Morgunblaðið - 21.01.2020, Síða 22
22 | MORGUNBLAÐIÐ
Ökuskólinn í Mjódd byggir á margra ára starfsreynslu í öllum greinum ökunáms
Veljið stað þar sem fagmennskan er í fararbroddi
Ökuskólinn í Mjódd | Þarabakka 3 | 109 Reykjavík | bilprof.is | s. 567 0300 | mjodd@bilprof.is
Auk hefðbundins réttindanáms
bjóðum við upp á eftirfarandi
námskeið:
• B-réttindi á íslensku, pólsku og ensku
• Námskeið vegna akstursbanns
• Meiraprófsnámskeið á íslensku og pólsku
• Bifhjólanámskeið
• Endurmenntun atvinnubílstjóra
• Afleysingarmannanámskeið á leigubíl
• Rekstrarleyfisnámskeið leigubíla og fólks-
og farmflutninga
Skráning á námskeiðin fer fram á vefsíðu okkar www.bilprof.is
Næstu
meiraprófsnámskeið
Endurmenntun
atvinnubílstjóra
5. febrúar 2020 kl. 17:30
4. mars 2020 kl. 17:30
1. apríl 2020 kl. 17:30
Námskeið haldin alla laugardaga
frá kl. 9:00-16:00
Fyrirtæki geta óskað eftir
sérnámskeiði fyrir hópa
Endurmenntun á Pólsku (95code)
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Í
slenska fyrirtækið RAG hefur
vakið verðskuldaða athygli fyr-
ir sérútbúnar Mercedes-Benz
Sprinter smárútur. Íslensk
ferðaþjónustufyrirtæki hafa tekið
þessar „Arctic Edition“-rútur í sína
þjónustu og þá fjölgar í kaup-
endahópnum á meginlandi Evrópu
enda þykja rúturnar frá RAG henta
vel á stöðum eins og í fjallabyggðum
Sviss og Ítalíu þar sem mikil snjó-
koma á það til að valda slæmri færð
á vegum.
Rafn Arnar Guðjónsson er sölu-
stjóri RAG, en fyrirtækið hefur í
gegnum tíðina sérhæft sig í innflutn-
ingi á bifreiðum og vinnuvélum af
ýmsum toga og er m.a. umboðsaðili
þýska félagsins Fliegl, sem fram-
leiðir landbúnaðartæki og vagna fyr-
ir efnisflutninga. Árið 2014 komst
Rafn í samband við vandaða unga
menn sem reka bílabreytingaverk-
stæði í Póllandi og tókst með þeim
samstarf um að breyta
Sprinter-sendibílum í 21 manns
smárútur.
„Útkoman er rúta sem er hæfilega
stór, fjórhjóladrifin og með háu og
lágu drifi. Með miklum tilkostnaði
og fyrirhöfn hefur okkur síðan tekist
að fá öll leyfi og úttektir hjá eftirlits-
stofnunum í Póllandi svo að selja má
Mercedes-Benz Arctic Edition rút-
urnar hvar sem er innan Evrópu,“
útskýrir Rafn, en auk þess að inn-
rétta rúturnar í samræmi við
ströngustu kröfur hefur pólska
verkstæðið líka hækkað Sprinterana
og sett undir þá 35 tommu dekk.
„Þessar rútur hafa ekki síst verið
notaðar í kynnisferðum yfir vetr-
armánuðina og henta mjög vel í
norðurljósaferðir og Gullna hringinn
þegar snjór er á vegum. Þá hafa rút-
urnar okkar jafnframt komið í góðar
þarfir í skólaakstri.“
Sjálfsagt að hlaða og tengjast
Áhugavert er að skoða hvernig
farþegar hafa gert æ ríkari kröfur til
þæginda og aðbúnaðar um borð í
jafnt stórum sem smáum rútum.
Rafn segir að RAG hafi verið með
þeim fyrstu til að bjóða upp á sæti
með innstungum fyrir USB-snúrur
en það þyki nánast sjálfsagt í dag að
geta hlaðið snjalltækin á leiðinni á
milli staða. „Bæði vill fólk geta
stungið símanum eða myndavélinni í
samband, en eins þykir farþegum
æskilegt að rútur bjóði upp á þráð-
laust net svo hægt sé að kíkja á sam-
félagsmiðla, lesa fréttir og jafnvel
horfa á sjónvarpið í símanum. Þá
kemur vitaskuld ekkert annað til
greina en að farþegarýmið sé hlýtt,
þurrt og þægilegt og tvöfalt gler í
öllum rúðum. Það að sitja í rútu með
móðu á gluggum svo að ekkert sést
út heyrir sögunni til.“
Við kaup á rútu segir Rafn að
huga þurfi alveg sérstaklega að því
að sætin séu þægileg og fótaplássið
gott. „Evrópustaðallinn kveður á um
að 70 cm séu á milli sæta, og stærð
sætanna þarf að taka mið af stærð
farþeganna. Þannig getur grannur
gestur frá Asíu gert sér að góðu sæti
sem væri of þröngt og smátt fyrir
hávaxinn og gildvaxinn Ameríkana.“
Rútur sem er víða þörf
Greinilegt er að mikill metnaður
er í RAG og var fyrirtækið með sýn-
ingarbás á Busworld rútu- og
strætisvagnasýningunni miklu sem
haldin var í Brussel seint í október.
Að sögn Rafns var sýningin mikið
ævintýri og gaman að sjá hversu vel
það gekk að benda gestum á kosti
Arctic Edition-rútanna. „Þeir sem
komu á básinn hugsuðu margir með
sér að svona ökutæki kæmi helst að
notum á Íslandi, í Afríku eða jafnvel
í hernum, en raunin er að víða í Evr-
ópu er að finna ferðamannastaði þar
sem þörf er á farartækjum einmitt
af þessu tagi, handa mjög kröfu-
hörðum ferðalöngum. „Í fjallahér-
öðum Sviss, Austurríkis og Þýska-
lands hefur vantað annan valkost en
að ferja fólk á milli staða í litlum
jeppum.“
Lúxusrútur
sem ráða við
erfiða færð
RAG vakti lukku á Busworld-sýningunni í Bruss-
el og má reikna með að íslensk-pólskar lúx-
usrútur verði á ferðinni hér og þar í Evrópu.
Nýútbúinn Arctic Edition lúxus-Sprinter við verkstæðið í Póllandi.
Fella má öftustu sætaröðina.
Frá sýningarbásnum í Brussel. Kaupendur víða um Evrópu hafa sýnt þessum lúxusrútum áhuga.
Á ferðalögum um landið er gott að hafa meira pláss og þægileg sæti.
Lýsing, áklæði og ýmis skemmtileg smátriði einkenna RAG-rúturnar.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Rafn Arnar Guðjónsson segir ferðamenn gera kröfu um að geta hlaðið
snjalltækin og tengst þráðlausu neti á ferð sinni milli náttúruundra.