Morgunblaðið - 02.01.2020, Side 21
frekar að eigin heilbrigði en einnig getur verið að samfélagið
samþykki frekar að karlmenn séu í yfirþyngd.“
Hvað viðkemur hlutverki hjúkrunarfræðinga og næringar-
ráðgjafa hjá Klíníkinni segir Aðalsteinn þessa sérfræðinga
skipta miklu máli.
„Þeir gegna mikilvægu hlutverki bæði fyrir aðgerð en einnig
fyrstu eitt til tvö árin eftir hana þar sem sjúklingurinn þarf að
aðlaga sig breyttum aðstæðum. Það þarf að passa vel upp á fjöl-
breytta og góða næringu og eins er mjög mikilvægt að nægj-
anlega mikið magn af vítamínum og steinefnum sé í lík-
amanum. Sem dæmi þá getur járnskortur gert vart við
sig eftir aðgerð og hætta á beinþynningu eykst. Með
góðri eftirfylgni má tryggja betri árangur til langs
tíma.“
Leita matarfíklar í svona aðgerðir?
„Það er mjög fjölbreyttur hópur fólks sem sækir í
efnaskiptaaðgerðir og bakgrunnurinn gríðarlega
misjafn. Ástæður ofþyngdar geta verið margar.
Sumir geta hafa lent í áföllum í æsku en aðrir hafa
erfðirnar ekki með sér. Aðrir eru orðnir leiðir á að
fara upp og niður í þyngd á milli ára. Þeir grennast og
fitna til skiptis en ná aldrei langtímaárangri. Þarna eru
einstaklingar með BMI-stuðul á bilinu 35 og allt upp í 80.
Stór hópur er konur sem fóru kannski að þyngjast eftir barn-
eignir, eru komnar á miðjan fimmtugsaldur og eru með BMI á
bilinu 40-45.“
Örlögin leiddu hann á slóðir læknisfræðinnar
Hvað varð til þess að þú valdir þér læknisfræði á sínum tíma?
„Ég var alltaf frumgreinasinnaður og stefndi á nám í verk-
fræði í Þýskalandi á sínum tíma – en af forvitni sótti ég jafnframt
um nám í læknisfræði. Ég naut góðrar aðstoðar þáverandi
þýskukennarans míns við að sækja um háskólanám. Við áttuðum
okkur þó ekki á því að sýna þurfti fram á þýskukunnáttu þegar
sótt var um háskólanám með fjöldatakmörkunum – eins og
læknisfræði. Ég sótti um nokkra skóla í læknisfræði og einnig í
verkfræði. Ég fékk inni í öllum skólum í verkfræði en fékk synj-
un um læknisfræðinámið í öllum skólum vegna skorts á þýska
stöðuprófinu.“
Háskólinn í Kiel, sem bauð upp á læknisfræði, gerði undan-
þágu um málaprófið á þeim forsendum að Aðalsteinn hafði verið
skiptinemi í Þýskalandi á menntaskólaárum sínum.
„Ég ákvað að grípa tækifærið þar sem greinilega var erfitt að
komast inn í háskólann í Kiel og ílengdist síðan í frekara námi á
þessu sviði í kjölfarið. Ég hef ekki séð eftir þessari ákvörðun.“
mikilvægt að fyrirbyggja vítamín- og steinefnaskort með inn-
töku góðra vítamína ævilangt.
Til langs tíma er hætta á magasárum eða garnaflækju í kjölfar
hjáveituaðgerða.
„Ég heyri marga lýsa því að þeir hafi öðlast nýtt líf í kjölfar
aðgerðar. Margir losna við sykursýki 2 og kæfisvefn. Þeim
mun fyrr sem fólk leitar í svona aðgerðir eftir að sykursýki
kemur upp þeim mun meiri líkur eru á að við getum læknað
hana. Þá getur kæfisvefn batnað, æða- og hjartasjúkdómum
fækkar, blóðþrýstingur verður betri og tíðni krabbameins
minnkar.“
Tengsl á milli krabbameins og yfirþyngdar
Hvaða tengsl eru á milli krabbameins og yfirþyngdar?
„Konur í ofþyngd eru í allt að tvöfaldri hættu á að fá
brjóstakrabbamein miðað við þær sem eru í kjörþyngd.
Sambærilegar tölur má sjá um annað krabbamein eins
og í vélinda og ristli.“
Aðalsteinn segir yfirþyngd brengla horm-
ónastarfsemi líkamans, geti breytt þarmaflórunni og
að krónískar bólgur verði í líkamanum við yfirþyngd.
„Þeir sem eru í alvarlegri ofþyngd lifa að meðaltali 7-8
árum skemur en þeir sem eru í kjörþyngd. Rannsóknir
sýna að aðgerðir sem þessar geta gefið þessi ár til baka.
Auk þess á fólk auðveldara með að hreyfa sig og nýtur
þess að stunda útivist og ganga á fjöll svo dæmi séu tekin.“
Aðalsteinn segist sjálfur lifa frekar heilbrigðu lífi. Hann
hugi almennt að hollri hreyfingu, hjóli og syndi og borði það sem
oft er nefnt „hreinn matur“.
„Ég hef áhuga á matargerð og hef gaman af því að elda mat-
inn frá grunni með góðum hráefnum – helst íslenskum. Ég held
það skipti miklu máli fyrir heilsuna, að borða góðan einfaldan
mat sem nærir líkamann á heilbrigðan hátt.“
Gefur lítið fyrir megrunarkúra
Aðalsteinn gefur lítið fyrir megrunarkúra.
„Einhvern tímann las ég að til væru 20.000 megrunarkúrar
með nafni – það segir allt sem segja þarf að mínu mati.“
Hversu margir fara í efnaskiptaaðgerðir á ári?
„Á Landspítala eru gerðar um 80 aðgerðir árlega og á Klíník-
inni voru gerðar um 250 aðgerðir á síðasta ári. Mín tilfinning er
að ásókn í aðgerðir sé heldur vaxandi.“
Aðalsteinn bendir áhugasömum á að kynna sér Læknadaga
sem haldnir verða í lok janúar. Heill dagur verði tileinkaður
málaflokknum yfirþyngd og sykursýki 2 svo dæmi séu tekin.
Aðspurður hvort margir í fjölskyld-
unni séu læknar segir hann að svo sé ekki
þótt fleiri og fleiri bætist í hópinn. Meðal annars yngri systir
hans sem starfar nú sem læknir á Grensási.
Ekki hættulausar aðgerðir
Aðalsteinn segir að í langflestum tilfellum sé góður ár-
angur af efnaskiptaaðgerðunum sem hann framkvæmir.
Alvarlegir fylgikvillar séu tiltölulega sjaldgæfir.
„Tíðni alvarlegra fylgikvilla í kjölfar efnaskiptaaðgerða
er sem betur fer lág og sambærileg við til dæmis aðgerðir á gall-
blöðrum. Þar má nefna blæðingu, blóðtappa eða alvarlega sýk-
ingu í kjölfar aðgerðar. Hins vegar má ekki gleyma að margir
sjúklingar í þessum hópi teljast áhættusjúklingar í aðgerð vegna
ýmissa fylgisjúkdóma eða notkunar lyfja sem geta aukið áhættu
aðgerðar.“
Aðalsteinn segir fleira geta komið upp á eftir aðgerð. Allt að
fjórðungur þeirra sem fara í magaermi fær bakflæði og svo sé
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 MORGUNBLAÐIÐ 21