Morgunblaðið - 11.01.2020, Síða 56

Morgunblaðið - 11.01.2020, Síða 56
HEYRNARSTÖ‹IN Kringlunni • Sími 568 7777 • heyra.is Hlustaðu á hjartað þitt Beltone Trust ™ Beltone Trust™ heyrnartækin gera þér kleift að heyra jafn- vel minnstu smáatriði – sem stundum reynast þau mikil- vægustu. Við hjá Heyrnarstöðinni leggjum allan okkar metnað í að veita góða þjónustu og bjóða upp á hágæða heyrnartæki. Komdu í ókeypis heyrnarmælingu og fáðu heyrnar- tæki lánuð til reynslu. Þórunn Bára Björnsdóttir opnar sýn- inguna Surtsey – Mávaból í Menningarhús- inu Hofi í dag. Þórunn vinnur með náttúru- skynjun og er umhugað um samband manns við náttúru og telur að listin hafi hlut- verki að gegna við að hvetja fólk til að umgangast náttúruna af hugul- semi og virðingu. Verkunum í Hofi er ætlað að lyfta upp tilvist smárra en mikilvægra plantna úr vistkerf- inu svo sem fléttum og mosum og einnig þeim íslensku plöntum sem hafa náð að festa rætur á hrjóstr- ugu landi og við þekkjum og okkur þykir vænt um. Opnar sýningu í Hofi LAUGARDAGUR 11. JANÚAR 11. DAGUR ÁRSINS 2020 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.150 kr. Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr. PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Ísland mætir Danmörku í fyrsta leik liðanna á Evrópumóti karla í hand- knattleik í Malmö klukkan 17.15 í dag en þetta er fyrsta viðureign þjóðanna á stórmóti frá árinu 2015. Björgvin Páll Gústavsson landsliðs- markvörður er á leið á sitt þrett- ánda stórmót með landsliðinu og segir að íslenska liðið þurfi að eiga toppleik á öllum sviðum til að geta unnið Dani. »49 Þurfum að eiga topp- leik á öllum sviðum Mikael Lind heldur tónleika í Mengi í kvöld kl. 21. Lind hefur gefið út fjölda platna með til- raunakenndri sveimtónlist og í fyrra samdi hann tónlist með fiðluleikaranum og tónskáldinu Hoshiko Yamane úr hljómsveitinni Tangerine Dream og kom hún út á plötunni Spaces in Between. Þeirri útgáfu verður fagnað í kvöld og mun Mikael koma einn fram en fiðluleikur Yamane verða settur í „granular“ hljóð- gervla og klipptur í sundur. Einnig verður sýnd vídeólist eftir Rakel Jóns- dóttur með dansi eftir Bergþóru Einarsdóttur. Fagnar útgáfu í Mengi ÍÞRÓTTIR MENNING Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Sérsveitin, stuðningsmannahópur íslenska landsliðsins í handbolta, er mætt til Malmö í Svíþjóð og gefur tóninn á leik Íslands og Danmerkur í Evrópukeppninni í dag. „Stemning- in er gríðarleg, við erum brött og já- kvæð, tökum Pollýönnu á þetta og þetta reddast,“ segir Benjamín Árni Hallbjörnsson, gjarnan kallaður Benni bongó. Hann er talsmaður hópsins og fyrrverandi formaður Tólfunnar, stuðningsmannahóps landsliðsins í fótbolta. Sveitin var stofnuð 2018 og fór á fyrsta stórmótið fyrir ári. Tíu manns fóru til Þýskalands og ellefu eru í hópnum núna. „Við öðluðumst smá reynslu á HM í München og erum spennt,“ segir Benni. Hann bætir við að fjöldi Íslendinga verði á leikjum liðsins, sennilega um 1.000 manns, og þeir verði að sjálfsögðu í Sér- sveitinni. „Allir stuðningsmenn ís- lenska landsliðsins eru í Sérsveitinni á leikdag,“ leggur hann áherslu á. Planið er að fylgja landsliðinu eft- ir í riðlakeppninni og sjá svo til. „Ég hef fulla trú á því að liðið fari áfram í milliriðil og gangi því vel þar getur vel verið að við gerum okkur ferð á leik um sæti,“ segir Benni. „Aðal- atriðið er að njóta leikjanna í riðla- keppninni og styðja vel við bakið á strákunum í þessum erfiðu leikjum.“ Hann bætir við að Danir séu með eitt besta lið í heimi. Mikill meiri- hluti áhorfenda á leiknum í dag verði á þeirra bandi og því þurfi Sérsveitin að láta vel í sér heyra til þess að stuðningurinn skili sér inn á völlinn. Benni bendir á að liðið sé í mótun og því hengi menn ekki haus þó að eitthvað klikki. „Við erum að byggja til framtíðar og það þýðir ekki að henda sér í neikvæðni ef úrslitin eru ekki góð því við verðum að trúa á þessa gæja. Sérsveitin fer í alla leiki til þess að vinna og á góðum degi getum við unnið hvaða lið sem er, jafnvel Dani, þó að alveg megi búast við tapi. En ég vil vinna leikina á móti Rússum og Ungverjum með þremur mörkum.“ Helsta áhugamálið Nokkrir liðsmenn Sérsveitarinnar vinna hjá Húsasmiðjunni sem styrk- ir hana til fararinnar. Einar Sveins- son er fararstjóri nokkurra annarra starfsmanna fyrirtækisins í Malmö. Hann hefur lengi tengst handbolt- anum, lék lengi með Þrótti, var dóm- ari um árabil og hefur verið eftirlits- maður HSÍ undanfarin ár. Einar hefur farið á mörg stórmót og er hokinn af handboltareynslu. „Ég fór fyrst á HM í Árósum 1978, var á svörtu dögunum í Danmörku,“ rifjar hann upp. Síðan fylgdi hann Sigurði, bróður sínum, á HM í Sviss 1986 og í B-keppnina í Frakklandi 1989. Hann var svo á EM í Þránd- heimi 2008 og HM í München í fyrra. „Handbolti hefur verið mitt helsta áhugamál síðan ég var unglingur og umhverfið hefur alltaf verið skemmtilegt,“ segir hann. Bætir við að B-keppnin 1989 hafi verið skemmtilegust og hann eigi von á mikilli gleði nú. „Ég hef tröllatrú á liðinu en riðillinn er ótrúlega erfiður. Samt hef ég trú á að við förum upp úr riðlinum og sigrum jafnvel Dan- ina.“ Sérsveitin hitar upp á veitinga- staðnum Paddy’s í Malmö frá klukk- an 12 í dag og þar verður meðal ann- ars boðið upp á andlitsmálningu. Hægt er að fylgjast með gangi mála á samfélagsmiðlum (sersveitin.is, sersveitinstudningssveit á fésbók- inni og sersveitin_official á in- stagram). Sérsveitin Starfsmenn Húsasmiðjunnar í sveitinni hituðu upp fyrir ferðina. Fremst frá vinstri eru Einar Sveinsson, fararstjóri annarra starfsmanna, Árni Stefánsson forstjóri og Finnur Guðmundsson, framkvæmdastjóri fagsölu- sviðs. Benjamín Árni Hallgrímsson, Benni bongó, er með húfu, fyrir miðri mynd. Sérsveitin gefur tóninn  Stuðningsmenn bjartsýnir fyrir EM í handbolta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.