Morgunblaðið - 20.01.2020, Síða 15
15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020
Snjóþyngsli Óvissustig vegna snjóflóðahættu er enn í gildi á norðanverðum Vestfjörðum. Allt var á kafi í snjó
á Suðureyri við Súgandafjörð fyrir helgina en í gær var hvasst með skúradembum svo snjórinn sjatnaði aðeins.
RAX
Árið 2010 tóku marg-
ir helstu fjölmiðlar
heims höndum saman
við þá óþekkta vefsíðu,
Wikileaks, sem stofnuð
var af Julian Assange.
Þetta samstarf varð til
þess að mikilvægar
upplýsingar um stríðs-
aðgerðir Bandaríkj-
anna og bandamanna
þeirra í Írak og Afgan-
istan voru afhjúpaðar.
Öll stærstu dagblöð heims, frá
New York Times til Der Spiegel, frá
El País til Le Monde, nýttu sér að-
gang að þeim leynilegu gögnum frá
bandaríska hernum sem Wikileaks
hafði fengið afhent. Þessi skjöl voru
flokkuð, rýnd og gerð opinber vegna
þess að það var mikilvægt að almenn-
ingur væri upplýstur um misgjörðir
og voðaverk framin í nafni lýðræðis í
kjölfar árásanna á Tvíburaturnana í
New York.
Í kjölfar birtingar þessara gagna
voru hugmyndir um gagnsæi ræddar
ítarlega af bæði blaðamönnum og rit-
stjórum fjölmiðlanna og af almenn-
ingi enda var eðli upplýsinganna slíkt
að opin og lýðræðisleg umræða var
brýn. Þau gögn sem Wikileaks af-
henti fjölmiðlum afhjúpuðu kerfis-
bundna notkun pyntinga og annarra
stríðsglæpa sem leiddu til dauða tug-
þúsunda almennra borgara. Stríðs-
rekstur bandamanna kynti undir
starfsemi hryðjuverkasamtaka bæði
í Írak og Afganistan og enn í dag
stafar ógn af hryðjuverkasamtökum
sem eiga uppruna sinn í þessum
löndum.
Í lok árs 2010 út-
nefndi franska dag-
blaðið Le Monde Julian
Assange mann ársins.
Nú, nærri tíu árum
síðar, er Julian Assange
í einangrun í Belmarsh-
öryggisfangelsinu í
Bretlandi. Bel-
marsh-fangelsið er
þekkt fyrir að þar eru
aðallega vistaðir meint-
ir hryðjuverkamenn og
hefur verið líkt við
„breska útgáfu af Gu-
antanamo“. Um sextíu læknar frá
ýmsum löndum hafa tekið höndum
saman og reynt að vekja athygli yfir-
valda og almennings á hrakandi and-
legri og líkamlegri heilsu Julian Ass-
ange. Þeir óttast að hann kunni að
deyja í fangelsinu. Og hver hafa við-
brögðin verið? Blaðamenn sem nýttu
þær upplýsingar sem Assange og
teymi hans veittu þeim aðgang að til
þess að birta óteljandi fjölda frétta
og blaðagreina sem afhjúpuðu vald-
níðslu og stríðsglæpi bandamanna í
Írak og Afganistan hafa að mestu
þagað um meðferðina á manninum
sem gerði þennan fréttaflutning
mögulegan.
Það er enginn vafi á samhenginu
milli stöðu Assange í dag og afhjúp-
ana hans. Hann er að deyja í fangelsi
vegna þess að hann opinberaði sann-
anir um stríðsglæpi. Hann er að
deyja í fangelsi vegna þess að hann
upplýsti okkur.
Það er vægt til orða tekið að segja
að örlögin hafi snúist gegn Assange.
Skömmu eftir afhjúpanir Wikileaks
hóf sænskur saksóknari rannsókn á
ásökunum gegn Assange um
nauðgun. Þessum ásökunum hefur
hann alltaf neitað.
Við vitum núna að Bandaríkin
stóðu fyrir leynilegri rannsókn á
meintum njósnum Julian Assange.
Við vitum núna að bandarísk yfirvöld
hvöttu bandamenn sína til þess að
grípa til aðgerða gegn Assange og
Wikileaks. Þess vegna valdi Assange
að leita hælis sem pólitískur flótta-
maður í sendiráði Ekvador í London
til þess að verjast lögsókn og fram-
sali til Bandaríkjanna í dulargervi
sænskrar handtökuskipunar.
Nú er árið 2020 gengið í garð.
Ekvador dró til baka pólitískt hæli
sem Julian Assange hafði verið veitt í
samræmi við ákvæði í Vínarsáttmál-
anum. Hann var í kjölfarið handtek-
inn í sendiráði Ekvador í London.
Sænskir dómstólar felldu niður rann-
sókn á málinu gegn honum vegna
skorts á sönnunargögnum. Staða
Assange er skýr og óhugnanlega lík
þeirri stöðu sem hann spáði fyrir um
þegar rannsóknin á ásökununum
gegn honum hófst. Nú er hann í haldi
þannig að hægt sé að afgreiða fram-
salsbeiðni Bandaríkjanna vegna
meintra brota á lögum um innbrot í
tölvur og njósnir.
Og hann stendur einn.
Sumir fyrrverandi stuðningsmenn
Assange gagnrýna hann og ásaka
hann um að hafa gengið Rússum á
hönd og stutt Trump með því að birta
gögn sem stolið var úr tölvum demó-
krata í aðdraganda forsetakosning-
anna. Það er kaldhæðni örlaganna að
Donald Trump er sá sem vill koma
lögum yfir Assange. Það er leikbragð
stjórnvalda til þess að dreifa athygl-
inni frá ásökunum um þátttöku
þeirra í samsæri með erlendu ríki.
Sjálfur kallaði Donald Trump starf-
semi Wikileaks „skammarlega“ árið
2010 og lýsti því yfir að dæma ætti
Julian Assange til dauða.
Hvað sem mönnum kann að finn-
ast um Julian Assange eða mistök
sem Wikileaks kann að hafa gert er
ljóst að lýðræði okkar og réttarríki
stendur á tímamótum í þessu máli.
Getum við enn rætt erfið mál á opinn
hátt? Getum við varið tjáningarfrelsi
og réttindi blaðamanna og uppljóstr-
ara? Getum við staðið vörð um mann-
réttindi almennt og réttindi eins
manns sérstaklega?
Í nóvember síðastliðnum lýsti um-
boðsmaður Sameinuðu þjóðanna um
pyntingar og aðra grimmdarlega,
ómannlega eða niðurlægjandi með-
ferð eða refsingar, Nils Melzer, yfir
áhyggjum sínum af heilsufari Julian
Assange. Benti hann á „áframhald-
andi hnignun“ heilsu Assange, sem
hann taldi vera beina afleiðingu af að-
stæðum í fangelsinu, sem væru skýrt
brot á sáttmála Sameinuðu þjóðanna
gegn pyntingum. Hann telur stöðu
Assange vera „ómannlega“ og að
hann sé beittur „harðræði sem ógni
lífi hans“. Melzer segir enn fremur að
„endurtekin og alvarleg brot á rétti
Assange til sanngjarnrar máls-
meðferðar breskra stjórnvalda“ þýði
að sakfelling hans fyrir brot á sam-
komulagi um frelsi gegn tryggingu
og framsals til Bandaríkjanna sé geð-
þóttaákvörðun sem eigi sér enga stoð
í lögum. Þrátt fyrir ákall hans til
bresku ríkisstjórnarinnar hefur Nils
Melzer aldrei verið virtur svars.
Án fjölmennra og kröftugra mót-
mæla getur þetta erfiða mál einungis
endað illa.
Því mætti ljúka farsællega í Bret-
landi með því að leysa Julian Ass-
ange úr haldi en það gæti einnig
haldið áfram í Bandaríkjunum. Ef
Assange verður framseldur er langt í
frá tryggt að mál hans fái sanngjarna
meðferð fyrir dómstólum. Breska
dagblaðið Guardian flutti fréttir af
því að CIA hefði njósnað um Assange
á meðan hann dvaldi í sendiráði
Ekvador og tekið upp öll samtöl sem
hann átti við gesti sem komu til hans
í sendiráðið, þar með talið fundi hans
með lögfræðingum.
Þetta brot á rétti Assange til trún-
aðarsamtala við lögfræðinga sína er
illur fyrirboði um hugsanleg réttar-
höld í Bandaríkjunum, þar sem hann
á á hættu fangelsisvist í allt að 175 ár.
Fjölmiðlar og almenningur geta
ekki lengur litið undan. Maður stend-
ur frammi fyrir dauðanum í Belm-
arsh-fangelsinu. Og heiður okkar er
að deyja með honum.
Þessi grein birtist í dag í Le Monde, Aften-
posten og Morgunblaðinu.
Eftir Evu Joly » Það er enginn vafi á
samhenginu milli
stöðu Assange í dag og
afhjúpana hans. Hann
er að deyja í fangelsi
vegna þess að hann
opinberaði sannanir um
stríðsglæpi.
Eva Joly
Höfundur er starfandi lögfræðingur
í París og prófessor við Háskólann
í Ósló. Hún var þingmaður franskra
Græningja á þingi Evrópusambands-
ins 2009-2019 og rannsóknardómari
í París 1981-2002.
Dauðinn í Belmarsh-fangelsinu
Í síðustu viku var
kynnt áætlun um eflingu
starfsemi stofnana á
landsbyggðinni sem
heyra undir mig sem
sjávarútvegs- og land-
búnaðarráðherra. Unnið
hefur verið að gerð áætl-
unarinnar frá því í haust
að mínu frumkvæði en
hún var útfærð í sam-
ráði við forstöðumenn
þeirra stofnana sem átakið nær til,
þ.e. Fiskistofu, Hafrannsóknastofn-
unar og Matvælastofnunar og að hluta
Matís ohf. Þetta mun vera í fyrsta
skipti sem slík áætlun er unnin og
fjármögnuð með þessum hætti.
Áætlunin er viðbragð við þeirri
sjálfsögðu kröfu að opinberum störf-
um sé dreift með sem jöfnustum hætti
um allt land. Þrátt fyrir reglulega um-
ræðu í þessa veru undanfarin ár sýna
m.a. tölur frá Byggðastofnun að fjöldi
opinberra starfa er ekki í samræmi við
íbúafjölda og þar hallar á landsbyggð-
ina. Stefna ríkisstjórnarinnar er að
snúa þessari þróun við og hafa bæði
forsætisráðherra og samgöngu- og
sveitarstjórnarráðherra boðað aðgerð-
ir í þá veru.
Fjármögnuð á þessu ári
Grunnmarkmið áætlunarinnar er að
fjölga starfsmönnum stofnana á lands-
byggðinni sem heyra undir ráðu-
neytið. Til að ná þessu markmiði mun
ráðuneytið ráðstafa 50 milljónum
króna af verkefnafé ráðuneytisins til
þessa verkefnis á árinu 2020. Fram-
gangur áætlunarinnar er því í for-
gangi í ráðuneytinu.
Sett hafa verið fram tölusett mark-
mið um fjölgun árin 2021, 2023 og
2025. Með þessu er ekki verið að
fjölga starfsmönnum þessara stofn-
ana, heldur verður þessi fjölgun á
landsbyggðinni framkvæmd með sam-
eiginlegum áherslubreytingum ráðu-
neytisins og stofnana.
Þannig munu stofn-
anirnar bjóða starfs-
mönnum sínum upp á
aukinn sveigjanleika
varðandi val á starfsstöð.
Störf sem ekki eru stað-
bundin verða að jafnaði
auglýst með valmöguleika
um staðsetningu á fleiri
en einni starfsstöð að
gættum markmiðum um
eflingu starfsstöðva á
landsbyggðinni. Þá munu
bæði Hafrannsóknastofn-
un og Matvælastofnun á næstu þrem-
ur árum ráða í nýjar stöður tengdar
fiskeldi annaðhvort á Austurlandi eða
á Vestfjörðum. Loks má nefna að
stofnanirnar munu leitast við að ná
fram hagræði í rekstri með því að hafa
starfsstöðvar í sama húsnæði.
Til hagsbóta fyrir samfélagið allt
Sérstökum stýrihóp ráðuneytisins
og forstöðumanna stofnana hefur ver-
ið falið að tryggja framkvæmd áætl-
unarinnar og verður árangur hennar
metinn árlega. Ég bind vonir við að af-
rakstur þessa verði til þess að efla
þjónustu hins opinbera á landsbyggð-
inni og stuðla að jafnari dreifingu op-
inberra starfa um allt land. Um leið er
ég sannfærður um að áætlunin er til
þess fallin að stuðla að fjölbreyttara
og öflugra atvinnulífi á landsbyggð-
inni. Slíkt er ekki einungis til hags-
bóta fyrir landsbyggðina heldur sam-
félagið allt.
Starfsemi stofnana á
landsbyggðinni efld
Eftir Kristján Þór
Júlíusson
Kristján Þór Júlíusson
» „Áætlunin er viðbragð
við þeirri sjálfsögðu
kröfu að opinberum
störfum sé dreift
með sem jöfnustum
hætti um allt land.“
Höfundur er sjávarútvegs- og landbún-
aðarráðherra.