Morgunblaðið - 02.01.2020, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020
A
ðalsteinn er sérfræðingur í kviðarholskurðlækning-
um og hefur lagt áherslu á kviðsjáraðgerðir í efri
hluta kviðar. Þegar fólk leitar til Landspítala í að-
gerðir vegna gallsteina, vélindabakflæðis, kviðslits,
krabbameins í vélinda eða maga eða vegna offitu eru
líkur á að það hitti hann.
Aðalsteinn er einn nokkurra sérfræðinga landsins í efna-
skiptaaðgerðum vegna þyngdarvanda fólks. Hann lærði læknis-
fræði við Hans-Christian-Albrechts-háskólanum í Kiel í Þýska-
landi og fékk almennt lækningaleyfi 2003.
Aðalsteinn starfaði sem sérnámslæknir og síðar sérfræðingur
í kviðarholsskurðlækningum við Blekingesjukhuset í Svíþjóð í
13 ár. Árin 2011-2015 vann hann jafnframt í hlutastarfi við Sør-
landet Sykehus í Arendal í Noregi þar sem hann byggði upp
starfsemi um efnaskiptaaðgerðir. Aðalsteinn starfar nú á Land-
spítala-háskólasjúkrahúsi í 80% starfshlutfalli og á Klíníkinni
Ármúla í 20% starfshlutfalli, þar sem hann sérhæfir sig meðal
annars í efnaskiptaaðgerðum – það er magaermiaðgerðum og
hjáveituaðgerðum.
Mittismál Íslendinga ekki til fyrirmyndar
Efnaskiptaaðgerðum fjölgar úti um allan heim og einnig á Ís-
landi að sögn Aðalsteins. Tölur um mittismál Íslendinga eru öðr-
um þjóðum ekki til eftirbreytni ef marka má rannsóknir. Í raun
sker Ísland sig frá hinum norrænu þjóðunum því meira en helm-
ingur fullorðinna í landinu er í yfirvigt samkvæmt rannsókn sem
unnin var í matvæladeild Tækniháskólans í Danmörku. Rann-
sóknin var gerð á árunum 2011 til 2014 og unnin sem samvinnu-
verkefni rannsóknarteyma í Svíþjóð, Noregi, Finnlandi og Ís-
landi. Niðurstöður um Ísland sýndu að tveir af þremur körlum í
landinu eru í yfirvigt og fimmti hver karl og kona í mikilli yfir-
vigt. Í Yfirliti heilbrigðismála sem unnin er fyrir OECD löndin
fyrir árið 2019 segir ennfremur að hegðunartengdir áhættu-
þættir leiða til rúmlega þriðjungs allra dauðsfalla á Íslandi.
Áhætta tengd matarvenjum leiddi til rúmlega eins sjötta allra
dauðsfalla ársins 2017, sem rekja mátti til of lítillar ávaxta- og
grænmetisneyslu en of mikillar neyslu á sykri og salti.
„Samkvæmt líkamsþyngdarstuðli (e. BMI) er fólk komið í
yfirþyngd þegar BMI er yfir 25. Ef við tökum sem dæmi ein-
stakling sem er 175 cm er hann í yfirþyngd ef hann er 77 kg eða
þyngri.
Ef BMI-stuðullinn fer yfir 30 er um ofþyngd að ræða. Þá er
einstaklingur sem er 175 cm orðinn 92 kg eða þyngri.
Fari BMI-stuðullinn yfir 35 er um alvarlega ofþyngd að ræða
og einstaklingur sem er 175 cm orðinn 107 kg eða meira.
Í alvarlegri ofþyngd er hættan á vandamálum tengdum efna-
skiptum líkamans orðin mikil og hættan á sykursýki 2 orðin
veruleg. Eins eru lífsgæðatengd vandamál eins og kæfisvefn og
stoðkerfisverkir orðin algeng.“
Þær viðurkenndu leiðir sem eru í boði fyrir fólk sem er að
berjast við vigtina eru að mati Aðalsteins magaermi- og maga-
hjáveituaðgerðir. „Hjáveituaðgerðir eru gerðar í ýmsum út-
færslum og fer þá maturinn í gegnum vélindað og þaðan niður í
miðhluta smágirnis.
Magaermin er einfaldari aðgerð og felst í því að minnka mag-
ann, en allt að 80-90% magans eru fjarlægð úr líkamanum í
þeirri aðgerð.“
Aðalsteinn segir magabandsaðgerðir lítið sem ekkert notaðar
enda sýni rannsóknir að sú leið virki ekki til lengdar. Félag fag-
fólks um offitu mæli jafnframt gegn þeim og mikilvægt að al-
menningur sé upplýstur um það.
Efnaskiptaaðgerðir kosta rúma milljón hjá Klíníkinni
Þar sem Aðalsteinn starfar bæði á Landspítalanum og í
Klíníkinni þekkir hann muninn á undirbúningi fyrir efnaskipta-
aðgerðir á þessum tveimur stöðum.
„Þeim einstaklingum sem fara í þessar aðgerðir á vegum
Sjúkratrygginga Íslands er gert að fara á undirbúningsnám-
skeið á Reykjalundi og/eða Heilsuborg. Sjúkratryggingar greiða
þá að mestu fyrir undirbúning, skurðaðgerð og eftirfylgni.
Fólk getur líka leitað til einkaaðila á borð við Klíníkina. Þrátt
fyrir að öll skilyrði Sjúkratrygginga Íslands fyrir aðgerð séu
uppfyllt (BMI þarf í flestum tilvikum að vera 40 eða hærra til að
Sjúkratryggingar taki þátt í aðgerðarkostnaði) þarf einstakling-
urinn samt sem áður að greiða stærstan hluta aðgerðarinnar.
Efnaskiptaaðgerð kostar um 1,2 milljónir íslenskra króna.“
Aðalsteinn segir að það sé fleira í þessu samhengi sem áhuga-
vert er að skoða.
„Tökum sem dæmi mæðgur sem leituðu til mín. Báðar höfðu
fengið aðgerð samþykkta af Sjúkratryggingum. Vegna langs
biðtíma á Landspítala valdi dóttirin að fara í aðgerð erlendis sem
Sjúkratryggingar greiddu að fullu. Móðirin treysti sér ekki til að
fara sömu leið og valdi að fara í aðgerð á Klíníkinni og þurfti að
greiða aðgerðina sjálf.
Þetta er mismunun sem ætti ekki að sjást á Íslandi og þekkist
ekki í Noregi og Svíþjóð svo dæmi séu tekin.
Sum stéttarfélög skilja þó hversu miklir hagsmunir þetta eru
fyrir einstaklinga og greiða hluta aðgerðarinnar.“
Konur í meirihluta í efnaskiptaaðgerðum
Aðalsteinn segir það áhugaverða staðreynd að stærstur hluti
sjúklinga sem fara í efnaskiptaaðgerð er konur þótt fleiri karl-
menn séu hins vegar í ofþyngd.
„Ástæðan fyrir þessu gæti verið sú að konur huga mögulega
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
„Vinsældir hjáveitu-
aðgerða aldrei verið meiri“
Aðalsteinn Arnarson var hræddur við nálar á menntaskólaárum sínum en starfar nú sem skurðlæknir og sérhæfir
sig í efnaskiptaaðgerðum. Fólk virðist öðlast nýtt líf eftir slíkar aðgerðir en þær eru ekki með öllu hættulausar.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
Aðalsteinn er skurð-
læknir sem sérhæfir sig
í efnaskiptaaðgerðum.
15-25%
afsláttur
Nicotinell getur hjálpað þér áleiðis!
Nikótíntyggjó, munnsogstöflur eða nikótínplástur.
Viltu draga úr reykingum
eða hætta alveg?
Fæst í öllum verslunum Lyfju.
Gildir til 31. janúar 2020.
Nicotinell Mint/Fruit/Lakrids/IceMint/Spearmint lyfjatyggigúmmí, Nicotinell Mint munnsogstöflur, Nicotinell forðaplástur. Inniheldur nikótín. Til meðferðar á tóbaks-
fíkn. Til notkunar í munnhol, til notkunar á húð. Má ekki nota handa börnum yngri en 18 ára. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun
lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is.
20%
afslát
tur
15%
afslát
tur
25%
afslát
tur