Morgunblaðið - 11.01.2020, Síða 42
42 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020
✝ AuðurTryggvadóttir
fæddist 25. ágúst
1953. Hún lést 26.
desember 2019.
Foreldrar henn-
ar eru Tryggvi
Kristjánsson, f. 31.
mars 1931, og Guð-
rún Bryndís Egg-
ertsdóttir, f. 29.
apríl 1932. Systkini
Auðar eru Sigríður
Tryggvadóttir, f. 26. desember
1957, og Tryggvi Tryggvason, f.
31. júlí 1963.
Auður giftist Ólafi Sævari
Sigurgeirssyni 8. júlí 1974, f. 10.
febrúar 1952, d. 2. febrúar 1995.
Börn Ólafs og Auðar eru Arnar,
f. 2. ágúst 1979, Harpa Rún, f. 4.
janúar 1982, og Hlynur, f. 1.
febrúar 1988. Arnar á börnin Úlf
og Kolku með Ásbjörgu Unu
Björnsdóttur, Harpa á börnin
Sögu Eiri og Iðu Karitas með
James Weston og Hlynur á börn-
in Sylvíu Ýri og Theodór Birni
með Elínu Ósk
Hjartardóttur.
Eftirlifandi sam-
býlismaður Auðar er
Magnús Ketilsson, f.
29. apríl 1951, hann
á fyrir tvo syni:
Svein Ingiberg, f. 31.
október 1970, og Ró-
bert Aron, f. 23. maí
1974, og barnabörn
Magnúsar eru Elín
Helga, Sveinn Fann-
ar, Magnús Ingi og Oliver Einar.
Auður bjó allt sitt líf í Reykja-
vík, meðal annars á Reynimel og
Ásenda. Frá árinu 1983 bjó hún í
Hæðargarði 4.
Auður útskrifaðist úr Fóstur-
skólanum árið 1974 og starfaði
ávallt við umönnun barna og fjöl-
skyldna, á Dalbraut, Vistheimili
barna Hraunbergi og við Stuðn-
inginn heim á vegum velferð-
arsviðs Reykjavíkurborgar.
Útför Auðar fór fram 3. janúar
2020 í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
Elsku mamma okkar hefur
kvatt okkur. Á þessum erfiðu tím-
um flæðir yfir okkur þakklæti yfir
þeim yndislegu minningum sem
við eigum um hana.
Mamma var hógvær, gjafmild
og hlý kona. Hún átti góða vini og
hélt mikilli tryggð við sitt fólk.
Hún tók vel á móti fólki með kaffi,
meðlæti og væntumþykju. Hún
var ávallt til taks þegar vantaði
aðstoð. Síðustu árin var hún dug-
leg að búa til múslí og hrökkkex
sem hún sendi ástvinum. Mamma
passaði alltaf upp á að barna-
börnin væru fallega klædd. Hún
fór ótal verslunarferðir til að
græja fatnað og leikföng fyrir
barnabörnin. Henni þótti ótrú-
lega vænt um að fá að dekra við
þau, leyfa þeim að gista hjá sér og
láta þeim líða eins og þau væru
eina fólkið sem skipti máli í heim-
inum.
Mamma var vanaföst og ef
henni líkaði við eitthvað þá varð
það að hefð. Það var til dæmis
alltaf lagt fyrir utan Versló þegar
leiðin lá í Kringluna því ökukenn-
arinn sagði að það væru fín stæði
og minna stress að leggja þar.
Með árunum mynduðust fallegar
hefðir. Hvort sem það var að fara
með barnabörnin í klippingu í
Mosfellsbæ, búa til sama jólaísinn
á hverju ári eða fara með alla á
jólaballið.
Mamma okkar var sterk kona
þó svo að ýmislegt hefði verið lagt
á hana í lífinu. Hún stóð alla tíð á
sínu og var alltaf til staðar. Hún
gerði allt fyrir okkur og sýndi
okkur ást sína með ýmsum hætti.
Arnar lék sér ungur mikið í
stiganum í Hæðargarðinum.
Mamma kom eitt sinn heim eftir
langan dag og steig á plastkrókó-
díl sem hann hafði skilið eftir.
Mamma varð sjaldan reið en í
þetta skipti tók hún krókódílinn
og fleygði honum í vegg svo hann
brotnaði. Morguninn eftir var
hún búin að laga krókódílinn með
stálbolta og á Arnar hann enn.
Hún sagði honum þessa sögu
mjög oft til þess að biðjast fyrir-
gefningar á skapinu í sér, annars
hefði hann sjálfsagt verið búinn
að gleyma þessu.
Hlynur man að hann var vak-
inn alla morgna með heitt kakó í
rúmið. Sem yngsta barn þá fékk
hann yfirleitt alltaf það sem hann
langaði í. Mamma bakaði auka-
sortir af smákökum, eldaði tví-
réttað eða pantaði íþróttaskó frá
Egilsstöðum fyrir litla strákinn
sinn.
Harpa fæddist alvarlega veik
og var á spítala sem ungbarn.
Mamma neitaði að fara frá henni
á spítalanum þó sú væri venjan og
á Harpa heilsu sína þrautseigju
hennar, ákveðni og staðfestu að
þakka. Hún var alltaf tilbúin að
gefa ómetanleg ráð yfir kaffibolla.
Dætur Hörpu tala um ömmulykt-
ina sem dvelur í ljúfum minn-
ingum.
Mamma kenndi okkur að koma
vel fram, taka hlýlega á móti fólki
og að vanda okkur. Af henni lærð-
um við nákvæmni, stíl, væntum-
þykju, þolinmæði, að stóla á okk-
ur sjálf en jafnframt að gæta þess
að hlúa að okkur. „Það passar
enginn upp á þig nema þú sjálf
(ur),“ átti hún til að segja þegar
við tókum okkur of margt fyrir
hendur í einu.
Elsku móður okkar erum við
ævinlega þakklát fyrir allar sam-
verustundirnar, staðfestu hennar
og hlýju, leiðandi hönd hennar í
gegnum æsku okkar og uppeldi,
sorgirnar sem við deildum og
góðu tímana sem við áttum
saman. Við munum aldrei gleyma
þér.
Þín börn,
Arnar, Harpa Rún
og Hlynur.
Elsku Auja systir kvaddi 26.
desember á afmælisdaginn minn.
Undanfarið hef ég rifjað upp
margar fallegar minningar um
hana sem mér þykir svo vænt um
og ég er svo þakklát fyrir að eiga.
Ég man svo vel þegar við
bjuggum í Karfavoginum og ég
var að byrja í skóla. Ég átti að fá
gömlu, notuðu skólatöskuna
hennar. Hún var alls ekki ánægð
með það og vildi að ég fengi nýja
skólatösku eins og hún hafði feng-
ið þegar hún byrjaði í skólanum.
Og hún fór og keypti handa mér
nýja skólatösku fyrir peninga
sem hún hafði unnið sér inn með
pössun. Þessi minning er svo
sterk og falleg af því að þetta
gladdi mig svo mikið. Ég man
ennþá hvernig litla fallega skóla-
taskan leit út og ég var svo stolt
þegar ég fór í skólann með hana á
bakinu.
Minnisstæðar eru notalegu
stundirnar þegar við bökuðum
saman smákökur og konfekt fyrir
jólin. Þá hittumst við yfirleitt
heima hjá mér og bökuðum sörur,
marsípankökur og fleira góðgæti.
Að ógleymdum skinkuhornunum
sem við lögðum mikinn metnað í
og börnin okkar elskuðu. Fyrir
þessi jólin ætluðum við líka að
hittast og baka skinkuhorn en
ekkert varð úr því þar sem heilsa
þín leyfði það ekki. Vikuna áður
en þú kvaddir nefndir þú við mig
að við yrðum að drífa í að baka
skinkuhornin áður en þú færir.
Þú barðist til síðustu stundar og
gafst aldrei upp vonina.
Á hverju ári milli jóla og nýárs
bauðstu mér og börnunum mín-
um á jólaball Frímúrara. Þetta
var ein af jólahefðunum okkar.
Og mikið skemmtum við við okk-
ur alltaf vel. Eftir að börnin okkar
uxu úr grasi tókum við barna-
börnin okkar með á Frímúrara-
ballið. Og núna í desember varstu
búin að nefna jólaballið við mig.
Minnisstæðar eru einnig allar
skemmtilegu sumarbústaðarferð-
irnar sem við fórum í með fjöl-
skyldur okkar ár eftir ár þar sem
börnin okkar nutu þess að vera
saman.
Barnabörnin þín sex, Úlfur,
Kolka, Sylvía, Theodór, Saga og
Iða, voru mjög hænd að þér og
nutu þess að vera með þér. Þú
varst svo góð við þau og alltaf að
kaupa eitthvað fallegt handa
þeim. Og þeim fannst svo gaman
að koma í næturgistingu til þín.
Stoltið og ánægjan skein af þér
þegar þú talaðir um þau og sýndir
mér myndir af þeim.
Þú varst líka alltaf svo góð við
börnin mín Hafdísi Björk, Jón
Árna og Örnu. Og þeim þykir svo
vænt um þig og eiga svo fallegar
og góðar minningar um þig.
Þú varst mikill fagurkeri og
hafðir gaman af því að kaupa þér
falleg föt og hafa fallega hluti í
kringum þig. Heimilið þitt var svo
fallegt og hlýlegt. Og þú varst
alltaf með puttann á púlsinum
hvað var í tísku.
Auja tókst á við erfið veikindi
af æðruleysi og reisn og við sem
fylgdumst með henni heyja bar-
áttu við krabbameinið dáðumst að
þeim styrk og þeim baráttuanda
sem hún hafði yfir að búa.
Elsku systir, ég þakka þér fyr-
ir allar góðu samverustundirnar
okkar og það er svo sárt að þurfa
að kveðja þig og sjá þig aldrei aft-
ur.
Guð geymi þig, elsku Auja mín.
Þín systir,
Sigríður (Sirrý).
Mig langar að minnast systur
minnar Auðar Tryggvadóttur
sem andaðist að morgni 26. des-
ember 2019 eftir erfiða en hetju-
lega baráttu við illvígan sjúkdóm.
Auður var í blóma lífsins þegar
sjúkdómurinn gerði vart við sig
og það er erfitt að horfa upp á
manneskju heyja baráttu við slík-
an sjúkdóm. Hún tókst á við sjúk-
dóminn af miklu hugrekki, æðru-
leysi og viljastyrk. Auja eins og
hún var kölluð hafði alltaf verið
mjög hraust og reglusöm, stund-
að líkamsrækt af kappi og hugsað
vel um sig. En það er ekki spurt
að því þegar kallið kemur.
Auja var elst okkar systkina.
Hún flutti tiltölulega snemma úr
foreldrahúsum eftir að hún
kynntist Óla manninum sínum.
Hún útskrifaðist frá Fósturskóla
Íslands árið 1974 og eignaðist
börnin sín þrjú, þau Arnar,
Hörpu og Hlyn. Hún lifði fyrir
börnin sín og barnabörnin sem
voru gullin hennar. Ekki má
gleyma hundunum sem skipuðu
síðar stóran sess í lífi hennar.
Auja starfaði lengst af hjá fé-
lagsþjónustu Reykjavíkurborgar
við úrlausn flókinna og erfiðra
vandamála sem reyndu oft á þol-
inmæðina. Þar nýttust hæfileikar
Auju sem voru manngæska og
náungakærleikur
Auja var glæsileg kona og bjó
yfir mikilli reisn. Hún hafði mörg
áhugamál og maður kom aldrei að
tómum kofunum hjá henni þegar
tískan var annars vegar. Hennar
áhugamál voru fjölskyldan, lík-
amsrækt og útivera auk tískunn-
ar. Auja var traustur vinur sem
gott var að leita til. Hún var sam-
viskusöm og hreinskilin. Hún tal-
aði um hlutina beint frá hjartanu,
umbúðalaust. Það var alltaf hægt
að treysta Auju. Það var alltaf
stutt í gleðina og húmorinn hjá
henni en samt var hún líka við-
kvæm. Hún mátti ekkert aumt sjá
og hafði ríka réttlætiskennd. Hún
gat verið ákveðin með sterkar
skoðanir og henni varð ekki auð-
veldlega snúið þegar hún hafði
tekið ákvörðun.
Það var alltaf svo gott að heim-
sækja Auju. Hún var alltaf tilbúin
að ræða öll heimsins vandamál og
gefa góð ráð. Hún tók alltaf vel á
móti manni með opnum örmum.
Eftir fráfall Óla, sem var henni
mikill harmur, gisti ég stundum í
Hæðargarðinum. Þar fjölgaði
samverustundunum okkar og við
ræddum mikið saman. Þá upplifði
ég það hversu mikið gæðablóð
hún systir mín var. Auja kynntist
síðar Magnúsi , sem reyndist
henni stoð og stytta síðar í lífinu.
Ég kveð systur mína með mikl-
um söknuði en minningin um
góða manneskju lifir áfram. Auja
verður alltaf með okkur. Ég færi
Arnari, Hörpu, Hlyn og Magga
mínar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Kveðja,
Tryggvi bróðir.
Elsku Auja mágkona mín.
18. desember sl. fannst mér líf-
ið óréttlátt og sérstaklega vegna
ástands þíns. Ég var hálftóm í
hjartanu og hjartað mitt var
ósköp lítið við þá tilhugsun að
vera hugsanlega að kveðja þig í
hinsta sinn þar sem ég var að fara
utan um jólin. Þú sýndir mér hvað
þú varst búin að gera heimilið þitt
fallegt enda mikil smekkmann-
eskja. En mikið varstu þreytt. Ég
vildi ekki að þú sæir mig gráta og
þess vegna ákvað ég að skrifa
þessar örfáu línur til þín núna.
Vonandi getur þú lesið þær hvar
sem þú ert. Þú ert búin að vera
mér sem systir og við höfum hleg-
ið saman og grátið saman og gert
skemmtilega hluti saman. Þú hef-
ur alltaf verið mér traust og alltaf
gat ég leitað til þín. Við kynnt-
umst eiginlega ekki fyrr en Óli
bróðir dó. Þá fór ég að umgangast
þig meira enda ég orðin eldri og
þroskaðri og traustari manneskju
var ekki að finna. Þú hefur alltaf
verið mér svo góð og yndisleg og
ég mun geyma þær minningar að
eilífu. Þú ert sterkasta kona sem
ég þekki og ég er svo stolt af þér
að taka veikindum þínum með
æðruleysi og um tíma með smá
von. En við veljum ekki lífið okk-
ar eða hvernig og hvenær við
kveðjum þessa jarðvist en ég hélt
alltaf í vonina. Okkur er bara út-
hlutað þessu eina lífi og vitum
aldrei hvað morgundagurinn ber í
skauti sér. Þú ert búin að vera
yndisleg mamma barnanna þinna
og þrátt fyrir sviplegan missi Óla
stóðst þú alltaf bein í baki. Ég er
stolt af þér fyrir það. Börnin þín
sýna það sem fyrir þeim var haft.
Öll yndisleg með tölu. Ég mun
svo sannarlega umvefja þau fyrir
þig og hugsa vel um þau og verða
barnabörnum þínum besta amma
Lóa frænka sem til er í heiminum
og halda minningu þinni á lofti.
Ég segi bara góða ferð, takk fyrir
allt og allt og ég bið að heilsa öll-
um í ljósinu. Ég veit að vel var
tekið á móti þér og ímynda mér að
nú hlaupir þú um berfætt á græn-
um grundum með Óla þér við hlið.
Elska þig að eilífu. Lífið lætur
okkur gráta, brosa og minnast.
Tárin þorna, brosin geta minnkað
en minningar lifa að eilífu
Loks beygði þreytan þína dáð,
Hið þýða fjör og augnaráð;
Sú þraut var hörð – en hljóður nú
Í hinsta draumi brosir þú.
(Jóhannes úr Kötlum)
Knúzzzzz inn í ljósið til þín frá
mér, Lóunni þinni.
Elsku Arnar, Hlynur, Harpa
Rún, Magnús og aðrir ættingjar,
ég votta ykkur mína dýpstu sam-
úð og ekki má gleyma fjórfætling-
unum Kolu og Pílu sem syrgja
„mömmu“ sína.
Hinsta kveðja,
Sigrún Lóa Sigurgeirsdóttir.
Elsku besta frænka mín.
Eins og ég sagði þér á Þorláks-
messu get ég ekki lýst því hvað ég
er leið yfir því að þessi barátta
hafi farið svona. Ég tók þátt í
henni með þér frá upphafi og þú
varst ótrúleg. Dugleg, jákvæð,
glöð og þakklát fyrir allt þitt. Við
fórum saman til Berlínar í að-
ventuferð desember 2016 stuttu
eftir að þú greindist og ég hefði
aldrei getað trúað því að þetta
færi svona. Þú hefur alltaf verið
stór hluti af lífi mínu og stutt mig
hvað mest þegar ég hef gengið í
gegnum erfiðleika og því reyndi
ég eins og ég gat að styðja þig.
Við töluðum oft um hvað við vær-
um heppnar með hvor aðra því
það er ekki algengt að vera í
svona nánu sambandi við móður-
systur sína alla tíð. Ég vil þakka
þér fyrir að vera mér alltaf svona
góð. Fyrir öll góðu ráðin varðandi
börnin mín. Fyrir að vera svona
góð við börnin mín. Fyrir allar ut-
anlandsferðirnar. Fyrir öll kaffi-
húsin. Fyrir að þola að sitja með
gargandi Sigríði Sól aftur í alla
leið upp í Kjós í sumar. Fyrir öll
jólaböllin. Fyrir alla tímana með
mér í Hreyfingu. Fyrir að koma
mér af stað í Hreyfingu. Fyrir að
passa Sigríði Sól svo ég kæmist
að hreyfa mig. Fyrir að pakka
mér inn á kvöldin í Hæðargarði
þegar ég var lítil. Og síðast en
ekki síst fyrir allt múslíið sem ég
náði aldrei að læra að gera alveg
eins og þú. Þú varst einstök og ég
mun sakna þín meira en orð fá
lýst. Ég kveð þig með bæninni
sem þú kenndir mér og lofa að
vera dugleg að kalla fólkið okkar
saman.
Kristur minn ég kalla á þig,
komdu að rúmi mínu.
Gæskuríkur geymdu mig
Guð í faðmi þínum.
(Höf. ók.)
Þín,
Hafdís.
Elsku pæjufrænka mín, mikið
er skrítið að þú sért ekki hjá okk-
ur lengur. Ég finn samt fyrir þér
á hverjum degi og hugsa alltaf til
þín. Sérstaklega þegar ég er að fá
mér hafragraut og í ræktinni. Þú
varst alltaf svo góð við mig og
alla. Þú varst gullmoli og hugs-
aðir svo vel um fólkið þitt og sama
hvernig heilsan var alltaf sendir
þú mann heim með eitthvað góm-
sætt. Og allar múslísendingarnar
til Noregs, mikið mun ég sakna
þeirra. Mér þykir mjög vænt um
allar ferðirnar til Spánar með þér
og mér fannst þú alltaf svo mikil
pæja. Takk fyrir að vera alltaf
svona góð við mig og fjölskylduna
mína. Við munum sakna þín og
hugsa hlýtt til þín á hverjum degi.
Arna Jónsdóttir.
Í bliki tára blessum minning þína,
hún björt við okkur alla tíð mun skína.
Rödd þín, ástin, brosið hlýja og bjarta
mun bústað eiga innst í okkar hjarta.
(GJM)
Svo sannarlega var brosið
hennar Auðar hlýtt og bjart og
henni fylgdi alltaf birta og ylur.
Hún hafði einstaklega ljúft og
gott viðmót.
Kynni okkar hófust þegar við
urðum nágrannakonur og með
börn á svipuðum aldri fyrir tæp-
um fjórum áratugum. Við þessar
tvær fjölskyldur vorum mikið
saman og áttum yndislegar og
gefandi stundir í matarboðum og
við leik og störf.
Svo kom reiðarslagið, Óli mað-
ur Auðar féll skyndilega frá og við
tók mjög sársaukafullt og erfitt
tímabil.
Auður vann alla sína starfsævi
hjá Reykjavíkurborg við umönn-
un barna sem áttu erfitt upp-
dráttar og tókst henni það ein-
staklega vel enda góðhjörtuð,
barngóð og samviskusöm.
Auður vinkona mín hugsaði vel
um sjálfa sig, var í leikfimi á
hverjum degi, vandaði mataræði
sitt og leit alltaf vel út og var
glæsileg og smart. Auður var ein-
staklega gjafmild og naut ég svo
sannarlega góðs af því. Hún
föndraði mikið og bakaði og þessu
Auður
Tryggvadóttir
Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu
okkur hlýhug, samúð og vináttu vegna
andláts elskulegs eiginmanns míns, föður
okkar, tengaföður og afa,
GUNNARS SIGURÐSSONAR
löggilds endurskoðanda.
Guðný Leósdóttir
Margrét Gunnarsdóttir
Guðrún Gunnarsdóttir Sigurður Gunnar Sveinsson
Þóra Gunnarsdóttir Matthías Einarsson
Hildur Gunnarsdóttir Héðinn Friðjónsson
Gunnar Atli, Signý, Einar Gunnar,
Kristín María, Andri Þór, Högni
og Elín Guðný
Útför ástkærs föður okkar, stjúpföður,
tengdaföður og afa,
PÉTURS SVEINBJARNARSONAR,
verður gerð frá Dómkirkjunni í Reykjavík
föstudaginn 24. janúar klukkan 13.
Guðm. Ármann Pétursson Birna Ásbjörnsdóttir
Auðbjörg Helga Guðmundsd.
Embla Líf Guðmundsdóttir Nói Sær Guðmundsson
Eggert Pétursson Malin Svensson
Freyja C. Eggertsdóttir Einar Pétur Lars Eggertsson
Friðrik Örn Hjaltested
Úlfhildur L. Friðriksdóttir Skorri Ísleifur Friðriksson
Óli Rafn Jónsson Valgerður Magnúsdóttir
Edda Sól Óladóttir Atli Þór Ólason
Elsku systir mín og frænka okkar,
SIGRÍÐUR HELGA SIGURÐARDÓTTIR
skólaritari,
verður jarðsungin frá Borgarneskirkju
mánudaginn 13. janúar klukkan 14.
Sigþrúður Sigurðardóttir
Sigurður Halldórsson Erla Helga Sveinbjörnsdóttir
Brynjúlfur Halldórsson Gunnar Jóhannesson
Elín Eir Jóhannesdóttir