Morgunblaðið - 20.01.2020, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.01.2020, Blaðsíða 4
232 209 207 196 193 193 185 177 146 137 132 128 126 119 116 116 103 101 98 98 97 93 80 80 78 77 76 75 69 64 63 59 57 56 39 Fjöldi fanga í Evrópu Á hverja 100.000 íbúa árið 2017 Litháen Tékkland Eistland Pólland Liechtenstein Lettland Slóvakía Ungverjaland *England/Wales Skotland Portúgal Malta Spánn Rúmenía ESB meðaltal Lúxemborg Frakkland Austurríki Búlgaría **Belgía Ítalía Grikkland *Noregur Þýskaland Sviss Írland Norður-Írland Króatía Kýpur Holland *Slóvenía Danmörk Svíþjóð Finnland Ísland H ei m ild : E ur os ta t. *T öl ur fr á 20 16 . * *T öl ur fr á 20 15 . Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Ísland var með lægsta hlutfall fanga af íbúafjölda í Evrópu árið 2017 samkvæmt tölum Eurostat, hagstofu Evrópusambandsins. Helgi Gunnlaugsson afbrotafræð- ingur segir Íslendinga mega vera stolta af þessum tölum og að upp- taka rafræns eftirlits sem og aukn- ir möguleikar til samfélagsþjón- ustu minnki ekki fælingarmátt sé tekið mið af afbrotaþróun und- anfarinna ára. Ísland hafi í sögu- legu samhengi verið með um 40 fanga á hverja 100 þúsund íbúa og það hafi ekki breyst frá því raf- rænt eftirlit var tekið upp árið 2012. Þá fylgi ekki mikil bjögun bið- listum eftir afplánun sökum þess að margir á þeim biðlista hafi ekki hlotið dóma sem krefjast afplán- unar. Ítrekunartíðni ekki hækkað Helgi segir stóran hluta þeirra, sem eru á biðlistum eftir afplánun, með óskilorðsbundna dóma sem eru styttri en 12 mánuðir og geta því afplánað með samfélagsþjón- ustu kjósi þeir svo. „Síðustu árin höfum við haft kerfi sem gerir það að verkum að menn afplána styttri tíma í fang- elsi og þannig helst heildar- talan niðri. Þetta hefur ekki haft það í för með sér að ítrekunartíðni hafi hækkað. Við höfum ekki séð aukningu í end- urkomu fanga eftir að við tók- um upp stefnu sem kveður á um rafrænt eftirlit, eða aukna möguleika til samfélags- þjónustu,“ segir Helgi. Hann segir að þetta gefi til kynna að fælingarmáttur hafi ekki minnkað þó að refsingar hafi tekið breytingum. „Í þessu samhengi ber að hafa í huga að þeir sem brjóta alvarlega af sér, t.a.m. með ofbeldisbrotum, eiga ekki eins mikla möguleika á samfélagsþjón- ustu eða að sleppa fyrr úr fangelsi. Við erum með kerfi sem gerir það að verkum að þeir sem ekki eru hættulegir umhverfi sínu, sleppa frekar við fangelsisvistina en aðrir. Þeir sem sýna ofbeldishegðun hafa ekki þessa sömu möguleika,“ segir Helgi. Að sögn hans sitja þeir sem framið hafa alvarlegustu brotin 2/3 hluta dóma sinna eins og hefð hef- ur verið fyrir í íslensku réttar- kerfi. Lægsta tíðni í Evrópu  Hlutfallslega fæstir fangar á Íslandi af Evrópuríkjum  Áhersla á samfélagsþjónustu og rafrænt eftirlit gefst vel Helgi Gunnlaugsson 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020 Bir tm eð fyr irv ar au m pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé rr étt til lei ðr étt ing aá slí ku .A th. að ve rð ge tur br ey st án fyr irv ar a Verð frá kr. 254.000 LISTINAÐLIFA – fáðumeira út úr fríinu Sérferð 24.maí í 11 nætur - ferð umAndalúsíu Markmið þessarar ferðar er að allir finni tíma til þess að slaka á í sjarmerandi umhverfi og hlaði orkustöðvarnar. Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Innheimt gjald í ofanflóðasjóð á tímabilinu 1998-2019 á verðlagi í desember 2019 nemur alls um 43,4 milljörðum. Gjaldið var fyrst lagt á árið 1998 og var heildarupphæðin það ár tæplega 1,5 milljarðar á nú- virði. Fyrir síðasta ár er áætlað að innheimtir hafi verið tæplega 2,6 milljarðar og frá 2009 hefur upp- hæðin verið yfir tveir milljarðar ár- lega. Þetta kemur fram í svari umhverfisráðuneytisins við fyrir- spurn um þessa fjármuni og þar seg- ir einnig: „Þessar tekjur runnu áður í ofanflóðasjóð en með lögum nr. 47/ 2018 um breytingu á ýmsum laga- ákvæðum um markaðar tekjur voru markaðir tekjustofnar aflagðir og gjaldið hefur síðan farið í ríkissjóð. Ofanflóðasjóður hefur frá árinu 2018 verið fjármagnaður með fjárveiting- um frá ríkissjóði en var áður rekinn með heimild til notkunar á hluta af innheimtu gjaldi auk vaxtatekna af bankainnstæðu sjóðsins.“ Aðeins hluti til ráðstöfunar Fram kemur í svari ráðuneytisins að um 22 milljarðar hafi farið í of- anflóðavarnir. Til viðbótar sé kostn- aður vegna annarra verkefna sjóðs- ins en þar megi nefna gerð áhættu- mats vegna ofanflóða, snjóflóðavökt- un og gerð hættumats vegna eld- gosa, vatnsflóða og sjávarflóða. Frá og með 2018 hafi gjaldið farið í rík- issjóð. „Þrátt fyrir að gjaldið hafi verið eyrnamerkt sjóðnum var aðeins hluti þess til ráðstöfunar skv. fjár- lögum hvers árs en mismunurinn var færður á bundið eigið fé ofan- flóðasjóðs. Bundið eigið fé í árslok 2018 er um 13 milljarðar króna,“ segir í svari ráðuneytisins. Samkvæmt lögum um varnir gegn snjóflóðum og skriðuföllum frá 1997 er árlegt gjald lagt á allar bruna- tryggðar húseignir sem nemur 0,3‰ af vátryggingarverðmæti. [Ranghermt var í blaðinu á föstudag að gjaldið væri 0,3% af vátrygginga- verðmæti]. Skili af sé fyrir 14. febrúar Ríkisstjórnin ákvað á föstudag að skipa starfshóp fulltrúa fjármála- og efnahagsráðuneytisins og umhverf- is- og auðlindaráðuneytisins sem fer yfir framkvæmdaáætlun ofanflóða- sjóðs og leggur til heildstætt mat á framkvæmdir við ofanflóðavarnir með áherslu á tímabil næstu fjár- málaáætlunar fyrir árin 2021-2025 sem kynnt verður í vor. Verkefni starfhópsins verður að skoða forgangsröðun fjármuna til verkefna ofanflóðasjóðs og er gert ráð fyrir að hópurinn muni skila af sér tillögum til ríkisstjórnar fyrir 14. febrúar næstkomandi. Rúmir 43 milljarðar innheimtir vegna varna  Starfshópur skoðar forgangsröðun ofanflóðasjóðs Morgunblaðið/RAX Varnargarðar Snjóflóðavarnir hafa verið til umræðu eftir að snjóflóð féllu á varnargarða á Flateyri í síðustu viku. Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Ég hef alltaf lagt þunga áherslu á við stofnun hálendisþjóðgarðs að áhrif sveitarfélaga og heimafólks á hverjum stað verði tryggð og hags- munir þeirra tryggð. Mótmælin nú úr þeim byggðum sem eiga land að há- lendinu eru mjög skýr. Þau sjón- armið verðum við að hlusta á og mæta þeim,“ segir Sigurður Ingi Jó- hannsson samgöngu- og sveit- arstjórnarráðherra og þingmaður Sunnlendinga. Bætir litlu við starf heimafólks að umhverfisbótum Hörð andstaða við stofnun hálend- isþjóðgarðs kom fram á kynning- arfundi sem Guðmundur Ingi Guð- brandsson umhverfisráðherra hélt í Biskupstungum fyrir helgina. Rauði þráðurinn í sjónarmiðum heima- manna er sá að þeim þykir sem verið sé að taka af þeim yfirráðin á hálend- inu, það er víðfeðmum afrétti sveit- arinnar sem nær úr byggð að vatna- skilum á Kili. Á vettvangi sveitarstjórna er síðan litið svo á að verið sé að skerða skipulagsvald þeirra, ef það verði fært til svæðis- ráða þjóðgarðsins. „Við myndun núverandi ríkis- stjórnar lagði ég áherslu á að heima- menn á hverjum stað hefðu meiri- hluta í svæðisráðum og stjórnum þjóðgarðsins. Umræðan nú segir okkur að ef til vill þurfi að styrkja þann þátt málsins betur. Ályktanir sem stjórnmálamönnum hafa borist frá sveitarstjórnum af Suðurlandi, úr Borgarfirði og Norðurlandi vestra eru allar á eina lund. Hvað svo varðar andstöðu almennings, til dæmis heimafólks í Biskuptungum þar sem ég þekki til, þá finnst því að þjóðgarður bæti litlu við starf þess að umhverfis- bótum, landvernd og öðru slíku eins og sterk hefð er fyrir í sveitinni. Að stofna eigi þjóð- garð á afrétti þess með takmörkuðu samráði feli í sér vantraust af hálfu ríkisvaldsins,“ segir Sigurður Ingi og heldur áfram: Nýjar áherslur verði skoðaðar „Ég get litið svo á að fólk í Biskupt- ungum sé nú í svipuðum sporum og Sigríður Tómasdóttir í Brattholti var þegar hún barðist gegn virkjun Gull- foss snemma á 20. öld. Nú snýst bar- áttan hins vegar um að ríkið taki ekki til sín ráðin á hálendinu og afrétt- inum, svæðum sem eru íbúum kær. Sem ráðherra sveitarstjórnarmála hef ég lagt áherslu á að efla það stjórnsýslustig, sem snýr meðal ann- ars að hálendisþjóðgarði.“ Um nýjar útfærslur í þessu máli sem mæta myndu sjónarmiðum heimafólks nefnir Sigurður Ingi að í Skotlandi sé svæðum innan þjóð- garða skipt upp í fjögur stig vernd- unar. Í hæsta þrepi séu framkvæmdir afar ströngum skilyrðum háðar, mjög takmarkaðar í því næsta, rétt eins og gerist innan Vatnajökulsþjóðgarðs, og svo framvegis. Þetta megi hafa í huga í þjóðgarði á hálendi Íslands. Morgunblaðið/Árni Sæberg Öræfi Hálendisþjóðgarður myndi ná yfir um þriðjung af landinu. Myndin er af Laugafelli upp af Eyjafirði, þar sem Ferðafélag Akureyrar er með skála. Ríkið er að taka til sín ráðin  Tungnafólk er nú í sporum Sigríðar í Brattholti, segir Sigurður Ingi Sigurður Ingi Jóhannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.