Morgunblaðið - 11.01.2020, Page 46
46 DÆGRADVÖL
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020
60 ára Emilía ólst
upp í Reykjavík en
býr í Borgarnesi.
Hún er verslunar-
stjóri ÁTVR í Borgar-
nesi.
Maki: Gregor Junge,
f. 1966, múrari hjá
Steypustöðinni.
Börn: Sigurður Aðalsteinn Jónsson, f.
1980, Ingi Páll Jónsson, f. 1982, Ívar
Erlendsson, f. 1986, Þorsteinn Guð-
mundur Erlendsson, f. 1990, og Elías
Mar Erlendsson, f. 2002. Barnabörnin
eru orðin þrjú.
Foreldrar: Ingi Björgvin Þorsteinsson,
f. 1925, d. 2008, veghefilsstjóri hjá
Vegagerðinni, og Pálína Guðmunds-
dóttir, f. 1926, d. 1997, húsmóðir. Þau
voru búsett í Reykjavík.
Emilía Ingadóttir
Stjörnuspá
21. mars - 19. apríl
Hrútur Þú skalt gefa þér tíma til að íhuga
hvað þig langar í á þessu ári. Þú heyrir
fréttir af vinum og ýmislegt á eftir að ger-
ast tengt þeim.
20. apríl - 20. maí
Naut Þú þarft að huga að því hvernig þú
getur bætt aðstæður þínar. Mundu að aðr-
ir reiða sig á þig svo þú skalt takmarka þig
við það sem þú getur staðið við.
21. maí - 20. júní
Tvíburar Þú þarft á öllu þínu að halda til
þess að ljúka við það stóra verkefni sem
þú hefur tekið að þér. Reyndu að vera gott
foreldri.
21. júní - 22. júlí
Krabbi Kostnaður vegna bílaviðgerða og
tafir á samgöngum hafa reynt á þolin-
mæði þína síðasta mánuðinn. Ekki vera
tuðarinn á heimilinu.
23. júlí - 22. ágúst
Ljón Það er hyggilegt að líta um öxl og
læra af reynslunni. Mikil virðing er borin
fyrir þér hvar sem þú kemur.
23. ágúst - 22. sept.
Meyja Umburðarlyndi þitt hefur aukist og
þú finnur til velvildar í garð samferða-
manna þinna. Andlega sinnuð manneskja
opnar augu þín.
23. sept. - 22. okt.
Vog Þótt þú lendir í einhverju mótlæti um
skeið máttu ekki láta það á þig fá. Láttu
allar óþarfa áhyggjur lönd og leið og ein-
beittu þér að augnablikinu.
23. okt. - 21. nóv.
Sporðdreki Að reiða sig á þekktar aðferð-
ir og stytta sér leið gerir manni stundum
kleift að ná skjótari árangri. Taktu þér góð-
an tíma til að taka til og losa þig við drasl.
22. nóv. - 21. des.
Bogmaður Þú stendur frammi fyrir því að
vera sammála þeim sem þú síst vildir.
Vinnutími þinn er allt of langur.
22. des. - 19. janúar
Steingeit Náinn vinur þarfnast aðstoðar
þinnar en kann ekki við að biðja um hana
þar sem þú hafðir séð örlög hans fyrir.
Makinn vill fara sínu fram og gera það sem
honum sýnist.
20. jan. - 18. febr.
Vatnsberi Leitaðu að nýju fólki í liðið þitt.
Hugsaðu áður en þú talar og vertu viss um
að þú sért ekki að fara úr öskunni í eldinn.
19. feb. - 20. mars
Fiskar Gefðu þér tíma til að rétta fjárhag-
inn við og finna leiðir til þess að auka inn-
komuna. Ekki halda aftur af þér þegar
kemur að tilfinningum.
skipinu Dronning Alexandrine.
„Þetta var fyrsta ferð unglinga-
flokks í knattspyrnu sem farin var á
erlenda grund. Ferðin var ógleym-
anleg og ekki síst fyrir það að árang-
urinn var mjög góður og við urðum
landi og þjóð til sóma.“
Örn lék síðan með öllum yngri
flokkum KR og meistaraflokki KR
frá 1958 og varð Íslandsmeistari 4
sinnum árin 1959-1965 og 3 sinnum
bikarmeistari árin 1962-1964. Alls
lék hann 111 leiki með meistara-
flokki KR en hætti því miður að spila
aðeins 24 ára.
Örn var valinn í landslið Íslands
19 ára gamall og lék 8 landsleiki og
skoraði eitt mark gegn Noregi, í leik
sem tapaðist 2:1 árið 1959. Ein af
fyrstu símsendu myndunum til Ís-
lands var þegar hann heilsaði Frið-
riki IX. Danakonungi fyrir landsleik
Íslands og Danmerkur það sama ár
þar sem Danir gerðu jafntefli við Ís-
land 1:1. Þetta ár var gullaldar-
tímabil KR-inga því þeir unnu mótið
með fullu húsi stiga, og það sem
meira var, að í landsliðinu þetta ár
voru 7 KR-ingar. „Ég gleymi því
seint, þegar ég var sóttur til Kaup-
mannahafnar, þar sem ég starfaði,
til þess að spila leik í Íslandsmótinu
fyrir KR 1961, sem skar úr um það
„Knattspyrnan var auðvitað núm-
er eitt, tvö og þrjú hjá okkur félög-
unum. Við æfðum okkur á Fram-
nesvellinum frá morgni til kvölds og
ekkert annað komst að.“ Örn var
einn af þremur fyrstu gulldrengjum
knattspyrnuþrauta KSÍ þá 14 ára
gamall ásamt vinum sínum þeim
Þórólfi Beck og Skúla B. Ólafs.
Árið 1954 fór 3. flokkur KR í
keppnisferð til Danmerkur með
Ö
rn Steinsen er fæddur
11. janúar 1940, vestast
í Vesturbænum á Sól-
vallagötu 55, sem áður
hét Sellandsstígur 5.
Hann ólst þar upp til 21 árs aldurs.
„Í minningunni eru þetta gjöful og
yndisleg ár og margs að minnast frá
þeim tíma. Aðalleiksvæði okkar fé-
laganna var Framnesvöllurinn og
Selsvörin og öll óbyggð svæði þar í
kring. Ég man sérstaklega vel eftir
Pétri Hoffman sem bjó þar með
hinni einu sönnu Hunda-Mundu.
Hann var fyrir margra sakir alveg
einstakur „karakter“ og þjóðþekkt-
ur. Eitt sinn fór ég með honum í róð-
ur í góðu veðri til að vitja grásleppu-
netja. Allt gekk glimrandi vel en ég
þorði ekki fyrir mitt litla líf að segja
foreldrum mínum frá þessari sjóferð
því það hefði kostað sitt.
Sumarið 1953 fór ég í sveit að
Furubrekku í Staðarsveit, þá 13 ára,
og var þar yfir sumarið og þó að mér
hafi liðið mjög vel hjá þessum yndis-
legu hjónum neitaði ég að fara aftur,
aðallega vegna fótboltans.“
Örn lauk prófi frá Gagnfræða-
skóla Vesturbæjar og stundaði síðan
nám við Íþróttaskólann að Laugar-
vatni. Hann vann sem ungur maður
við ýmis störf en fór að vinna hjá
Flugfélagi Íslands í Kaupmanna-
höfn, sem sumarmaður árið 1961 og
fékk þar í sig ferðabakteríuna. Hann
hóf störf hjá „Lönd og leiðum“
ferðaskrifstofu árið 1962 og síðar hjá
Flugfélagi Íslands í Lækjargötu árið
1963, þar sem hann vann við far-
miðasölu í 10 ár. Árið 1974 varð hann
framkvæmdastjóri hjá Ingólfi í Út-
sýn til ársins 1986 þegar hann stofn-
aði Ferðaskrifstofuna Sögu ásamt
Pétri Björnssyni félaga sínum. Árið
1992 gerðist hann síðan auglýsinga-
stjóri hjá Iceland Review en árið
2000 tók hann við starfi fram-
kvæmdastjóra KR þar til að starfs-
ferlinum lauk árið 2007. Aukastörfin,
ef svo skyldi kalla, voru þau, að hann
starfaði sem knattspyrnuþjálfari
yngri flokka KR, unglingalandsliðs
drengja hjá KSÍ í 4 ár, og meistara-
flokks karla hjá Þrótti, Fram, Vík-
ingi og FH. Í allt voru þetta 18 ár
sem hann helgaði sig þjálfun.
hvort við yrðum Íslandsmeistarar
það sumar. Við unnum lokaleikinn á
móti Akurnesingum og þar með
mótið. Þetta eru allt frábærar minn-
ingar sem gleymast seint.“
Örn hefur hlotið gullmerki KR
ásamt gullmerki með lárviðarsveig
og Stjörnu KR. Hann hefur einnig
hlotið gullmerki ÍBR, KSÍ og KÞÍ.
Hann er einn af stofnendum Knatt-
spyrnuþjálfarafélags Íslands 1970
og Golfklúbbsins Odds í Urriðalandi.
Hann hefur setið í stjórn hinna ýmsu
deilda KR, verið formaður hús-
stjórnar KR 1996-2003, í stjórn
Kynnisferða og Félags ísl. ferða-
skrifstofa og formaður hússtjórnar
húsfélagsins Sléttuvegur 19,21 og 23
frá 2007 og fram á þennan dag.
Hann hefur starfað fyrir Oddfellow-
regluna frá árinu 1977 og verið í
stjórn sinnar stúku. Einnig var hann
einn af stofnendum Arnarklúbbsins
1992 sem er enn starfræktur og með
eigin kennitölu.
Helztu áhugamál Arnar í dag eru
sund, golf, ferðalög og stór-
fjölskyldan.
Fjölskylda
Eiginkona Arnar er Erna Guðrún
Franklín, f. 31.5. 1941, fv. fjármála-
stjóri. Foreldrar hennar voru hjónin
Stefán Benjamín Franklín, f. 23.3.
1907, 2.4. 1970, útgerðarmaður og
Guðrún Sigríður Guðmundsdóttir
Franklín, f. 4.12. 1912, d. 12.4. 2008,
hjúkrunarkona.
Börn Arnar og Ernu eru: 1) Arna
Katrín Steinsen, f. 27.12. 1962,
íþróttakennari, maki: Magnús Páls-
son, f. 17.5. 1964, íþróttakennari og
tölvunarfræðingur. Börn: Örn Rún-
ar, f. 1990, nemi í íþróttafræðum í
HR, Andri, f. 1992, þjónustustjóri
hjá DK og Erna Guðrún, f. 1997,
nemi í viðskiptafræði í HR. 2) Stefán
Þór, f. 9.3. 1967, viðskipta- og mark-
aðsfræðingur, er með meistaragráðu
í lögum og viðskiptum Evrópusam-
bandsins frá Viðskiptaháskólanum í
Árósum, maki: Edda Björk Guð-
mundsdóttir, f. 2.5. 1967, MBA.
Börn: Saga, f. 9.4. 1988, flugfreyja,
maki: Hans Kristjánsson arkitekt,
börn þeirra Magdalena Björk, f.
2012, og Móeiður María, f. 2018,
Örn Steinsen, fyrrverandi framkvæmdastjóri KR – 80 ára
Fjölskyldan Frá vinstri: Stefán Þór, Anna Guðrún, afmælisbarnið Örn,
eiginkonan Erna, Arna Katrín og Brynja Dögg.
Minningar sem gleymast seint
Landsleikur Örn heilsar Friðriki
IX. Danakonungi fyrir leik.
40 ára Anna Hera er
Reykvíkingur, ólst upp
í Breiðholti en býr í
Einholti. Hún er með
BS-gráðu í stærðfræði
frá HÍ og MS-gráðu í
hagnýtri stærðfræði
frá DTU í Kaupmanna-
höfn. Hún er stærðfræðikennari í Verzl-
unarskóla Íslands og sjálfstætt starfandi
danskennari og í Kramhúsinu.
Maki: Pawel Bartoszek, f. 1980, stærð-
fræðingur og borgarfulltrúi.
Börn: Ágúst Bartoszek, f. 2008, og
Ólafur Jan Bartoszek, f. 2012.
Foreldrar: Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, f.
1941, tónlistarkennari og leiklistarkenn-
ari, búsett í Rvík, og Björn Karlsson, f.
1950, d. 2017, kennari og leikari, síðast
áfengisfulltrúi.
Anna Hera Björnsdóttir
Til hamingju með daginn
Grindavík 10 Ósk Matthíasdóttir
fæddist 16. apríl 2019 kl. 10.48. Hún
vó 3.080 g og var 49 cm löng. For-
eldrar hennar eru Gerður Rún Ólafs-
dóttir og Matthías Örn Friðriksson.
Nýr borgari