Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.01.2020, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 Aukablóðflæðiog súrefnisupptöku|Styðjaviðvöðvaog liðamót Hraðaendurheimt|Dragaúr líkumámeiðslum Henta vel í : Hjólreiðar, hlaup, íþróttir og útivist. TRÖNUHRAUN 8 220 HAFNARFIRÐI SÍMI 565 2885 www.stod.is stod@stod.is Ýmsir litir í boði CEP hágæða íþróttasokkar og hlífar með þrýstingi. Ó löf Guðný er á því að góður matur sé gulls ígildi og vonar að al- menningur fái í náinni framtíð aukin tækifæri til að hitta næringarfræðinga hvort heldur sem er á spítölum, á heilsu- gæslustöðvum eða í fyrirtækjum. Þó hún sinni fullu starfi uppi í há- skóla, þá finnur hún sér tíma til að sinna fleiri verkefnum, enda eftirspurn eftir næringarfræðingum mikil í þver- faglegum teymum sem miða að því að efla og styrkja fólk, m.a. með mat. „Við erum búin að vera í evrópsku rannsóknarverkefni síðustu tvö árin, erum í innlendum og norrænum rann- sóknarverkefnum þar sem næring snertir á málefnum allt frá hvernig getum við tryggt sem best næringar- ástand veikra og hrumra aldraðra sem eru í heimahúsi, hvernig næring og fé- lagsleg staða hefur áhrif á hvernig við eldumst og áhrif lífsstíls frá vöggu til grafar. Ég vann sem dæmi að Ráð- leggingum um mataræði fyrir eldra fólk sem er við góða heilsu, með Land- lækni í fyrra. Er í Byltuhóp Landspít- alans sem vinnur að leiðbeiningum fyr- ir fagfólk til að fyrirbyggja byltur á spítalanum. Minn þáttur í þeirri vinnu var að koma með ráðleggingar er varða næringu og orku fyrir þá sem eru veikir á spítala. Margir gætu velt því fyrir sér hvað næringarfræðingur gerir inni í slíkum hópi. Veikur ein- staklingur getur misst styrkinn, vöðv- ana og jafnvægi ef ekki er hugað að næringarástandi hans og vökva, við höfum rannsókn sem sýnir að van- nærður eldri sjúklingur er í áttfalt meiri hættu að detta inni á sjúkrahúsi en aldraðan einstakling sem er ekki vannærður. Byltur eru eitt af því sem viljum af öllum mætti koma í veg fyrir, bæði inni á stofnunum og í heima- húsum.“ Við vannæringu slokknar á tilfinningum Hún segir næringarfræði ná víða. Við þurfum jú öll að borða og nærast. „Ef við gerum það ekki þá hættir líkaminn að virka eins og hann á að gera og maður verður daufur, kvíðinn og sinnulaus. Tilfinningar krefjast orku og ef ekki er nægilega orka í lík- amanum slokknar á tilfinningum og kvíði, þráhyggja og vanlíðan tekur yf- ir.“ Ólöf Guðný hefur reynslu á þessu sviði, enda vann hún í átröskunarteymi á barna- og unglingageðdeild Land- spítalans á árunum 2000-2008. Hún segir það tímabil hafa kennt sér samkennd og auðmýkt í garð fólks. Hvað kenndi það tímabil þér? „Sumt af unga fólkinu okkar hefur upplifað erfiðleika og áföll sem enginn ætti að fara í gegnum. Umhverfið seg- ir að það sé fátt verra en að vera feit- ur. Heilbrigði að mínu mati er hins vegar ekki mælt í kílóum heldur hvernig þú sinnir þér líkamlega, and- lega og félagslega. Það eru alls konar ástæður fyrir átröskunum og það ætl- ar sér enginn að vera með átröskun. Átröskun tekur á sig alls konar mynd- ir og sést yfirleitt ekki utan á ein- staklingnum. Það eru sem dæmi langflestir með átröskun í kjörþyngd eða í yfirþyngd.“ Þegar fólk notar hreyfingu sem refsingu við að borða Ólöf Guðný segist oft heyra fólk segja að það megi borða aðeins meira af því það sé búið að hreyfa sig. Eins segist hún heyra í almennu tali að ein- hver hafi borðað köku og viðkomandi ætli að fara út að hlaupa í 45 mínútur í staðinn til að ná af sér kökunni. „Af hverju ekki að borða og njóta? Af hverju er hreyfing notuð sem refs- ing fyrir að borða? Hreyfing ætti að mínu mati ekki að vera refsing. Það eru forréttindi að geta notið hreyf- ingar sem styrkir bæði andlega og lík- amlega.“ Hún segir þátt næringarfræðings í átröskunarteymi vera að reyna að finna eðlilega matarhegðun fyrir þann einstakling sem unnið er með hverju sinni. Það að borða úr flestum fæðu- flokkum og að borða reglulegar mál- tíðar. Hvað um þá sem hafa misst tökin á þyngdinni? „Við lítum alls konar út og eigum öll okkar tilverurétt, sama hvernig við erum í laginu. Ég trúi því að við séum öll að gera okkar besta miðað við þær aðstæður sem við eru í hverju sinni. Sumir eru með góð gen og eru aldir upp við hollar og góðar matavenjur en þannig er það ekki komið fyrir öllum. Eins er þáttur samfélagsins töluverður. Það er stöðugt verið að segja okkur að borða. Allt í þjóðfélaginu ýtir undir ofneyslu og er áreitið sem dynur á okkur mikið. Ábyrgð matvælaiðn- aðarins í þessu tilliti er mikil. Ef far- ið er vel með hráefnin getur matur verið heilsueflandi fyrir okkur mannfólkið og umhverfið líka. En ef farið er illa með hráefnin getur orðið mikill skaði bæði á einstaklingnum og umhverfinu.“ Hvernig er ástandið hjá okkur í matvælaframleiðslunni og hvaða áhrif ertu að tala um? „Umbúðirnar utan um mat, kalla á okkur, svo er lítil eftirfylgni með því hvað er sett í matinn okkar. Að mínu mati þyrfti matvælaeftirlitið að vera öflugra hér á landi.“ Tiltölulega flókið mál að léttast Hvað um að léttast. Hvernig horfir það við þér? „Það er að mínu mati tiltölulega flókið og margþætt mál að aðstoða fólk við að léttast. Út frá umhverfissjónar- miði væri að sjálfsögðu best ef við myndum minnka sóun og borða hæfi- lega. Enda er vinna næringarfræð- ingsins ekki einvörðungu manneskjan sjálf og samfélagið heldur einnig jörð- in. Ef við hugsum hvað við setjum ofan í okkur, að það sé unnið í sátt við um- hverfið og náttúruna, þá værum við í betri málum. Þegar að kemur að fólki sem hefur misst stjórn á þyngdinni sinni þá er það oft fast í hugmyndum og niður- brjótandi hugsunum. Það er töluverð- ur fjöldi einstaklinga í mikilli offitu. Þeir sjást oft ekki á meðal almenn- ings því þeir eru með svo mikla skömm út af þyngdinni og samfélagið lætur þá finna fyrir fordómum. Það hefur enginn rétt á að dæma aðra manneskju út frá útliti. Það er mann- réttindi okkar allra.“ Hún segir starf næringarfræðings með einstaklingi sem hefur misst tökin á þyngd sinni vera að fá hann til að byggja upp sjálfsmynd sína og sjálfs- virðingu. „Að borða reglulega er lykilatriði að mínu mati. Svo svengd eða vanlíðan stjórni ekki fæðuvali eða magni matar. Því auðvitað hefur svöng manneskja ekki stjórn á því hvað hún borðar, við veljum flest það sem er bragðgott, þarf ekki að tyggja mikið og tekur ekki langan tíma að undirbúa. Eins finnst mér allt tal um fall eða dómharka á því „Hungruð manneskja borðar óskyn- samlega“ Ólöf Guðný Geirsdóttir, næringarfræðingur og deildarforseti matvæla- og næringarfræðideildar, er á því að staða næringarfræðinga ætti að vera víða í samfélaginu. Hún segir mat félagslegt fyrirbæri og að á löngum ferli sínum hafi hún tileinkað sér sjálfs- mildi og kærleik í sinn garð og annarra. Elínrós Líndal | elinros@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.