Morgunblaðið - 20.01.2020, Page 10

Morgunblaðið - 20.01.2020, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020 BAKSVIÐ Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Skipulagsnefnd Reykhólahrepps hefur sent drög að framkvæmdaleyfi til handa Vegagerðinni vegna lagn- ingar Vestfjarðavegar eftir hinni svonefndu Teigsskógarleið til um- sagnar hjá Umhverfisstofnun og Náttúrufræðistofnun. Nefndin vill að athugað verði með breytingar á áfangskiptingu verksins. Taka þarf afstöðu til athugasemda stofnananna og ef það tekst í tæka tíð er gert ráð fyrir því að sveitarstjórn afgreiði framkvæmdaleyfi á fundi 11. febr- úar. Vegagerðin stefnir að því að vera tilbúin með fyrstu útboð í vor þannig að hægt sé að hefja fram- kvæmdir við fyrsta áfanga í sumar. Ekki sammála um áfanga Lengi hefur verið deilt um leiða- val fyrir Vestfjarðaveg um Gufu- dalssveit. Nú er ákveðin leið komin í gilt skipulag og unnið að útgáfu framkvæmdaleyfis fyrir þá leið. Gangi það eftir mun vegurinn fara yfir Gufufjörð og Djúpafjörð, um Teigsskóg og loks á brú innarlega í Þorskafirði. Núverandi vegur er gamall malarvegur og liggur fyrir firðina og yfir Ódrjúgsháls og Hjallaháls þar sem oft er erfið færð. Nýi vegurinn verður láglendisvegur, er ódýrari en aðrir kostir en hefur í för með sér meiri áhrif á umhverfið. Vegagerðin hefur ekki ákveðið endanlega áfangaskiptingu verksins og hvar byrjað verður á fram- kvæmdum. Erfitt er að gera það fyrr en úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fjallað um hugsanlegar kærur vegna útgáfu framkvæmdaleyfis og tekið afstöðu til kröfu um stöðvun framkvæmdar. Einnig þarf að ljúka samningum við alla landeigendur eða fá heimild til eignarnáms þeirra landspildna sem ekki fást keyptar. Magnús Valur Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri mannvirkjasviðs Vegagerðarinnar, segir að verkið sé fullfjármagnað og ef tekist hefði að ganga frá öllum hlutum fyrirfram hefði ekkert verið í vegi þess að bjóða verkið út í einu lagi. Eins og staðan er nú má búast við að nauðsynlegt verði að áfanga- skipta því. Komi til þess að nauð- synlegt sé að skipta verkinu í áfanga segir Magnús Valur að af praktískum ástæðum sé hugmyndin að byrja vestan megin. Fyrsti áfanginn gæti orðið tengingin með austurströnd Djúpafjarðar að bæn- um Djúpadal. Hún mun geta nýst við framkvæmdir við næsta áfanga sem yrði þveranir á Gufufirði og Djúpafirði. Með fyrstu tveimur áföngunum yrði komin leið framhjá Ódrjúgshálsi sem er mesti far- artálminn á Vestfjarðavegi en áfram þyrfti að fara um Hjallaháls. Þriðji áfangi yrði um Teigsskóg og inn Þorskafjörð. Þverun Þorska- fjarðar yrði fjórði og síðasti áfang- inn. Vegagerðin vill nýta grjót úr skeringum í þriðja áfanga í grjót- vörn í Þorskafirði. Skipulagsnefnd Reykhólahrepps vill athuga með breytta áfangskipt- ingu. Tryggvi Harðarson sveitar- stjóri segir að heimamenn vilji frek- ar byrja austanmegin. Þverun Þorskafjarðar skapi mesta stytt- ingu á vegalengdum á þessari leið. Segist hann heyra á mörgum að ef byrjaði verði vestanmegin og nið- urstaðan yrði sú að vegagerð um Teigsskóg yrði stöðvuð yrði áfram að fara um Hjallaháls um alla fram- tíð. Nokkrir lausir endar Ekki hafa náðst samningar við landeigendur Hallsteinsness og Grafar en Vegagerðin telur að aðrir landeigendur séu jákvæðir þótt ekki hafi verið gengið frá samningum við þá alla. Ef samningar nást ekki má búast við að óskað verði eftir heim- ild til eignarnáms. Hægt er að fara með það fyrir dómstóla. Eftir að sveitarfélagið hefur gefið út framkvæmdaleyfi hefst fjögurra vikna kærufrestur til kærunefndar umhverfismála. Aðeins þeir sem taldir eru eiga hagsmuna að gæta, svo sem landeigendur, geta kært. Kærunefnd getur mælt fyrir um stöðvun framkvæmda, ef þess er krafist og efni standa til. Það myndi fresta öllum framkvæmdum. Ann- ars getur Vegagerðin hafið fram- kvæmdir. Magnús segir stefnt að því að hafa verkið tilbúið til útboðs í vor, þannig að hægt verði að hefja framkvæmdir næsta sumar. Ekkert hafi þó verið ákveðið í því efni og geti ákvarðanir ráðist af framvind- unni næstu vikur og mánuði. Reikna með að hefja framkvæmdir að vestan  Framkvæmdaleyfi vegna Teigsskógarvegar til umsagnar hjá stofnunum Dj úp ifjö rð ur Gufu- fjörður Þor ska fjör ður Þo rs ka fjö rð ur B erufjörður Skálanes Teigs skóg ur Hja llah áls Gufudalssveit Grónes Hallsteinsnes Ódrjúgs- háls Leið Þ-H um Teigsskóg Núverandi vegur Vestfjarðavegur um Gufudalssveit Loftmyndir ehf. Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla DUCA Model 2959 Rafmagn L 238 cm Áklæði ct. 83 Verð 699.000,- L 238 cm Leður ct. 15 Verð 879.000,- Alþjóðleg bænavika stendur nú yfir og hér á landi verður dagskrá alla þessa viku bæði í Reykjavík og á Ak- ureyri. Fyrsti viðburður bænavikunnar í Reykjavík, blessun hafsins, fór fram í Nauthólsvík á laugardag Athöfnin var á vegum rússnesku rétttrún- aðarkirkjunnar á Íslandi. Timur Zolotoskí, prestur rétttrúnaðar- kirkjunnar, stýrði athöfninni. Af öðrum dagskrárliðum má nefna að á morgun verður málþing í Íslensku Kristskirkjunni í Fossa- leyni 14 frá kl. 18 til 21 en þar verður rætt um samstarf milli trúarbragða í ljósi heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Þá verður farið í bænagöngu kl. 17 næstkomandi laugardag frá kirkju Óháða safnaðarins í Reykjavík og leiðir söngfólk frá rússnesku rétt- trúnaðarkirkjunni söng á göngunni, sem endar við Fíladelfíu, Hátúni 2, og þar hefst lokasamvera bænavik- unnar kl. 18. Á Akureyri lýkur bænavikunni á laugardag með málþingi í Gler- árkirkju frá klukkan 13-15 þar sem umræðuefnið er ríki, kristin trúfélög og trúfrelsi. Morgunblaðið/Guðni Einarsson Blessun Timur Zolotoskí stýrði at- höfninni í Nauthólsvík á laugardag. Hafið blessað í Nauthólsvík  Alþjóðleg bænavika hófst um helgina Tvö börn eru alvarlega slösuð og liggja enn á gjörgæslu eftir umferð- arslys við Skeiðarársand á föstudag. Eitt vitni hefur gefið sig fram en lög- reglan á Suðurlandi hefur óskað eft- ir frekari vitnum að slysinu. Slysið varð þegar jeppi og jepplingur rák- ust saman, en í bílunum voru ferða- menn frá Suður-Kóreu og Frakk- landi. Ekki hafa fengist frekari upplýs- ingar um líðan barnanna en auk þeirra var þriðja barnið og einn full- orðinn flutt á Landspítalann í kjölfar slyssins. Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu var hvasst og fljúgandi hálka á slysstað en atvinnubílstjóri sem mbl.is. ræddi við lét Vegagerðina vita af „manndrápshálku“ á veginum fáeinum klukkustundum áður en slysið varð. Telur bílstjórinn að hugsanlega hefði verið hægt að koma í veg fyrir slysið ef brugðist hefði verið við við- vörun hans. G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, sagði í skriflegu svari til Morgun- blaðsins vegna málsins að Vegagerð- in réði ekki við að hálkuverja langa vegkafla í skyndingu og þyrftu veg- farendur því að vera viðbúnir mis- munandi aðstæðum vega þegar keyrt væri í slæmu veðri. Meta þyrfti ástand vega í samhengi þar sem upplifun vegfarenda væri mis- munandi. Farið yrði yfir hvort rétt hefði verið staðið að verki en hugs- anlega hefði mátt loka veginum. Meta þarf ástandið í samhengi  Varað við hálkunni skömmu fyrir slys Morgunblaðið/Sigurður Gunnarsson „Manndrápshálka“ Bílstjórinn seg- ist hafa varað við hálku á svæðinu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.