Morgunblaðið - 11.01.2020, Síða 52
Seinni bylgja íslenska
rappsins lemst enn utan í
klappir. Hvenær fjarar
bylgjan út, eða á slíkt
kannski ekki við lengur?
TÓNLIST
Arnar Eggert Thoroddsen
arnareggert@arnareggert.is
Reiknað hefur verið út að með-allíftími tónlistarsena erjafnan þrjú ár, oft minna.
Með tilheyrandi uppgangi, toppi og
svo niðurtúr. Fyrri bylgja íslenska
rappsins stóð frá ca. 2000-2003 en sú
seinni, sem hófst 2015 með kröftug-
um frumburði Gísla Pálma er enn í
gangi. Hvað veldur? Ástæðan fyrir
því að rappið er enn yfir og allt í
kring, meira og minna, er sú að það
er ekki hægt að nota senu-hugtakið
yfir það með fullnægjandi hætti
lengur. Rapp er í dag vinsælasta
dægurtónlistarform heims, og að
það sé að leggjast í lægð er jafn lík-
legt og að rokkið hverfi. Ég veit um
margt fólk á mínum aldri sem bíður
sárbænandi eftir því að rappið hypji
sig og mér þykir því leitt að færa
ykkur þessar (hörmungar)fréttir.
Á meðan fyrsta bylgjan var til-
tölulega eintóna hvað stíl varðar,
mikið til strákar að máta sig við er-
lendar klíkufyrirmyndir, er fjöl-
breytnin þónokkur í seinni bylgj-
unni. Hún er líka mun sýnilegri á
almennum markaði, sem helst í
hendur við þróun erlendis. Árið
2001 hefði það verið óhugsandi að
Rottweilerhundar gætu nýtt sér
kostunaraðila, fyllt tónleikahallir og
runnið svo mjúklega inn í megin-
strauminn eins og raunin hefur
verið. Flóni, Joey Christ, Aron Can,
Emmsjé Gauti, svo ég nefni dæmi,
þetta eru listamennirnir sem mynda
þá tón- og hljóðmynd sem yngri
hlustendur ganga um í. Þeir eiga
hringitónana, myndböndin, dag-
útvarp (upp að vissu marki) og, sem
er tímanna tákn, streymið.
Eins og segir, íslenska rappið
tekur á sig margar myndir í dag.
Stelpurnar (ósýnilegar fyrir fimm-
Staða íslensks rapps í dag
Séður Herra Hnetusmjör veit upp á hár hvað hann er að gera.
tán árum) halda uppi
merkjum tilrauna-
mennsku og pólitísks
boðskapar. Countess
Malaise átti t.d. sterka
plötu á síðasta ári og
sérstaklega Cell7, sem
gaf út frábæra plötu sem
dansaði á mörkum popps
og rapps. Flóni og Joey
Christ gáfu út stórar
plötur, það form hentar
íslenskum röppurum oft
illa virðist vera (of mikið
af uppfyllingarefni) en
báðir áttu sterka smelli.
Herra Hnetusmjör, sem er með ólík-
indum vinsæll og í einstakri stöðu
hérlendis, viðheldur henni en líkt og
Emmsjé Gauti er hann naskur
markaðsmaður og keyrir sinn feril
án þess að blikna; dúndrar út
klúbbavænu rappi, hnetusmjöri í
krukkum eða jólalagi með Bó og allt
rennur þetta eftir sömu línunni ein-
hvern veginn.
Þegar senur verða
stórar líður ekki á löngu
þar til útvatnaðar af-
urðir láta á sér kræla.
Einslags skuggamyndir
af því sem er móðins,
sjarmalaus tónlist og
tómleg. Íslenska rappið
er auðvitað engin
undantekning og
ógrynni af þessum lista-
mönnum fylla nú Spotify
og aðrar veitur. Ég nefni
þá hins vegar ekkert sér-
staklega. Ég hafði hins
vegar gaman af 24/7 á síð-
asta ári, Elli Grill var líka sterkur að
vanda og plata Krabba Mane olli því
að maður sperrti upp eyrun. Þar er
„eitthvað“. KEF Lavík héldu þá
áfram ótrúlegri textareið sinni og
platan Eyðibýli, með Hauki H, er
krúttleg. Samansull af gömlum stíl-
um, hljómar á köflum eins og týnt
sólóverkefni frá Wu-Tang.
Eitt sem ég furða mig á er, hvar
er trappið? Trappið er málið í dag
og heimakokkaðar útgáfur af þess-
ari stefnu, sem á rætur í Atlanta,
eru að poppa upp um allan heim.
Aron Can ýjaði að þessu, Flóni próf-
aði þetta, Yung Nigo drippin‘ er
svona næstum því þar, með naum-
hyggjulega drafrappinu sínu. En
hreinræktað trapp, ég lýsi hér með
eftir því.
Tek það að lokum fram, reynsl-
unni ríkari, að þetta var ekki hugs-
að sem upptalningargrein og ef ein-
hver rapparinn hváir við lesturinn
er það vegna þess að annaðhvort a)
gleymdi ég honum, b) mér hugnast
hann ekki eða c) hann var óþarfur
fyrir þær röksemdir sem ég er að
bera á borð, þó að tónlistin hans sé
stórkostleg. Pís át!
» Þeir (rappararnir)eiga hringitónana,
myndböndin, dagútvarp
(upp að vissu marki) og,
sem er tímanna tákn,
streymið.
52 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 2020
Fjögur ár voru í gær liðin frá því
breski tónlistarmaðurinn David
Bowie lést aðeins 69 ára að aldri
eftir stutta baráttu við lifrar-
krabbamein. Í tilefni dagsins fengu
300 aðdáendur tónlistarmannsins í
Bresku geimmiðstöðinni í Leicester
að sjá áður ósýnt myndefni með
Bowie sem tekið var upp 1998. Í
frétt BBC um málið kemur fram að
myndefnið, sem spanni um 30 mín-
útur, hafi legið óhreyft í geymslu
De Montfort-háskólans í Leicester.
Martin Richardson, vinur og sam-
starfsfélagi Bowies, tók efnið upp
til að búa til heilmyndina af Bowie
sem fylgdi um 500.000 eintökum af
plötunni Hours sem út kom 1999. Á
upptökunum, sem klipptar hafa
verið saman, má sjá Bowie ganga í
átt að myndavélinni og stilla sér
upp í ýmsar stellingar.
Í vikunni bárust jafnframt fréttir
af því að von væri á tveimur nýjum
plötum með upptökum Bowies.
Samkvæmt frétt The Guardian er
annars vegar um að ræða plötuna
Is It Any Wonder? sem inniheldur
áður óútgefnar upptökur með Bow-
ie og hins vegar ChangesBowie-
Now sem inniheldur upptökur frá
1996 af æfingu fyrir tónleika Bow-
ies í Madison Square Garden í til-
efni af 50 ára afmæli tónlistar-
mannsins. Ekki liggur fyrir hvaða
lög verða á Is It Any Wonder? en
fyrsta lagið af plötunni, „The Man
Who Sold the World“, fór í spilun 8.
janúar, en þann dag hefði Bowie
orðið 73 ára hefði hann lifað. Báðar
plötur eru gefnar út hjá Parlo-
phone Records. Dánarbú Bowies á
allar upptökurnar.
Í fréttinni kemur fram að stuttu
eftir andlát Bowies hafi salan á
plötum hans aukist um 5.000% í
Bandaríkjunum. Í vikunni sem
hann lést seldust 682.000 plötuein-
tök og samkvæmt Spotify-streymis-
veitunni jókst hlustun á tónlist hans
um 2.700% fyrstu klukkutímana
eftir andlátsfréttina.
Von á tveimur plöt-
um með Bowie í ár
Áður ósýnt myndefni opinberað
AFP
Vinsæll David Bowie árið 1990 að
kynna tónleikaferð um heiminn.