Morgunblaðið - 11.01.2020, Page 51

Morgunblaðið - 11.01.2020, Page 51
MENNING 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020 „Lof mér að falla er virkilega flott og vel leikin mynd sem smýgur inn undir húðina,“ skrifar Thomas Brunstrøm kvikmyndagagnrýnandi BT og gefur Lof mér að falla, sem nýverið var frumsýnd í Danmörku, fimm stjörnur af sex mögulegum. Brunstrøm hrósar Baldvini Z leik- stjóra myndarinnar fyrir að reyna ekki að beita rassvasasálfræði til að skýra fíkniefnanotkun Magneu. „Tilviljanir og litlar rangar ákvarð- anir varða leiðina á botninn.“ Nanna Frank Rasmussen rýnir Politiken gefur myndinni fjögur hjörtu af sex mögulegum. „Áhorf- endur engjast um í sætinu vegna vanlíðunar. [] Það er erfitt að horfa á þetta. Fíknaefnanotkun er ekki falleg og á ekki að lýsa með róm- antískum hætti. En myndin má heldur ekki verða ofbeldisfull í sjálfu sér með ofgnótt atburða á mörkunum,“ skrifar Rasmussen og fer lofsamlegum orðum um frammistöðu Elínar Sifjar Hall- dórsdóttur í hlutverki Magneu. „Þetta er grimm og óvægin mynd um fíkniefnaneyslu ungmenna sem hristir upp í manni, en hún er næst- um of yfirþyrmandi til þess að áhorfendur geti jafnað sig og kunn- að að meta myndina,“ skrifar Jacob Wendt Jensen hjá Jyllands-Posten og gefur þrjár stjörnur. Mynd sem „smýgur inn undir húðina“ Stilla Úr kvikmyndinni Lof mér að falla. Dómstóll í París hefur komist að þeirri niðurstöðu að kvikmynda- leikstjóranum Luc Besson hefði verið óheimilt að reka aðstoðar- konu sína meðan hún var í veikindaleyfi. Besson og framleiðslufyrirtæki hans, EuropaCorp, var dæmt til að greiða konunni ríflega fjórar millj- ónir íslenskra króna í skaðabætur og lagakostnað að auki. Konan, sem hóf störf hjá Besson 2015 og starf- aði í fjögur ár segir að Besson hafi komið fram við hana eins og þræl. Fjórir læknar, þeirra á meðal einn frá EuropaCorp, mátu hana óvinnu- færa vegna veikinda. Hún var í veikindaleyfi í 13 mánuði eftir upp- sögnina. Ólögleg uppsögn í veikindaleyfi Luc Besson Tilkynnt hefur verið hvaða tíu leik- arar eru valin rísandi stjörnur eða „Shooting Stars“ á alþjóðlegu kvik- myndahátíðinni í Berlín í ár. Tíma- ritið Variety birtir nöfnin og meðal þeirra er eistneski leikarinn Pääru Oja sem valinn er fyrir frammi- stöðu sína í kvikmyndinni Mihkel í leikstjórn Ara Alexanders Ergis Magnússonar þar sem hann fór með titilhlutverkið. Myndin fékk ís- lenska titilinn Undir halastjörnu. Á hverju ári velur European Film Promotion (EFP) tíu unga og efni- lega evrópska leikara sem fá við- urkenningu á kvikmyndahátíðinni. Dómnefndin var í ár skipuð Lucy Bevan frá Bretlandi, Dome Karu- koski frá Finnlandi, Katarinu Krna- cova frá Slóvakíu, Vessel Kazakova frá Búlgaríu og Rudiger Sturm frá Þýskalandi. Kvikmyndahátíðin í Berlín verður haldin í 70. sinn 20. febrúar til 1. mars. Mikhel Undir halastjörnu. Pääru Oja rísandi stjarna í Berlín ICQC 2020-2022 Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is LOKAKAFLINN Í SKYWALKER SÖGUNNI F ROM T HE D I R E C TOR OF S K Y FA L L TILNEFNINGAR TIL BAFTA VERÐLAUNA9 Arkitektafélag Íslands og Hafnar- borg standa fyrir málstofu um Guð- jón Samúelsson arkitekt í Hafnar- borg, menningarmiðstöð Hafnar- fjarðar, í dag frá kl. 11 til 13. Fjallað verður um Guðjón, verk hans skoðuð og metin af fimm þátt- takendum sem kynnst hafa bygg- ingarlist hans í störfum sínum á ýmsum sviðum, að því er segir í til- kynningu. Í Hafnarborg hefur stað- ið yfir sýning á verkum Guðjóns sem lýkur á morgun. Frummælendur á málstofunni verða arkitektarnir Guðni Valberg, Sigurður Einarsson, Sigríður Magnúsdóttir, Sigríður Björk Jóns- dóttir, byggingarlistsagnfræðingur og skipulagsfræðingur, og Pétur H. Ármannsson, arkitekt og annar sýningarstjóri sýningarinnar. Fundarstjóri verður Ágústa Kristó- fersdóttir, forstöðumaður Hafnar- borgar og hinn sýningarstjóri sýn- ingarinnar. Í lok málstofunnar verða umræður milli frummælenda og gesta sem Ágústa mun stýra. „Guðjón Samúelsson er án efa einn áhrifamesti arkitekt landsins og eru verk hans fyrir löngu orðin kennileiti um landið allt. Guðjón lék einnig lykilhlutverk í skipulagi höf- uðborgarinnar og þar af leiðandi nútímavæðingu hennar. Hinn 20. apríl næstkomandi verða liðin 100 ár frá því að Guðjón Samúelsson tók við starfi húsameistara ríkisins. Réttu ári fyrr lauk hann háskóla- námi í arkitektúr, fyrstur Íslend- inga,“ segir í tilkynningu frá Hafn- arborg og að í tilefni síðustu sýningarhelgarinnar verði einnig boðið upp á leiðsagnir um sýn- inguna með sýningarstjórum. Hún fer fram í dag og á morgun kl. 14. Málstofa og leiðsagnir Morgunblaðið/Árni Sæberg Sýningarstjórar Pétur H. Ármannsson arkitekt og Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar. Þau munu veita leiðsagnir og taka þátt í mál- stofu um Guðjón í Hafnarborg í dag. Sýningunni lýkur eftir helgi. Flæði er heiti samsýningar kvenna sem allar hafa tengingu við Borgar- fjörð og verður opnuð kl. 13 í Safna- húsi Borgarfjarðar í Borgarnesi. Er það fyrsta samsýning hópsins sem einnig kallar sig Flæði en í honum eru átta konur sem hittast reglulega og mála saman. Allar hafa þær lært í Myndlistarskóla Kópavogs hjá De- rek Mundell og einnig sótt önnur námskeið hér á landi og erlendis. „Hópurinn hefur heillast af vatns- litum og töfrum þeirra þegar litur og vatn flæða saman. Vatnslitir eru krefjandi miðill sem erfitt er að stjórna en glíman við þá leiðir mann að endalausum möguleikum. Efni sýningarinnar er, eins og heiti henn- ar gefur til kynna, flæði vatns, lita og myndefnis,“ segir í tilkynningu. Sýnendur eru Fríða Björg Eðvarðs- dóttir, Guðrún Steinþórsdóttir, Rósa Traustadóttir, Sesselja Jónsdóttir, Sigríður Ásgeirsdóttir, Svanheiður Ingimundardóttir, Þorbjörg Krist- insdóttir og Þóra Mínerva Hreið- arsdóttir. Eftir opnunardaginn er sýningin opin alla virka daga frá kl. 13 til 18 og um helgar samkvæmt sam- komulagi sem þá verður auglýst sér- staklega. Hún stendur til 18. febr- úar. Flæði vatns, lita og myndefnis Hópurinn Konurnar átta sem opna sýn- ingu saman í Safnahúsi Borgarfjarðar. Uppistandshóp- arnir VHS, Fyndnustu mínar og grínistinn Jakob Birgis koma saman í Tjarnarbíói í kvöld kl. 20 og verða með uppi- stand. Munu uppistandararnir prufukeyra nýtt gamanefni á gestum. VHS er skip- aður Villa Neto, Stefáni Ingvari Vigfússyni og Hákoni Erni Helga- syni. Fyndnustu mínar er skipaður Lóu Björk Björnsdóttur, Rebeccu Lord Scott og Salvöru Gullbrá Þór- arinsdóttur. Jakob Birgis gerði það gott í fyrra með uppistandi og sýnir um þessar mundir Allt í gangi í Tjarnarbíói með Jóhanni Alfreð. Nýtt ár og nýtt grín í Tjarnarbíói Jakob Birgisson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.