Morgunblaðið - 21.01.2020, Síða 6

Morgunblaðið - 21.01.2020, Síða 6
Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Í grunninn eru flestir bílar nokk- uð svipaðir. Fjögur hjól, gír- skipting, sæti, gluggar, búkur og vél, knúin af jarðefnaelds- neyti, vetni eða rafmagni, eða blöndu af fleiru en einu. Lúxusbílar eru auð- vitað oftast skörinni hærri en aðrir bílar, enda meira í þá lagt, en svo eru það bílar sem eru á svipuðu verði og þessir venjulegu en eru dálítið sér- viskulegir í útliti. Það mætti næstum kalla þá hugmyndabíla, þar sem hönnuðir virðast hafa fengið frítt spil við að gera eitthvað aðeins öðruvísi. Þetta á við um bíla eins og Citroen Cactus, og svo bílinn sem ég reynslu- ók á dögunum, Toyota CH-R með hy- brid-vél, þ.e. vél sem notar bæði jarð- efnaeldsneyti og rafmagnsmótor, sem hlaðinn er á ferð. Eins og með flesta hybrid-bíla er auðvitað hægt að breyta honum í hreinan rafbíl með EV-stillingunni, á meðan rafmagnið dugar, en þá tekur bensínvélin aftur við. Minnir á framtíðarökutæki Að ytra útliti vekur bíllinn með manni ýmis hugrenningatengsl. Hann minnir mann stundum á bryn- varinn bíl eða flugvél sem ekki sést á ratsjá, en einnig á framtíðarökutæki sem maður sér í bíómyndunum, jafn- vel úr Transformers-kvikmyndum. Bílinn hentar þeim sem hafa gaman af að vekja aðeins athygli úti á vegi, án þess að vera endilega allt of flipp- aður. Toyota CH-R er tiltölulega nýr bíll. Hann var fyrst kynntur til sögunnar í heimalandinu Japan í desember árið 2016, en sala í Evrópu hófst árið 2017. CH-R stendur fyrir Compact High Rider, eða hár hlaðbakur í lauslegri íslenskri snörun. Þannig er bíllinn í raun ekki smájeppi, og ekki venjuleg- ur fólksbíll, heldur einhvers staðar þar á milli. Þessi nýjasta útgáfa bílsins er að- eins breytt frá fyrri árgerð, einkum að framan og aftan. Sjá má breyt- ingar í t.d. grilli, ljósum og spoiler að aftan. Óþjálfað auga myndi kannski ekki taka eftir þessum breytingum í fljótheitum, en aðrir eru sneggri til. Hurðarhúnn ofarlega Eitt sem vekur strax athygli á ytra byrði er staðsetning hurðarhúnsins á afturhurðunum, en hann er mjög of- arlega á þessum bíl, sem þýðir að yngstu meðlimir fjölskyldunnar myndu eiga erfitt með að opna bílinn. En kannski er fjölskyldufólk ekki endilega aðalmarkhópur bílsins. Bíllinn er afturhallandi, og því eru gluggar í afturhurðum frekar litlir, ásamt því að vera skyggðir. Sömu- leiðs er útsýni um afturglugga ekkert frábært. Maður er orðinn frekar góðu vanur síðustu misseri, en mjög algengt er orðið að afturhlerar séu með raf- magnsopnun og -lokun. Því er ekki fyrir að fara hér, en í staðinn býður Toyota manni upp á sérlega gott grip neðst á hurðinni sem hægt er að grípa í til að skella hleranum aftur. Skottið er fremur lítið, en það helg- ast meðal annars af því að hefðbundin rafhlaða bílsins er undir skottgólfinu. Bíllinn hentar því ekki vel til lang- ferða með mikinn farangur. Til sitt- hvorrar hliðar í skotti eru geymslu- hólf. Vinstra megin er opið hólf og hægra megin lokað. Þarna má koma fyrir hlutum sem gott er að láta fylgja bílnum, eins og bóni, tuskum, rúðu- sköfum eða því um líku. Snagar eru einnig í boði, fyrir töskur eða inn- kaupapoka, og hankar eru í gólfi sem hægt er að reyra niður dót með. Aftursætispláss kom á óvart Þegar ég fór að huga að því að setj- ast aftur í bílinn og bregða mér í hlut- verk aftursætisfarþega var það í sjálfu sér ekkert tilhlökkunarefni, því utan frá séð virðist sem plássið sé frekar lítið fyrir fullorðinn karlmann. Plássið kom þó aðeins á óvart, þótt auðvitað sé fótaplássið ekki mikið. Ég gat þó rétt vel úr hálsinum og rak mig ekki upp undir. Í hurðum er fínasti glasahaldari en enginn slíkur er í miðjunni, eins og stundum er þegar hægt er að fella niður einingar innan úr miðjusæti. Aftursætisfarþegar geta líka, ásamt því að leggja frá sér drykk í glasahaldarana, sett blöð eða dót í litla vasa aftan á framsætunum. Það sem vakti mesta hrifningu þegar fram í bílinn var komið, eftir prufusetu aftur í, var innréttingin sjálf. Háglansandi plastefni í miðju og í hurðum, sem gefur bílnum ákveðinn glæsileika. Og til að toppa það hefur Toyota látið blátt ljós inn í allt saman, sem gerir þetta enn glæsilegra þegar degi tekur að halla og birtu að bregða úti. Þá er hnúðurinn á gírstönginni silf- urlitaður og skínandi fínn. Í miðjunni er pláss fyrir tvo drykki, og í öðru statífinu er falskur botn sem hægt er að taka úr ef maður er með stærri hitabrúsa sem þarf að leggja frá sér. Sætin sjálf eru sérlega þægileg og sportleg og grípa þétt um mann með- an á akstri stendur. Í raun fer mjög Bíllinn lætur vel að stjórn og staðsetning upplýsingakerfisins er góð. Tveggja lítra Hybrid-bensínvél er í bílnum og skilar sínu ágætlega. Morgunblaðið/Eggert 5 Kósí hjá krökkunum Toyota CH-R sker sig úr hvaðútlit varðar og plássið aftur í er meira en virðist í fyrstu. 6 | MORGUNBLAÐIÐ » 2,0 l tvinn-bensínvél » 184 hö / 190 Nm » CVT sjálfskipting » 0-100 km/klst á 8,2 sek. » Framdrif » 18", álfelgur » 95 g/km NEDC 119 WLTP í blönduðum akstri » 4,0 l NEDC 5,2 l WLTP í blönd- uðum akstri » Eigin þyngd 1.485 kg » Farangursrými 358 l til 1.102 l » Verð frá 5.540.000 kr Toyota C-HR Hybrid Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.