Morgunblaðið - 21.01.2020, Blaðsíða 20
20 | MORGUNBLAÐIÐ
Námskeið sem gefa réttindi
um gjörvalla Evrópu
Öll ökuréttindi - Öll vinnuvélaréttindi
Klettagörðum 11 (ET-húsinu) - 104 Reykjavík - Símar 588 4500, 822 4502 - www.meiraprof.is - rektorinn@gmail.com
Skjót leið
til starfsmenntunar
Skapaðu þér þitt eigið góðæri
www.meiraprof.is
Reki ehf Höfðabakka 9 110 Reykjavík
Sími: 562 2950 Fax: 562 3760
E-mail: kristinn@reki.is Vefsíða: www.reki.is
REKI EHF ER STOLTUR UMBOÐSAÐILI
DONALDSON Á ÍSLANDI. EIGUM HVERS
KYNS SÍUR FYRIR TÆKI Í LANDBÚNAÐI
Á LAGER.
2013
2018
Bílaframleiðendur eru að fikra sig
meir og meir inn í þróun og smíði
rafbíla. Þegar á nýhöfnu árinu ligg-
ur fyrir að nýjungar munu bætast í
rafbílaflóruna. Hér á eftir eru nefnd
sex ný rafbílamódel sem vert verður
að fylgjast með á árinu.
Fyrsti hreini rafbíll Ford, Must-
ang Mach-E, hefur komið inn á
markaðinn með látum. Kaupendur
standa í biðröðum eftir honum. Þeir
hafa að mestu leyti pantað lang-
drægustu útgáfuna. Forvitnilegt
verður að sjá hvaða dóma Mustang
Mach-E fær þegar hann kemur á
götuna síðar á árinu.
Aston Martin Rapide E þótti efni-
legur og lofa góðu þegar hann var
kynntur til sögunnar. Síðustu dag-
ana virðist hins vegar sem Aston
Margin hafi hætt við framleiðslu
hans, a.m.k. í bili, vegna fjárhags-
örðugleika fyrirtækisins. Þetta hef-
ur ekki verið endanlega staðfest en
samt virðist sem bíða þurfi eitthvað
lengur eftir rafbíl frá Aston Martin.
Til stóð að framleiða einungis 155
eintök af Rapide E. Það er mikil
áskorun fyrir bílsmiðinn annálaða
að framleiða rafbíl sem hæfir James
Bond.
Polestar 1 tengiltvinnbíllinn, af-
sprengi Volvo, hefur þegar sett
mark sitt á rafbílamarkaðinn.
Hermt er að ný útgáfa hreins rafbíls
sé í pípunum, Polestar 2. Kemur í
ljós síðar á árinu hvort sá bíll verði
ekki minni að getu. Verði hann
verðlagður hagstæðar þykja líkur á
að hann fá ekki lakari viðtökur.
Fyrsti hreini rafbíll Volvo verður
byggður á borgarjepplingnum
XC40 og hefur hlotið nafnið XC40
Recharge. Fróðlegt verður að sjá
hvernig hann kemur út í sölu í sam-
anburði við bíla Volvo með sprengi-
vél.
Tesla Model Y er mikilvægur bíll
fyrir kaliforníska bílsmiðinn. Búist
er við að fyrstu eintökin verði af-
hent kaupendum í byrjun febrúar,
eftir um hálfan mánuð. Model 3 átti í
miklum örðugleikum til að byrja
með en hefur síðan öðlast feikna-
vinsældir. Spurning er hvaða áhrif
Model Y hefur á sölu forvera síns.
Loks skal nefna Porsche Taycan
sem hefur hlotið mjög góðar við-
tökur í útgáfunni Mission E frá því
hann kom á markað í vetur. Spurn-
ingin verður hvaða framförum
Porsche nær með rafaflrás sinni.
Mun hún valda straumhvörfum í
rafbílavæðingunni?
agas@mbl.is
Vegna fjárhagsörðugleika Aston Martin eru allar líkur á að ekkert verði af
smíði rafbílsins Rapid-E, sem væntanlegur var á götuna í ár.
Rafbílar til að gefa gaum 2020
Hálfþrítugur Þjóðverji hefur verið
dreginn fyrir rétt fyrir skemmd-
arverk á vel á annað þúsund bílum.
Gerði raðvandali þessi það að
iðju sinni að rispa yfirbyggingu
bíla. Er hann ákærður fyrir að
skemma þannig 642 bíla og gerð er
krafa um 930.000 evrur – jafnvirði
um 125 milljóna króna – í bætur
vegna viðgerða á bílunum.
Talið er að bílarnir sem mað-
urinn skemmdi séu allt að 1.700
talsins og heildartjón eigenda 2,3
milljónir evra. Sannanir þóttu ekki
nægar vegna um eitt þúsund bíla
og því ekki ákært fyrir þá.
Eftir að hafa fengið fjölda kvart-
ana yfir rispum á bílum skipaði
lögreglan sérstakan hóp til að
rannsaka málið. Að endingu hafði
hún erindi sem erfiði þegar risp-
arinn var staðinn að verki og góm-
aður aprílmorgun einn árið 2018.
Leiddi árvökul húsmóðir lögregl-
una á sporið. Sagðist hún hafa
heyrt undarlegan hávaða utan við
hús sitt og er hún gægðist út hefði
þar verið maður sem gekk á hvern
bílinn á fætur öðrum og rispaði þá
með beittu áhaldi.
Maðurinn stundaði þessa iðju á
þriggja mánaða tímabili snemma
árs 2018, aðallega í borgunum
Veitshöchheim, Schweinfurt og
Würzburg.
Dómsmálinu er ólokið og óljóst
hvers konar refsingu maðurinn
geti átt yfir höfði sér, finni dóm-
stóllinn hann sekan. Víst þykir að
það verður honum þungt í skauti
þurfi hann að bæta eigendum
bílanna tjónið.
agas@mbl.is
Raðrispari fyrir dóm fyrir að skemma bíla
Illa útleikin vélarhlíf sem orðið hefur fyrir barðinu á rispara.
Litagleði fyrirfinnst ekki á bresk-
um vegum ef marka má liti bíla
sem þar komu nýir á götuna í
fyrra. Voru þrír af hverjum fimm
í sauðalitunum; gráu, hvítu og
svörtu.
Efstur á lista er grái liturinn
en þann lit völdu 23% ökumanna
á bíla sína árið 2019, að sögn
breska bílgreinasambandsins
(SMMT). Árið áður var grái lit-
urinn einnig algengastur en það
var í fyrsta sinn sem hann kom út
á toppnum.
Samantektin sýnir að svarti lit-
urinn var næstalgengastur, eða á
20% bíla, og hvíti liturinn í þriðja
sæti, á 18% bíla.
Bláir bílar urðu í fjórða sæti
með 17% hlutdeild og rauður í
fimmta sæti, eða á tíunda hverj-
um bíl.
Eini nýi liturinn á lista yfir þá
tíu algengustu er sá guli sem
ruddi ljósbrúnum úr tíunda sæt-
inu. Silfurlitur varð í sjötta sæti,
appelsínugulur í sjöunda, grænn í
áttunda og bronslitur í níunda
sæti.
Óvinsælustu bílalitirnir í fyrra
voru dumbrauður, rjómagulur og
bleikur. Hlutdeild þeirra í heild-
inni var innan við eitt prósent. Sá
litur sem jókst mest í fyrra frá
2018 var turkíslitur, eða 29,3%.
Ekki er hægt að yfirfæra
heildarlitavalið á einstök lönd
breska konungdæmisins. Þannig
völdu bæði Skotar og íbúar Erm-
arsundseyjanna hvíta litinn núm-
er eitt. Þá réðst valið nokkuð eft-
ir bílagerðum. Svarti liturinn var
til að mynda algengastur á for-
stjórabílum og lúxusbílum. Kaup-
endur smábíla og bíla sem losuðu
enga mengun í útblæstri höfðu
tilhneigingu til að kaupa hvíta
bíla.
agas@mbl.is
Sauðalitirnir einkennandi í Bretlandi
Flestir kaupendur nýrra bíla
völdu á þá gráan lit í fyrra. Hið
sama gerðu þeir 2018.
Í fyrsta sinn í sögu sinni afhenti
sænski bílsmiðurinn Volvo meira
en 700.000 bíla á einu og sama
almanaksárinu.
Fyrirtækið segir að sérdeilis
mikil eftirspurn hafi verið eftir
jeppunum XC40, XC60 og XC90.
Langmest seldist af XC60 eða
204.965 bílar.
Af hinum 705.452 afhentu bílum
2019 voru 45.933 tengiltvinnbílar
sem er 23% aukning frá árinu
2018.
„Takmark okkar er að feta
áfram sömu jákvæðu brautina
2020 en þá bætast fleiri tengil-
tvinnbílar í bílaframboð Volvo,“
segir forstjórinn Håkan Samuels-
son í tilkynningu.
agas@mbl.is
Tæplega þriðji hver seldur Volvo árið 2019 var af gerðinni XC60.
Volvo aldrei söluhærri