Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 14
Hún segir að það sé eitthvað alveg
sérstakt við það að ganga á fjöll,
hreyfa sig utandyra og drekka nátt-
úruna í sig. Svo ekki sé talað um allt
súrefnið sem hægt er að anda að sér.
„Ég hef kynnst mörgum af mínum
bestu vinkonum í gegnum fjallabrölt-
ið og erum við duglegar að koma okk-
ur í alls konar ævintýri. Maður getur
labbað sama fjallið oft og mörgum
sinnum og upplifunin verið mjög mis-
munandi í hvert skipti. Svo erum við
svo heppin að hér á landi er endalaust
úrval af fjöllum til að ganga á. Fjall-
ganga er líka eins og góður sál-
fræðitími. Prófið það bara ef þið trúið
mér ekki. Maður kemur alltaf bros-
andi heim.
Annars finnst mér dásamlegt að
geta stundað hreyfingu utandyra
hvort sem það eru fjallgöngur, skíða-
iðkun, hjólreiðar eða utanvegahlaup.
Það jafnast bara ekkert á við úti-
veruna,“ segir hún.
Þegar Bára Mjöll er spurð út í sína
hreyfingarrútínu segir hún að hún
hreyfi sig að lágmarki fjórum sinnum
í viku.
„Stundum hreyfi ég mig kannski
átta sinnum yfir vikuna en stundum
þrisvar, allt eftir því hvernig mér líð-
ur hverju sinni. En ég hvíli óhikað ef
ég finn að líkaminn kallar á meiri
hvíld. Ég fer í Hreyfingu að jafnaði
3-4 sinnum í viku og reyni að labba að
lágmarki á eitt stykki fjall og fara á
eina hlaupaæfingu svo ég nái að halda
mér við á öllum vígstöðvum. Ef ég
hreyfi mig ekki í tvo daga er líkaminn
farinn að öskra á hreyfingu sem mér
finnst frábært – það heldur mér svo
sannarlega við efnið. Vinkonur mínar
eru líka duglegar að hreyfa sig og það
hjálpar líka, við hreyfum okkur mjög
mikið saman en GAMAN SAMAN er
okkar mottó. Ég er líka að labba með
Fjallafélaginu, sem bræðurnir Har-
aldur og Örvar halda úti, en það eru
skipulagðar göngur í hverjum mánuði
og svo er ég í hlaupahópi sem kallar
sig Skynsemin ræður með frábærum
konum sem hlaupa úti í náttúrunni
sér til skemmtunar.“
Þú hefur stundað Infra Power síð-
an í haust. Hvað er það við þessa tíma
sem þú kannt að meta?
„Ég hef farið á mörg námskeið í
Hreyfingu hjá Önnu Eiríks en hún er
uppáhaldsþjálfarinn minn. Hún byrj-
aði með Infra Power-námskeiðin í
haust og ég hreinlega varð að prófa.
Ég vissi að þetta væru krefjandi
tímar sem mér fannst spennandi en
þeir eru kenndir í 34° heitum sal þar
sem meðal annars er unnið með ket-
ilbjöllur, lóð og nuddrúllur. Þessir
tímar eru búnir að fara fram úr öllum
væntingum en ég hef aldrei tekið jafn
mikið á því eða fengið jafn mikið út úr
neinum tímum. Maður er hreinlega á
fullu allan tímann og svitinn bók-
staflega lekur af manni. Svo er hóp-
urinn sem hefur verið að mæta alveg
frábær og eiginlega magnað hvað það
er mikil stemning í tímunum, það
mætti halda að við værum öll búin að
vera að æfa saman í mörg ár. Ég
hreinlega elska þessa tíma,“ segir
hún.
Bára Mjöll segir að Infra Power-
tímarnir hjá Önnu Eiríks hafi gert
mikið fyrir hana.
„Það er alltaf gaman að setja sér
markmið og geta fylgst með árangr-
inum mánuð fyrir mánuð. Ég finn að
tímarnir hjálpa mér varðandi, úthald,
þol og styrk en ég fann strax mikinn
mun á nokkrum vikum. Svo líður mér
svo vel á líkama og sál eftir tímana
sem er auðvitað aðalmálið.“
Það þýðir víst lítið að æfa og æfa ef
mataræðið er í steik. Þegar Bára
Mjöll er spurð út í sitt mataræði seg-
ist hún borða frekar heilsusamlegan
mat.
„Ég borða að öllu jöfnu nokkuð
heilsusamlegan mat, þótt ég leyfi mér
alveg sykur og sætindi inn á milli. Ég
finn að mataræðið hefur áhrif á líðan
og afköst og þess vegna legg ég mikið
upp úr því að 80% af því sem fer inn
fyrir mínar varir á degi hverjum sé í
hollari kantinum. Ég borða í raun allt
en hef minnkað kjötneyslu töluvert.
Ég er að vinna í því núna að borða
meira til að hjálpa mér við vöðvaupp-
byggingu. Ég finn þó að ég þarf að
taka svefninn fastari tökum en ætli
svefninn leiki ekki eitt stærsta hlut-
verkið þegar kemur að heilsunni?“
Hvað drífur þig áfram í lífinu?
„Ég er þakklát fyrir að vera heil-
brigð og hafa tækifæri til að gera alla
þá skemmtilegu hluti sem lífið hefur
upp á að bjóða. Ég á þrjú yndisleg
börn sem gefa mér mjög mikið og hef
auk þess verið svo heppin að í kring-
um mig hefur raðast alveg hreint
yndislegt fólk í gegnum lífið sem ég
er einstaklega þakklát fyrir. Ég er
mikil félagsvera og elska að vera í
kringum allt þetta góða fólk sem er
endalaust tilbúið að taka þátt í vit-
leysunni sem mér dettur í hug og
styðja mig í því sem ég tek mér fyrir
hendur. Annars skiptir hugarfarið
öllu máli en við erum lykillinn að okk-
ar eigin hamingju!“
Hvert verður helsta heilsutrendið
2020 og hvað ætlar þú að gera á nýja
árinu sem þú hefur ekki gert fyrr?
„Það er svo auðvelt að ýta hreyf-
ingu til hliðar af því það er svo mikið
að gera, ég hef svo sannarlega gert
það sjálf. Aðalmálið er að taka
ákvörðun um að byrja og setja sér
raunhæf markmið. Til dæmis að taka
frá tíma tvisvar í viku til að hreyfa
sig, það skiptir ekki máli hvernig að-
almálið að hver finni hreyfingu við
hæfi og velji eitthvað sem þeim finnst
skemmtilegt.
Þeim er alltaf að fjölga sem stunda
hreyfingu utandyra s.s. fjallgöngur,
gönguskíði, fjallaskíði og ut-
anvegahlaup og ég er nokkuð viss um
að það verði áfram mikil aukning í
þess konar hreyfingu árið 2020. Ann-
ars hugsa ég að núvitund og hug-
leiðsla komi enn sterkari inn hjá fólki
á nýju ári. Fólk er alltaf að verða
meðvitaðra um áhrif núvitundar á
andlega og líkamlega líðan svo ég
spái því að það verði trend ársins
2020.
Ég er að skoða alls konar spenn-
andi hluti sem mig langar að gera á
nýju ári. Ég er búin að festa göngu-
skíðaferð í Landmannalaugar í góðra
kvenna hópi – og hlakka mikið til.
Mig langar líka að fara á fjallaskíði en
það hefur verið draumur í nokkur ár.
Annars snýst þetta um að njóta og
gera hluti sem gleðja og það ætla ég
mér svo sannarlega að gera.“
Hvergi er betra að fá góð-
ar hugmyndir en á fjöllum.
Bára Mjöll veiktist alvarlega þegar hún
heimsótti Nepal í annað sinn. Eftir þá ferð
fór hún að hugsa öðruvísi um heilsuna.
14 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020
Við hjálpum fólki að breyta mataræði og taka úr því fíknivalda og síðan heila
undirliggjandi tilfinningaleg og andleg vandamál sem matarfíknin hefur valdið!
Nú í byrjun nýs árs bjóðum við uppá þrjá kosti:
1. 5 vikna Nýtt líf námskeiðið fyrir byrjendur og endurkomufólk
sem hefst 4. janúar 2020.
2. 10 daga meðferðarnámskeið með Dr. Toverud í meðferð sem tekur á
huglæga, tilfinningalega og andlega þætti vandans,
sem hefst 24. janúar 2020.
3. Möguleika á að taka þessi námskeið sa
FRÁ MATARFÍKNIMIÐSTÖÐINNI
Esther Helga Guðmundsdóttir MSc. og Dr. Guttorm Toverud
Matarfíkn er líffræðilegur
sjúkdómur sem veldur
tilfinningalegu, huglægu
og andlegu ójafnvægi.
man.
Síðumúla 33, 108, Reykjavík, esther@mfm.is / 699-2676, www.matarfikn.is
Endilega kíkið á síðuna okkar
og skoðið dagskrána!