Morgunblaðið - 11.01.2020, Qupperneq 49

Morgunblaðið - 11.01.2020, Qupperneq 49
ÍÞRÓTTIR 49 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020 Enn einu sinni mætast Íslend- ingar og Danir á stórmóti karla- landsliða í handbolta þegar flautað verður til leiks í Malmö í dag klukkan 17.15 að íslenskum tíma. Ekki auðveld byrjun fyrir okkar menn en ekkert verra svo sem að mæta Dönum í fyrsta leik fyrst liðið dróst gegn heims- og ólympíumeisturum á annað borð. Um tíma fannst manni eins og þessi lið gerðu furðu oft jafntefli. Íslenska liðið var búið að ofdekra mann með þeim hætti að manni þótti þau úrslit ekkert spes. Í dag myndi maður þiggja jafntefli fyrir hönd íslenska liðsins, þar sem Danir eru orðnir óþarflega góðir. Liðin gerðu jafntefli á EM í Sviss 2006 og aftur á Ólympíu- leikunum í Peking tveimur árum síðar. Í millitíðinni mættust þau í 8-liða úrslitum á HM 2007. Þá var einnig jafnt eftir venjulegan leiktíma en eftir tvær framleng- ingar höfðu Danir betur. Á þess- um árum og fram til 2010 má finna fimm vináttulandsleiki þessara liða þar sem jafntefli varð niðurstaðan. Við þetta má auðvitað bæta því að Danir náðu jafntefli á ótrúlegan hátt gegn Ís- lendingum í B-keppninni í Austurríki 1992. Tíðni jafntefla í leikjum liðanna er undarlega há en kannski verða leikir oft jafnir þegar taug er á milli þjóða og leikmanna. Síð- ustu árin hafa liðin mæst á stór- mótum af og til. Þá hafa Danir haft betur og unnið nokkuð örugga sigra. Því þarf að breyta. Ég á þó ekki von á því að sú verði raunin í dag enda er ís- lenska liðið enn í uppbygging- arferli. En ég væri forvitinn að vita hvernig leikur á milli þessara þjóða myndi fara eftir tvö til þrjú ár. Ef ég hefði aðgang að göml- um gráum DeLorean myndi ég kanna málið. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is HANDBOLTI EM karla 2020 B-RIÐILL, Vín: Tékkland – Austurríki ......................... 29:32 Norður-Makedónía – Úkraína ............ 26:25 Staðan: Austurríki 1 1 0 0 32:29 2 N-Makedónía 1 1 0 0 26:25 2 Úkraína 1 0 0 1 25:26 0 Tékkland 1 0 0 1 29:32 0 D-RIÐILL, Þrándheimi: Frakkland – Portúgal .......................... 25:28 Noregur – Bosnía ................................. 32:26 Staðan: Noregur 1 1 0 0 32:26 2 Portúgal 1 1 0 0 28:25 2 Frakkland 1 0 0 1 25:28 0 Bosnía 1 0 0 1 26:32 0 F-RIÐILL, Gautaborg: Svíþjóð – Sviss...................................... 34:21  Kristján Andrésson þjálfar Svíþjóð. Slóvenía – Pólland ................................ 26:23 Staðan: Svíþjóð 1 1 0 0 34:21 2 Slóvenía 1 1 0 0 26:23 2 Pólland 1 0 0 1 23:26 0 Sviss 1 0 0 1 21:34 0 Grill 66 deild kvenna Fylkir – Fjölnir..................................... 22:25 Víkingur – HK U .................................. 23:34 Fram U – FH........................................ 28:26 Staðan: Fram U 12 12 0 0 403:278 24 FH 12 9 1 2 335:266 19 Selfoss 12 8 2 2 280:258 18 Grótta 11 7 1 3 276:255 15 ÍR 11 7 0 4 286:266 14 Valur U 12 6 1 5 323:304 13 ÍBV U 11 4 1 6 275:276 9 Fjölnir 12 4 0 8 287:325 8 Stjarnan U 11 3 1 7 267:309 7 HK U 12 3 1 8 296:349 7 Fylkir 12 3 0 9 236:269 6 Víkingur 12 0 0 12 270:379 0 EM 2020 Kristján Jónsson kris@mbl.is Björgvin Páll Gústavsson undirbýr sig nú fyrir sitt þrettánda stórmót með íslenska landsliðinu í hand- knattleik. Markvörðurinn litríki kom inn í landsliðið, nokkuð óvænt, fyrir Ólympíuleikana í Peking árið 2008. Hefur síðan þá haldið stöðu sinni að mestu. Í það minnsta hefur hann ekki misst af stórmóti síðan þá ef Ís- land hefur á annað borð verið þar með keppnisrétt. „Ég er ekki sjálfur með þessar tölur á hreinu og velti því lítið fyrir mér. Í hvert skipti er nýtt ævintýri. Á síðasta stórmóti var ég elsti leik- maður íslenska liðsins en nú bara fjórði elsti maður liðsins. Það er skrítinn staðreynd og viss nostalgía í því að Alexander [Petersson] sé kominn aftur í hópinn. Ég vil því meina að ég yngist með hverju mótinu. Eftir fimm til sex ár verð ég aftur orðinn yngstur og farinn að sjá um boltapokann,“ sagði Björgvin léttur þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær en yngstu menn í lands- liðinu sinna ýmsum verkum eins og að tína saman boltana. Spurður hvort hann hafi alltaf jafn mikla ánægju af landsliðsverkefnum segir Björgvin svo vera. „Ég hef það. Síðustu mánuðina minnkaði ánægjan í handboltanum yfir höfuð en það tengist meira mín- um andlegu málum. En maður brennur alltaf fyrir landsliðið og það skemmtilegasta sem maður gerir er að spila fyrir landsliðið. Þegar ég byrjaði í handbolta 8 ára gamall var það út af landsliðinu og stórmót- unum. Ekkert er skemmtilegra en að klæða sig í búninginn og spila fyr- ir land og þjóð. Þegar vel gengur er geggjað að geta glatt fólk heima í vonda veðrinu.“ Óhætt er að segja að EM byrji með látum hjá Íslendingum að þessu sinni því í dag mætast Ísland og Danmörk í Malmö. Þegar þessar þjóðir mætast er ávallt eftirvænting í loftinu og nú bregður svo við að Danir eru núverandi heims- og ól- ympíumeistarar. Fara þarf vel af stað „Það þarf ansi margt að ganga upp hjá okkur til að vinna og við þurfum að eiga toppleik á öllum svið- um. Þeir eru að leita að hinni heilögu þrenningu ef svo má segja með því að vinna EM. Við erum því að fara í svakaleik og virkilega erfitt verk- efni,“ sagði Björgvin en fyrsti leikur á stórmóti er ávallt svolítið sér- stakur hvað varðar spennustig og fleira. „Já, tilhlökkunin er alltaf mikil og hún byggist smám saman upp. Þeg- ar landsliðið kemur saman þá er mikið hugsað um fyrsta leikinn. Mikilvægt er að fara vel af stað í svona móti. Hvort sem fyrsti leikur vinnst eða ekki þá getur góð spila- mennska gefið fyrirheit um það sem koma skal. Í þetta skiptið mætum við besta liði heims í fullri 13 þúsund manna höll. Þótt þúsund Íslendingar styðji okkur verður höllin ansi rauð á morgun enda Danir nánast á heimavelli í Malmö,“ sagði Björgvin og vísar þar vitaskuld í hversu stutt er frá höfuðstaðnum Kaupmanna- höfn yfir til Malmö. Björgvin leikur með Skjern í Danmörku og segist ekki hafa orðið var við annað en að Danir beri virðingu fyrir Íslend- ingum á handboltasviðinu enda hafa þjóðirnar ósjaldan glímt á hand- boltavellinum í gegnum áratugina. „Þetta er auðvitað frændþjóð okk- ar og tengingarnar á milli þessara liða eru margar. Við höfum oft lent á móti þeim í keppnum og ofan á það eru vináttuleikirnir orðnir margir. Stór hópur mun koma frá Skjern til að kíkja á mig og Elvar [Örn Jóns- son]. Ég held að það verði ágætis bræðrabandalag í stúkunni á milli Íslendinga og Dana. Vonandi verða læti í Íslendingum á áhorfendapöll- unum sem mótvægi við þessa 12 þúsund Dani. Breiddin mikil hjá Dönum Spurður um hvort langt sé síðan íslenski hópurinn fór að kortleggja danska liðið segir Björgvin að sú vinna hafi hafist fyrr hjá þjálfara- teyminu en leikmönnum. Íslensku leikmennirnir þekki hins vegar þá dönsku mjög vel. „Þó nokkuð er síðan þjálfararnir byrjuðu að skoða þá. Við þekkjum auðvitað vel til Dana. Þeir eru ekki með mörg ný nöfn á leikmannalist- anum og þeir sem eru að koma inn nýir eru leikmenn sem ég kannast við frá dönsku deildinni. Ekki þarf að kynna menn eins og Mikkel Han- sen sérstaklega fyrir handbolta- áhugafólki. En einn mesti styrkur Dana um þessar mundir er hversu mikla breidd þeir eru með í sínum leikmannahópi. Morten Olsen hefur setið mikið á bekknum í undirbún- ingsleikjum þeirra en hefur verið einn sá besti í þýsku bundesligunni í vetur. Þeir eiga því mörg vopn sem hægt er að grípa til. Vonandi náum við að finna blöndu sem getur komið Dönum í vandræði á morgun [í dag]. Það væri draumur,“ sagði Björgvin enn fremur við Morgunblaðið. „Höllin verður ansi rauð“  Íslendingar hefja leik á EM í dag gegn heims- og ólympíumeisturunum  Þrettánda stórmót Björgvins  Var elstur í fyrra en er nú sá fjórði elsti Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Reynsla Björgvin Páll Gústavsson er einn af reynslumestu leikmönnum ís- lenska liðsins en hann er að taka þátt í sínu þrettánda stórmóti með Íslandi. EM 2020 Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Fimm ár eru liðin síðan Íslendingar og Danir hafa mæst á stórmóti karla í handknattleik. Það var í Doha í Katar í janúarmánuði 2015 þegar liðin áttust við í sextán liða úrslitum og Danir höfðu betur, 30:25. Með þeim leik lauk þátttöku ís- lenska liðsins á mótinu en Danir héldu áfram og höfnuðu að lokum í fimmta sæti eftir að hafa fallið naumlega út gegn Spánverjum í átta liða úrslitum. Frá þeim tíma hefur dregið í sundur með liðunum. Danir hafa verið nær ósigrandi síðustu ár. Þeir eru ríkjandi heims- og ólympíu- meistarar, unnu einmitt síðarnefnda titilinn undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar árið 2016 og eru eitt þeirra liða sem eru líklegust til að fara alla leið á mótinu. Á meðan hefur Ísland endað í ell- efta og fjórtánda sæti á tveimur heimsmeistaramótum og ekki kom- ist í milliriðil á tveimur Evrópu- mótum. Danir hafa því líklega sjaldan eða aldrei þótt sigurstranglegri í leik gegn Íslendingum á stórmóti en fyrir leikinn í Malmö í dag, sem hefst klukkan 17.15 að íslenskum tíma. Þegar flautað verður til leiks verður viðureign Ungverja og Rússa, hinna tveggja liðanna í riðl- inum, nýlokið í sömu höll. Sá leikur hefur að sjálfsögðu gríðarlegt vægi en Ísland mætir Rússlandi á mánu- dag og Ungverjalandi á miðvikudag. Aðeins tvö liðanna komast áfram í milliriðil og því verður nánast hvert einasta mark mikilvægt í öllum sex viðureignunum þeirra á milli í riðl- inum. Ef allt fer eftir bókinni vinna Dan- ir þægilegan sigur í E-riðlinum en innbyrðis leikir Íslendinga, Rússa og Ungverja ráða úrslitum um annað sætið. Takist hinsvegar íslenska lið- inu að koma Dönum í opna skjöldu í dag mun sú staða gjörbreytast. Það er vel þekkt frá stórmótum að sterku liðin hiksti í byrjun en séu síðan illviðráðanleg, rétt eins og þegar Króatar urðu heimsmeistarar árið 2003 eftir að hafa tapað fyrir Argentínu í fyrstu umferðinni. Þetta er í fimmtánda sinn sem Ís- land og Danmörk mætast á EM, HM eða Ólympíuleikum frá árinu 1961 en Danir hafa unnið níu af fjórtán viðureignum til þessa. Ísland hafði síðast betur í mótsleik á EM í Aust- urríki árið 2010, sigraði 27:22 í leik sem kom liðinu heldur betur á sig- urbraut og það stóð að lokum uppi með bronsið. Danir unnu hinsvegar stórsigra í leikjum þjóðanna á HM 2013 (36:28) og EM 2014 (32:23), auk áðurnefnds leiks í Katar 2015. Ísland hefur aðeins unnið Dani þrisvar í þessum fimmtán móts- leikjum. Árið 2010, og svo var það stórsigurinn, 25:16, á HM í Sviss 1986 og 27:22 á HM í Svíþjóð 1993. Liðin skildu jöfn í tveimur gríð- arlegum spennuleikjum, 28:28 á EM 2006 í Sviss og 32:32 á Ólympíu- leikunum í Peking. Þá er ónefndur magnaður leikur liðanna í átta liða úrslitum HM í Þýskalandi árið 2007 þegar Danir sigruðu 42:41 eftir framlengingu og Ísland missti á grátlegan hátt af sæti í undan- úrslitum. Margt hefur breyst á fimm árum  Ólympíu- og heimsmeistarar Dana mæta sigurstranglegir til leiks gegn Íslandi í Malmö í dag  Þrír sigrar Íslands í fjórtán mótsleikjum gegn Danmörku, síðast 2010 Katar Alexander Petersson og Mikkel Hansen í síðustu viðureign Íslands og Danmerkur á stórmóti árið 2015. Þeir mætast aftur í Malmö í dag. Morgunblaðið/Golli

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.