Morgunblaðið - 11.01.2020, Síða 36
36 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020
Vilhjálmur Einarsson
2012, þá á Eyjafjarðarsvæðinu,
og gistum úti á Árskógsströnd
ásamt fleirum í skjóli Sveins frá
Kálfskinni.
Vilhjálmur Einarsson var ein-
stakt ljúfmenni, frábærlega
hjartahlýr og vinur vina sinna.
Hæfni hans lá á mörgum sviðum
eins og vikið hefur verið að.
Gerði, sonum þeirra og öðrum
vandamönnum eru hér með
sendar einlægar samúðarkveðj-
ur. Blessuð sé minning Vil-
hjálms Einarssonar.
Björn Teitsson.
Vilhjálmur Einarsson er allur.
Aðrir munu verða til að skrifa
um hann sem afreksmann í
íþróttum, kennslumálum, upp-
eldismálum, félagsmálum og
sem listamann og glæsimenni.
Ég kenndi undir honum við
Menntaskólann á Egilsstöðum,
veturinn 1980-1981, félagsfræði,
sögu og ensku, er ég var nýkom-
inn heim frá mannfræðinámi í
Kanada.
Nú, um starfsævi síðar, sé ég
gleggra, við vinnu mína við
umönnun á dvalar- og hjúkrun-
arheimili, að hann hefði ekki
getað gert allt þetta án þess að
vera að eðlisfari sérlegt góð-
menni, víðsýnn, umburðarlynd-
ur, velviljaður, menntaður og
hæfileikaríkur.
Ég vil að lokum kveðja hann
með dæmigerðum vísum frá mér
sem kennara og skáldi. Eru þær
opnunarorðin í kvæði sem heitir
Bæjarferð frændsystkinanna, og
er látið gerast í Grikklandi hinu
forna; á gullöld Aþenuborgar.
Þar eru heimasæta og ungur
hermaður að ræða framtíðar-
horfur sínar. Ferst þeim þar svo
í byrjun:
Létt í spori, sem um vor
sentust frændkyn ungu:
hún með glettum hafði þor,
saman kvæðin sungu.
Frækinn kappinn tók til máls:
Þetta vil ég sverja:
þótt ég falli senn til stáls,
minning þín mun verja.
Tryggvi V. Líndal.
Vilhjálmi Einarssyni var
margt og mikið gefið. Hann var
afreksmaður í íþróttum og fyrst-
ur Íslendinga til að komast á
verðlaunapall á Ólympíuleik-
unum. Hann málaði myndir og
samdi lög á gítarinn sinn. En
mestu varðaði þó að hann var
búinn flestum þeim kostum sem
prýða bestu manneskjur; vand-
aður til orðs og æðis, hlýr í við-
móti, umhyggjusamur og um-
burðarlyndur.
Vilhjálm sá ég í fyrsta sinn á
haustdögum 1977 þegar ég hóf
nám í Héraðsskólanum í Reyk-
holti. Hann heilsaði öllum nem-
endum skólaársins með handa-
bandi og bauð okkur velkomin.
Hvorugur okkar vissi þá að
hann yrði senn ráðinn fyrsti
skólameistari Menntaskólans á
Egilsstöðum og að við, 11 nem-
endur úr Reykholti, myndum
tveimur árum seinna fylgja hon-
um þangað og verða í hópi
fyrstu stúdentanna sem þar
voru brautskráðir.
Ég kynntist Vilhjálmi vel á
þessum námsárum mínum því
ég sat í ýmsum ráðum og nefnd-
um sem kölluðu á samskipti við
skólameistara. Það var gott að
eiga við hann. Tók hann öllum
hugmyndum vel og var ævinlega
reiðubúinn að styðja nemendur
sína til góðra verka, jákvæður
og hjálpfús.
Vilhjálmur átti mestan þátt í
að gera Héraðsskólann í Reyk-
holti að virðulegri og vinsælli
menntastofnun þar sem mann-
gildi voru í hávegum höfð. Það
tókst honum með fulltingi góðs
starfsfólks. Vilhjálmi var ekki
einungis annt um að skólinn
menntaði nemendur sína vel
heldur skilaði einnig góðum og
heilbrigðum einstaklingum út í
lífið aftur. Íþróttauppeldi og
annað félagsstarf fékk af þess-
um sökum mikið vægi.
Á föstudögum kallaði skóla-
stjóri nemendur og kennara á
sal. Þaðan eigum við mörg bestu
svipmyndina af Vilhjálmi. Þar
situr hann með gítarinn sinn og
syngur kvæði Davíðs Stefáns-
sonar: Hvaðan komu fuglarnir?
við lag eftir sjálfan sig. Hann lék
fleiri lög og fékk okkur til að
syngja með á milli þess sem
hann talaði við okkur um lífsins
gagn og nauðsynjar og kom
ýmsum skilaboðum á framfæri.
Hann var ekki bara skólastjóri
heldur einnig góður prédikari.
Ég er, líkt og margir nem-
endur Vilhjálms, þakklátur fyrir
að hafa kynnst honum og átt
með honum samleið um árabil.
Ég minnist hans með mikilli
virðingu og hlýju. Þar fór vand-
aður og góður drengur sem öll-
um vildi vel og var fljótur að
koma auga á hið besta í hverri
manneskju.
Íslensk þjóð hefur nú misst
einn af sínum bestu sonum. En
mestur er þó missir fjölskyld-
unnar. Megi allar góðar minn-
ingar hugga og styrkja. Vil-
hjálmur hefur nú haldið til
Sumarlandsins fagra þar sem
aldrei bregður himneskri birtu.
Héðan fylgja honum allar þær
fegurstu hugsanir og hið dýpsta
þakklæti sem mannlegur hugur
getur tjáð!
Eðvarð Ingólfsson.
Kveðja frá Samtökum
íslenskra ólympíufara
Vilhjálmur Einarsson er einn
mesti afreksmaður Íslands í
frjálsum íþróttum. Íslandsmet
Vilhjálms í þrístökki, 16,70 m,
sett 1960 stendur enn 60 árum
síðar en þá jafnaði Vilhjálmur
heimsmetið í þrístökki! Fimm
sinnum var Vilhjálmur valinn
íþróttamaður ársins!
Á Ólympíuleikunum 1956 í
Melbourne í Ástralíu gerði Vil-
hjálmur sér lítið fyrir og setti ól-
ympíumet í þrístökki, 16,26 m,
en Brasilíumaðurinn da Silva sló
það í sínu síðasta stökki með
16,35 m. Silfurverðlaun Vil-
hjálms fylltu okkur Íslendinga
miklu stolti 12 árum eftir sjálf-
stæði okkar og hvöttu íþrótta-
fólk okkar til dáða. Þess skal
getið að Vilhjálmur fór til
Melbourne án þjálfara síns. Þeir
voru bara þrír í hópnum. Ásamt
Vilhjálmi fóru spretthlauparinn
Hilmar Þorbjörnsson og farar-
stjórinn Ólafur Sveinsson. Vil-
hjálmur keppti einnig á Ólymp-
íuleikunum í Róm 1960 og varð í
fimmta sæti með stökkinu 16,37
m. Seinna sama ár kom svo risa-
stökk Vilhjáms á Laugardals-
vellinum, 16,70 m, sem jafnaði
heimsmetið!
Ljóst er að Vilhjálmur var
með ótrúlegan stökkkraft.
Hvernig náði hann þessum
stökkkrafti? Var hann með hóp
velmenntaðra þjálfara og sjúkra-
liða og flotta íþróttaaðstöðu.
Ekki er hægt að segja það. Sagt
er að kraft sinn hafi hann fengið
sem ungur maður í erfiðri bygg-
ingarvinnu með því að keyra
hjólbörur með blautri steypu all-
an daginn og bera þunga sem-
entpoka. En að sjálfsögðu æfði
hann einnig hlaup, stökk og lyft-
ingar. Einn af okkar tugþraut-
armönnum, Elías Sveinsson, var
spurður af blaðamönnum á Ól-
ympíuleikunum 1976 í Montreal
hvort Íslendingar styddu ekki
vel við sína afreksíþróttarmenn.
Hann svaraði kurteislega að svo
væri nú ekki en honum væri
reddað plássi á togara öðru
hvoru!
Nú er öldin önnur. Afreks-
íþróttafólk okkar fær ekki lík-
amsstyrk sinn með erfiðisvinnu
á togara, byggingar- eða vega-
vinnu! Heldur með þrotlausum
styrktar- og tækniæfingum und-
ir stjórn hæfra þjálfara. Afreks-
fólk okkar í sundi og fimleikum
æfir fjóra tíma á dag sex daga
vikunnar.
Við Íslendingar erum stoltir
af íþróttaafrekum Vilhjálms og
ættum að minnast hans á veg-
legan hátt með því að stuðla að
bættri aðstöðu ungs afreksfólks
til að stunda íþróttir af krafti og
án áhyggja af fjármálum sínum
og fjölskyldunnar meðan á
keppnisferli þeirra stendur og
þegar þau hætta keppni. Von-
andi munu einhver þeirra standa
á verðlaunapalli á Ólympíuleik-
um eins og Vilhjálmur Einars-
son og fylla okkur ánægjulegu
þjóðarstolti!
Íþróttaleiðtoginn Benedikt G.
Waage sagði að eitt af mark-
miðum íþróttahreyfingarinnar
væri að gera drengi að mönnum
og menn að góðum drengjum.
Vilhjálmur Einarsson var heið-
ursmaður og svo sannarlega
drengur góður. Vilhjálmur var
óumdeildur leiðtogi á sviði
íþrótta- og skólamála.
Við í Samtökum íslenskra ól-
ympíufara kveðjum félaga okkar
Vilhjálm Einarsson með virð-
ingu og vottum eiginkonu hans
Gerði Unndórsdóttur og sonum
þeirra hjóna; Rúnari, Einari,
Garðari, Hjálmari og Sigmari
svo og fjölskyldum þeirra og vin-
um okkar innilegustu samúð.
Minningin um ólympíufarann og
afreksmanninn Vilhjálm Einars-
son lifir!
Jón Hjaltalín Magnússon.
Það er skrýtið að hugsa til
þess að fyrir fáum vikum sat ég
hjá afa að skrifa niður lögin hans
en nú sé hann horfinn.
Það var alltaf gaman að vera
með afa og fylgjast með því sem
hann gerði og ævintýralegt að
koma í hús afa og ömmu í Út-
garði 2 á Egilsstöðum, inni á
milli trjánna sem þau ræktuðu
sjálf, með kjallarann með risa-
stóra heita pottinum beint á ál-
faklöppinni og hömrunum fyrir
ofan húsið. Afi gaf sig að okkur
barnabörnunum og talaði mikið
við okkur, lék, söng og spann
sögur. Bollurnar hans voru líka
ljúffengar.
Afi málaði mikið og það var
fastur liður að prófa að mála hjá
honum. Hann vildi sýna mér al-
vörutækni, enda hafði hann lært
af Kjarval og í háskóla. Afi var
mjög listfengur og spilaði líka á
gítar og samdi lög við mörg ljóð.
Hann var rómantískur í hugsun
og hafði smekk fyrir list sem dró
fram fegurð náttúrunnar og til-
finningar og kjör mannanna.
Hann hafði líka djúpa ást á land-
inu sem sést á myndefni hans og
ljóðavali.
Hann hreykti sér aldrei af
listinni, en fyrir honum átti hún
að auðga daglegt líf og hvetja til
dáða. Hann flutti lög sín, eða,
eins og hann hugsaði það e.t.v.
frekar, ljóð skáldanna, og andi
skáldsins var þá fluttur inn í
stofuna eins og fjöllin á veggina.
Lögin eru mörg þekkt í fjöl-
skyldunni og hafa oft verið sung-
in á mannamótum. Amma söng
stundum með afa, t.d. lagið Uppi
á brekkubrún við texta afa. Und-
anfarið hef ég skráð lög afa eftir
honum, sum kunnugleg, önnur
óflutt. Því miður náðist ekki að
klára verkið áður en afi dó, en
afi var feginn að ná að rifja upp
með mér lög sem annars hefðu
gleymst.
Við afi fórum saman í sund, í
bústaðinn sem afi byggði við
Skrugguvatn og að Haugatjörn-
um að veiða með augu fyrir
beitu! Afi var nýtinn, brenndi
t.d. mjólkurfernur í arninum og
lét það ekki á sig fá þótt matur
væri gamall og ókræsilegur og
virtist ekki hljóta illt af heldur.
Bústaðurinn á Skrugguvatni var
einfaldur í sniðum, enda hefur
afa fundist þar vera lúxus hjá
því sem var í kofanum hjá Kjar-
val forðum.
Eitt sinn fórum við að kaupa
bíl og ég fann Mitsubishi L300
útbúinn sem húsbíl, mjög spenn-
andi að mér fannst. Afi var efins
en sannfærðist þar sem ég sótti
það fast og keypti bílinn! Ég
undrast að afi hafi látið mig ráða
þessu, en bíllinn reyndist vel.
Það var dýrmætur tími þegar
við afi gistum í Hveragerði er
hann hélt sýningu í Eden sum-
arið 1998 og sváfum í tjaldvagn-
inum, sem afi hafði notað til að
flytja málverkin að heiman. Fyr-
ir svefninn var afi auðvitað tilbú-
inn með langa loftnetssnúru til
að ná heimsfréttum á stuttbylgj-
unni, sem hann sofnaði gjarnan
við. Hann fylgdist vel með
heimsmálum og hafði oft áhyggj-
ur af þeim.
Afi lét sig okkur varða, þótti
vænt um sitt fólk, land og þjóð
og heiminn sinn og sýndi það
með umhyggju fyrir fjölskyld-
unni og ötulu starfi í þágu sam-
félagsins, einkum uppbyggingu
ungmenna.
Fyrir allar þær yndislegu
stundir sem ég hef átt með afa
þakka ég Guði og bið að minning
afa vaki meðal okkar sem þekkt-
um hann og barna okkar og að
við megum um síðir hitta hann
aftur og syngja með honum í ei-
lífðarríkinu.
Kristján Rúnarsson.
Villi Einars frændi hefur ver-
ið í lífi mínu frá því ég man eftir
mér. Ég var fjögurra ára þegar
hann heimsótti frænku sína og
okkur pabba á Njálsgötuna, ný-
kominn frá Melbourne. Hávax-
inn og bjartur færði þjóðhetjan
litlu fjölskyldunni minjagrip –
bláan ólympíuöskubakka sem
fylgdi búslóðinni lengi og ég
stúderaði af kostgæfni. Svo leið
tíminn.
Leiðir okkar Villa lágu þétt
saman næstu árin; á Egils-
stöðum, í sumarbúðum hans í
Hveragerði og Reykholti.
Frændi minn treysti mér fyrir
stóru hlutverki í kynningar-
kvikmynd sinni um sumarbúð-
irnar, sem var meira að segja
sýnd í Tjarnarbíói.
Það var á Egilsstöðum sem
Villi varð minn fyrsti vinnuveit-
andi, þegar hann réð okkur
Baldur frænda okkar sem hjól-
böruekla fyrir sand í rörasteypu
sem Villi stýrði. Við frændur, þá
sjö og átta ára, vorum í akkorði
og fengum 25 aura á hverjar
börur, sem okkur þótti töluverð
uppgrip.
Það var alltaf kraftur í lofti
þar sem Villi var og hann og
Gerður höfðu mikil og langvar-
andi áhrif á ungan frænda. Ófá-
ar heimsóknir í fallega húsið á
Egilsstöðum, þar sem bæði var
rætt og sungið, ylja mér enn um
hjartaræturnar.
Ein heimsóknin skar sig þó
frá hinum. Hinn íslenski Þursa-
flokkur var á hljómleikaferðalagi
í febrúarmánuði 1982. Á Egils-
stöðum bættust í hópinn Ágúst
Guðmundsson kvikmyndaleik-
stjóri og undirritaður, til að
skeggræða gerð kvikmyndar í
burðarliðnum. Veður voru vá-
lynd og ófært á tónleikabæinn
Seyðisfjörð þennan dag. Ákveðið
var að aka rakleiðis um Fagra-
dal og svo ströndina, suður í
Hornafjörð, í Skógaskóla og svo
til Reykjavíkur. Skyndilega varð
ljóst að enginn kassagítar var
með í för. Ég fór beint til Villa
og Gerðar og falaði heimilisgít-
arinn í nokkra daga og svo flygi
hann austur aftur. Villi var ekki
heima og Gerður fól mér gít-
arinn, sem alla jafna var óspart
notaður á heimilinu. Þetta hefðu
ekki allir gert.
Það skipti engum togum að
um leið og rútan rann úr hlaði
var tekið til óspilltra málanna að
gera atlögu að tónlist fyrir kvik-
myndina sem til stóð að gera á
sumri komanda. Ég greip gítar
frænda míns í fang um leið og
ákveðið var að semja lag og
texta um franskar kartöflur og
kokteilsósu. Til að gera langa
sögu stutta slitnaði strengur í
gítarnum þegar ekið var framhjá
Rauðavatni þremur dögum síð-
ar. Villagítarinn skilaði einum
fimm eða sex lögum sem urðu
hluti af tónlistarhryggstykki
Með allt á hreinu. Það síðasta
var samið á Mýrdalssandi og
heitir Slá í gegn. Takk Gerður
og Villi!
Þessi lög hefðu ekki orðið til
eins og þau urðu, nema fyrir gít-
arinn góða sem mér var treyst
fyrir þennan svala febrúardag.
Við Ásta Kristrún hittum Villa
og Gerði á síðasta vori í Hvera-
gerði þegar sonur þeirra Garðar
Vilhjálmsson kom þangað á tón-
leika hjá okkur.
Eins og alltaf urðu fagnaðar-
fundir og við minntumst upphafs
skólunar minnar hjá honum sem
var einmitt í Hveragerði. Á tón-
leikunum söng ég „Vorið kemur,
heimur hlýnar hjartað mitt“ fyr-
ir minn góða frænda og grunaði
ekki að ég ætti eftir að syngja
það fyrir hann síðasta sinn í
Hallgrímskirkju.
Valgeir Guðjónsson.
Það er sérkennilegt að missa
föður sinn. Sorgin er mikil. En
sorg við missi á öldruðum föður
getur ekki verið slæm. Maður
syrgir af því maður saknar. Og
maður saknar aðeins þeirra sem
reynst hafa manni vel. „Það já-
kvæða við að missa sinn föður er
að maður gerir það bara einu
sinni gæskur.“ Eitthvað þessu
líkt hefði pabbi sagt mér nú til
huggunar. Pabbi var einstaklega
ráðagóður og sá tvær hliðar á
flestu. Ráðagóður án þess að
vera ráðríkur.
Þegar ég kom í heiminn var
pabbi 39 ára skólastjóri, hættur í
keppnisíþróttum rúmum áratug
fyrr og ekki man ég eftir pabba
oft í íþróttagalla. Þrátt fyrir
glæstan íþróttaferil og að hafa
sjálfur gengið menntaveginn var
ekki lagt að mér að feta í þau
fótspor.
Manni voru lagðar lífsregl-
urnar á mjög svo almennum nót-
um. Þessi skilyrðislausa ást og
væntumþykja pabba er ein mín
verðmætasta gjöf.
Myndlist var pabba hugleikin
og eftir hann liggja falleg verk.
Hann lék á gítar og samdi lög,
og þá aðallega við þekkt ljóð
annarra en hann skilur einnig
eftir sig ágætar vísur. Í allmörg
ár upp úr 1980 sá hann um fast-
an viðtalsþátt í Ríkisútvarpinu,
„Úr Austfjarðaþokunni“. Hann
skrifaði nokkrar bækur og gaf
m.a. út „Silfurmanninn“ sem er
eigin saga af íþróttaferlinum. Og
einhvern veginn tókst honum að
baka heimsins bestu heilhveiti-
bollur án þess að fara eftir upp-
skrift.
Eftir stendur minning sonar
um listmálara, bakara o.fl.,
fremur en minning um íþrótta-
hetju. Í seinni tíð er sterkasta
minningin hve mikla natni hann
sýndi sonum mínum.
Fáa hef ég hitt sem eru jafn
vel inni í heimsmálum líðandi
stundar og pabbi var. Hann
nálgaðist álita- og hitamál af
mikilli yfirvegun. „Það eru tvær
hliðar á öllum málum gæskur,“
sagði hann gjarnan þegar ég
varð uppvís að sleggjudómum.
Pabbi var maður rökhyggju,
hann leitaði að kjarna máls og
niðurstaðan sjaldnast kippt og
skorin.
Árið 1954 heldur pabbi til
náms í Dartmouth College í
New Hampshire-ríki í Banda-
ríkjunum, þá tvítugur að aldri,
og lauk þaðan BA-prófi í lista-
sögu tveimur árum síðar. Þessi
ár voru tími umróts í Bandaríkj-
unum; pólitískar ofsóknir
McCarthyismans í hámarki og
aðskilnaðarstefnu kynþáttanna
framfylgt af hörku.
Það var ekki fyrr en hin síðari
ár að ég fór að velta því fyrir
mér að hve miklu leyti lífssýn
pabba hefði mótast af námsárum
hans í Bandaríkjunum. Pabbi
jánkaði því nýverið að námsárin
ytra hefðu mótað hans sýn á til-
veruna, en bætti við að keppn-
isferðirnar sem fylgdu í kjölfar-
ið, m.a. til A-Evrópu á tímum
kalda stríðsins, hefðu einnig haft
áhrif á hann. Þegar Bandaríkin
bar á góma nefndi hann stund-
um að þar væri það besta í heimi
að finna á mörgum sviðum, en
einnig margt af því versta. Pabbi
var víðsýnn og stökk ekki á vagn
síbyljunnar.
Pabbi var trúaður maður á
sinn hátt. Mikið langar mig að
trúa á líf eftir dauðann. Ég veit
hvað rökhyggjan segir elsku
pabbi minn, en mundu að fátt er
klippt og skorið gæskur.
Mig styrk í stríði nauða,
æ styrk þú mig í dauða.
Þitt lífsins ljósið bjarta
þá ljómi’ í mínu hjarta.
(Páll Jónsson)
Hjálmar Vilhjálmsson.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
EINAR MARTEINN ÞÓRÐARSON,
sjómaður frá Reykjavík,
lést á gjörgæsludeild Landspítalans í
Fossvogi 4. janúar. Útförin fer fram frá
Fella- og Hólakirkju 15. janúar klukkan 15.
Helga Sigurðardóttir
Brynjar Einir Einarsson Rakel Ósk Hafsteinsdóttir
Sigurður Þór Einarsson Sigríður Söebeck Viðarsdóttir
Einar Örn Einarsson Birna Dögg Björnsdóttir
Sara Björk Einarsdóttir Edvard Börkur Óttharsson
Rakel Ýr Einarsdóttir Kolbeinn Kárason
og afabörn
Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir,
sonur og afi,
ÖRN FRIÐRIK CLAUSEN,
lést mánudaginn 6. janúar á Hrafnistu í
Reykjavík. Útför hans fer fram frá
Fossvogskirkju föstudaginn 17. janúar
klukkan 13. Þeim sem vildu minnast hans
er bent á MS-félag Íslands.
Helga Theodórsdóttir
Þóra Björg Clausen Bjarnólfur Lárusson
Ragnar Örn Clausen Þórhildur Ásmundsdóttir
Þóra Hallgrímsson Björgólfur Guðmundsson
og barnabörn