Morgunblaðið - 02.01.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 02.01.2020, Qupperneq 8
kvæmari fyrir áhrifum koffíns og neysla þess því sérstaklega óæskileg fyrir þau. Það er ekkert sem bendir til að þessir drykkir séu hollari eða betri fyrir heilsuna á nokkurn hátt en aðrir gosdrykkir. Markaðssetning þeirra hefur hins vegar tekist mjög vel hér á landi og virðast mörg íslensk ungmenni því miður tengja þessar vörur við hreysti og gott útlit, sem er sorglegur misskilningur. Kannanir Rannsóknar og greiningar við Há- skólann í Reykjavík sýna að neysla orkudrykkja hefur aukist gríðarlega í grunn- og framhaldsskólum bæði innan og utan íþrótta, ásamt nei- kvæðum áhrifum á heilsu þessa hóps í formi svefnvanda. Hér er um stóran og stækkandi lýðheilsuvanda að ræða. Fólk má heldur ekki gleyma kostn- aðinum, dagleg neysla nokkurra slíkra drykkja kostar jafnvel hundruð þúsunda króna á ári. Fyrir utan um- hverfisáhrifin af öllum þessum ein- nota umbúðum,“ segir Tómas, að- F æðubótarefni eru hvers kyns fæða sem ætluð er sem viðbót við venjulegan mat og sögð er innihalda viðbætt magn af ýmsum vítamínum, steinefnum, eða annars konar efnum með eftirsóknarverða eða jákvæða verkun. Vandinn er hins vegar sá að með þessu er ekkert raunverulegt eftirlit og því ómögu- legt að vita hvað slíkar vörur raun- verulega innihalda. Fæðubótarefni falla hvorki undir lyfjalöggjöf né mat- vælaeftirlit. Þannig er engin trygging fyrir því að varan innihaldi það sem kaupendur halda. Því miður er ekki óalgengt að vörurnar séu illa merktar eða hafi einfaldlega villandi innihalds- lýsingar. Stundum kemur hreinlega fram að efni á bannlista séu í vör- unum, en það hefur oft ekki afleið- ingar fyrir framleiðendur þar sem eftirlit er ekkert, og hins vegar geta ólögleg efni leynst í vörunum án þess að það komi fram. Þetta er vel þekkt alþjóðlegt vandamál og hefur marg- sinnis verið staðfest í rannsóknum á innihaldi vara á markaði erlendis. Kynningar- og söluaðferðir sem not- aðar eru byggjast oft alls ekki á vís- indalegum rökum og lýsa áhrifum sem erfitt eða ómögulegt er að ná fram með neyslu efna eingöngu, án þess að þau þá séu í raun ólögleg. Nokkuð öðru máli gegnir um orku- drykkina vinsælu. Þeir eru jú skil- greindir sem matvæli og falla undir viðeigandi eftirlit. Þetta eru hins veg- ar einfaldlega gosdrykkir sem inni- halda mikið magn af koffíni, eða öðr- um löglegum örvandi efnum. Stundum er bætt við vissum am- ínósýrum, steinefnum eða vatnsleys- anlegum vítamínum, oft í hrossa- skömmtum í óljósum tilgangi. Koffín er örvandi efni sem neyta má upp að takmörkuðu magni. Mikil notkun get- ur valdið svefntruflunum, kvíða, hjartsláttartruflunum, háþrýstingi, höfuðverk, ógleði og mörgu fleiru. Börn og ungmenni eru almennt við- Tómas Þór Ágústsson, sérfræðilæknir í innkirtla- lækningum og læknir hjá Lyfjaeftirliti Íslands, segir að notkun fæðubótarefna, stera og vaxtarhormóna sé mikið áhyggjuefni. Fæðubótarefni geta brenglað hormónastarfsemi líkamans spurður hvers vegna þurfi að hafa áhyggjur af þessari þróun. Sjáið þið áhrif af notkun þessara efna á spítalanum? „Já! Það kemur fyrir að fólk sem hefur verið að nota fæðubótarefni í frammistöðu- eða útlitsbætandi til- gangi hafi brenglaða eigin horm- ónaframleiðslu ásamt því að sum þessara efna geta t.d. haft áhrif á lifr- ar- og nýrnastarfsemi. Eins og við ræddum áðan er eftirlitið mjög lítið og því veit fólk ekkert hvað það er að nota. Íþróttafólk sem þarf að fara í regluleg lyfjapróf verður einnig að vera á varðbergi. Notkun fæðubótar- efna, sem þá innihalda eitthvað annað en haldið er fram svo þau virki, er einmitt algeng ástæða fyrir falli á lyfjaprófi. Afleiðingar orkudrykkja- notkunarinnar eru einnig algengar í formi svefnvanda, kvíða, almennrar vanlíðunar, og eru eflaust van- greindar og vanmetnar,“ segir hann. Af hverju notar fólk þá þessi efni? „Auðvitað sækist fólk eftir þeim já- kvæðu áhrifum sem seljendur fæðu- bótarefna eða ólöglegara efna halda fram. Þetta snýst hins vegar fyrst og fremst um markaðssetningu og þær óeðlilegu fyrirmyndir sem samfélagið hefur búið til, frekar en raunveru- leika eða staðreyndir. Sumar þeirra fyrirmynda hreysti og heilsu sem eru mest áberandi í íslensku samfélagi í dag eru því miður hluti vandans. Ekki síst með tilkomu samfélagsmiða er ungt fólk stöðugt baðað í myndum og sögum af fólki, sem hefði nú þótt ansi undarlegt í útliti fyrir nokkrum ára- tugum. Rannsóknir hafa sýnt fram á streituvaldandi áhrif þessa áreitis og tengsl þess við vaxandi sjálfsímynd- arvanda ungs fólks. Staðreyndin er einfaldlega sú að mjög erfitt er að ná slíkum áhrifum á útlit öðruvísi en með notkun einhvers konar efna. Mig grunar nú að flestir viti þetta, en af einhverjum ástæðum er fólki farið að þykja þetta í lagi og ræðir vandann ekki á viðeigandi hátt. Ástæður óhóflegrar notkunar fæðubótarefna, og í framhaldi notkun stera og annarra ólöglegra frammi- stöðubætandi efna, eru þannig kannski tvenns konar. Annars vegar samfélagsþrýstingur sem tengist þessum fyrirmyndum og viðmiðum samfélagsins, og hins vegar undir- liggjandi óöryggi, kvíði og svokölluð líkamslýtaröskun (body dysmorphic syndrome) notandans. Líkamslýta- röskun í þessu samhengi svipar á margan hátt til átraskana, en hér snýst vandinn um vöðvastærð og ann- að í útliti. Ég efast um að nokkrum dytti í hug að réttlæta átröskunar- hegðun á sama hátt og notkun allra þessara efna er nú talin eðlileg eða jafnvel eftirsóknarverð.“ Hvað um stera. Eru sterar þá mikið notaðir á Íslandi? „Ýmislegt bendir til þess að notkun stera og annarra frammistöðubæt- andi efna sé algeng og vaxandi meðal almennings á Íslandi. Lögreglu- og tollayfirvöld leggja hönd á vaxandi magn slíkra ólöglegra efna og heil- brigðisvandamál sem tengjast þessu eru algengari. Eins og annars staðar í heiminum er þó af ýmsum ástæðum erfitt að staðfesta þetta með rann- sóknum. Við vitum að um 5% karl- manna í nágrannalöndunum nota stera einhvern tímann á lífsleiðinni, og mig grunar að það sé síst minna hér og er ekki endilega bundið við ákveðna samfélagshópa.“ Sterar auka árásagirni Hverjar eru áhætturnar við notkun stera? „Áhætturnar við notkun stera eru margvíslegar. Áhrifin á hormóna- framleiðslu, frjósemi og ýmsa líkams- starfsemi bæði karla og kvenna eru vel þekkt (Mynd 1). Það sem fólk veit kannski síður er hversu mikil áhrif þeir geta haft á geðheilsu. Sterar auka árásargirni og minnka sam- kennd. Dagbækur Anders Breivik sem framdi ódæðin í Utøya í Noregi lýsa því t.d. mjög skýrt hvernig hann Á undanförnum árum hefur orðið mikil aukning í sölu og notkun ýmissa fæðubótarefna og orkudrykkja á Íslandi. Tómas Þór Ágústsson, sérfræðilæknir í innkirtlalækningum og læknir hjá Lyfjaeftirliti Íslands, segir að margt bendi til þess að notkun svokallaðra frammistöðubætandi eða útlitsbætandi efna hafi aukist mikið, sé orðin nokkuð almenn og þyki jafnvel ásættanleg í íslensku samfélagi. Hér ber mest á anabólískum sterum og nú einnig vaxtarhormóni. Marta María|mm@mbl.is  SJÁ SÍÐU 10 Morgunblaðið/Kristinn Magnússon 8 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 Betri líðan í hálsi og baki undir leiðsögn sjúkraþjálfara. Frábær aðstaða og góður tækjasalur á Bíldshöfða 9. Upplýsingar og skráning á www.bakleikfimi.is Bakleikfimi Hefst 9. jan.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.