Morgunblaðið - 20.01.2020, Page 6
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Nói Síríus innkallaði um 150 þús-
und Síríus súkkulaðiplötur vegna
galla en aðeins er vitað um galla í
fimm stykkjum. Innköllunin var
gerð víðtækari í varúðarskyni. „Við
teljum betra að gæta fyllstu var-
úðar, viljum ekki
að fólk þurfi að
upplifa svona
galla í súkku-
laðinu,“ segir
Auðjón Guð-
mundsson, fram-
kvæmdastjóri
markaðs- og
sölusviðs Nóa Sí-
ríuss.
Gallinn er
vegna plasts sem
fannst í súkkulaðiplötum. Flísast
hafði úr súkkulaðimóti inni í vél og
fóru flísarnar ofan á súkkulaði-
plöturnar rétt áður en súkkulaðið
var fullharðnað. Mótin eru litrík
þannig að flísarnar sjást vel í
bláum eða bleikum lit á neðri hlið
þeirra súkkulaðiplatna sem þær
rötuðu á.
Ekki hættulegar heilsu fólks
Auðjón segir að gallinn hafi ekki
uppgötvast í ströngu gæðaeftirliti
fyrirtækisins. Þannig hafi flísarnar
ekki komið í ljós við röntgenskoðun
eða málmleit og þær hafi farið fram
hjá augum starfsmanna enda snúi
gallaða hliðin niður. Tekur hann
fram að búið sé að breyta vinnu-
brögðum við framleiðsluna. Meðal
annars séu vélarnar opnaðar þrisv-
ar á dag til að athuga hvort nokkuð
sé að.
Auðjón segir aðspurður að plast-
flísarnar séu ekki taldar hættu-
legar heilsu fólks. Eigi að síður séu
þær ekki matvæli og Nói Síríus vilji
ekki verða þess valdandi að þær
rati ofan í fólk.
Upphaflega lét neytandi vita um
eina gallaða plötu og við víðtæka
innköllun hafa alls fimm slík súkku-
laðistykki fundist. Auðjón segir að
tekist hafi að stöðva meginhluta
innkölluðu vörunnar í vöruhúsum
verslana og annarra viðskiptavina.
Einstaklingum sé einnig gefinn
kostur á að skila því sem keypt hef-
ur verið, hvort sem plöturnar eru
gallaðar eða heilar.
Alls voru sex tegundir af Síríus
suðusúkkulaði og Síríus
rjómasúkkulaði innkallaðar.
Galli fannst í
fimm plötum
af 150 þúsund
Nói Síríus innkallaði sex tegundir
af Síríus súkkulaði vegna plastagna
Ljósmynd/Aðsend
Síríus súkkulaði Aðeins hafa fund-
ist fimm gallaðar súkkulaðiplötur.
Auðjón
Guðmundsson
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020
Kaupendur sem hafa beðið eftir
Enox ES100-rafmagnshlaupahjóli
frá versluninni Hópkaup frá því fyr-
ir jól fá hjólin líklega afhent í vikunni
en gámur með 930 hjólum sem kom
til landsins á Þorláksmessu hefur
verið í geymslu síðan.
Skoðun á hjólunum leiddi í ljós að
svonefnda CE-merkingu vantaði á
stell hjólanna auk þess sem leiðbein-
ingar á íslensku fylgdu þeim ekki
eins og reglugerð um vélar og
tæknilegan búnað gerir ráð fyrir.
Vinnueftirlitið setti tímabundið bann
á sölu og afhendingu hjólanna á
þriðjudaginn í síðustu viku á meðan
á rannsókn stofnunarinnar stæði.
Guðmundur Magnason, fram-
kvæmdastjóri Hópkaupa, staðfestir
þetta í samtali við Morgunblaðið.
Segir hann að Wedo ehf., sem rekur
Hópkaup, og Enox Group, framleið-
anda hjólanna, hafi verið tilkynnt að
öll öryggis- og vottunaratriði í sam-
bandi við hjólin væru fullnægjandi á
fundi með Vinnueftirlitinu um málið
á föstudaginn. Talið er að mistök
hafi orðið til þess að CE-merkingin
var ekki sett á hjólið. Þá segir Guð-
mundur að Wedo ehf. hafi ekki vitað
af reglugerðinni sem gerði ráð fyrir
íslenskum leiðbeiningum enda sé
hún nýleg. Hafi kaupendum boðist
að fá hjólin endurgreidd eða bíða
eftir hjólunum og fá auk þess sára-
bætur frá framleiðanda.
„Sem betur fer var ekkert að hjól-
unum sjálfum. Þetta voru einu at-
hugasemdirnar sem við fengum.
Vinnueftirlitið bauð okkur að bæta
úr þessu, merkja hjólin og setja ís-
lenskan leiðarvísi í kassana,“ segir
Guðmundur. Segir hann að þýðandi
hafi þýtt leiðarvísinn um helgina og
að hann verði prentaður í dag og tel-
ur að líklega verði hægt að afhenda
hjólin fyrir vikulok. rosa@mbl.is
Rafhlaupahjólin
afhent í vikunni
Skortur á CE-merkingu talin mistök
Morgunblaðið/Hari
Vinsælt Margir bíða enn eftir raf-
hlaupahjólum frá því fyrir jól.Glerborg
Mörkinni 4
108 Reykjavík
565 0000
glerborg@glerborg.is
www.glerborg.is
2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG
FÁÐU TILBOÐ
ÞÉR AÐ
KOSTNAÐAR-
LAUSU
Ertu að byggja eða þarf að
endurnýja gamla glerið?
Það skiptir miklu máli að velja einangrunargler sem
reynist vel við íslenskar aðstæður.
Fáið tilboð hjá Glerborg í Mörkinni 4 eða
á heimasíðunni okkar WWW.GLERBORG.IS
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Á nýliðnu ári endurgreiddi Endur-
vinnslan hf. um 2,5 milljarða fyrir
drykkjarvöruumbúðir til viðskipta-
vina, en skilagjaldið er 16 krónur á
einingu. Ef miðað er við skilagjald
eins og það er núna þá hefur Endur-
vinnslan endurgreitt um 41 milljarð
þau 30 ár sem fyrirtækið hefur safnað
flöskum og dósum.
Helgi Lárusson, framkvæmda-
stjóri Endurvinnslunnar, segir að
mest sé um skil frá einstaklingum, en
íþróttafélög, björgunarsveitir og góð-
gerðarfélög séu einnig dugleg við
söfnun. Alls var skilað um 157 milljón
flöskum og dósum 2019, sem er meira
en nokkru sinni áður. Hlutfallið af
umbúðum sem fóru á markað í fyrra
gæti verið nálægt 85%, en endanlegar
upplýsingar liggja ekki fyrir.
„Skil hafa aukist frá fyrra ári, þeg-
ar þau voru um 83%, en þau mættu
samt vera meiri,“ segir Helgi. „ Allir
neytendur ættu að hafa það að mark-
miði að skila öllum skilaskyldum
drykkjarumbúðum. Umhverfislegur
ávinningur er augljós og einnig fjár-
hagslegur.“
Ál og plast í endurvinnslu
Helgi segir að allar drykkjarum-
búðir úr áli og plasti fari í endur-
vinnslu og áldós verði þannig að nýrri
áldós á 60 dögum. Við það sparist
mikil orka og ekki síður hráefni sem
sé langt frá því að vera óendanleg
auðlind. Í auknum mæli séu plast-
flöskur endurunnar í nýja plastflösku,
rPET, og segir Helgi að stórir fram-
leiðendur eins og Coke og Pepsi ein-
beiti sér að því að þeirra plastumbúðir
séu úr endurunnu plasti.
„Ástæðan er fyrst og fremst sú að
það er mjög umhverfisvænt og gerir
slíkar umbúðir þær umhverfisvæn-
ustu út frá kolefnisspori. Að auki
sparast í hverju tonni af plastflöskum
1,8 tonn af olíu. Vandamálið í dag er
að ekki fæst nægjanlega mikið af
plastdrykkjarumbúðum og áldósum
til að framleiða allar þær endurunnu
plastflöskur og dósir sem menn vilja
framleiða,“ segir Helgi.
Umhverfismál eru Helga hugleikin
og bendir hann á að ávinningur þess
að endurvinna 85% umbúða sem skil-
að er nemi kolefnisjöfnun á við sjö
milljón tré á ári. Orkusparnaður þess
að endurvinna áldósir nemi orkuþörf
um 12 þúsund meðalstórra heimila á
ári.
„Skilakerfið var þó ekki síst stofnað
til að koma í veg fyrir að flöskur og
dósir enduðu sem drasl í náttúrunni
og telja verður að vel hafi tekist til í
þeim málum,“ segir Helgi.
Skil á drykkjarumbúðum til endurvinnslu 1989-2019*
2,5 milljarðar kr. voru
endurgreiddir til
viðskiptavina
árið 2019*
41 milljarð kr. hefur
Endurvinnslan hf.
endurgreitt sl. 30
ár ef miðað er við
skilagjald eins og
það er í dag
157 milljón drykkjar-
umbúðum var skilað
til endurvinnslu árið
2019* eða alls
2.553
milljónir frá
árinu 1989
Ávinningur
þess að
endurvinna
85% umbúða sem
skilað er nemur
kolefnisjöfnun á við
7.000.000 tré á ári
41
ma.kr.
*Tölur fyrir 2019
eru áætlaðar
'89 '90 '91 '92 '93 '94 '95 '96 '97 '98 '99 '00 '01 '02 '03 '04 '05 '06 '07 '08 '09 '10 '11 '12 '13 '14 '15 '16 '17 '18 '19
1989: 35 milljón
umbúðir. 17 milljón
skilað, eða 47%
1999: 79 milljón
umbúðir. 65 milljón
skilað, eða 83%
2019: 185 milljón
umbúðir. 157 milljón
skilað, eða 85%
Heimild: Endurvinnslan hf. 2009: 119 milljón
umbúðir. 100 milljón
skilað, eða 84%
Um 157 milljón dósum
og flöskum skilað 2019
41 milljarður á 30 árum Ávinningur af endurvinnslu