Morgunblaðið - 20.01.2020, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 20.01.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is Þessi skrif eru ætl- uð sem sjálfshjálp í leit að listrænni upp- lifun, efist lesandi um merkingarbærni í daglegu lífi. Höfundur ber ekki ábyrgð á upplifun hvers og eins er les textann heldur setur fram tilvistar- sýn sem getur opnað dyr að lífsfyllingu. Varast skal að tileinka sér tilvist- arsýnina um of, af hættu við að missa jarðtengingu og verða sam- félagslega litin hornauga sökum furðulegheita og sérlyndis, heldur skal lesandi fremur nýta sýnina sem litríka hækju í annars gráum heimi. Setjum hina listrænu upplifun undir smásjá; hún er hreinn andi í bland við algleymi, og á sér stað í ferðalagi hvers og eins á milli jafn- vægis og ójafnvægis, hita og kulda. Hún er fagurferðisleg uppljómun og á sér stað í hjámiðjubleðli (e. pariental lobe) heilans sem skynjar einnig rýmisgreind, hitanæmi, sársauka og snertingu. Fagurferði er túlkun á enska orðinu aesthetic í þýðingu Guð- bjargar R. Jóhannesdóttur, og er það fyrirbæri sem fræðigreinin fag- urfræði fjallar um. Fagurferði og fagurferðilegt gildi eru því við- fangsefni fagurfræðinnar. List- ræna upplifun má því segja upp- ljómun eða hita á fagurferðislegu ferðalagi. Hiti á fagurferðalagi hvers og eins. Ekki týna mér. Höldum áfram. Finnist þér erfitt að verða fyrir listrænni upplifun eða téðum hita á þínu fagurferðalagi er gott að líta á upplifunina út frá eðlislegu sam- hengi. Sé fagurferðalagið sett í samhengi skammteðlisfræða, sem ganga út á að alheim- urinn hefur enga hlut- læga tilvist heldur sé hann háður samhengi og sambandi rafeinda, má sjá að enginn er hitinn á ferðalaginu nema þú skapir hann sjálf/ur og setjir í sam- hengi við umhverfi þitt með aðgerðum. Þú ein/n berð ábyrgð á eigin fagurferðalagi, hita og listrænni upp- lifun. Tilvist massa rafeinda í rými er háð því að þær rekist hver á aðra. Tilvist þín í rými er háð hita og árekstrum á þínu fagur- ferðalagi. Hitinn er því listin og öll erum við á ferðalagi. Æskilegt er að gera sér grein fyrir eigin fagurferði og vera með skynfærin opin fyrir hit- anum til að öðlast listræna upp- lifun. Allir hafa jafnt aðgengi að listrænni upplifun. Ýmis sam- félagsleg hjálpartæki eru fyrir hendi í leitinni að listrænni upp- lifun, gróðurmoldir sem hlúa að umönnun og miðlun fagurferðalaga eins og skapandi greinar, grasrót og listastofnanir. Finndu hitann á þínu fagurferðalagi og tendraðu bál með samruna hans við aðra. Fagurferðalag Eftir Ásu Dýradóttur Ása Dýradóttir » Tilvist massa rafeinda í rými er háð því að þær rekist hver á aðra. Tilvist þín í rými er háð hita og árekstrum á þínu fagurferðalagi. Höfundur er tónhöfundur og meistaranemi í menningarstjórnun við Bifröst. asadyradottir@gmail.com Þær kynslóðir sem nú eru að nálgast eft- irlaun og þær sem hafa þegar náð þeim tímamótum að vera á slíkum launum unnu þrekvirki í innviða- uppbyggingu þjóð- arinnar. Og það án þess að vera búnar að finna upp þetta tísku- orð sem innviða- uppbygging er. Það er nánast sama hvar drepið er niður fæti í því sem okkur þyk- ir svo sjálfsagt í dag. Sjúkrahús um land allt sem við kjósum nú að kalla heilbrigðisstofnanir, þróun íslensks iðnaðar, vegasamgöngur yfir fjöll og firði, vatnsveitu, hita- veitu og græna orkuframleiðslu. Mörg af þessum framfaraskref- um voru stigin af framsýnu fólki með mikinn metnað fyrir land og þjóð. Sjálfboðavinna var ekki óþekkt í kringum sumar þessara framkvæmda, samanber ófá hand- tök sjálfboðaliða við byggingu sjúkrahúsa. Á þessum áratugum framfara í íslensku þjóðlífi höfðu menn skilning á því hve miklu máli skipti fyrir komandi kyn- slóðir að grunnþættir samfélags- ins yrðu að vera samvinnuverk- efni. Skipulagt, framkvæmt, byggt og rekið á samfélagslegum for- sendum, landsmönnum öllum til heilla. Því aðeins með samtaka- mætti væri gerlegt fyrir litla þjóð í stóru landi að byggja slíka inn- viði hringinn í kringum landið. Þetta var á þeim tímum sem vilji var til þess að Ísland allt væri bú- setuvalkostur fyrir ungt og stór- huga fólk. Árið 1904 var fyrsta vatnsafls- virkjunin sett upp á Íslandi við Lækinn í Hafnarfirði sem þá varð fyrsta raflýsta þorpið á Íslandi (0,009 MW) 1908 var heitu vatni í fyrsta sinn veitt í lokaðri rás í hús hér á landi. Árið 1915 var uppsett afl smárafstöðva á Íslandi komið í 370 kW. Margar þeirra voru heima- smíðaðar. Árið 1921 var Elliðaár- stöðin (um 1 MW) gangsett og seinna stækkuð. Og árið 1930 voru fyrstu holur eftir heitu vatni bor- aðar í nágrenni þvottalauganna í Laugardal og vatnið leitt í sund- laug, skóla, spítala og 60 íbúðar- hús í austurhluta Reykjavíkur. Fleiri þéttbýlisstaðir fylgdu á eft- ir. Af þessu leiddi m.a. notkun rafljósa úti sem inni og þóttu mikil nýjung þar sem þau komu í stað kerta, steinolíulampa og gasljósa og gerðu þar með skammdegið bærilegra. Í fisk- vinnslu og öðrum iðn- aði varð raforkan bylting. Og aukinn kraftur færðist í þessa undirstöðuat- vinnuvegi Íslendinga. Nú var frumkvöðlastarf fram- sýnna manna farið að hafa veldis- áhrif og þróunin komin á flug. 1953 var fyrsta virkjun sem náði að 10 MW, Írafossvirkjun við Sog- ið, gangsett. Tvær aðrar Sogs- stöðvar risu og byggðar voru virkjanir við Laxá í Þingeyjar- sýslu. Næsta stóra framfaraskref var ef til vill 1970 þegar var hafist handa við að virkja jarðgufu til raforkuvinnslu með gufuhverflum. Fyrstu virkjanirnar voru við Bjarnarflag í Mývatnssveit og Kröflu en fljótlega bættist orku- verið í Svartsengi við. Þróunin hefur svo haldið áfram allt til dagsins í dag og eru Íslendingar í fararbroddi hvað viðkemur fram- leiðslu á grænni orku. Öfundsverð staða í alþjóðlegu samhengi. Svip- aða sögu er að segja af uppbygg- ingu heilbrigðiskerfisins og sam- göngukerfisins. Þar ríkti hinn sameiginlegi skilningur dráttarkl- ára íslensks samfélags hvort held- ur sem var á hinum pólitíska víg- velli eða í einkageiranum. Að þessar grunnstoðir væru vörður til bjartari tíma og öllum, jafnt verkafólki sem og atvinnurek- endum, mundi nýtast slík innviða- fjárfesting í margar kynslóðir. Sem þær og hafa gert. Á undra- skömmum tíma hafa Íslendingar risið upp úr örbirgð og skipað sér meðal fremstu þjóða hvað framþróun varðar. Og er nú svo komið að litið er til Íslendinga af öðrum þjóðum hvað varðar sam- félagslega uppbyggingu. Við sem þjóð gátum farið í þessa vegferð á grundvelli sjálfstæðis þjóðarinnar. Við vorum á þessum uppgangs- tímum frjáls til orða og athafna. Við gátum nýtt hugvit og landkosti okkar þjóðinni til framfara, án er- lends boðvalds og afskipta. Þá gilti einu hvort um var að ræða upp- byggingu orkukerfisins, fræðslu- mála, heilbrigðismála eða sjálft þorskastríðið. Íslendingar voru meðvitaðir um gildi og mikilvægi þess að vera sjálfráðir um eigin lög og athafnir. Að þessu búum við enn, þökk sé þeim kynslóðum sem höfðu kjark til að berjast fyrir þessu frelsi landsins. Arfaslök frammistaða En hvernig þökkum við sem nú höldum um veldissprotann þessum baráttuglöðu kynslóðum fyrir þau forréttindi sem þær hafa fært okk- ur? Því miður verður að segjast að þakkirnar eru rýrar í roðinu. Ekki aðeins svíkjum við þessa Íslend- inga um mannsæmandi framfærslu á efri árum, sem hafði þó verið lof- að að væri ein af grunnstoðum hins íslenska velferðarríkis, heldur döðrum við einnig við að einka- væða grunnþarfir þessa sama hóps og leggjumst nánast flöt fyrir er- lendu boðvaldi. Sem birtist m.a. í arfaslakri frammistöðu okkar hvað viðkemur hagsmunagæslu fyrir þjóðina í sameiginlegu EES- nefndinni. Svarið við yfirskrift grein- arinnar er: Já, ég held að við ætt- um að skammast okkar fyrir fram- komu okkar við eldri kynslóðir samfélagsins og afrek þeirra. Við sem þjóð verðum að sækja kjark og þor til þeirra kynslóða sem færðu okkur eitt mesta vel- ferðarríki sögunnar. Þar gildir að- eins grjóthörð hagsmunagæsla í erlendu samstarfi og samningum. Því að þó að við getum verið stolt af fortíðarafrekum munu þau, eins góð og þau eru, ekki tryggja Ís- lendingum áframhaldandi yfirráð yfir auðlindum sínum ef okkur brestur kjark til að feta í fótspor eldri kynslóða. Og hér er þó ónefnd sú vá sem kann að leynast fyrir litla þjóð í stórfelldum upp- kaupum auðmanna á íslensku landi. Það er efni í aðra grein. Það gefur nefnilega ei dvergnum gildi manns þó Golíat sé afi hans! Ættum við að skammast okkar? Eftir Þorgrím Sigmundsson »Ekki aðeins svíkjum við þessa Íslendinga um mannsæmandi framfærslu á efri árum … heldur döðrum við einnig við að einkavæða grunnþarfir þessa sama hóps. Þorgrímur Sigmundsson Höfundur er varaþingmaður Miðflokksins. Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lifandi umræðu í landinu og birtir aðsendar grein- ar alla útgáfudaga. Þeir sem vilja senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir öryggi í sam- skiptum milli starfsfólks Morgunblaðsins og höfunda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þegar smellt er á lógóið birtist felligluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem innsendikerfið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu. Eftir að viðkomandi hefur skráð sig sem notanda í kerfið er nóg að slá inn kennitölu notanda og lykilorð til að opna svæðið. Hægt er að senda greinar allan sólar- hringinn. Nánari upplýsingar veitir starfsfólk Morgunblaðsins alla virka daga í síma 569-1100 frá kl. 8-18. Fasteignir Bílar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.