskólans í Reykholti. Innan UMSB var Vil- hjálmur hvatamaðurinn að sumarhátíð UMSB í Húsafells- skógi sem margir þekkja sem Húsafellsmótin. Þetta voru geysilega stórir áfengislausir viðburðir ætlaðir allri fjölskyld- unni. Þar stigu á svið þekktustu skemmtikraftar og tónlistarfólk þess tíma. Þetta voru einstakar samkomur á sínum tíma sem stór hluti landsmanna sótti og muna margir sem komu á hátíð- ina sem unglingar enn eftir þeim. Vinsældir Húsafellsmót- anna skýrast ekki síst af því að Vilhjálmur var í hlutverki leið- togans, dró vagninn áfram og átti stóran þátt í að koma þá lítt þekktum Húsafellsskógi á kortið sem útivistarparadís. Við undirbúning hátíðarinnar virkjaði Vilhjálmur fólk til þátt- töku og fékk aðra með sér í verk- efnið. Það var auðvitað ekki sjálfgefið. En Vilhjálmur var ætíð úrræðagóður, hugmynda- ríkur og dugmikill hópeflismað- ur, hann hafði þá sjaldgæfu út- geislun sem þurfti til að höfða til fólks og hafði auk þess kraftinn til að vinna að stórum verkefnum frá upphafi til enda. Hann gaf ætíð mikið af sér, var ætíð drjúg- ur til að hvetja menn til þátttöku í fjölmörgum verkefnum, hvort heldur var íþróttaiðkun eða í menningar- og menntastarfi fyr- ir utan eigin afrek á íþróttavell- inum sem eru stór þáttur af íþróttasögu landsins. Við munum ætíð standa í þakkarskuld við Vilhjálm Ein- arsson, fyrirmynd og leiðtoga, fyrir framlag hans. Ungmennafélag Íslands send- ir fjölskyldu Vilhjálms Einars- sonar innilegar samúðarkveðjur. Fyrir hönd UMFÍ, Haukur Valtýsson, formaður. Það stekkur enginn lengra en hann hugsar kvað Vilhjálmur að sagt hefði verið við sig eitt sinn. Hvort það var áður eða eftir að hann valdi þrístökkið, þríeitt stökk, sem sína íþróttagrein veit ég ekki en vel má færa að því rök að hann hafi bæði hugsað og stokkið öðrum lengra í margvís- legum skilningi um sína daga. Vilhjálmur Einarsson gerðist Borgfirðingur haustið 1960 þeg- ar hann varð kennari við Sam- vinnuskólann í Bifröst, þá lands- þekktur og víðkunnur ólympíufari, silfurmaður í þrí- stökki. Án frekari málalenginga skal það sagt að sú forsjón átti eftir að reynast Borgfirðingum mikið lán. Skólastjóri Héraðs- skólans í Reykholti varð hann svo haustið 1965 þar til hann var kallaður til síns heimahéraðs haustið 1978 sem rektor við ný- stofnaðan menntaskóla á Egils- stöðum. Hér verður ekki dvalið við skólamanninn Vilhjálm en það var hann að farsælu ævi- starfi. Á Bifrastarárunum hafði hann átt í samstarfi við Æsku- lýðsnefnd Borgarfjarðar, m.a. í tengslum við sumarbúðastarf- semi fyrir ungmenni sem þeir fé- lagarnir hann og Höskuldur Goði Karlsson starfræktu á þeim árum. En á öðrum vetri Vil- hjálms í Reykholti var hann kjörinn sambandsstjóri/stjórn- arformaður á ársþingi Ung- mennasambands Borgarfjarðar (UMSB) 1967. Á þeim vettvangi lágu leiðir okkar saman; undir- ritaður reynslulítill en var um svipað leyti kominn í forystu- sveit síns ungmennafélags innan UMSB. Vilhjálmur var sam- bandsstjóri UMSB til ársbyrjun- ar 1973. Ég átti því láni að fagna að deila tveimur síðustu árunum með honum við það stjórnar- borð. Var þó ekki íþróttamaður að talist gæti umfram það sem skólaskylda bauð. Ekki er ofsagt að það hafi orð- ið þáttaskil í starfsemi UMSB með komu Vilhjálms. Skilyrði var af hans hálfu að ráða mætti framkvæmdastjóra til sam- bandsins. Slíkt var nýlunda en þykir sjálfsagt æ síðan. Einnig lagði Vilhjálmur til hvernig fjár- magna mætti slíkt tiltæki. Allt gekk þetta eftir. Félags- og íþróttastarf efldist. Það gerðist m.a. með samstarfi við stjórn- endur grunnskólanna í héraðinu. Þar náðist best til uppvaxandi kynslóðar héraðsins. Þó voru skólarnir flestir vanbúnir með ýmsa aðstöðu í þeim efnum enda nýlegir þá og enn í uppbyggingu; sannast sagna vart nema áratug- ur frá lokum síðasta farskólans. En allt var á fleygiferð, það sést þegar horft er til baka. Borð- tennisborðin sem UMSB færði skólunum var frábær hugmynd við þessar aðstæður. Fyrsta Húsafellsmótið var haldið strax sumarið 1967 og tókst vel til. Það var fjáröflunar- hugmynd Vilhjálms í þágu UM- SB en einnig hugsjónamál hans að halda menningarlega fjöl- skylduhátíð í fallegu umhverfi með fjölbreyttri dagskrá en án áfengis. Mörgum er það hins vegar óljúft að virða slíkar tak- markanir og kostaði ærna fyrir- höfn að hafa hendur í hári slíkra. En sumarhátíðirnar í Húsafelli voru veglegar, fjölsóttar og ekki síst eftirminnilegar þeim sem þær sóttu. Innilegar samúðarkveðjur til konu Vilhjálms til meira en 60 ára, Gerðar Unndórsdóttur, sona þeirra hjóna og fjölskyldna. Vilhjálms Einarssonar er minnst með virðingu og þökk. Blessuð sé minning hans. Jón G. Guðbjörnsson. Haustið 1951 bættist fámenn- um fjórða bekk Menntaskólans á Akureyri, sem stundum var nefndur Undri, góður liðsauki. Þar á meðal var Vilhjálmur, sem við kölluðum ávallt Villa. Hann hafði lesið námsefni þriðja bekkjar heima á Egilsstöðum. Alltaf var líf og fjör í kringum Villa. Eftir að hann bættist við aðra góða íþróttamenn bekkjar- ins unnu lið hans nánast allar hópíþróttakeppnir skólans næstu þrjú árin. Við Villi urðum brátt góðir vinir, þrátt fyrir að hann væri afburðaíþróttamaður en ég enginn. Vorið eftir fjórða bekk bauð Villi mér vinnu með sér við r- steinasteypu, sem faðir hans rak, og unnum við tveir saman þar í nokkrar vikur. En r-steinar voru talsvert notaðir á þeim tíma í veggi bygginga. Naut ég þar fá- dæma gestrisni foreldra Villa, Sigríðar og Einars. Þau voru meðal frumbyggja í hinu ný- stofnaða þorpi Egilsstöðum. Minnisstætt er mér, að Lands- mót UMFÍ var haldið á Eiðum á meðan ég dvaldi á Egilsstöðum og vann Villi þar þrístökkið (14,13 m). Næstu tvo vetur vorum við Villi herbergisfélagar. Margt bar á góma, enda var hann hug- myndaríkur með afbrigðum og voru áhugamál hans mörg. Sam- vinnuhugsjónin var honum ofar- lega í huga ásamt hugsjónum ungmennafélagshreyfingarinn- ar, sem voru ofarlega á baugi á fyrri hluta tuttugustu aldar. Villi var mjög félagslyndur og hafði brennandi áhuga á uppeldi æskulýðsins. Var hann oft í sam- bandi við yngstu nemendur skól- ans og komu þeir stundum í heimsókn á herbergi okkar. Í þessu sambandi má nefna, að seinna sagði hann mér, að þegar hann var að undirbúa sig fyrir keppnina á Ólympíuleikunum í Melbourne 1956 hafi hann heitið því með sjálfum sér, að tækist honum vel upp fyrir land sitt skyldi hann helga líf sitt æsku- lýð Íslands. Hann stóð svo sann- arlega við heit sitt, þar sem hann stýrði seinna bæði mínum gamla skóla í Reykholti og Mennta- skólanum á Egilsstöðum frá byrjun. Villa var mjög annt um bekk- inn sinn og var tvisvar fulltrúi hans á stúdentsafmælum. Í fyrra skiptið á 10 ára afmælinu, þá var ég fjarverandi. Hins veg- ar hitti ég mann á 50 ára afmæl- inu, sem þá átti 40 ára stúdents- afmæli, og minntist hann þess sérstaklega, hversu glæsilegur fulltrúi okkar hefði verið og góð fyrirmynd, en hann var þá ný- stúdent. Í seinna skiptið, á 60 ára afmælinu, flutti Villi frum- samið ljóð til skólans. Ekki gerðu Villi og foreldrar hans endasleppt í velgjörðum við mig, því að hann bauð mér að dvelja hjá þeim um jólin 1953 í afargóðu yfirlæti. Að leiðarlokum vil ég fyrir mína hönd og bekkjarins lýsa yf- ir þakklæti fyrir allt það, sem Villi var okkur. Við vottum Gerði, sonum þeirra og stórfjöl- skyldunni allri innilega samúð. Helgi Óskar Sigvaldason. Látinn er hinn þjóðkunni maður Vilhjálmur Einarsson, fyrrverandi skólastjóri og skóla- meistari. Þó að hann hafi verið einna kunnastur vegna íþrótta- afreka kynntist undirritaður honum ekki á þeim vettvangi. Árið 1979 tókum við báðir við störfum skólameistara, annar austan lands en hinn vestan. Þá fórum við að sitja saman ýmsa fundi, einatt á vegum mennta- málaráðuneytis, og varð fljót- lega vel til vina. Stundum fannst mér hann, sem var nokkru eldri maður, nánast vilja taka mig undir sinn verndarvæng. Minnisstæðir eru fundir um málefni heimavistarskóla á landsbyggðinni sem haldnir voru 1982-88, á Laugarvatni, Ísafirði, Sauðárkróki og Egilsstöðum. Eftir Sauðárkróksfund í júní 1986 fékk Vilhjálmur bílfar með mér sem oftar, við héldum þá til Borgarfjarðar og heimsóttum hið ágæta leikritaskáld og þing- mann Jónas Árnason. Þar var okkur strax boðið til stofu að horfa á fótbolta í sjónvarpi, og við sáum Maradona hinn argent- ínska skora frægt mark „með hönd Guðs“ að eigin sögn. Eftir fundinn 1988 á Egilsstöðum ók Vilhjálmur okkur fundarmönn- um á gildum jeppa niður í Mjóa- fjörð og frændi hans og nafni Vilhjálmur Hjálmarsson alþing- ismaður tók á móti okkur og veitti eftirminnilega leiðsögn um fjörðinn sinn. Um þetta leyti hafði Skóla- meistarafélagið verið stofnað, þar var fundað og jafnvel farið í utanlandsferðir. Fundir ein- kenndust nokkuð af gamanmál- um og vísnagerð, en þar var Vil- hjálmur mjög liðtækur, einnig fengu menn sér í nefið. Snemma á 9. áratugnum var undirritaður einn að þvælast á bíl sem bilaði á Austfjörðum. Vil- hjálmur liðsinnti mér þá mjög fúslega og við fórum á Rótarý- fund á Egilsstöðum, enda báðir í þeirri hreyfingu. Í lok mars 1991 komu þau hjónin Vilhjálmur og Gerður í heimsókn til mín í París, en þar var ég í ársleyfi við nám. Ég gat hýst þau og m.a. fórum við lengst upp í Eiffel-turninn og á söfn. Þau höfðu lítt komið til Parísar áður. Um vorið heimsótti ég þau svo í Svíþjóð, við Gautaborg, en þau bjuggu þá þar um tíma. Það var svo í júlí 1997 að við Anna kona mín vorum í sumar- dvöl á Austurlandi og hittum Vil- hjálm og Gerði fyrir tilviljun í sundlauginni á Egilsstöðum. Þau drifu okkur heim með sér í vöffl- ur og kjötsúpu og hann gaf okk- ur að skilnaði fallega mynd eftir sjálfan sig, af þremur rjúpum í vetrarbúningi, og hangir hún síðan uppi hjá okkur. Færni Vil- hjálms í myndlist var mjög mikil og alkunn. Eftir þetta hittumst við a.m.k. einu sinni, í október SJÁ SÍÐU 36 Frímann & hálfdán Útfararþjónusta Frímann 897 2468 Hálfdán 898 5765 Ólöf 898 3075 Sími: 565 9775 www.uth.is uth@uth.is Cadillac 2017 Sálm. 6.3 biblian.is Líkna mér, Drottinn, því að ég er magnþrota, lækna mig, Drottinn, því að bein mín tærast af ótta.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.