Morgunblaðið - 11.01.2020, Side 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020
Elsku afi.
Það er ekki hægt
að segja annað en að
þú hafir dekrað mig
frá því að ég fæddist. Ég var ekki
nema þriggja ára þegar þú gafst
mér fyrsta bílinn. Það var gamall
Runó sem þú lést mömmu hafa
svo hún gæti komið með mig sem
oftast til þín í sveitina.
Við höfum alltaf verið mjög ná-
in og það var alltaf ótrúlega auð-
velt að biðja þig um aðstoð og þú
varst alltaf til í brasa eitthvað með
mér. Hvort sem það var að skutla
mér landshorna á milli, koma með
mér á góða tónleika eða fara í
ferðir upp á fjöll „á gula bílnum“.
Við erum búin að fara í ófá
ferðalögin saman og ég var ekki
orðin eins árs þegar ég fór í þá
fyrstu „á gula bílnum“ upp í
Laugafell. Ég fékk að sjálfsögðu
að vera í bílstjórasætinu hjá þér
og horfði út um gluggann mestalla
leiðina. Einnig er hægt að telja
upp fullt af öðrum ferðum eins og
t.d. í Landmannalaugar, Þórs-
mörk, Akureyri, Vopnafjörð og
alla kvöldrúntana sem við fórum í
hreppa Skagafjarðar og þú sagðir
mér frá hverjum einasta bæ.
Það hefur alltaf verið svo gott
að koma til þín, elsku afi, og þú
tókst alltaf á móti mér með opnum
örmum. Þú varst bóndi af líf og
sál, þó svo að þú hættir fyrir
nokkrum árum og það er svo
margt sem þú hefur kennt mér
um búskap sem hefur reynst mér
vel síðustu sumur, í skólanum og
um ókomna tíð.
Takk, elsku afi, fyrir allt.
Þú varst frábær ferðafélagi,
vinur og enn þá betri fyrirmynd.
Þín
Guðný Ósk.
Elsku afi minn.
Ég man ennþá eftir öllum ferð-
unum sem þú fórst í með mér og
þegar þú varst hress og alltaf til í
allt. Þú varst alltaf góður við mig
og alla og þú vildir alltaf gera gott
úr öllu. Takk fyrir allar góðu
minningarnar.
Þinn nafni,
Ragnar Sveinn.
Elsku afi minn.
Það var svo skemmtilegt að
Ragnar
Gunnlaugsson
✝ Ragnar Gunn-laugsson fædd-
ist 26. febrúar
1949. Hann lést 30.
desember 2019.
Útför Ragnars
fór fram 10. janúar
2020.
fara í ferðalög með
þér. Það var gaman
að fara í göngutúra
með þér, við spjölluð-
um um svo skemmti-
lega hluti. Takk fyrir
allt sem þú gerðir
fyrir mig. Þú reyndir
alltaf að gera gott úr
öllu. Við pössum
Týró vel fyrir þig.
Þinn afastrákur,
Arnar Logi.
Elsku afi. Það er erfitt að finna
jafn glaðlyndan og góðan mann
eins og þig. Sumar af mínum bestu
minningum á ég með þér, eins og
þegar ég lifði hjá þér í vellysting-
um eftir að ég kláraði grunnskóla.
Þú lánaðir mér litla Zetorinn þinn
til að komast niður á Eyjar að
veiða og eldaðir síðan fyrir mig
þvílíkar hátíðarsteikur á hverju
kvöldi eftir langan veiðidag. Þetta
er án efa ein af eftirminnilegustu
vikum lífs míns.
Og þegar þú mættir með bjúg-
un til mín eftir mjaltir þegar ég
var að veiða í Kvíslinni. Ég gleymi
aldrei þegar ég sá gamla Gul læð-
ast niður Geldingaholtið og þú
steigst síðan út úr bílnum með eitt
og hálft ískalt bjúga og grænar
baunir á disk, þvílík veisla!
Það er mér líka alltaf ofarlega í
minni þegar ég fór í fjósið með þér
á morgnana sem gutti og sat á
stigbrettinu á gamla Deutzinum
meðan þú gafst kúnum þurrhey,
díselbrækjan og hávaðinn í gamla
strokknum voru eitthvað svo
sjarmerandi.
Það koma svo margar góðar
minningar upp í hugann þegar ég
hugsa til þín.
Elsku afi, ég á svo erfitt með að
hugsa til þess að eiga aldrei aftur
eftir að renna í hlað heima í Hátúni
og mæta í hátíðarsteik og spjalla
við þig yfir kaffibolla eða hringja í
þig í tíma og ótíma til að spjalla um
allt og ekkert.
Þú varst miklu meira en bara
afi fyrir mér, þú varst einn af mín-
um bestu vinum. Þú kenndir mér
svo margt og þú átt svo stóran hlut
í þeim manni sem ég er í dag. Ég á
eftir að sakna þín meira en orð fá
lýst.
Ég kom til þín er kuldinn næddi
um kalinn vang,
þá breiddir þú á móti mér
þitt mjúka fang,
og þar varð himinhlýtt og bjart
í huga mér,
því ég las allan unað heims
í augum þér.
(Sigurjón Sæmundsson)
Ég elska þig afi.
Þinn vinur,
Ólafur Ragnar Garðarsson
(tröllabarnið).
Mig langar að minnast Ragn-
ars frænda míns í Hátúni með
nokkrum orðum, þá leiðir skilur.
Hann tókst á við sjúkdóm þann er
lagði hann að velli langt fyrir ald-
ur fram með æðruleysi og karl-
mennsku.
Kynni okkar Ragnars hófust
nokkuð snemma á hans lífsleið eða
árið 1961; þá var hann 12 ára og ég
25 ára. Þá var hann í heimavist hjá
mér á hótelinu í Varmahlíð, en þar
var barnaskóli Seyluhrepps til
húsa í 3 ár.
Þar var Ragnar í glöðum og
góðum barnahópi úr Seyluhreppi,
m.a. frænku sinni Ásdísi á Syðra-
Skörðugili, Glaumbæjarbörnum –
Arnóri, Ólafi og Margréti og fleiri
úr hreppnum. Allt frá því ég man
fyrst eftir mér í Brautarholti, þá
löngu fyrr, hefur staðið traustur
frændgarður í Hátúni, mér og
mínu ættfólki til halds og trausts,
enda náinn skyldleiki við ætt-
menni Ragnars.
Ragnar gekk í Bændaskólann á
Hólum í tvo vetur og upp úr því
gerðist hann stórbóndi í Hátúni
og bætti jörðina með ræktun og
stórbyggingum; fyrirmyndar
stórbóndi, sveit sinni og bænda-
stéttinni til sóma alla tíð.
Manngæska og náungakær-
leikur hefur lengi verið til staðar
hjá Hátúnsfólki. Má þar nefna
fólk sem fékk að dvelja í skjóli
þess til lengri og styttri tíma, t.d.
ömmu mína Aðalbjörgu, sem bjó í
torfhúsi sunnan við gamla bæinn í
Hátúni, í áraraðir eftir að hún
varð ekkja, í skjóli hjónanna
Steinunnar og Jónasar móður-
bróður míns. Þá má nefna sr.
Hallgrím Thorlacius, sem dvaldi
síðustu æviárin í Hátúni, dó 1944, í
skjóli Steinunnar og Gunnlaugs
sonar hennar; Hjörleifur Sigfús-
son, Marka-Leifi, dvaldi síðustu
æviárin í skjóli Ólínu og Gunn-
laugs.
Ég held að Ragnar hafi tekið
náungakærleikann í arf frá for-
feðrum sínum í Hátúni – eða var
þetta kannski ættarfylgja? Var
ekki Jón Ósmann, frændi Ragn-
ars, ávallt, allt sitt líf, að hjálpa
samferðafólki? Eða Steinunn
amma hans, sem bjó í kjallaranum
í Hátúni eftir að hún missti Jónas,
mann sinn, 1939? Hún var búin að
rétta mörgum góðan bita, bæði í
Hátúni og síðar í Reykjavík; flutti
þangað 1947. Kynntist ég, er þetta
rita, hvað kökurnar hennar voru
góðar, sem hún gaf mér í nesti
heim úr skólanum í Hátúni, þá 10
ára, í hópi barna af Langholtinu
sem gengu heim að loknum skóla-
degi.
Ragnar í Hátúni var einn
þeirra góðu manna sem samfélag-
ið hefur svo mikla þörf fyrir að
eiga. Hann tók þátt í og starfaði í
ýmsum félögum í sveitinni. Hann
var m.a. í áraraðir gjaldkeri í Bún-
aðarfélagi Seyluhrepps, var mjög
virkur félagi í Lionsklúbbi Skaga-
fjarðar, varamaður í hreppsnefnd
Seyluhrepps í áraraðir og þá lagði
hann Glaumbæjarkirkju og
-kirkjugarði til ómælda vinnu í
áratugi. Ragnar var mikill áhuga-
maður um fornbíla og átti fjöl-
marga slíka.
Ég vil að lokum þakka þér,
Ragnar frændi minn, fyrir mjög
góð kynni og traust, svo og sam-
starf í ýmsum félögum í sveitinni.
Þú varst alltaf tillögugóður og
vildir leiða allt til betri vegar;
þannig varst þú.
Ég og fjölskylda mín vottum
Björgu og aðstandendum öllum
dýpstu samúð. Minningin lifir um
góðan mann.
Hafðu þökk fyrir allt, frændi
minn.
Sigurður Haraldsson.
Með þakklæti kveðjum við góð-
an vin og frænda í dag. Raggi sá
alltaf jákvæðu hliðarnar á öllum
málum og glasið hans var alltaf
hálffullt en ekki hálftómt sama
hvað. Honum var mjög umhugað
um samfélagið sem hann bjó í og
elskaði sveitina sína og bar hag
hennar fyrir brjósti. Hann var
góður bóndi og stórhuga í sínum
búskap, byggði stórt miðað við
þann tíma og ræktaði landið.
Þegar við komum í Hátún þá
blaut á bak við eyrun hvað kúabú-
skap varðar, gerðum við allt eins
og Raggi hafði gert og fórum að
hans ráðum hvað varðar flest sem
tengdist búskapnum. Smátt og
smátt fórum við að taka sjálfstæð-
ar ákvarðanir og breyta og bæta
eins og okkur hugnaðist. Hann
var alltaf hvetjandi þótt svo hon-
um hafi örugglega ekki alltaf litist
á hvað við tókum okkur fyrir
hendur. En hann hafði ekki hátt
um það við okkur. Hann var ein-
staklega hjálpsamur og alltaf til í
að aðstoða við öll verkefni. Hann
vissi alltaf hvaða verkefni voru
fyrirliggjandi í sveitinni og oft
fengum við að heyra: „Ég skal
taka törn í skítnum“ eða „ég skal
slá“ eða „þurfið þið ekki að fara í
frí? Ég skal mjólka“. Alltaf var
hann boðinn og búinn til að taka til
hendinni. „Það er alveg sjálfsagt,
ég hef gaman af þessu“ fengum
við að heyra þegar við vorum að
þakka fyrir okkur.
Raggi hafði gaman af gömlum
bílum og skemmtilegt á að horfa
þegar hann renndi í og úr hlaði
þegar hann var að viðra gripina.
Hrafni okkar var boðið með á góð-
um stundum, 17. júní rúnturinn
var ómissandi og háskaferðir á
Gul mikið ævintýri. Á gangnadög-
um á haustin hafði Raggi það
verkefni að fara á vélinni með
vagn í fjöllin til að taka upp eft-
irlegukindur. Það eru margir sem
hafa fengið að sitja í með Ragga á
vagninum sér til skemmtunar.
Hann var alltaf með heitt kaffi og
viskí til að ylja gangnamönnum
og voru allir glaðir að hitta Ragga
á Hrossastöllunum. Raggi var vel
á sig kominn líkamlega og fór í
langar gönguferðir niður á Ey-
lendið eða upp á tún á hverjum
morgni, hundarnir, fyrst Hlunkur
og svo Tíró fylgdu með og oft
komu þeir félagar við eftir
morgungönguna og drukku
morgunkaffið með okkur og
ræddu heimsmálin eftir gönguna.
Það var alltaf notalegt að spjalla
við Ragga og hann var þannig
þenkjandi að allar hliðar á mál-
unum voru ræddar, það var engin
einstefna hvað það varðar.
Raggi var stoltur af sínu fólki
og elskaði að fá fólkið sitt til sín og
fara suður yfir heiðar að heim-
sækja þau. Það var happ fyrir
Ragga að fá Björgu inn í líf sitt og
áttu þau vel saman. Það var mikið
áfall fyrir Ragga og alla sem að
honum stóðu þegar vágesturinn
bankaði upp á fyrir tæpum tveim-
ur árum. Raggi barðist hetjulega
og ætlaði að sigra enda elskaði
hann lífið af öllum mætti og vildi
lifa. Björg og fjölskyldan hans öll
stóðu eins og klettar við hlið hans
í baráttunni en því miður hafði
krabbameinið betur.
Við í Hátúni vottum fjölskyld-
unni allri okkar dýpstu samúð.
Það verður tómlegra i Hátúni en
minningin um góðan frænda og
vin lifir.
Gunnlaugur, Helga
og fjölskylda.
Það var ekki búsældarlegt um
að litast í Skagafirði vorið 1968
þegar æskuvinirnir Ragnar í Há-
túni og Sigmar í Sólheimum riðu
heim frá bændaskólanum á Hól-
um, fullir eldmóðs að hefja bú-
skap. Svalvindar stóðu af hafísn-
um sem náði inn í fjarðarbotn og
kalár að baki. En þeir sáu tæki-
færi í vaxandi vélvæðingu og
tækni landbúnaðarins samfara
þekkingu, óbilandi dugnaði og
bjartsýni. Þarna var Ragnar í Há-
túni fremstur meðal jafningja,
reisti nýtt íbúðarhús, eitt stærsta
fjós Skagafjarðar þess tíma og
gerði Hátún á fáum árum að stór-
býli í héraði. Sumarið 1986 réð ég
mig sem vinnumann í Hátún og
varð þess þá fljótlega áskynja
hver galdurinn var. Ræktun,
heyöflun, meðferð tækja og um-
gengni við skepnur. Allt var
Ragga í blóð borið, að snyrti-
mennskunni ótalinni og vinnu-
hagræðingu, ók t.a.m. öllu heyi
fram á fóðurganginn á gamla
Deutz löngu áður en liðléttingar
komu til sögunnar. Í Hátúni bjó
Raggi svo að sínu í áratugi eða allt
þar til hann seldi Gulla frænda
sínum og Helgu Sjöfn jörðina,
sinnti að vísu afleysingum og
ákveðnum verkum fyrst á eftir og
naut þess að sjá ævistarfið í góð-
um höndum.
Raggi var einstakur maður á
alla lund, sem vissi upp á hár
hvernig gott samfélag verður til
og hvernig á að viðhalda því. Og
þar lagði hann heldur betur sitt
lóð á vogarskálarnar. Stofnfélagi í
Lionsklúbbi Skagafjarðar og að-
aldriffjöður hans sem m.a. varð til
þess að klúbburinn fékk Land-
græðsluverðlaunin fyrir upp-
græðslu á Goðdalafjalli. Sóknar-
nefndarformaður
Glaumbæjarkirkju þar sem ótald-
ar vinnustundir liggja við endur-
byggingu kirkju og umhirðu
garðs enda einlægur trúmaður,
kirkjurækinn og því hringjari um
langt árabil. Bílaáhuginn varð svo
til þess að hann og Agnar á Mikla-
bæ hafa í nokkur ár staðið fyrir
hópakstri gamalla bíla á þjóðhá-
tíðardaginn undir formerkjum
„gömlu nefndarinnar“. Með sama
hugarfari og hjálpsemi var Ragn-
ar ávallt boðinn og búinn til að-
stoðar væri til hans leitað. Vélast-
úss með Simma, rúningur með
okkur Agnari á Miklabæ, girð-
ingavinna og sláttur með Jóa
bróður. Ræktaði bæði sál og lík-
ama með daglegum gönguferðum,
oft í félagsskap Jóns bróður síns
og hundanna í Glaumbæjartorf-
unni.
En margar brekkur urðu líka á
leið. Sonarmissir og tveir skilnaðir
tóku í og þrátt fyrir að Ragnar
væri dulur um margt var æðru-
leysi, dagfarsprýði og léttleiki
hans útgönguleið ásamt sérstak-
lega góðu sambandi við fjölskyld-
una, foreldra og börn. Eftir að þau
Björg rugluðu reytum tók við nýr
kafli þar sem þau nutu félagsskap-
arins, bæði menningarlega sinn-
uð, sóttu skemmtanir og viðburði
innan héraðs og utan, ferðuðust
erlendis og um firði og fjöll í góð-
um félagsskap, eins og sköpuð
hvort fyrir annað. Það var svo
margt sem Ragnar stóð fyrir og
svo margt ógert þegar kallið kom.
Að kynnast Ragnari og öllu hinu
góða fólki í kringum hann hefur
staðið með mér til dagsins í dag og
mun gera áfram. Hann kunni að
hrósa, hvetja og laða fram það
besta í hverjum og einum.
Elsku Björg, Finna, Valli,
Ragna og fjölskyldur. Megi minn-
ingin um gegnheilan sómamann
lifa og sefa.
Gunnar Rögnvaldsson.
Mánudaginn 30. desember síð-
astliðinn bárust okkur þær sorg-
arfregnir að frændi okkar, Ragn-
ar Gunnlaugsson, fyrrverandi
bóndi í Hátúni, Skagafirði, væri
látinn. Þessi fregn kom okkur
ekki á óvart þar sem Raggi, eins
og hann var kallaður meðal vina
Angantýr Einars-
son, elskulegur móð-
urbróðir minn, er nú
fallinn frá. Hann
hafði háð erfiða baráttu við park-
insonsjúkdóminn síðustu árin og
bar þess greinileg merki þar sem
nokkuð mikið var af honum dregið
síðustu ár. Síðustu fundir okkar
voru síðastliðið sumar á dvalar-
heimilinu Hlíð á Akureyri. Honum
lá lágt rómur, var smár og hokinn
og átti erfitt með gang. Það er
harla einkennilegt ævikvöld
manns sem var svo kraftmikill og
öflugur í öllu því sem hann tók sér
Angantýr
Einarsson
✝ AngantýrEinarsson
fæddist 28. apríl
1938. Hann lést 24.
desember 2019.
Útför Angantýs
var gerð 6. janúar
2020.
fyrir hendur alla tíð.
Fyrst og fremst
átti ég saman við
Agga að sælda í
æsku minni þegar
ég dvaldi löngum í
sumarvist á Raufar-
höfn eða í Holti í
Þistilfirði þar sem
við tókum um nokk-
urra ára skeið tölu-
verðan þátt í sauð-
burði og stundum
heyskap. Þá fórum við þrír saman
ég, Aggi og sonur hans Ásgrímur
og dvöldum saman yfir háanna-
tímann. Að hafa átt svona mann
að fyrirmynd er ómetanlegt.
Hann var einstaklega réttsýnn og
í minningunni er hann alltaf glað-
legur og brosandi. Hann var tón-
og listelskur, leikinn á píanó og
harmonikku og gott ef ekki gítar.
Hann var góður skák- og bridds-
maður og ekki man ég eftir því að
hafa hitt hraðlæsari mann. Ég á
minningu um að hafa horft í undr-
un á hann með bók í hendi og flett
blaðsíðunum eins og á þeim stæðu
ekki meira en 5-10 setningar.
Hann var afburðagreindur og
næmur á umhverfi sitt. Hann bar
virðingu fyrir öllu lifandi og tók
hlutina hæfilega alvarlega eins og
er sómamanna siður.
Sterkasta minning mín af hon-
um er þó þegar hann kom í Holt til
að vera með mér þegar fregnir
bárust af andláti móður minnar
fyrir vel rúmlega 30 árum. Hann
hafði beðið eftir símtalinu en ég
hafði vaknað snemma og stokkið
til og svarað. Þegar ég hafði áttað
mig á fregnunum tók hann mig í
fangið og huggaði. Orðin sem
hann sagði komu frá manni sem
hafði einstakt hjartalag og djúpan
mannskilning og gerðu þessa
stund bærilega í minningu minni.
Kannski þess vegna græt ég and-
lát Angantýs Einarssonar sárar
en ég hef vana til. Hann mun alltaf
eiga sérstakan stað í hjarta mínu.
Þór Steinarsson.
Þegar okkur berst andláts-
fregn vinar eða samferðamanns
um jól eða áramót er því líkast að
lifendur skynji næmari hlustum
en endranær þau orð Predikarans
að „allt hefur sinn tíma“.
Svo fór mér þegar Bergþóra,
systir Angantýs Einarssonar sem
nú er ein eftir fimm systkina sem
ég kynntist fyrst og átti samleið
með á æskudögum og löngum síð-
an með ýmsum hætti, hringdi til
mín og sagði mér lát hans aðfara-
nótt aðfangadags.
Við Óttar bróðir þeirra vorum
aldavinir og höfðum fylgst að alla
okkar skólagöngu í barnaskóla á
Akureyri til stúdentsprófs í MA
1961. Því kynntist ég snemma
heimili systkinanna og foreldra
þeirra, heiðurshjónanna Einars
og Guðrúnar, í barnaskólanum
þar sem Einar varð húsvörður
1947. Yngst barnanna voru Hildi-
gunnur og Einar Kristján en
Kristján afi þeirra var einnig
heimilismaður í horninu hjá þeim.
Til Akureyrar höfðu hjónin flust
með eldri börnin þrjú eftir níu ára
búskap á Hermundarfelli og
Hagalandi í Þistilfirði. Engum
duldist að þar voru átthagar
þeirra allra, „sveitin ljúfa í austur-
átt“. Og henni og nágrannabyggð-
um Norður-Þingeyjarsýslu áttu
þeir bræður eftir að helga drjúgan
skerf tíma síns og og starfskrafta í
fósturlaun á fullorðinsárum.
Bragur mennta og menningar
ríkti á nýja heimilinu og hafði
mótandi uppeldisáhrif. Húsbónd-
inn var skáld og rithöfundur,
söngur og tónlist voru í hávegum
höfð, stökur látnar fjúka og síst af
verri endanum. Harmónikuspil
létti lund og í pólitískum um-
ræðum lá róttækni í loftinu en
lagðist þó aldrei yfir sem farg, því
húmorblandin náðargáfa og létt-
leiki virtist ættarfylgja flestra þar
á bæ.
Minningar sækja að þegar ég
hugsa til þeirra ára sem ég var þar
tíðastur gestur og get naumast
nefnt annan elstu bræðranna án
þess að geta hins. Skaplyndi
þeirra var þó ólíkt. Angantýr virt-
ist ungur ganga að hverju verk-
efni af brennandi óþolinmæði,
með eld í augum. Óttar var íhug-
ulli, hæglátari, mjúkmótaðri.
Fyrsti vetur okkar í MA var
síðasti vetur Angantýs þar. Hann
var skarpur námsmaður og lauk
kennaraprófi 1962. Eftir það varð
kennsla og skólastjórn aðalstarf
hans á heimaslóðum í Norður-
Þingeyjarsýslu auk fjölþættra
trúnaðarstarfa í stjórn- og fé-
lagsmálum, sýslu- og sveitar-
stjórnarmálum. Óttar gerði
kennslu og skólastjórn einnig að
ævistarfi en víðar um land og sum
börn beggja hafa fetað sömu slóð
um starfsval. Ótalin eru þó enn
ýmis áhugamál og störf Angantýs
því hann var líka orgel- og harm-
ónikuleikari, trillukarl á Raufar-
höfn, grenjaskytta á Langanesi.
Saman unnum við að vatnsveitu-
lögn í Hlíðarfjalli eitt sumar og
vorum samtímis í síld á Raufar-
höfn, hann í verksmiðjunni, ég á
plani.
Og ég man hann með tónkvísl á
lofti eitt vorkvöld í árabát á blæ-
lygnum Eyjafirði með sól í fjarð-
armynni þegar tekið var háa c-ið!
Það er einstök æskuminning.
Svo liðu árin, fundum fækkaði.
Ég frétti af heilsubresti Angantýs
og vissi að hann var ekki sami eld-
huginn og forðum, skuggar sestir
að og ástríðuloginn daufari. Þá er
hvíldin góð.
Ástvinum hans öllum sendum
við Steinunn samúðarkveðjur.
Hjörtur Pálsson.