Morgunblaðið - 20.01.2020, Side 26

Morgunblaðið - 20.01.2020, Side 26
ENGLAND Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Lærisveinar Jürgen Klopp hjá Liv- erpool unnu sanngjarnan 2:0-sigur á Manchester United í 23. umferð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í gærkvöldi. Úrslitin þýða að Liver- pool hefur unnið öll lið deildarinnar á leiktíðinni. Liðin skildu jöfn á Old Trafford í október og eru það einu tvö stigin sem Liverpool hefur tapað á tímabilinu. Forskotið á toppnum er orðið 16 stig og getur orðið 19 stig, þar sem Liverpool á leik til góða. Eins og taflan gefur til kynna er Liv- erpool ekki bara besta lið Englands, heldur það langbesta. Mörkin hefðu getað orðið enn fleiri, þótt Liverpool hafi stundum spilað betur. Það er allt með Liverpool í liði. Það er með ólíkindum að Man- chester United hafi eytt gríðarlega háum fjárhæðum í leikmenn síðustu ár og að félagið greiði hærri laun en flest önnur í Evrópu. Liðið er mjög langt á eftir þeim bestu, eins og tvö slæm töp gegn Manchester City og Liverpool með skömmu millibili sýna. Ekki batnar ástandið þegar Marcus Rashford er fjarverandi, en hann verður frá keppni næstu vik- urnar vegna meiðsla. Án hans skap- aði United sér nánast ekkert í gær. Fullkomin umferð fyrir Klopp Umferðin gat ekki verið betri fyr- ir Liverpool og Klopp því öll fjögur liðin fyrir neðan töpuðu stigum. Eft- ir fimm sigra í röð þurfti Manchest- er City að sætta sig við 2:2-jafntefli á móti Crystal Palace á heimavelli. City hefur tapað stigum í átta leikj- um á tímabilinu. Það er allt of mikið þegar keppinauturinn misstígur sig alls ekkert. Stigasöfnun City á leik- tíðinni hefur verið góð og í flestum tilvikum nægilega góð til að vera í harðri titilbaráttu. Leicester tapaði t.a.m. stigum í fimmtán leikjum er liðið varð meistari árið 2016. Liver- pool er hins vegar óeðlilega gott og lætur öll hin liðin líta verr út. Hinir bjartsýnustu stuðnings- menn Leicester vonuðust til að sínir menn myndu veita Liverpool ein- hvers konar samkeppni um titilinn og jafnvel fá annað Englandsmeist- araævintýri, eftir níu sigurleiki í röð frá október til desember. Leicester hefur hins vegar tapað tveimur í röð og fjórum af síðustu sex í deildinni eftir tap fyrir Burnley í gær. Fram undan hjá lærisveinum Brendan Rodgers er barátta um að halda sér í fjórum efstu sætunum, sem væri stórgóður árangur. Þá tapaði Chelsea fyrir Newcastle á útivelli. Chelsea verður í sömu bar- áttu og Leicester, en liðið er í fjórða sæti, sex stigum á eftir Leicester og fimm stigum á undan Manchester United. Arsenal gerði jafntefli við Sheffield United á heimavelli, 1:1, og Tottenham gerði markalaust jafn- tefli við Watford. Arsenal hefur að- eins unnið einn deildarleik af sex undir stjórn Mikel Arteta og Totten- ham leikið fjóra leiki í röð án sigurs undir stjórn José Mourinho. Þeir vonuðust eftir betri byrjun á ferl- inum hjá nýjum félögum. Búnir að vinna alla  Sextán stiga forskot og leikur til góða AFP Markaskorararnir Van Dijk og Salah ánægðir með dagsverkið. 26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 20. JANÚAR 2020 England West Ham – Everton ............................... 1:1  Gylfi Þór Sigurðsson lék ekki með Ever- ton vegna meiðsla. Burnley – Leicester................................. 2:1  Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla. Watford – Tottenham .............................. 0:0 Arsenal – Sheffield United ...................... 1:1 Brighton – Aston Villa ............................. 1:1 Manchester City – Cr. Palace ................. 2:2 Norwich – Bournemouth ......................... 1:0 Southampton – Wolves ............................ 2:3 Newcastle – Chelsea ................................ 1:0 Liverpool – Manchester United.............. 2:0 Staðan: Liverpool 22 21 1 0 52:14 64 Manch. City 23 15 3 5 64:27 48 Leicester 23 14 3 6 48:23 45 Chelsea 23 12 3 8 39:30 39 Manch. Utd 23 9 7 7 36:27 34 Wolves 23 8 10 5 34:30 34 Sheffield Utd 23 8 9 6 25:22 33 Tottenham 23 8 7 8 36:31 31 Crystal Palace 23 7 9 7 22:26 30 Arsenal 23 6 11 6 30:32 29 Everton 23 8 5 10 26:33 29 Newcastle 23 8 5 10 22:34 29 Southampton 23 8 4 11 29:42 28 Burnley 23 8 3 12 26:38 27 Brighton 23 6 7 10 26:31 25 West Ham 22 6 5 11 26:34 23 Watford 23 5 8 10 20:34 23 Aston Villa 23 6 4 13 29:44 22 Bournemouth 23 5 5 13 20:36 20 Norwich 23 4 5 14 23:45 17 Þýskaland Augsburg – Dortmund............................ 3:5  Alfreð Finnbogason lék ekki með Augs- burg vegna meiðsla. Grikkland AEK Aþena – Larissa.............................. 3:0  Ögmundur Kristinsson lék allan leikinn í marki Larissa. PAOK – Asteras Tripolis........................ 3:1  Sverrir Ingi Ingason lék allan leikinn með PAOK. Belgía Oostende – Waasland-Beveren.............. 0:1  Ari Freyr Skúlason lék allan leikinn með Oostende. Portúgal Benfica – Ovarense ................................. 6:0  Cloé Lacasse skoraði tvö mörk fyrir Benfica og lagði upp eitt.  EM karla 2020 MILLIRIÐILL I, Vín: Hvíta-Rússland – Tékkland ................ 28:25 Spánn – Austurríki............................... 30:26 Króatía – Þýskaland............................. 25:24 Staðan: Spánn 3 3 0 0 94:77 6 Króatía 3 3 0 0 83:70 6 Þýskaland 3 1 0 2 81:81 2 Austurríki 3 1 0 2 81:86 2 Hvíta-Rússland 3 1 0 2 74:87 2 Tékkland 3 0 0 3 79:91 0 MILLIRIÐILL II, Malmö: Portúgal – Ísland.................................. 25:28 Slóvenía – Ungverjaland ..................... 28:29 Noregur – Svíþjóð ................................ 23:20 Staðan: Noregur 3 3 0 0 93:77 6 Ungverjaland 3 2 0 1 82:82 4 Slóvenía 3 2 0 1 79:75 4 Ísland 3 1 0 2 73:79 2 Portúgal 3 1 0 2 88:87 2 Svíþjóð 3 0 0 3 64:79 0 Olísdeild kvenna Valur – KA/Þór..................................... 32:16 Stjarnan – Fram................................... 25:32 Haukar – ÍBV ....................................... 22:22 HK – Afturelding ................................. 33:22 Staðan: Fram 12 11 0 1 377:252 22 Valur 12 9 1 2 331:244 19 Stjarnan 12 6 3 3 299:273 15 HK 12 5 2 5 326:329 12 Haukar 12 4 2 6 258:293 10 KA/Þór 12 5 0 7 282:339 10 ÍBV 12 3 2 7 260:296 8 Afturelding 12 0 0 12 227:334 0 Þýskaland Neckarsulmer – Metzingen................ 28:31  Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 4 mörk fyrir Neckarsulmer. Danmörk Esbjerg – Holsterbro .......................... 37:27  Rut Jónsdóttir skoraði 2 fyrir Esbjerg.   Geysisbikar kvenna 8-liða úrslit: Valur – Breiðablik ................................ 89:59 Haukar – Grindavík ............................. 81:54 Keflavík – KR ....................................... 60:82 England Newcastle – Leicester ........................ 61:63  Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 27 stig fyrir Leicester og tók 6 fráköst. Danmörk Bikarkeppni, undanúrslit: Næstved – Horsens.............................. 78:86  Finnur F. Stefánsson, þjálfar Horsens.   Sundkappinn Anton Sveinn McKee hafnaði vann tvívegis til silfur- verðlauna á móti í Bandaríkjunum um helgina. Í gær varð Anton ann- ar í 200 metra bringusundi á Tyr Pro Swim Series-mótinu sem fram fór í Knoxville í Tennessee-ríki. Anton kom í mark á tímanum 2:11,34 en hans besti tími í grein- inni er 2:10,32. Anton varð einnig annar í 100 metra bringusundi á mótinu á föstudag á tímanum 1:00,65. Anton er nú á heimleið til að keppa á Reykjavíkurleikunum. Á verðlaunapalli í Tennessee Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Siilfur Anton Sveinn McKee er í hörkuformi á nýju ári. Hlaupakonan Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir jafnaði eigið aldurs- flokkamet í 200 metra hlaupi á Stórmóti ÍR í gær er hún hljóp á 24,05 sekúndum. Kom hún í mark tæplega sekúndu á undan Þórdísi Evu Steinsdóttur sem varð önnur. Tíminn sem Guðbjörg hljóp á er jöfnun á Íslandsmeti í flokki 20 til 22 ára innanhúss, en Guðbjörg hljóp á nákvæmlega sama tíma 27. janúar í fyrra. Silja Úlfarsdóttir á Íslandsmet fullorðinna en hljóp á 23,79 sekúndum í Bandaríkjunum árið 2004. bjarnih@mbl.is Guðbjörg Jóna jafnaði eigið met Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Metjöfnun Guðbjörg kemur fyrst í mark í Laugardalnum í gær. Fram er með þriggja stiga forskot á toppi Olís-deildar kvenna í hand- knattleik eftir góðan útisigur á Stjörnunni, 32:25, á laugardag. Stjarnan er í 3. sætinu og er nú sjö stigum á eftir Fram. Íslands- og bikarmeistarar Vals eru í 2. sætinu fjórum stigum á undan Stjörnunni. Eftir jafnan fyrri hálfleik í Garðabæ tók topplið Framara á rás. Staðan var 15:13 í hléinu, gestunum í vil. Framarar skoruðu svo fyrstu þrjú mörkin í síðari hálfleik og litu ekki til baka í öruggum sigri. Ragn- heiður Júlíusdóttir var markahæst Framara með átta mörk en Stein- unn Björnsdóttir og Karen Knúts- dóttir skoruðu fimm mörk hvor. Hanna Guðrún Stefánsdóttir skor- aði átta mörk fyrir Stjörnuna. HK er í 4. sæti eftir tíu marka sig- ur á botnliði Aftureldingar, 33:23. Sigríður Hauksdóttir og Jóhanna Margrét Sigurðardóttir skoruðu báðar átta mörk fyrir HK. Haukar og ÍBV gerðu jafntefli 22:22 á Ásvöllum og Valur burstaði KA/Þór 32:16. sport@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Í Garðabæ Karen Tinna Demian sækir en Hildur Þorgeirs er til varnar. Góður útisigur hjá toppliði Fram KR, Valur og Haukar tryggðu sér í gær sæti í undanúrslitum Geysis- bikars kvenna í körfuknattleik. KR vann afar sannfærandi 82:60- sigur á Keflavík á útivelli í stórleik 8-liða úrslitanna. KR skoraði 20 fyrstu stigin og átti Keflavík aldrei möguleika eftir það. Hildur Björg Kjartansdóttir átti mjög góðan leik fyrir KR og skor- aði 23 stig á meðan Danielle Ro- driguez gerði 17. Daniela Wallen skoraði 12 stig fyrir Keflavík og Þóranna Kika Hodge-Carr 12 stig. Bikarmeistarar Vals unnu sann- færandi 89:59-sigur á Breiðbliki á heimavelli. Eftir jafnan fyrri hálf- leik voru Valskonur miklu sterkari í seinni hálfleiknum og sérstaklega í fjórða leikhluta, en hann vann Valur 34:12. Dagbjört Dögg Karlsdóttir og Helena Sverrisdóttir skoruðu 23 stig hvor fyrir Val, eins og Danni Williams fyrir Breiðablik. Haukar áttu ekki í neinum vand- ræðum með að vinna Grindavík á heimavelli, 81:54. Staðan í hálfleik var 50:22 og voru Grindvíkingar ekki líklegir til að jafna í seinni hálfleik. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 24 stig fyrir Hauka og Lovísa Björt Henningsdóttir gerði 17 stig. Bríet Sif Hinriksdóttir skoraði 13 fyrir Grindavík að þessu sinni. Þrjú úrvalsdeildarlið eru þar af leiðandi komin í úrslitahelgina í Laugardalshöllinni. Í kvöld skýrist hvort það verður úrvalsdeildarlið Skallagríms eða 1. deildar lið ÍR sem fylgir þeim þang- að. Þau mætast á heimavelli ÍR í Seljaskóla. johanningi@mbl.is KR skoraði fyrstu 20 stigin í Keflavík Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Útisigur KR-ingar höfðu betur í baráttunni í Keflavík í gær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.