Morgunblaðið - 20.01.2020, Side 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
LÉLEG
RAFHLAÐA?
Við skiptum
um rafhlöðu
samdægurs
Bolholti 4, 105 • Reykjavík • S 534 1400 • www.smartfix.is
s n j a l l t æ k j a þ j ó n u s t a
Skapandi og listrænir krakkar tóku þátt í leir-
smiðju á sýningu Safnahússins á Hverfisgötu,
Sjónarhorn. Skartaði sýningin röð 10 málverka
frá 100 ára tímabili, sem sýndi fjöllin sem um-
kringja Reykjavík: Akrafjall, Skarðsheiði, Esju
og Skálafell svo fátt eitt sé nefnt. Fengu krakk-
arnir innblástur frá verkunum og mótuðu lands-
lagið úr leir. Útsýni Safnhússins á efstu hæð
skemmdi síðan ekki fyrir, en börnin virtu fjöllin
fyrir sér út um þakgluggann á efstu hæð áður en
þau hófust handa við listsköpunina. Umsjón með
námskeiðinu hafði Guðrún J. Halldórsdóttir.
Listsköpun í Safnahúsinu
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Virða fjöllin fyrir sér og skapa list um leið
Rósa Margrét Tryggvadóttir
rosa@mbl.is
Laun forstjóra í íslenskum fyrir-
tækjum hækkuðu hlutfallslega um-
fram laun annarra starfsmanna á
tímabilinu 2002 til 2007 en lækkuðu á
árum efnahagshrunsins 2008 og
2009. Launahlutfall forstjóra og ann-
arra starfsmanna hefur þó verið
svipað frá 2009 til 2018. Vísbending-
ar eru um að hlutfallið sé nú að drag-
ast saman en forstjórar voru með
rúmlega fjórum sinnum hærri laun
en aðrir starfsmenn á árunum 2016
til 2018.
Þetta kemur fram í niðurstöðum
rannsóknar Margrétar Kristínar
Indriðadóttur á launahlutfalli for-
stjóra og annarra starfsmanna árin
1999 til 2018 í meistararitgerð henn-
ar í viðskiptafræði við Háskóla Ís-
lands. Byggist rannsóknin á ítarlegu
gagnasafni sem nær til starfsmanna
og fyrirtækja á Íslandi með 50
starfsmenn eða fleiri og teljast til al-
menns vinnumarkaðar.
Í niðurstöðum rannsóknarinnar
kemur meðal annars fram að þróun
launahlutfalls forstjóra og annarra
starfsmanna hafi verið með ólíku
sniði í stórum fyrirtækjum (með 250
starfsmenn eða fleiri) og fyrirtækj-
um sem eru skráð á markað en með-
alstórum fyrirtækjum (50 til 249
starfsmenn). Hjá stórum fyrirtækj-
um hafi laun forstjóra hækkað að
jafnaði um nærri 1% á ári yfir tutt-
ugu ára tímabil en hjá fyrirtækjum
sem skráð eru á markað hafi laun
forstjóra hækkað um tæplega 3% á
sama tímabili.
Launahlutfall forstjóra virðist
einnig hafa dregist saman á síðustu
árum, samkvæmt
rannsókninni,
óháð því hvort
horft er til stórra
fyrirtækja eða
fyrirtækja á
markaði.
Niðurstöður
gefa einnig til
kynna að launa-
hlutfall forstjóra
sé mun hærra er-
lendis en á Íslandi. Það á einnig við
um árið 2007 þegar launahlutfall for-
stjóra náði hámarki hér á landi.
Þessar niðurstöður eru ekki sagðar
koma á óvart í ljósi þess að stór hluti
forstjóralauna í erlendum rannsókn-
um er í formi hluta og valréttar-
samninga og byggjast á stærstu fyr-
irtækjunum á hlutabréfamarkaði. Þá
hafi rannsóknir sýnt fram á að launa-
hlutfall forstjóra sé hærra í þeim
löndum sem eru, meðal annars, með
stóran og rótgróinn hlutabréfamark-
að sem sé ekki raunveruleikinn hér á
landi.
Í samtali við Morgunblaðið segir
Margrét að mikilvægt sé fyrir fyrir-
tæki að gæta þess að launakjör for-
stjóra séu í takt við samfélagsleg við-
mið. Rannsókn sem Margrét vitnar í
í ritgerðinni gefur kynna að fólk
vænti þess að forstjóri í stórfyrir-
tæki ætti að hafa 4,6 sinnum hærri
laun en ósérhæfðir starfsmenn.
„Ég tel að það eigi að borga for-
stjórum góð laun. Rannsóknir hafa
sýnt að forstjórar eru mikilvægir
fyrir fyrirtæki og skipta miklu máli
fyrir starfsemi þeirra. En á sama
tíma er mikilvægt að launakjör for-
stjóra séu gegnsæ og ekki óhófleg,“
segir Margrét.
Laun forstjóra mikilvæg
Launahlutfall forstjóra og annarra starfsmanna virðist vera að dragast saman
Laun forstjóra ættu að vera í samræmi við væntingar en ekki „út út kortinu“
Margrét Kristín
Indriðadóttir
Landlæknir leggur m.a. til að ráð-
gjafarfyrirtækið McKinsey & Comp-
any verði fengið til að endurtaka út-
tekt á Landspítalanum líkt og gert
var árið 2016 þegar svipaður ágrein-
ingur um fjárþörf og rekstur spít-
alans var uppi og er nú.
Þetta kemur fram í minnisblaði
sem Alma D. Möller landlæknir
sendi til Svandísar Svavarsdóttur
heilbrigðisráðherra í síðustu viku.
Segir landlæknir gagnlegt að sjá
hvernig mál hafa þróast á síðustu ár-
um, hvernig viðbótarfjármagn hefur
nýst og hvort fjármögnun spítalans
sé í takti við verkefnin.
Í minnisblaðinu segir að staðan á
bráðamóttöku Landspítalans hafi lít-
ið batnað á því ári sem liðið er frá út-
tekt sem Embætti landlæknis gerði í
desember árið 2018 á bráðamóttöku
Landspítala þrátt fyrir að bæði heil-
brigðisráðuneytið og Landspítali
hafi gripið til fjölda aðgerða til að
laga stöðuna. Telur landlæknir
ástandið á bráðamóttökunni vera
áhyggjuefni.
Mikið álag um helgina
Mikið álag var á bráðamóttökunni
yfir helgina vegna alvarlegra um-
ferðarslysa, að sögn Jóns Magnúsar
Kristjánssonar, yfirlæknis bráða-
lækninga á Landspítala, en tekist
hafi að leysa úr því. „Það hefur tekist
að rýma til og tryggja pláss fyrir alla
þá sem hafa þurft þangað að leita.“
Bílslys varð á Skeiðarársandi á
föstudag, um kvöldið höfnuðu þrír
piltar í bíl í sjónum við Óseyrar-
bryggju í Hafnarfirði og á laugardag
voru þrír fluttir á bráðamóttökuna
eftir árekstur á Sandgerðisvegi.
Tveir piltanna sem lentu í höfninni
liggja alvarlega slasaðir á gjörgæslu
en sá þriðji liggur á annarri deild og
er líðan hans sögð eftir atvikum.
Staðan mikið áhyggjuefni
Landlæknir
leggur til nýja út-
tekt á Landspítala
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bráðamóttaka Landlæknir telur að
grípa þurfi til aðgerða á deildinni.
Héraðsdómur Reykjavíkur úr-
skurðaði í gær sex manns í gæslu-
varðhald vegna gruns um skipu-
lagða brotastarfsemi sem snýr að
fíkniefnaframleiðslu og peninga-
þvætti. Fimm sæta varðhaldi til 31.
janúar og einn til 27. janúar.
Mennirnir voru handteknir á sól-
arhring samhliða umfangsmiklum
aðgerðum lögreglu. Ráðist var í
húsleitir og hald var lagt á fíkni-
efni, vopn og fé.
Hald lagt á vopn,
fíkniefni og fé
„Okkur miðar hraðar áfram en áð-
ur og það er ánægjulegt. En það er
ekki þannig að komin sé niður-
staða, eða að það sjái fyrir endann á
þessu máli,“ segir Sonja Ýr Þor-
bergsdóttir, formaður BSRB.
Samningaviðræður opinberra
starfsmanna við ríkið, Reykjavík-
urborg og Samband íslenskra sveit-
arfélaga fóru fram á föstudag,
laugardag og sunnudag. Var þar
rætt um styttingu vinnuviku fólks í
vaktavinnu. Að sögn Sonju hafa
verið lögð fram fyrstu drög sam-
komulags og er áætlað að þeir sem
sátu fundinn leiti nú til síns bak-
lands en komi svo saman að nýju á
fimmtudag. „Svo eru mörg stór mál
eftir, eins og jöfnun launa,
launaþróunartrygging og launalið-
ur hjá aðildarfélögum BSRB.“
Ekki niðurstaða enn
um styttri vinnuviku
Launahlutfall forstjóra og
annarra starfsmanna náði lág-
marki árið 2001 þegar það var
3,7 sem gefur til kynna að
laun forstjóra voru 3,7 sinnum
hærri en annarra starfs-
manna.
Launahlutfallið náði há-
marki á árunum fyrir fjár-
málahrunið, fór úr 5 árið
2005 í 5,6 árið 2006 og upp í
7 árið 2007. Eftir það fór hlut-
fallið aftur lækkandi og var
4,9 árið 2008. Launahlutfallið
var nokkuð stöðugt eftir hrun
og hélst til að mynda 4,4 á
árunum 2012 til 2015. Árin
2016 til 2017 var hlutfallið 4,3
og var orðið 4,2 árið 2018.
Launahlutfall forstjóra og
annarra starfsmanna var 4,5
að jafnaði á árunum 1999 til
2018.
Hámarkinu
var náð 2007
SVEIFLUKENND LAUN