Morgunblaðið - 20.01.2020, Qupperneq 21
Minningar og andlát
Vefur þar sem er sameinað efni sem snýr að andlátum og útförum.
Þar eru birtar andláts-, útfarar- og þakkartilkynningar sem eru aðgengilegar
öllum en auk þess geta áskrifendur lesið minningargreinar á vefnum.
Á vefnum er að finna upplýsingar um þjónustuaðila sem aðstoða þegar andlát
ber að höndum og aðrar gagnlegar upplýsingar ætlaðar aðstandendum við
fráfall ástvina.
www.mbl.is/andlát
Minningargreinar
Hægt er að lesa minningargreinar,
skrifa minningargrein ogæviágrip.
Þjónustuskrá
Listi yfir aðila og fyrirtæki sem
aðstoða þegar andlár ber að höndum.
Gagnlegar upplýsingar
Upplýsingar og gátlisti fyrir
aðstandendum við fráfall ástvina
Minningarvefur á mbl.is
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020
Gengin er á vit
feðra sinna hún
Gréta mín eftir erf-
ið veikindi. Það
tókst vinátta með
okkur í Hjúkrunarskóla Ís-
lands og bað hún foreldra sína
ísfirsku þau Aðalstein og
Mörthu fyrir mig, þau áttu eft-
ir að vera vinir mínir það sem
eftir var ævi. Þau voru mikið
sómafólk, hitti þau síðan vet-
urinn þann sem ég dvaldi á
Ísafirði í námi. Ég bar alltaf
mikla virðingu fyrir Grétu,
annað var ekki hægt, og oftar
en ekki gat ég leitað til hennar
með ráðleggingar mér til
handa. Það er ómetanlegt að
geta lagt á borð efni fyrir aðra
sem hafa kjark til að hafa
skoðanir, það er ekki alltaf
það þægilegasta.
Gréta var fæddur leiðtogi,
það var engum blöðum um það
að fletta, og lét sig ekkert með
ákvarðanir sínar, ef svo bar
undir, ekki alltaf allir sáttir en
hún hugsaði ævinlega um hag
stofnunarinnar sem hún veitti
lengst af forstöðu. Hún var
hjúkrunarforstjóri Reykja-
lundar sem tók algerum
stakkaskiptum eftir að hún tók
við þeirri stofnun, það er ótrú-
legt til þess að vita hvað hún
Gréta
Aðalsteinsdóttir
✝ Gréta Að-alsteinsdóttir
fæddist 10. desem-
ber 1938. Hún lést 3.
janúar 2020. Útför
Grétu fór fram í
kyrrþey .
hafði í gegn þar.
Millistjórnendur
og eigendur fjár-
mála og heil-
brigðisráðuneyti,
stjórnir Reykja-
lundar. Við þessa
varð að semja til
að koma Reykja-
lundi í það horf
það sem hann er
í nú, sem stofnun
á Evrópumæli-
kvarða.
Gréta var Alþýðuflokks-
kona, hún stóð alltaf við bakið
á starfsstúlkunum fyrst og
fremst en þegar kom að póli-
tískum frama fann hún að
flokkspólitíkin mundi aldrei
eiga við hana og lét svo við
búið. Reykjalundur er ekki
stærsta málið hennar Grétu,
hún var búin að sigra á mörg-
um vígstöðvum. Hún lauk
námi í Verslunarskólanum til
verslunarprófs, það voru tveir
bekkir, lærði á orgel heima á
Ísafirði, hafði gott tóneyra, og
var söngvin.
Gréta menntaðist meira en
venjulegt var á sjöunda og
áttunda áratugnum, menntað-
ist í skurðstofuhjúkrun í Há-
skólanum í Sterling og áður
útskrifaðist hún frá Háskól-
anum í Osló sem heilbrigð-
isfræðingur og mannauðs-
stjóri. Hún giftist Árna
Johansen dýralækni, sem sér-
menntaði sig í Osló um leið og
hún, og aftur við háskólann í
Sterling um leið og hún. Árni
varð héraðsdýralæknir fyrir
Vesturland, með aðsetur á
Bíldudal, og Gréta var heilsu-
hjúkrunarfræðingur þar, og
var gríðarlega mikið að gera í
því starfi. Við komum til
þeirra í Búðardalinn og við
minnumst þeirra stunda með
hlýju. Lífsspor Árna var ekki
langt, lést á miðju blómatíma-
bilinu sínu. Gréta hafði gíf-
urlegan áhuga á skógrækt á
ákveðnu tímabili, eftir að hún
keypti Kvennabrekku nálægt
Búðardal, og langaði að gróð-
ursetja en ekki vinnst tími til
alls, eitthvað er af trjám fyrir
vestan sem hún kom til.
Gréta var í handbolta í
gamla daga, hafði mikið
keppnisskap, sem kom fram í
mörgu, og óafsakanlegt var að
hringja í hana þegar hún sat
við íþróttarásirnar.
Gréta vissi allt um veðrið og
sagði mér að við mig ekki væri
hægt að tala um veðrið. Við
áttum nokkrar ferðir vestur í
Búðardal, þegar veður leyfði,
best var sú þegar Aðalsteinn
og Martha voru þarna líka,
það var notalegur sólarhring-
ur, sungið margraddað fram-
undir nóttu, eldaður veislu-
matur, bleikja.
Gréta var stálminnug og lét
mig gleyma bílhræðslunni,
með því að þylja yfir mér
drápur úr Íslendingasögum
eða heilu kaflana úr Kiljan,
sannkölluð menningarveisla, á
leið okkar yfir Bröttubrekk-
una.
Við Friðbjörn kveðjum með
þakklæti í huga, svo sannar-
lega, þökkum forsjóninni fyrir
að leiða okkur saman, og höf-
um kvatt hana í sl. viku með
ljóðinu “Í rökkurró hún sef-
ur“.
Guð geymir hana.
Sólveig og Friðbjörn.
Í gær kvaddi ég
kæra vinkonu mína
til margra ára sem
lést annan í jólum
sl. Andlát hennar
kom eins og reiðarslag yfir alla
þá sem til þekktu. Við atburði
eins og þessa hugleiðum við til-
gang lífsins og gerðir forsjón-
arinnar sem aldrei eru okkur
óskiljanlegri. Því miður, elsku
vinkona, gat ekki fylgt þér síð-
ustu metrana vegna ófærðar
bæði til flugs og lands en var
svo lánsöm að geta fylgst með
útförinni á netinu. Þökk sé
tækninni.
Barátta er að baki og lauk
með ósigri, en eftir stendur í
huga okkar minningin um ynd-
islega kjarkaða konu, sem hef-
ur kennt okkur það að eigin
vandamál verða hjóm eitt og
hvetur okkur sem heilsu hafa til
að rækta betur okkar eigin
garð. Erfitt verður fyrir börnin
þrjú og ástvini að fylla tóma-
rúmið sem nú tekur við, en ef
þinn vilji má nú loksins ráða
verða laun þessa góða fólks eilíf
minning um hetjuengilinn Sól-
eyju Magnúsdóttir, hvatning til
okkar allra að elska lífið og
vera þakklát fyrir það sem við
eigum. Guð styrki okkur öll.
Ég trúi því að Sóleyju líði vel
Sóley
Magnúsdóttir
✝ Sóley Magn-úsdóttir fædd-
ist 17. júní 1969.
Hún lést 26. desem-
ber 2019. Útför Sól-
eyjar fór fram 9.
janúar 2020.
þar sem hún er í
dag, í faðmi móður
og föður og fleiri
látinna ástavina,
hún horfir til barna
sinna og fylgist
með þeim þroskast.
Hún sendir þeim
andlegan styrk og
heldur áfram að
vaka yfir þeim í
draumum og dag-
legu lífi. Hún verð-
ur hjá þeim í anda þegar þau
útskrifast, finna sér maka og
kvænast, hún verður hjá þeim
þegar þeim fæðast börn, barna-
börnin hennar.
Elsku Sóley mín. Ég bjóst
ekki við að þurfa að skrifa
minningargrein um þig nærri
strax og er mér orða vant. Þú
varst stórbrotin persóna; opin,
hress, einlæg og umfram allt
góð vinkona. Við áttum margar
og góðar stundir í gegnum tíð-
ina þar sem við nutum þess að
bralla margt saman. Ég á eftir
að sakna þess mikið að geta
ekki komið við hjá þér í heim-
sókn og átt yndislegar sam-
verustundir sem ég mun aldrei
gleyma. Okkar æskustundir
þegar við lékum okkur á Ak-
ureyri á sumarkvöldum á róló,
róluðum og sungum hástöfum
og allir búnir að fá meira en
nóg af gaulinu í okkur, en okk-
ur var alveg sama; við vorum í
okkar eigin heimi og elskuðum
að vera saman. Allar þessar
minningar mun ég geyma í
hjarta mínu.
Þegar þú giftir þig var ég hjá
ykkur í viku að hjálpa þér að
undirbúa brúðkaupið, það var
ógleymanlegt að fá þetta tæki-
færi til að vera þér innan handa
þegar þú, elsku vinkona, hafðir
ekki foreldra þína þér til taks.
Svo grét ég svo mikið í brúð-
kaupinu að mér var ekki farið
standa á sama. Var svo dásam-
legt að sjá þig svona hamingju-
sama. Ég er lánsöm að hafa
kynnst þér og yndislegu börn-
unum þínum sem þú elskaðir og
dáðir meira en allt. Ég sendi
ykkur kæra kveðju, elsku Aldís,
Sindri og Þorsteinn, ég votta
ykkur innilega samúð elsku
hjartans fallegu systkini.
Höddi, Halldór og Ása, guð gefi
ykkur öllum styrk á þessum
erfiðum tímum.
Þín æskuvinkona,
Klara Björnsdóttir.
Morgunblaðið birtir minn-
ingargreinar endurgjalds-
laust alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda
Morgunblaðinu greinar eru vin-
samlega beðnir að nota inn-
sendikerfi blaðsins. Smellt á
Morgunblaðslógóið í hægra
horninu efst og viðeigandi liður,
„Senda inn minningargrein,“ val-
inn úr felliglugganum. Einnig er
hægt að slá inn slóðina
www.mbl.is/sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar
en á hádegi tveimur virkum dög-
um fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Minningargreinar