Morgunblaðið - 02.01.2020, Page 25
Morgunblaðið/Árni Sæberg
H
jördís Bára hefur
aldrei upplifað
stríðni í tengslum við
þyngd sína. Hún er
ósköp venjuleg 23
ára stelpa í dag, lífs-
glöð, með mikið sjálfstraust og vin-
mörg. Hún geislar af gleði og ham-
ingju og hefur að eigin sögn alltaf
verið með mikið sjálfstraust og fé-
lagslega sterk. Hún starfar á hjúkr-
unarheimilinu Hrafnistu í Hafnar-
firði og í félagslegri heimaþjónustu
hjá Dögum í Garðabæ og segir það
gefa lífinu tilgang að starfa með
fólki sem þarf á henni að halda.
Spurð um efnaskiptaaðgerðina
sem hún fór í segir Hjördís Bára
ýmislegt hafa komið henni á óvart.
„Það sem kom svolítið á óvart var
hvað þetta var erfitt í fyrstu. Maður
þarf að breyta lífsstílnum sínum áð-
ur en aðgerðin er framkvæmd, eða
það gerði ég í það minnsta. Síðan
þurfti ég að ná tökum á þessum
nýja lífsstíl í kjölfarið. Ég mátti sem
dæmi ekki borða sætindi í fyrstu og
ég stóð við það.“
Erfitt að taka ákvörðunina
um aðgerð
Hún segir ákvörðunina um að
breyta líkamanum fyrir lífstíð hafa
tekið á hana. Þess má geta að fyrir
aðgerðina átti hún erfitt með að
spenna öryggisbelti í flugvélum, hún
var með stöðugan höfuðverk og
verk í hnjám og stoðkerfinu svo eitt-
hvað sé nefnt.
„Þetta er besta ákvörðun sem ég
hef tekið. Þó ég hafi ekki verið orðin
mjög veik á þessum tímapunkti, þá
stefndi allt í það að óbreyttu í mínu
lífi.“
Allt eins og það átti
að vera í æsku
Hjördís Bára er brosmild og
hress og þakkar það góðu uppeldi
og kærleiksríkri fjölskyldu.
„Ég kem úr stórri fjölskyldu þar
sem við erum níu systkinin. Ég er
alin upp með báða foreldra mína í
hjónabandi, þau eru hamingju-
samlega gift og í raun vildi ég að
sem flestir hefðu upplifað lífið eins
og ég hef upplifað það, í faðmi fólks
sem elskar mig án skilyrða. Ég er
sú eina í minni fjölskyldu sem hef
misst svona stjórn á þyngdinni. Ég
hef margoft sest niður með mömmu
og pabba sem segja mér að allt til
níu ára aldurs var ég í eðlilegri
þyngd. Síðan er eins og eitthvað
hafi breyst, ég hætti að borða í
mötuneyti skólans og byrjaði að
leita meira í brauð og þess háttar.
Ég og systir mín sem er nálægt mér
í aldri höfum fylgst mikið að í lífinu.
Hún og ég höfum alltaf borðað svip-
aðan mat. Hún grenntist og lengdist
hins vegar á meðan ég þyngdist og
þyngdist.“
Áður en Hjördís Bára ákvað að
fara í hjáveituaðgerðina hafði hún
prófað alla megrunarkúra í landinu.
„Mamma og pabbi hafa alltaf ver-
ið til staðar og reynt að aðstoða mig.
Það má segja að ég hafi leitað
Lífið er
stundum
aðeins of
æðislegt!
Hjördís Bára Hjartardóttir fór í magahjá-
veituaðgerð og segir lífið eins og á bleiku
skýi í dag. Hún er hamingjusöm, glöð og
frjáls að eigin sögn þó að aðgerðin hafi ekki
gengið alveg snurðulaust fyrir sig.
Elínrós Líndal | elinros@mbl.is
„Ég hefði aldrei
getað þetta ein, því
vil ég segja að for-
eldrar mínir, systir
og fleiri aðilar eiga
stóran hlut í þess-
um sigri með mér.“
Hjördís Bára var búin að prófa alla heimsins megrunarkúra og hjáveituaðgerðin var það eina sem hún átti eftir að gera.
FIMMTUDAGUR 2. JANÚAR 2020 MORGUNBLAÐIÐ 25
Verð frá 94.999
25% afsláttur af aukakönnum
Vitamix blandararnir eiga
sér engan jafningja.
Mylja nánast hvað sem
er. Búa til heita súpu
og ís.
Hraðastillir, prógrömm
og pulse rofi sjá til þess
að blandan verður ávallt
fullkomin og fersk!
Byrjaðu árið með stæl
Rauðagerði 25 108 Rvk Sími 440-1800 www.kaelitaekni.is
Ascent serían frá Vitamix