Morgunblaðið - 02.01.2020, Side 11

Morgunblaðið - 02.01.2020, Side 11
Skipulögð íþróttastarfsemi Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) er æðsti aðili frjálsrar íþróttastarfsemi í landinu. ÍSÍ er regnhlífarsamtök sérsambanda, íþróttahéraða, íþrótta- og ungmennafélaga og deilda þeirra. Tilgangur ÍSÍ er m.a. að efla, samræma og skipuleggja íþróttastarfsemi. Með skipu- lögðu íþróttastarfi er átt við starf íþróttafélaga þar sem börn, ungmenni og fullorðnir æfa íþróttir undir leiðsögn þjálfara. Nú þegar nýtt ár er hafið er góður tími til að skoða hvað fjölskyldan getur gert saman til að fjölga hreyfistundum sínum á árinu. Fjölmargt er í boði fyrir stóra sem smáa víðsvegar um landið og því kjörið tækifæri til að prófa hinar ýmsu íþróttagreinar eða íþróttaviðburði. Það er um að gera að skoða möguleikana hjá hverju íþróttafélagi fyrir sig, en ÍSÍ sér einnig um nokkur heilsu- og hvatningarverkefni ár hvert sem eiga það sameiginlegt að hvetja til almennrar hreyfingar, m.a.: • Lífshlaupið í janúar/febrúar • Hjólað í vinnuna í maí • Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ í júní • Göngum í skólann í september • Íþróttavika Evrópu í september „Hreyfing alla ævi stuðlar að betri heilsu og vellíðan og gefur styrk til að takast á við mótlæti.“ Mikilvægi hreyfingar á heilsu fólks hefur margsannað sig. Þátttaka barna og ungmenna í skipulögðu íþróttastarfi hefur einnig fjölþætt gildi. Þau eru m.a. líklegri til að hreyfa sig í samræmi við ráðleggingar um hreyfingu, en hreyfing er forsenda fyrir andlegum, líkam- legum og félagslegum þroska, heilsu og vellíðan. Dæmi um ávinninginn af reglubundinni hreyfingu fyrir börn og ungmenni eru: • Betra þol og meiri vöðvastyrkur. • Minni einkenni kvíða og þunglyndis. • Betri beinheilsa. • Stuðlar að heilsusamlegu holdarfari. • Aukin einbeiting og betri námsárangur. „Skipulagt íþróttastarf er lykilþáttur í forvörnum á Íslandi.“ Samkvæmt niðurstöðum úr rannsókninni Ungt fólk nota börn og ungmenni sem stunda skipulagðar íþróttir síður tóbak, áfengi eða önnur vímuefni, eru líklegri til að vera heilsu- hraustari og líða betur almennt. Í dag er mikið framboð íþróttagreina frá unga aldri og börn byrja fyrr að stunda skipulagðar íþróttir, til staðar eru menntaðir þjálfarar frá því íþróttaþátttaka hefst og aðstaða til íþrótta- iðkunar hefur stórbatnað. Mikil áhersla er á að íþróttafélög bjóði upp á ábyrgt og gott starf fyrir öll börn með gleði og ánægju að leiðarljósi. Þá hefur samvinna fjölskyldna í landinu, íþróttahreyfingarinnar, ríkis og sveitarfélaga gengið vel og með forvarnargildi íþrótta að leiðarljósi hafa allir þessir aðilar unnið dyggilega að uppbyggingu íþróttalífs á Íslandi. Vertu með! Í bæklingnum Vertu með! sem Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands gaf út ásamt Ungmenna- félagi Íslands má finna hagnýtar upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmennafélaga landsins. Markmiðið með útgáfu bæklingsins er að auka þátttöku barna og ungmenna af erlendum uppruna í skipulögðu íþróttastarfi. Bæklingurinn er til á sex tungumálum. Hjólað í vinnuna og Göngum í skólann Ein einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við líkamlega og andlega vellíðan heldur er um að ræða umhverfisvæna og hagkvæma leið til að komast á milli staða. Virkur ferðamáti minnkar bílaumferð, bætir loftgæði og minnkar útgjöld einstaklinga og samfélagsins. Verkefnið Hjólað í vinnuna fer fram í maí ár hvert og Göngum í skólann í september ár hvert. Vefsíður verkefnanna eru www.hjoladivinnuna.is og www.gongumiskolann.is Lífshlaupið Í Lífshlaupinu eru landsmenn allir hvattir til að huga að daglegri hreyfingu og auka hana eins og kostur er, þ.e. í frítíma, í vinnu, í skóla og við val á ferðamáta. Keppni í Lífshlaupinu fer fram í þremur flokkum í janúar/febrúar ár hvert; grunnskólakeppni fyrir 15 ára og yngri, framhaldsskólakeppni fyrir 16 ára og eldri og vinnustaðakeppni. Einnig fer fram keppni í Lífshlaupinu allt árið. Hentugt er að halda utan um sína hreyfingu með því að skrá hana niður á vefsíðu verkefnisins. Vefsíða Lífshlaupsins er www.lifshlaupid.is Íþróttavika Evrópu Íþróttavika Evrópu er haldin í september ár hvert í yfir 30 Evrópulöndum. Markmiðið með Íþróttaviku Evrópu er að kynna íþróttir og almenna hreyfingu um alla Evrópu og sporna við auknu hreyfingarleysi meðal almennings. Fjöldinn allur af viðburðum fyrir alla aldurshópa tengist vikunni ár hvert hér á landi. Vefsíða Íþróttaviku Evrópu á Íslandi er www.beactive.is VERTU MEÐ! UPPLÝSINGAR UM STARFSEMI ÍÞRÓTTA OG UNGMENNAFÉLAGA LANDSINS ÍSÍ hvetur alla til að skoða hvaða hreyfing er í boði í nálægu íþróttafélagi, fyrir sjálfan sig og fjölskylduna, og síðan er um að gera að hvetja fjölskyldu og vinnufélaga til að taka þátt í þeim verkefnum sem ÍSÍ heldur utan um. Samvera barna og foreldra er mikilvæg sem verndandi þáttur í forvarnarstarfi og ein leið til þess að auka samveru er að hreyfa sig saman. Vefsíða ÍSÍ er www.isi.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.